Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
✝ Guðný DebóraAntonsdóttir
fæddist á Ísafirði
7. ágúst 1934. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 10. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Anton
Halldór Ingibjarts-
son, f. 20.5. 1907,
d. 15.2. 1992, og
Guðmundína
Kristín Vilhjálmsdóttir, f. 21.9.
1915, d. 23.1. 2009.
Guðný var elst systkina sem
voru Gerður, f. 15.3. 1936, d.
30.7. 2013, Ingvar Anton, f.
5.8. 1940, d. 26.1. 2011, Ingi-
bjartur, f. 4.6. 1945, d. 25.10.
2005, og Vilhjálmur Gísli, f.
1.10. 1949.
Guðný giftist Jóni Gunnari
Guðmundi Guðmundssyni, f.
7.4. 1923, d. 11.4. 1986, árið
Theodora, Axel Júlíus og
Hilma Elvira. Barna-
barnabörn Guðnýjar eru 21
talsins.
Guðný ólst upp á Ísafirði og
gekk í Barna- og gagnfræða-
skóla Ísafjarðar. Hún vann
ýmis störf sem til féllu á Ísa-
firði, var meðal annars eitt
sumar á togara. 17 ára gerð-
ist hún kaupakona í Skálm-
ardal í Múlasveit Austur-
Barðastrandarsýslu þar sem
hún kynntist verðandi eigin-
manni sínum. Árið 1959 flutt-
ust þau búferlum til Tálkna-
fjarðar þar sem þau stofnuðu
heimili og bjuggu þar allan
sinn búskap.
Guðný starfaði við fisk-
vinnslu alla sína tíð. Hún var
virk í Kvenfélaginu Hörpu
þar sem hún var heiðursfélagi
og í kórstarfi kirkjunnar á
Tálknafirði. Síðustu árin
dvaldi hún á Dvalarheimilinu
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Guðnýjar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 14.
desember 2018, klukkan 14.
Jarðsett verður í
Stóra-Laugardal, Tálknafirði.
1957. Börn þeirra
eru: 1) Sesselja
Bjarnfríður, f. 1.6.
1953, hennar mað-
ur er Páll Eyþór
Jóhannsson og
börn þeirra eru
Sveinn Sævar,
Hilmar Þór og
Gunnar Rafn. 2)
Guðmundur, f. 8.6.
1954, hans kona er
Margrét
Kristbjörnsdóttir og börn
þeirra eru Arnar, Signý Dögg,
Jón Gunnar og Ellen María. 3)
Anton Halldór, f. 9.3. 1960. 4)
Jóhann Ólafur, f. 20.7. 1965,
hans kona er Hildur Ástþórs-
dóttir og börn þeirra eru Erla
Sylvía, Elva Guðrún, Guðný
Debora og Markús Már. 5)
Guðjón, f. 7.8. 1966, kona hans
er Pia Aina Victoria Söderl-
und og börn þeirra eru Saga
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar með nokkrum orð-
um. Ég kynntist henni fyrst 1972
þegar ég var að gera hosur mín-
ar grænar fyrir Fríðu dóttur
hennar, konunni minni í dag.
Ekki leist henni nógu vel á
mannsefnið í fyrstu. Fannst ég of
síðhærður og skeggjaður. Með
tímanum urðum við þó bestu vin-
ir og hélst það alla tíð. Man alltaf
þegar hún bauð mér í fyrsta sinn
í mat. Hún hafði soðið svið sem
voru verkuð með öðrum hætti en
ég var vanur. Mér fannst þau
vera hálfúldin. Ég píndi ofan í
mig einhverju lítilræði. Eftir á
spurði hún Fríðu mjög áhyggju-
full: Heldurðu að hann sé ekkert
fyrir svið?
Marga kaffibollana drukkum
við saman og ræddum lífið og til-
veruna. Þegar við vorum í heim-
sókn fyrir vestan voru góðar
morgunstundirnar í eldhúsinu á
Sólheimum og seinna Bugatúni.
Á meðan aðrir sváfu leystum við
flest vandamál heimsins. Hún lá
ekki á skoðunum sínum og gat
verið mjög beinskeytt í orðum,
en aldrei man ég eftir að mér
mislíkaði verulega við hana.
Þetta var bara Guðný. Við hlóg-
um bara að öllu saman, en hún
var mjög hláturmild. Við deildum
áhuga á söng og tónlist en Guðný
var alltaf syngjandi og það erfð-
ist til barna hennar sem eru öll
mjög músíkölsk. Það var því allt-
af glatt á hjalla þegar fjölskyldan
kom saman. Strákarnir okkar
þrír nutu þess líka að eiga hana
að þegar þeir fóru vestur til
vinnu á unglingsárum sínum,
hver á fætur öðrum. Þá gistu
þeir hjá ömmu og reyndi þá oft á
sambúðina, sérstaklega hjá
Gunnari mínum og henni. En alla
tíð var Gunnar samt í sérstöku
uppáhaldi hjá henni. Þau náðu
alltaf vel saman. Er þakklæti
strákanna mikið fyrir þessi ár
sem þeir voru hjá ömmu sinni.
Það væri ótal margt hægt að
rifja upp frá liðnum árum, en það
ætla ég að geyma í minningum
um góða konu sem gaf mörgum
svo mikið. Hvíldu í friði.
Nöpur er nóttin, niðdimm og köld
senn kemur sólin, sækir öll völd,
sorgin hún sefur, sálinni í,
víst eftir vetur, vorar á ný.
(PEJ)
Þinn tengdasonur
Páll Eyþór.
Mín fyrstu kynni af Guðnýju
voru þegar ég keyrði vestur á
Tálknafjörð til að hitta konuna
sem varð síðar tengdamóðir mín.
Ég var frekar stressuð og stopp-
aði því í Botni, fór út úr bílnum,
andaði að mér sjávarloftinu, setti
á mig varalit og brunaði svo á
leiðarenda.
Þegar að Sólheimum kom var
Guðný ekki komin heim úr starfi
sínu í frystihúsinu. Hún kom
heim skömmu síðar en sagðist þá
ekki vilja koma inn í stofu og
hitta mig fyrr en hún væri búin
að þvo af sér fiskifýluna. Eftir
það gekk hún rösklega til mín og
sagði: „Stattu nú upp góða og
leyfðu mér að taka þig út.“
Þeir sem þekktu Guðnýju vita
vel hversu hrein og bein hún var
og átti hún því til að stuða fólk.
Með okkur tókust hins vegar
fljótlega góð kynni þar sem ég
tók meðvitaða ákvörðun um að
láta hinar ýmsu athugasemdir
hennar sem vind um eyrun þjóta.
Guðný tók strax miklu ástfóstri
við nöfnu sína og dóttur okkar
Jóhanns, Guðnýju Deboru, og
myndaðist á milli þeirra afar sér-
stakt samband sem einkenndist
alla tíð af mikilli umhyggju og
kærleika. Guðný hlakkaði mikið
til brúðkaups nöfnu sinnar og
Alex og var því mikil gleði að
hafa deilt þeirri minningu með
henni.
Börn okkar Jóhanns nutu þess
öll að dvelja fyrir vestan hjá
ömmu sinni á sumrin. Við fjöl-
skyldan fórum líka ótal ferðir
vestur þar sem við nutum sam-
vista, fórum í Pollinn, göngutúra
og spjölluðum yfir kaffibolla.
Guðný hafði gaman af því að spá
í bolla fyrir gesti og gangandi en
þá var eins gott að vera tilbúin að
heyra það sem hún hafði að segja
– oftast á jákvæðu nótunum en
hún lét hitt líka flakka.
Eftir að Guðný flutti að vestan
og á Hrafnistu í Reykjavík jókst
samvera okkar til muna. Við átt-
um margar yndislegar stundir
saman þar sem við spjölluðum
um daginn og veginn, fórum í
ótal ís- og pylsubíltúra og ekki
má gleyma rjómapönnukökunum
í sunnudagskaffinu á Hrafnistu.
Ég fór einnig í margar verslun-
arferðir þar sem ég fékk lánuð
fyrir hana föt og fór með á
Hrafnistu, hún mátaði og valdi
svo það sem henni leist vel á.
Hún vildi nefnilega alltaf vera fín
til fara, með perlufesti, naglalakk
og vel lagt hár. Sú minning sem
stendur mér hvað næst í dag er
ferð okkar Guðnýjar í Borgar-
leikhúsið fyrr á þessu ári þar
sem við sáum söngleikinn Ellý.
Þar naut hún sín til hins ýtrasta,
ljómaði af gleði og söng með
hverju einasta lagi enda var hún
alltaf mikil söngkona.
Ég mun sakna Guðnýjar og
samverustunda okkar um
ókomna tíð og ávallt minnast
hennar sem mikillar kjarnorku-
konu. Finnst mér texti Ómars
Ragnarssonar um íslensku kon-
una eiga afar vel við hana.
Hún bar þig heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
(ÓR)
Starfsfólki og dvalargestum
Hrafnistu þakka ég góða um-
hyggju og mikinn vinskap.
Hvíl í friði, elsku Guðný mín,
minning þín lifir um ókomna tíð.
Þín tengdadóttir,
Hildur
Ástþórsdóttir.
Elsku amma mín og nafna.
Nú ertu farin frá okkur og
minningarnar hellast yfir mig.
Flestar eru þær frá tímum okkar
saman á Tálknafirði á Sólheim-
um.
Ég fékk að vera hjá þér á
sumrin og voru þau sumur alltaf
þau bestu. Þar var ég að leika
mér með krökkunum í brekk-
unni milli leikskólans og Sól-
heima, var að vinna í frystihús-
inu, við pöntuðum okkur pitsu og
horfðum á bíómyndir, drukkum
heitt kakó og dýfðum kringlum í.
Það var alltaf mikill hlátur á þínu
heimili. Ég man eftir því þegar
þú sprautaðir rjóma út um allt
og við hlógum okkur máttlausar,
eða þegar við vorum að stríða
grey hundinum Pennu.
Síðustu fimm ár hef ég haft
ánægju af því að geta heimsótt
þig á Hrafnistu. Alltaf þegar ég
kom heim til Íslands kíkti ég í
kaffi og rjómatertu til þín. Alex
kom margoft með og hann náði
að spyrja „hvað segirðu?“ sem
þú svaraðir og talaðir óspart við
hann til baka þó að Alex hafi
ekki skilið neitt. Svo hlóguð þið
bara bæði að öllu skilnings-
leysinu en það geta nefnilega all-
ir skilið hlátur. Þegar þú varst
aðeins farin að gleyma þér, og
náðir svo áttum, þá varðstu ekki
leið eða reið heldur hlóst bara.
Mér fannst það svo aðdáunar-
vert.
Þú varst alltaf fullkomlega
hreinskilin og sagðir oft eitthvað
sem þú hefðir kannski betur átt
að sleppa. Það var eitt af því sem
gerði þig að þeirri konu sem þú
varst og við náðum svo alltaf að
hlæja að öllu seinna. Þú varst
alltaf svo góð og vildir allt það
besta fyrir alla. Talaðir aldrei illa
um aðra, ef þú hafðir eitthvað að
segja þá sagðirðu það bara við sá
hinn sama. Þú varst alltaf dugleg
og hafðir mikið fyrir stafni. Þú
vannst mikið og ef þú varst ekki
í vinnunni þá varstu að taka upp
rabarbara fyrir rabarbarasultu
sem allir átu af bestu lyst (en þó
enginn eins vel og Toni), eða að
steikja kleinur, elda, þrífa, á kór-
æfingum, með kvenfélaginu, að
spila spil eða leggja kapal. Þú
fórst alltaf með Faðir vorið og
kvöldbæn og ég mun aldrei
gleyma því.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir að hafa tekið stór-
an þátt í uppeldi mínu. Ég er
sterkari kona fyrir vikið.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Minning þín mun lifa með mér
að eilífu.
Guðný Debora
Jóhannsdóttir.
Ein af mínum vinkonum er
fallin frá, þrátt fyrir aldursmun á
milli okkar Guðnýjar er ég svo
heppin að hafa geta kallað hana
vinkonu mína. Ég kynntist Guð-
nýju á Tálknafirði sumarið 1985,
hún var móðir besta vinar eig-
inmanns míns og seinna meir
þegar við hjónin hófum búsetu á
Tálknafirði kynntist ég henni
enn betur og vinskapurinn óx og
dafnaði. Við Guðný vorum saman
í kirkjukór Stóra-Laugardals-
sóknar, þá voru kirkjukórar við
hverja kirkju á sunnanverðum
Vestfjörðum. Kórinn okkar og
kórinn á Bíldudal voru í miklu
samstarfi og við fórum mikið á
milli til æfinga og helgihalds. Þá
gegndi ég hlutverki bílstjóra og
fékk þann heiður að keyra og í
bílnum vorum við tvær ásamt
Fríðu vinkonu okkar og þá var
nú mikið skrafað og hlegið.
Guðný ræddi mikið uppvaxtarár
sín á Ísafirði og hún sagði okkur
frá því þegar hún fór 16 ára
gömul sem vinnukona í sveit í
Skálmardal í Múlasveit í Austur-
Barðastrandarsýslu og hitti þar
Jón sinn sem hún giftist og þau
fluttu á Tálknafjörð. Guðný varð
ekkja 52 ára gömul og á ferðum
okkar talaði hún alltaf mikið um
Jón og ég merkti hvað samband
þeirra hafði verið gott og hversu
mikið hún saknaði hans því þeg-
ar hún talaði um hann þá kom
alltaf sérstakur glampi í augun á
henni. En svo brosti hún og
sagði ég finn oft fyrir nærveru
hans þegar ég sit ein í stofunni
heima.
Guðný var nefnilega þannig að
hún sá margt og skynjaði og eitt
af því sem hún hafði gaman af
var að spá í bolla og það gerði
hún með tilþrifum þegar sá gáll-
inn var á henni og það voru
skemmtilegar stundir. Áður en
spádómur hófst horfði hún fast í
augun á manni og sagði „Eyrún,
þú veist að þetta er bara leikur,“
en þrátt fyrir að henni væri í
mun að undirstrika að þetta væri
leikur þá var það margt sem hún
las úr bollanum sem síðar rætt-
ist.
Guðný var mjög opin og sagði
hvað henni bjó í brjósti hreint út,
oft svo að mörgum fannst nóg
um. Hún lét hlutina flakka og
uppgötvaði stundum hvað hún
hafði sagt um leið og það hraut
af vörum hennar. Það gerðist
þegar mér varð það á í einni
ferðinni að bæta við einum far-
þega í bílinn, þegar ég sótti hana
og sagði henni frá aukafarþeg-
anum, þá sagði hún „ohhh, Ey-
rún, þá getum við ekki kjaftað
eins og við erum vanar“, svo
hlógum við innilega.
Þá er mér önnur saga mjög
minnisstæð og hún gerðist í
Brjánslækjarkirkju þar sem við
vorum mættar til þess að syngja
við fermingarathöfn, þegar upp-
götvaðist að ekkert kaffi var með
í för.
Kórinn hafði þann sið að kór-
meðlimir skiptust á að laga kaffi
á brúsa og hafa meðferðis í þess-
um ferðalögum okkar. Nú voru
góð ráð dýr og Guðný ákveðin
tilkynnti prestinum að hún gæti
ekki sungið með þurrar kverkar,
greip þá prestur til þess ráðs að
taka Guðnýju hið snarasta til alt-
aris og þar fékk hún púrtvíns-
lögg beint af stút og söng eins og
engill á eftir.
Það eru margar minningarnar
sem ég á um Guðnýju sem ylja
mér þegar ég sit og set þessi orð
á blað. En það sem upp úr stend-
ur er væntumþykja og innilegt
þakklæti fyrir þann heiður að
hafa fengið að kynnast Guðnýju.
Blessuð sé minning Guðnýjar
Debóru Antonsdóttur.
Eyrún Ingibjörg
Sigþórsdóttir.
Guðný Debóra
Antonsdóttir
Það er með sorg í hjarta sem
ég set nokkrar línur á blað til að
kveðja systurson minn, Pál Inga
Pálsson, eða Palla eins og hann
var kallaður, en hann lést eftir
löng veikindi á hjartadeild
Landspítalans 19. nóvember síð-
astliðinn, langt fyrir aldur fram.
Palli var fæddur 4. febrúar 1970,
yngsta barn foreldra sinna, Maj-
Brittar Kolbrúnar Hafsteins-
dóttur og Páls Halldórssonar.
Fallegur, vel gefinn og góður
drengur. Fyrir áttu þau dæt-
urnar Hafdísi og Ágústu.
Við systurnar bjuggum við
sömu götu í Garðabæ, þannig að
það var stutt á milli húsa og
mikill og góður samgangur.
Þarna bjuggum við með fjöl-
skyldum okkar. Börnin okkar
voru á svipuðum aldri og ólust
þau þar upp í frjálsu og fallegu
umhverfi, í næsta nágrenni við
sjóinn og óspillta náttúru allt í
kring.
En lífið getur tekið á sig ýms-
ar myndir og í mörg ár hefur
Palli glímt við mikla erfiðleika
og veikindi, þar sem oft var
stutt á milli stríða.
Að öllum ólöstuðum get ég
sagt að Kolbrún mamma hans
hefur staðið eins og klettur við
hlið hans og aldrei, aldrei gefist
upp. Vakin og sofin var hún allt-
af með velferð hans í fyrirrúmi.
Þegar sorgin kveður að dyr-
um er gott að láta hugann reika
aftur til áranna þar sem var
gaman og gleði hvort sem það
var sumar og sól eða vetur og
snjór. Alltaf nóg að fást við fyrir
góðan krakkahópinn í Nesinu.
Nú þegar Palli hefur fengið
hvíldina, þá bið ég góðan Guð að
umvefja hann kærleik og gæsku.
Ég efa það ekki að ömmur hans
og afar hafa tekið vel á móti
honum og eru tilbúin að styðja
hann og styrkja á nýrri vegferð.
Páll Ingi Pálsson
✝ Páll Ingi Páls-son fæddist í
Reykjavík 4. febr-
úar 1970. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítalans 19. nóv-
ember 2018.
Foreldrar hans
eru Maj-Britt Kol-
brún Hafsteins-
dóttir og Páll Hall-
dórsson. Systur
hans eru Hafdís
Guðný og Ágústa Halldóra.
Útför Páls fór fram í kyrrþey.
Ég bið Guð að
hugga og styrkja
mömmu hans,
pabba hans og syst-
urnar sem og aðra
ástvini hans. Sorg
þeirra og söknuður
er mikill.
Farðu vel, elsku
Palli minn, við mun-
um alltaf minnast
þín.
„Þú vígir oss sem votta þína
að veruleika þeim:
að vinir aldrei vinum týna,
þótt víki til þín heim.
Þú lætur efnisþokur þynnast,
svo það sé hægra elskendum að
finnast,
og jafnvel Heljarhúmið svart
þín heilög ástúð gerir bjart.“
(Valdimar V. Snævarr)
Með ástúð,
Auður móðursystir.
Elsku Palli minn.
Það er ekkert í lífinu sem ég
hef tekið jafn nærri mér og að
þú sért látinn.
Þú varst langmesti uppá-
haldsfrændi minn og ég sakna
þín óendanlega mikið.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þér því þú
varst virkilega sannur og kennd-
ir mér svo margt um lífið alveg
frá því að ég var barn og til
dagsins í dag.
„Það er betra að eiga 10 óvini
heldur en einn falsvin,“ sagðirðu
mér og svo þegar ég var ung-
lingur beindirðu mér alltaf í
rétta átt og sýndir væntum-
þykju þína svo sannarlega í
verki.
Þegar ég hugsa um þig núna
á meðan ég er að skrifa þetta sé
ég þig fyrir mér með afa Hall-
dóri sem er að teikna fallega
landslagsmynd, ömmu Ágústu,
Guðnýju frænku og Sigga
frænda, afa Hafsteini og ömmu
Dídí.
Einnig hugsa ég um allt það
fallega sem presturinn, Eysteinn
Orri Gunnarsson, sagði við okk-
ur á sjúkrahúsinu og hann var
okkur virkilega góður.
Ég mun halda minningunni
um þig á lofti á meðan ég lifi
með því að tala um þig og það
sem við höfum brallað saman,
það er bókað mál.
Þinn frændi,
Daníel Páll Snorrason.
Ástkær faðir okkar,
KONRÁÐ ANTONSSON,
Vesturgötu 11,
Ólafsfirði,
andaðist sunnudaginn 9. desember,
á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku.
Útför hans verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn
14. desember klukkan 14.
Dagbjört S. Guðmundsdóttir Axel Axelsson
Guðmundur Konráðsson Rósa Ruth Jóhannsdóttir
Viðar Konráðsson Díana B. Hólmsteinsdóttir
Anton Konráðsson Greta K. Ólafsdóttir
Útför elskulegrar móður okkar og
tengdamóður,
SÓLVEIGAR INGIMARSDÓTTUR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Krummahólum 35,
sem lést laugardaginn 8. desember fer fram
frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 20. desember klukkan 11.
Elísabet Kristinsdóttir
Ingimar H. Kristinsson
Gunnar Ásgeir Kristinsson
Sólveig R. Kristinsdóttir Gestur Hjaltason
Sverrir Kristinn Kristinsson Sigurborg Eyjólfsdóttir
Þorbjörg Elín Kristinsdóttir Pétur Helgason
og fjölskyldur