Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
✝ Þóra G. Helga-dóttir fæddist í
Reykjavík 29. októ-
ber 1937. Hún lést á
Hlévangi, hjúkrun-
arheimili Hrafn-
istu, hinn 1. desem-
ber 2018.
Móðir hennar
var Gyða Helga-
dóttir, f. 22.1. 1910,
d. 26.11. 2000. Fað-
ir hennar var Helgi
Stefán Jósefsson, f. 13.11. 1913,
d. 21.7. 1985.
Þóra átti einn bróður, Björn
Ósvald, f. 25.11. 1939, d. 10.7.
2015.
Þóra giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Njáli Skarphéðins-
syni, hinn 29.10. 1960. Foreldrar
hans voru Elín Sigurðardóttir, f.
21.12. 1907, d. 21.6. 1995, og
Skarphéðinn Júlíusson, f. 13.6.
1909, d. 29.9. 1941.
Börn Þóru og Njáls eru: 1)
Hrafnhildur, f. 18.10. 1959, í
sambúð með Birni S. Pálssyni.
Börn Hrafnhildar eru Helgi Þór,
f. 26.10. 1981, og Tanja Ann, f.
11.12. 1988. 2)
Skarphéðinn, f.
23.4. 1961, kvæntur
Jónínu S. Birg-
isdóttur. Börn
þeirra eru Njáll, f.
26.5. 1994, Jón
Ólafur, f. 5.11.
2004, og Helgi Þór,
f. 5.11. 2004. 3)
Kristín Gyða, f.
12.6. 1966, gift
Valdimar Birgis-
syni. Börn þeirra eru Bryndís, f.
4.6. 1988, og Birgir, f. 18.3. 1993.
Barnabarnabörn Þóru og
Njáls eru tvö, Birgir Orri Helga-
son og Ashton Mar Hovgaard.
Þóra lauk hefðbundinni
skólaskyldu í Keflavík og síðar í
Húsmæðraskólanum á Blöndu-
ósi.
Hún helgaði sig fjölskyldu
sinni og var að mestu heima-
vinnandi húsmóðir.
Nokkur sumur vann hún ýmis
verslunar- og þjónustustörf.
Útför Þóru fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 14. des-
ember 2018, klukkan 13.
Í dag er ástkær móðir mín,
Þóra Helgadóttir sem lést á
Hlévangi eftir stutta dvöl þar,
til hvílu borin.
Eftir standa ótal góðar minn-
ingar sem ylja okkur um
hjartarætur. Móðir mín var
alltaf stoð mín og stytta og var
ein mikilvægasta manneskjan í
mínu lífi. Hún var stórglæsileg
kona sem var alltaf einstaklega
vel tilhöfð og aldrei vantaði
varalitinn. Fyrst og fremst var
mamma hjartahlý kona sem
setti fjölskyldu sína ætíð í
fyrsta sæti. Fyrirmyndarhús-
móðir sem þótti gaman að elda
góðan mat og baka, enda hús-
mæðraskólagengin.
Við systkinin vorum þeirrar
gæfu aðnjótandi að hún var
heimavinnandi og það var alltaf
hægt að kíkja heim til mömmu
og fá eitthvað gott í gogginn.
Seinna nutu svo barnabörnin
þess að geta farið heim til
ömmu sinnar eftir skóla eða æf-
ingar og fengið eitthvað gott
hjá henni. Eftir að pabbi hætti
að vinna keyptu þau sér íbúð í
Orlando þar sem þau nutu sín
vel í hitanum. Þau dvöldu þar
yfir vetrarmánuðina og eignuð-
ust marga góða vini.
Ég finn mig knúinn til þess
að minnast þess hér þegar tveir
gleðigjafar til viðbótar komu
inn í líf móður minnar. Fyrir
sex árum eignuðumst við fjöl-
skyldan tvo Maltese-hunda og
mamma kom á hverjum degi til
okkar til þess að klappa og sitja
hjá þeim. Hundarnir voru ekki
síður spenntir að fá hana til sín
og um leið og þeir heyrðu í
bílnum hennar renna í hlaðið
spruttu þeir upp til þess að
taka fagnandi á móti henni.
Það var okkur mjög erfitt
þegar veikindi hennar gerðu
vart við sig og hún tók smátt og
smátt að missa verkfærni og
hverfa frá okkur. Þau voru ekki
auðveld skrefin þegar við þurft-
um að fara með hana á Hlévang
því það er aldrei auðvelt að sjá
á eftir ástvinum sínum með
þennan sjúkdóm. Fyrir tilstilli
starfsfólks Hlévangs urðu
skrefin léttari því þar var hugs-
að um hana af einstakri fag-
mennsku og alúð. Mig langar til
þess að þakka starfsfólki á
Hlévangi og heimahjúkrun fyr-
ir hlýjuna og fagmennskuna
sem þau sýndu henni og okkur.
Nú er komið að kveðjustund
og ég mun geyma fjársjóð
minninga í hjarta mínu.
Hvíl þú í friði elsku mamma
og Guð geymi þig.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þinn uppáhaldssonur,
Skarphéðinn Njálsson.
Þá ertu farin elsku Þóra,
amma mín, og þín verður sárt
saknað. Minningarnar eru
óteljandi og á stundum sem
þessum hugsar maður til baka
og þá rifjast upp margir gull-
molar sem manni þykir óend-
anlega vænt um. Allar ferðirnar
úr Holtaskóla í Baugholtið til
að fá ömmusamloku og kókó-
mjólk í hádeginu, öll fjölskyldu-
boðin, gamlárskvöldin og svo
auðvitað tíminn sem ég bjó hjá
þér og afa í Baugholtinu frá
2003-2005. Þú sást alltaf til
þess að ég væri með snyrti-
mennskuna upp á tíu, í strauj-
aðri skyrtu og pressuðum bux-
um, þegar ég vann á sumrin í
tollinum, svo eftir var tekið. Sá
tími er mér alltaf ofarlega í
huga og minnist ég hans með
miklu þakklæti.
Ég er ótrúlega stoltur að
nafa verið skírður í höfuðið á
þér og þú varst alla tíð dugleg
að benda mér á að ég héti Helgi
Þór, ekki bara Helgi. Einnig er
ég ótrúlega þakklátur fyrir að
Birgir Orri skyldi fá að kynnast
þér og þannig mun minningin
um þig lifa áfram.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín, og ekki hafa áhyggjur af
afa, við pössum upp á hann.
Helgi Þór Gunnarsson.
Undanfarna daga hef ég
hugsað mikið til alls þess sem
ég get verið þakklátur henni
Þóru ömmu fyrir.
Í þessari upprifjun og flakki
aftur í tímann þá er eitt orð,
réttara sagt einn hlutur eða
staður, sem stendur upp úr:
Baugholtið. Baugholtið var fyr-
ir mér sem og öðrum eins og
annað heimili. Allar heimsókn-
irnar til ömmu eftir skólann,
eftir fótboltaæfingar, matar-
boðin og heimsóknirnar eru
minningar sem mér þykir ótrú-
lega vænt um. Nú þegar maður
fær það tækifæri að líta í bak-
sýnisspegilinn verður manni
ljóst hvað það var sem gerði
þessar heimsóknir svo góðar og
hlýjar.
Hvað það var sem gerði
Baugholtið að öðru heimili í
huga mínum og hjarta. Það var
hún amma. Aldrei brást það að
hún var tilbúin að taka á móti
manni. Aldrei kom sú stund að
hún byði ekki upp á ömmu-
samloku þegar maður var
svangur og jafnvel aðra ef ein
var ekki nóg. Aldrei kom það
fyrir að hún væri ekki innilega
ánægð að sjá mann og taka á
móti manni.
Það er einmitt það sem lýsir
henni svo vel. Ég hef reynt að
muna eftir atviki þar sem hún
setti ekki einhvern annan en
sjálfa sig í fyrsta sætið. Ég er
hræddur um að það hafi ekki
gerst.
Nú eru þó nokkur ár síðan
hún var við heilsu, síðustu ár
voru henni erfið. Það er mikil
sorg og mikill söknuður sem
fylgir því að hún sé farin.
Þó á sama tíma er það ákveð-
inn léttir að vita til þess að hún
sé ekki kvalin lengur. Takk fyr-
ir allt, elsku amma. Þín verður
sárt saknað.
Njáll.
Elsku besta Þóra mín er far-
in á næsta viðkomustað. Ég tel
mig einstaklega heppna að hafa
fengið að kynnast henni. Fyrir
mér var hún ekki bara Þóra,
hún var svolítið eins og amma,
svona aukaamma sem lítið stýri
eignaðist.
Ég kynntist Þóru og Njáli
áður en ég man eftir mér, að-
eins tveggja ára, þegar Kristín
dóttir þeirra gerðist barnapían
mín. Þá eignaðist ég ekki bara
barnapíu heldur heila fjöl-
skyldu sem varð stór partur af
lífi mínu. Og þegar ég missti
mömmu mína fimm ára gömul
var það mikils virði að eiga þau
að, því ekkert er betra en heil
gomma af ástvinum þegar lítil
hnáta verður fyrir slíkri sorg.
Og Þóra og Njáll urðu hluti af
klettabeltinu mínu.
Þær voru ekki fáar samveru-
stundirnar í Baugholtinu: brauð
með osti grillað í litla ofninum,
það besta sem ég hef smakkað,
jarðarber sem við tíndum á bak
við skúr og voru borðuð með
viðhöfn með sykri og rjóma,
töfraskápurinn á ganginum,
sem innihélt m.a. alvöruhúlapils
frá Havaí, nokkuð sem lítil
dama hélt ekki vatni yfir, víd-
eótækið, sem í þá daga voru
ekki á hverju heimili, og heil
vídeóspóla af Tomma og Jenna,
þvílík paradís. Og svo var það
árlega jólaskóferðin með Þóru,
sem var næstmest spennandi á
eftir jólapökkunum sjálfum, en
þá var skundað í Skóbúðina í
Keflavík og keyptir lakkskór,
ekki bara spariskór heldur
lakkskór, hann hreinlega stöðv-
aðist tíminn þegar þeir voru
komnir á fæturna.
Það sem var þó allra best var
öll ástin og umhyggjan sem
maður upplifði og upplifir enn
sterkar eftir því sem maður
eldist, því það er ekkert sjálf-
gefið að með barnapíunni komi
heil fjölskylda sem styður
mann í blíðu og stríðu, en það
gerðu þau öll svo sannarlega og
fyrir það er ég mjög þakklát.
Elsku besta Þóra mín, ég
vona að þú hafir það sem allra
best á næsta viðkomustað, efast
ekki um að mamma hafi tekið
vel á móti þér, kærar þakkir
fyrir alla væntumþykjuna, þol-
inmæðina og styrkinn.
Þangað til næst, litla hnátan
þín
Rut.
Þóra G.
Helgadóttir
✝ Konráð Ant-onsson fæddist
4. júlí 1929 á
Ytri-Á á Kleifum í
Ólafsfirði. Hann
hét reyndar Kon-
ráð Gunnar, en
það eru nöfn barn-
ungs frænda hans
og vinnumanns
sem drukknuðu í
slysi sama sumar
við bryggjuna neð-
an bæjarins. Konráð lést 9.
desember 2018 á hjúkr-
unarheimilinu Hornbrekku.
Konráð var næstelstur 10
systkina, barna þeirra
Guðrúnar Önnu Sigurjóns-
dóttur, f. 1. apríl 1905, d. 28.
mars 1988, og Antons Baldvins
Björnssonar, f. 17. feb. 1893, d.
9. apríl 1975. Elstur var Björn
Ármann, f. 22. nóv. 1927, d. 2.
mars 2013. Sigurður Helgi Ár-
dal, f. 22. okt. 1930, d. 12. okt.
2012. Kristín Árdal, f. 19. okt.
1933, d. 29. des. 2001. Sigurjón
Árdal, f. 18. okt. 1935, d. 13.
nóv. 1938. Gísli, f. 5. sept.
1937. Sigurjón Árdal, f. 23.
okt. 1939, d. 4. júní 2012. Matt-
hildur, f. 17. feb. 1941. Inga, f.
19. júní 1942. Jakob Hilmar, f.
7. maí 1949.
Á gamlársdag 1954 kvæntist
þeirra var sjórinn mikið sóttur
frá Kleifum. Hann hóf því ung-
ur að fara á sjó og sjómennska
varð hans ævistarf þótt aldrei
losnaði hann við sjóveiki. Hann
var margar vetrarvertíðir á
Suðurnesjum, ýmist á sjó eða í
landvinnslu. Á síldveiðum með
aflakónginum Eggert Gísla-
syni á Víði II meðal annars. Á
sjötta áratug sl. aldar átti
hann Sæfara með þeim
Miðhúsabræðrum, Sigurbirni
og Gunnari Björnssonum, en
1961 fékk hann í hendur hap-
pafleytuna Hafdísi ÓF 45 sem
smíðuð var fyrir hann á Siglu-
firði. Þessum bát reri hann,
ýmist með handfæri, línu eða
net, á meðan kraftar entust,
eða fram á áttræðisaldur. Haf-
dís var ekki einungis notuð til
sjóróðra því oft þurfti að koma
fólki milli Horns og Kleifa að
vetri þegar færð var erfið eða
skjótast með menn til ná-
grannabæjanna. Árið 1963 var
hann einmitt nýbúinn að
skutla manni til Hríseyjar þeg-
ar skall á ofsaveður á heim-
leiðinni og komst hann við ill-
an leik til hafnar á Dalvík, en
um þá svaðilför er fjallað í
myndinni Brotinu. Margar
ferðir í Héðinsfjörð og á
Hvanndali í tengslum við
göngur eða viðhald björgunar-
skýla, og svo bara greiðvikni
við ferðamenn.
Konni verður jarðsunginn
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag,
14. desember 2018, klukkan
14.
Konráð Brynhildi
Einarsdóttur, f.
13. jan. 1923, d.
27. mars 2018.
Fyrri eiginmaður
hennar, Ásgrímur
Guðmundur
Björnsson, f. 15.
des. 1913, d. 3.
feb. 1950, varð
bráðkvaddur frá
þremur börnum
sem Konráð gekk
í föðurstað. Þau eru: 1) Anna
Lilja, 18. nóv. 1942, d. 18. nóv.
2000. Hún eignaðist fjögur
börn, barnabörnin eru níu og
barnabarnabörnin einnig níu.
2) Björn, f. 21. jan. 1944, d. 31.
ágúst 2010. Hans börn eru
fjögur talsins, 12 barnabörn,
og eitt barnabarnabarn. 3)
Dagbjört Sólrún, f. 27. des.
1948. Hún eignaðist fimm börn
og barnabörnin eru átta. Sam-
an áttu þau Brynhildur þrjá
drengi: 4) Ásgrím Guðmund, f.
8. júní 1952. Hann eignaðist
þrjá syni og barnabörnin eru
10. 5) Viðar, f. 24. ágúst 1955.
Hans börn eru fimm og barna-
börnin átta. 6) Anton, f. 5. júní
1960, hann eignaðist fjórar
dætur og barnabörnin eru sjö.
Konráð ólst upp á Kleifum
við venjuleg sveitastörf en auk
Þá er hann elsku afi farinn á
eftir ömmu, það hafa vafalaust
orðið miklir fagnaðarfundir hjá
þeim, þar sem hann hefur sakn-
að hennar verulega sárt þessa
mánuði sem liðnir eru frá því að
hún fór frá okkur, enda mikill
missir að missa lífsförunaut sinn
eftir hartnær 70 ára samvistir.
Við Katrín vorum viðbúnar
því að það yrði tvöföld jarð-
arför, þar sem ég sá fyrir mér
að þau yrðu eins og parið í No-
tebook sem myndi yfirgefa
þessa jarðvist saman því þau
gætu ekki án hvort annars ver-
ið. Elsku afi þurfti hins vegar
aðeins að bíða, því hans tími
kom ekki strax þó svo að það sé
sárt að vera búinn að missa
hann líka, þá samgleðst ég hon-
um svo innilega að vera kominn
aftur í ömmufang eftir þennan
langa og erfiða aðskilnað.
Afi var besti kall í heimi,
hann var ótrúlega hæglátur og
góður og vildi allt fyrir alla
gera. Það kæmi mér verulega á
óvart ef einhver hefði eitthvað
ljótt að segja um hann afa. Við
systur nutum svo góðs af því að
alast upp í návist við ömmu og
afa, við vorum fastagestir í
Vesturgötunni og tókum upp á
ýmsu og það var alltaf gott að
koma til ömmu og afa. Afi rúnt-
aði um með okkur Katrínu
endalaust, við skruppum í
sjoppuna og rúntuðum í göngin.
Það er örugglega enginn í heim-
inum sem þekkti Múlagöngin
jafn vel og við og afi, en við
vissum upp á hár hversu mörg
útskot, símar og fleira var í
göngunum.
Við fengum svo oft að fara
með í sjóhúsið, þar sem við lék-
um okkur á loftinu með tunnu-
tappa. Eftir að ég átti Erlu
færði afi mér fötu fulla af
tunnutöppum, sem hann hafði
geymt í öll þessi ár til að gefa
mér við þetta tækifæri. Það sem
mér þykir vænt um tunnutapp-
ana og hafa krakkarnir mínir
ekki síður notið þess að leika
sér með þá en við Katrín, hér er
búið að byggja ótal turna, virki
og kastala úr tunnutöppum.
Þegar við stækkuðum máttum
við vinna pínu með í sjóhúsinu.
Fyrsta verkefnið var að setja
miða í öskjurnar, svo varð ég
eldri og fékk þá að salta, það
þótti mér mikið ábyrgðarhlut-
verk og var mjög stolt af því að
fá svona alvöru-hlutverk.
Síðustu mánuði hefur afa orð-
ið tíðrætt um að hann hafi svo
notið þess að fylgjast með okk-
ur systrum alast upp og að hann
hafi ekki viljað missa af mínútu
með okkur. Það var ótrúlega
gaman að heyra að hann hefði
notið þessa dásamlega tíma jafn
mikið og við. Við eigum svo ótal
margar minningar um hann
elsku afa og þær eru allar jafn
ánægjulegar.
Afi var samt ótrúlega þrjósk-
ur og þegar hann var búinn að
bíta eitthvað í sig þá varð ekki
aftur snúið, eins og þegar hann
ætlaði að fara út á göngu um
miðja nótt núna í haust, en var
bannað að fara út. Þá tók gamli
sig til og læsti sig inni á her-
bergi, batt rúmteppið við rúmið
og klifraði svo út um örmjóan
gluggann. Tarzan-taktarnir hins
vegar brugðust honum svo hann
datt niður af annarri hæð og
slasaðist, en þó ekki mikið
meira en hefðbundið gamal-
menni eftir að hafa runnið til í
hálku. Eftir þetta kölluðum við
hann stundum afa ofurmenni.
Hvíl í friði, elsku afi minn, og
takk fyrir allar dásamlegu
stundirnar.
Júlí Ósk Antonsdóttir.
Elsku elsku afi minn og besti
vinur í öllum heila heiminum,
eins mikið og ég vildi fyrir þína
hönd að þú fengir að fara til
ömmu þá finnst mér alveg
skelfilega erfitt að hugsa til
þess að heyra þig ekki hlæja að
vitleysunni í mér oftar, geta
ekki knúsað þig og kjassað, sagt
þér sögur af afrekum krakk-
anna, að þau séu alveg jafn
seinheppin og mamma þeirra,
og að ég sé að fara að fylgja þér
síðasta spölinn.
Ég einhvern veginn fattaði
ekki að ég myndi einhvern tím-
ann þurfa að kveðja þig og það
er svo alltof erfitt, erfiðara en
mig nokkurn tímann óraði fyrir
en ég veit að þú munt alltaf
passa upp á mig hvar sem þú
ert.
Elsku afi, þú varst einstakur,
áttir alltaf nægan tíma, það var
aldrei neitt stress þegar maður
var með þér, við bara lulluðum
áfram saman og dunduðum okk-
ur, þú að gera að netunum og
ég að skreyta „voffann“ með
netaböndunum svo þegar netin
og bíllinn voru tilbúin dóluðum
við okkur út á rúntinn, oftar en
ekki upp í göng og einstaka
sinnum var komið við í sjopp-
unni og keypt smáræði til að
hafa með á rúntinn, ok nánast
alltaf eða þar til mamma hótaði
að setja okkur í straff ef við
værum alltaf í sjoppunni. Við
gátum ekki hugsað okkur að
fara í straff frá hvort öðru svo
sjoppuferðirnar voru minnkaðar
og farnar mjög leynilega svo
mamma kæmist ekki að því,
mér fannst það rosaspennandi,
við vorum stundum pínuprakk-
arar saman.
Við Júlí systir eyddum líka
ófáum stundunum með þér í sjó-
húsin þar sem við lékum okkur
uppi á loftinu að netahringjum,
kúlum og tunnutöppum. Svo
þegar kom kaffi mætti amma
alltaf með fullt af sætabrauði og
sátum við saman á loftinu og
drukkum kaffi saman stundum
fengum við að hjálpa til líka,
það var mesta sportið að fá að
setja límmiða á kassa og salta.
Þú áttir alltaf bestu knúsin
þegar eitthvað var að hrjá mig
og varst aldrei lengi að finna
brosið mitt aftur.
Ég er svo þakklát að hafa átt
þig að, svo þakklát fyrir að hafa
átt þig sem besta vin, að þú haf-
ir alltaf haft tíma til að dundast
með mér og hafir leyft mér að
þvælast með þér út um allt.
Segi núna eins og þú sagðir við
mig fyrir ekkert svo löngu „ég
hefði ekki viljað missa eina mín-
útu með þér“. Get enn hlegið að
því hvað þú hlóst mikið þegar
ég galaði yfir hálfa Krónuna til
ykkar ömmu: „amma, það er
kerlingabúð hérna uppi“. Þú
hafðir alltaf mjög gaman af því
hvað ég talaði hispurslaust og
var ekkert að skafa utan af hlut-
unum, sagði þá bara eins og
þeir voru og geri enn. Þú reynd-
ar þreyttist aldrei á málæðinu í
mér.
Ég mun alltaf eiga okkar síð-
ustu ferð saman í gegnum göng-
in og spjallið okkar á útsýn-
ispallinum – þykir svo vænt um
þá minningu.
Eins dásamlega rúntinn okk-
ar rétt áður en þú ákvaðst að
leika súpermann og vippa þér út
um gluggann, þegar þú gafst
mér leyfi til að eiga ÓF 45 núm-
erið og ek ég nú stolt um á Haf-
dísinni.
Elsku besti afi, afi Donni eða
afi Konný eins og Konný Marsi-
bil segir alltaf, minning þín mun
ávallt lifa með mér og mun ég
segja börnunum mínum allar
sögurnar sem ég á um þig og
hversu dásamlegur afi þú varst.
Ég er svo þakklát fyrir að þau
fengu að kynnast þér.
Skrúfukoss,
Katrín Sif.
Konráð
Antonsson