Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
✝ Fjóla Eggerts-dóttir fæddist
á Ánastöðum á
Vatnsnesi hinn 11.
apríl 1923. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands, Hvamms-
tanga, hinn 1. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Eggert
Jónsson, bóndi og
vitavörður í Skarði, f. 14.10.
1889, d. 23.4. 1981, og Sigurósk
Tryggvadóttir, húsfreyja í
Skarði, f. 16.1. 1898, d. 20.10.
1953.
Fjóla var elst fimm systkina,
þau voru Þóra, Elsa, Tryggva
og Tryggvi sem öll eru látin,
fóstursystir Fjólu er Klara
Helgadóttir.
Árið 1947 gekk Fjóla að eiga
Garðar Hannesson, f. 14. janúar
1922, d. 13. október 2014. For-
eldrar hans voru Hannes Guðni
Benediktsson og Sigríður
Björnsdóttir.
Börn Fjólu og Garðars eru: 1)
Sigurósk, f. 21.12. 1947, maki
1978, sautján barnabörn og sex
barnabarnabörn.
Fjóla ólst upp í Skarði á
Vatnsnesi til 18 ára aldurs, þá
fór hún í Garðyrkjuskólann í
Hveragerði og útskrifaðist það-
an eftir tvö ár sem garðyrkju-
fræðingur. Að námi loknu fór
hún að Skarði og tók við rekstri
gróðurhúss sem faðir hennar
hafði reist. Sumarið 1945 kynnt-
ist hún Garðari sem kom og
starfaði við byggingu Skarðs-
vita. Þau hófu sinn búskap í
Reykjavík, fluttu 1949 í Hlíð á
Vatnsnesi og stunduðu þar bú-
skap í 20 ár. Árið 1969 fluttu
Fjóla og Garðar inn á Hvamms-
tanga og byggðu sér hús á Ás-
braut 2 sem þau fluttu í 1974.
Þar bjuggu þau saman þar til
Garðar lést 2014 og Fjóla þar til
hún flutti á hjúkrunarheimili
2017.
Lengst af starfaði Fjóla á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
og var lengi trúnaðarmaður
þar. Hún var í fjölda ára í Kven-
félaginu Sigurósk, starfaði fyrir
Verkalýðsfélagið Hvöt og var
stofnfélagi Félags eldri borgara
Vestur-Húnavatnssýslu.
Útför Fjólu fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 14.
desember 2018, klukkan 14.
Örn Guðjónsson, f.
1945. Þau eiga þrjá
syni, Guðjón Pál, f.
1967, d. 1981, Garð-
ar Smára, f. 1971,
og Leó Jarl, f. 1976,
sjö barnabörn og
fjögur barnabarna-
börn, þar af eitt er
lést við fæðingu. 2)
Bára, f. 12.5. 1949,
maki Haraldur Pét-
ursson, f. 1945. Þau
eiga þrjú börn, Bjarka Heiðar, f.
1969, d. 2004, Hrannar Birki, f.
1974, og Borghildi Heiðrúnu, f.
1981, 14 barnabörn og fimm
barnabarnabörn, þar af eitt er
lést við fæðingu. 3) Eggert, f.
4.7. 1950, d. 25.10. 1991, eftirlif-
andi maki er Arndís Helena
Sölvadóttir, f. 1950. Þau eiga
þrjú börn, Sóleyju Höllu, f. 1972,
Örlyg Karl, f. 1975, og Erling
Viðar, f. 1977, og sex barna-
börn. 4) Hanna Sigríður, f. 31.8.
1951, maki Sigfús Eiríksson, f.
1947. Þau eiga dótturina Eygló
Sif, f. 1989. Hanna á þrjár dæt-
ur, Írisi Fjólu, f. 1971, Olgu
Lind, f. 1975, og Elfu Maríu, f.
Elsku Fjóla amma mín.
Þó svo að ég hafi vitað að það
færi að koma að því að ég þyrfti
að kveðja þig þá er það mér sárt
þar sem þú hefur verið svo dýr-
mætur partur af mínu lífi alla
tíð.
Þú varst svo kærleiksrík,
skemmtileg, umhyggjusöm og
litrík persóna sem auðvelt var
að þykja vænt um og vera elsk-
uð af. Í minningunni varstu
„ekta amma“ sem ég gat alltaf
leitað til bæði sem barn og á
fullorðinsárum.
Þegar ég var að alast upp á
Hvammstanga fannst mér gott
að koma til ykkar afa á Ásbraut-
ina í heimsókn til að spjalla og fá
eitthvað gott í gogginn. Það var
líka svo gaman að spila við þig
og afa eða fara með ykkur á
spilakvöld svo fátt eitt sé nefnt.
Eftir að ég flutti í burtu var
heimilið þitt alltaf opið fyrir mér
og mínum og alltaf tókstu vel á
móti okkur, sama hvað. Þegar
ég hugsa til baka þá finnst mér
ég hafa eignast enn dýrmætara
samband við þig eftir því sem ég
varð eldri. Þú komst fram við
mig eins og jafningja og deildir
með mér þínum skoðunum og
upplifunum.
Mér fannst ég geta rætt við
þig um alla hluti. Ég á svo marg-
ar minningar um dýrmæt sam-
töl um daginn og veginn og erf-
iðleika lífsins. Þú sýndir mér og
mínum sanna umhyggju og
skilning, sérstaklega á erfiðum
tímum og gerðir allt sem þú gast
til að hjálpa okkur eins og þú
gast. Samtölin við þig gerðu það
oft að verkum að ég gat haldið
áfram, þú hvattir mig áfram og
gafst mér styrk með því að deila
þinni reynslu með mér. Við
göntuðumst stundum með það
hvað við værum líkar að mörgu
leyti og kannski var það ástæð-
an fyrir því að samband okkar
var svona náið, við skildum hvor
aðra svo vel.
Elsku amma, mér líður eins
og partur af mér sé farinn með
þér og það skarð getur enginn
fyllt. Ég veit að ég mun ylja mér
við allar fallegu minningarnar
sem við áttum saman og hugga
mig við að nú ertu aftur komin í
faðminn á elsku afa sem þú
varst svo tilbúin að fara til.
Ég vil kveðja þig með þakk-
læti fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir mig og mína með bæninni sem
þú minntir mig oft á og var okk-
ur svo kær.
Hvíl í friði.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Þín dótturdóttir
Elfa María Geirsdóttir.
Með sorg og trega eru þessi
orð páruð. Fjóla amma, þú sem
varst stoð okkar og stytta, sú
sem bætti og kætti, ert sofnuð
svefninum langa.
Af alúð og einlægni lagðir þú
rækt við allt sem þér var kær-
ast. Að rækta var þín veröld. Við
vorum blómin þín. Þið afi voruð
sem eitt, en samt ólík. Hann
rúllaði eins og 33 snúninga
plata, þú varst meira á 45 snún-
ingum.
Minningar endast um aldur
og ævi af öllu sem við gerðum
með ykkur. Í bílskúrnum hjá
afa, eða að leik í gamla kofanum.
Í hesthúsinu, er þú lést okkur á
bak Lottu þinni sem var svo
stillt. Haustin úti í Hamarsrétt
er gangnamenn komu með fé af
fjalli.
Ásbrautin var griðastaður
þar sem gestum var tekið opn-
um örmum. Þá var litla eldhús-
borðið dregið fram úr horninu.
Hádegisverðirnir á meðan
hlustað var á hádegisfréttirnar.
Svo vaskaði afi upp og þurrkaði
undir lestri veðurskeytanna og
við gengum frá.
Á afmælisdaginn stóðstu
jafnan sveitt í eldhúsinu og
kepptist við að steikja og rúlla
upp stæðum af pönnukökum,
sem sporðrennt var af gestum
yfir kaffibolla og góðu spjalli.
Oft varstu þreytt eftir daginn,
en mikið sem þetta gladdi þig.
Stofan var okkar ævintýra-
land. Brúni leikfangakassinn
var dreginn fram, reistar borg-
ir, hús úr kössum og bókum og
stórbrotin gatnakerfi. Potta-
plönturnar voru sem frumskóg-
ur.
Stofan var líka kyrrðarstað-
ur, er við sátum og lásum eða
flettum gömlum myndum. Þú
sast með okkur og saumaðir út.
Og ljúfar eru minningarnar
er við hittumst öll hjá ykkur afa
á jóladag.
Þá var hátíð í bæ. Eldhús-
borðið svignaði undan kræsing-
um, heitt súkkulaði teygað í
könnuvís og spilað fram á kvöld.
Þú tókst fram púkkið og spilaðir
með okkur krökkunum.
Þú varst jafningi og trúnaðar-
vinur. Með þér deildum við sigr-
um og töpum, heitustu ást og
erfiðustu sorgum. Af einlægni
hlustaðir þú, gafst ráð, hrós eða
huggun.
En við uxum úr grasi. Lífið
kallaði með skóla og vinnu. Þótt
komum okkar fækkaði á Ás-
brautina, þá tapaðist aldrei
sambandið. Notalegt var að
heyra rödd þína í símanum, hvar
sem við vorum stödd í heimin-
um, og ræða um daginn og veg-
inn.
Seinustu árin tóku á þig, er
þú horfðir á systkini og vini
hverfa á braut. Fyrir fjórum ár-
um dó afi. Þú varst hjá honum á
lokastundinni.
„Ég er glöð að ég var hjá hon-
um. Þá veit ég að hann kvaldist
ekki,“ sagðir þú okkur seinna.
Þú varst svo þakklát fyrir tím-
ann með honum. Söknuður fyllti
þitt hjarta og þú talaðir opin-
skátt um endalokin. Það veitir
huggun í djúpri sorg að vita að
þú hræddist þau ekki. Þú varst
viðbúin því sem koma skyldi.
Elsku Fjóla amma. Af alúð
hjálpaðir þú okkur út í lífið, að
vaxa og dafna til að lokum
springa út og blómstra. Þú varst
allt í senn; uppalandi, leiðbein-
andi, fyrirmynd, vinur.
Nú er þú farin, blessunin.
Horfin á braut og sameinuð á ný
með afa. Ásbrautin stendur eft-
ir, auð og yfirgefin. Í hjörtum
okkar er djúpt tóm og söknuð-
urinn er mikill. En minning þín
lifir um ókomna tíð.
Með þessum orðum vildum
við bara segja: Takk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Fyrir hönd barnabarna,
Erling Viðar Eggertsson.
Elsku amma mín.
Nú er afi búinn að sækja þig
eins og þú varst farin að bíða
eftir.
Ég veit að þið eruð að njóta
þess til hins ýtrasta að vera
loksins saman aftur. Það er
samt rosalega erfitt að kveðja
þig, elsku amma mín.
Þú varst yndislegur og litrík-
ur persónuleiki. Besta amman
með hlýjustu faðmlögin. Þú
hafðir alltaf svo mikinn áhuga á
öllu sem var að gerast í lífinu
hjá mér og varst alltaf svo stolt
og hikaðir ekki við að segja það
við mig. Þú misstir aldrei af við-
burði hjá mér þrátt fyrir að
langt væri að fara, alltaf varstu
komin.
Jafnvel þegar ég hringdi sam-
dægurs til að bjóða í afmæli, þá
stukkuð þið afi út í bíl og voruð
mætt suður í veisluna.
Þú talaðir svo oft um hvað þú
værir þakklát fyrir það hvað við
ættum gott samband þrátt fyrir
að vera í hvor í sínum landshlut-
anum. Mikið er ég líka þakkát
fyrir það, elsku amma mín.
Ég mun sakna þín mikið og
ég mun líka sakna Ásbrautar-
innar mikið. Það var alltaf svo
notalegt að koma til ykkar afa
og fá mjúkan ömmuís og spila.
Þú nenntir ávallt að spila við
mig svo klukkustundum skipti.
Ég mun alltaf hugsa til þín
þegar ég spila kana og ég lofa að
vera dugleg að spila áfram fyrir
þig, amma mín.
Þú skilur eftir stórt skarð,
elsku amma, en ég veit að þú ert
ánægð að vera komin til afa sem
bókstaflega söng þig yfir til sín
með sinni fallegu rödd. Þið vor-
uð svo samrýnd og ástfangin,
þvílíkar fyrirmyndir.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þín ömmustelpa,
Eygló Sif.
Fyrsta minning mín af Fjólu
ömmu er frá því að ég var lítil,
það var kvöld og hún var að
passa okkur systurnar, við vor-
um komnar í náttfötin og lágum
í rúminu og hlustuðum á ömmu
lesa sögu fyrir svefninn en allt í
einu öskraði amma og stökk upp
á borð, á undraverðum hraða
náði hún að teygja sig í símann,
hringja í afa og skipa okkur að
flýja með sængina upp í stofu,
við tókum sængina á milli okkar
og lögðum af stað, fram að þess-
ari stundu hafði ég alltaf haldið
að mýs væru lítil og krúttleg dýr
en þar sem músin trítlaði á milli
okkar systranna og amma stóð
æpandi uppi á borði að skipa
okkur fyrir þá fór ég nú að efast
um það, en afi kom fljótt og
veiddi þessa stórhættulegu mús
í fötu og henti henni út, þar
mátti hún vera.
Ég á margar minningar um
Fjólu ömmu eftir músarævin-
týrið. Þegar fór að nálgast jólin
kom amma heim til að steikja
laufabrauð, hún fór einnig til
hinna barnanna sinna sem
bjuggu þá öll á Hvammstanga
og oft fóru barnabörnin með á
milli og skáru út laufabrauð.
Það var mikið ævintýri að
fara með ömmu og afa að bera
út jólakortin og pakkana fyrir
hver jól, þá fengu tvö barnabörn
að leika jólasveina, afi keyrði
um á Rússajeppanum, amma
var frammí og stjórnaði og jóla-
sveinarnir fóru með pakkana
eða kortin í hús hjá ættingjum
og vinum, það var líka spenn-
andi að vera heima þetta kvöld
og bíða eftir öllum pökkunum og
reyna að þekkja jólasveinana.
Á jóladag voru amma og afi
alltaf með jólaboð og var afskap-
lega gaman að hitta alla, leika
og spila púkk eða kana. Amma
gaf okkur barnabörnunum og
vinum sem komu oft með okkur
í heimsókn alltaf íspinna en það
varð að vera einhver regla, og
við fengum ekki fleiri en einn á
dag þó að við kæmum oft á dag,
annars hefðum við líklega verið
að fara og koma allan daginn.
Þegar ég var unglingur fékk
ég að búa einn vetur hjá ömmu
og afa, það var gott að fá að
kynnast þeim inni á heimili og
er ég þakklát fyrir að hafa feng-
ið að vera hjá þeim og um tutt-
ugu árum seinna fékk Elmar
sonur minn að halda til hjá þeim
eitt sumar og hafði jafn gaman
af að fá að kynnast þeim betur.
Eftir að við fluttum aftur
norður í sveitina voru afi og
amma ótrúlega dugleg að keyra
Vatnsnesið og koma í barnaaf-
mæli og heimsóknir og oft komu
þau við á haustin á leiðinni úr
berjamó. Mín börn voru heppin
að fá að kynnast þeim og þótti
gaman að koma til þeirra, leika
með dótið, hlusta á sögur, hjálpa
ömmu að skreyta, koma garðálf-
unum á sinn stað, skoða blómin,
sulla í tjörninni og ná að borða
jarðarberin á undan hinum
langömmubörnunum.
Síðustu árin hennar ömmu
heima var hún dugleg að segja
mér frá því hvernig lífið var í
Skarði þegar hún var barn og
frá árunum í Hlíð.
Oft þegar ég var að keyra
heim frá ömmu eftir að hafa
stoppað lengur en ég ætlaði í
morgunkaffinu hjá henni var ég
þakklát fyrir tækniframfarirnar
sem höfðu orðið frá því amma
var ung, ég sat inni í hlýjum bíl
og var að fara heim til að taka úr
uppþvottavélinni og setja þvott-
inn í rafmagnsþvottavélina
mína.
Við munum öll sakna Fjólu
ömmu.
Olga Lind og fjölskylda.
Fjóla frá Skarði, elskuleg
frænka mín, er komin á æðra til-
verustig og var brottfarardag-
urinn 1. des. sl. eða á þjóðleg-
asta degi Íslands.
Hún var orðin háöldruð, tæp-
lega hundrað ára má segja. Hún
unni þjóð sinni og safnaði saman
ýmsum fróðleik og kveðskap
sem enn er óbirtur.
Á langri ævi stundaði hún
ýmis störf til hagsbótar þjóðinni
og var m.a. lærð í gróðurfræði
og sá um tíma um gróðurhús
föður síns í Skarði.
Hún hóf búskap í Skarði 1948
ásamt manni sínum, Garðari
Hannessyni sem nú er látinn, en
ári síðar keyptu þau jörðina
Hlíð og fluttu þangað. Eftir ísa-
og kalárin 1968-9 sem gerðu út
af við búskapinn fluttu þau til
Hvammstanga og byggðu sér
fljótlega íbúðarhús ofarlega í
þorpinu við Ásbrautina, að
mestu með eigin handafli og
áttu þar heima til loka.
Þau hjón voru miklar fé-
lagsverur og sóttu skemmtanir
er til féllu.
Er öllum minnisstætt hvað
þau dönsuðu vel og mikið, þau
bókstaflega svifu um gólfið eins
og ung væru fram á elliár.
Á 90 ára afmæli Fjólu flutti
ég henni kvæði, sem mér finnst
nú vel við hæfi að endurtaka
brot úr, en það lýsir vel hinni
hrífandi persónu, henni Fjólu.
Hrífur snjalla konan kær,
klæðist hallar glansa,
svífur palla mögnuð mær,
mikið alla dansa.
Ævi góða blessa ber,
binda ljóðum minni,
hæfi bjóða óskir er,
eftir þjóðleg kynni.
Ég og kona mín þökkum
Fjólu dásamlega góð kynni og
sendum dætrum hennar og öðr-
um aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Hlíf og Agnar.
Fjóla Eggertsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA MARÍA TÓMASDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 12. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Gústaf Lilliendahl
Jónas Rafn Lilliendahl Margrét Katrín Erlingsdóttir
Atli Lilliendahl Inge Heinrich
Margrét Lilliendahl Jón Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁGÚST H. ELÍASSON
tæknifræðingur,
lést laugardaginn 10. nóvember.
Að hans ósk fór útförin fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítalans
í Fossvogi og heimahjúkrunar Hlíðasvæðis.
Einar Ingi Ágústsson, Ásta Margrét Guðlaugsdóttir
Elías Halldór Ágústsson, Kristín Vilhjálmsdóttir
Eva Ágústsdóttir
Elsa, Bjargmundur, Ingibjörg,
Sóley, Guðlaugur Þór, Eva, Einar Ágúst,
Erla, Ágúst Halldór, Brynhildur, Vilhjálmur Stefán,
Mikael og Snjólfur
Minn kæri eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN VÍFILL KARLSSON,
Sandbakka 12,
Höfn í Hornafirði,
lést á Landspítalanum mánudaginn
10. desember. Minningarathöfn verður haldin í Hafnarkirkju
laugardaginn 22. desember klukkan 13.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á að láta Styrktarsjóð Barnaspítala Hringsins njóta.
Fyrir hönd systkina, annarra ættingja og vina,
Anna Eyrún Halldórsdóttir
Svala Björk Héðinn Sigurðsson
Halldór Steinar Erla Þórhallsdóttir
Karl Guðni
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðurbróðir okkar,
SIGURÐUR RANDVERSSON,
Norðurgötu 54, Akureyri,
lést föstudaginn 7. desember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 17. desember klukkan 13.30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hornbrekku fyrir góða
umönnun.
Systrabörn hins látna