Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
✝ Hrefna Hann-esdóttir fæddist
á Hóli í Breiðdal 19.
nóvember 1956. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold,
Hrafnistu, Garðabæ,
5. desember 2018.
Foreldrar hennar
eru Kristín Sigríður
Skúladóttir, f. 1934,
og Hannes Björg-
vinsson, f. 1925, d.
2005.
Hún á sex systkini, þau eru
Stefanía Björg, f. 1953, Skúli, f.
1954, Málfríður, f. 1959, Fanney
Helga, f. 1960, Hrafnkell, f.
1962, og Kristín Sigríður, f.
1964.
Hrefna giftist 11. apríl 1987
Ármanni Guðmundssyni, f. 22.
febrúar 1956. Börn þeirra eru: 1)
Hannes, f. 23.11. 1988, sambýlis-
kona hans er Kolbrún Lísa Hálf-
dánardóttir, f. 1992. 2) Bergný,
f. 6.5. 1991, sambýlismaður
hennar er Árni Johnsen f. 1991.
Hrefna ólst upp
við hefðbundin
sveitastörf í Breið-
dalnum, fyrstu ár-
in á Hóli og síðar á
Skriðustekk. Gekk
í barnaskólann á
Staðarborg og í
Gagnfræðaskól-
ann í Neskaup-
stað. Í janúar
1974, þá 17 ára
gömul, flutti hún
suður og vann við umönnun á
Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ
í níu ár. Árið 1983 hóf hún störf
á Tannlæknastofu Gunnars Þor-
mars og vann hjá honum til árs-
ins 1996 er þau hófu störf á
Tannlæknastofunni Vegmúla 2.
Hrefna vann þar þangað til hún
þurfti að hætta störfum vegna
veikinda í janúar 2011. Hún út-
skrifaðist sem tanntæknir árið
1991.
Útför Hrefnu fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 14. desem-
ber 2018, klukkan 13.
Margir trúa því að þeir eigi
bestu mömmu í heimi og að töl-
fræðilega gengur það dæmi
ekki upp, en samt erum við
sannfærð um að við höfum átt
einmitt bestu mömmu í heimi.
Mamma var með eindæmum
geðgóð og umhyggjusöm, hafði
endalausa þolinmæði og hlýj-
asta faðminn.
Hún var oftast í góðu skapi
og var alltaf til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Hún brosti
oft og hló mikið.
Þegar hún hló þá hló hún
líka svo einlægt og innilega
með sínum dillandi, smitandi
hlátri, að það var ekki annað
hægt en að taka undir.
Mamma var líka svo merki-
lega sniðug.
Hún var algjör snillingur í
höndunum og ótrúlega hug-
myndarík.
Það skipti engu máli hvað
það var, hún gerði það vel,
prjóna- og saumaskapur, fönd-
ur og skrautskrift. Fyrir öll jól
og páska og bara hvenær sem
henni datt í hug var hún með
alls konar sniðugar föndurhug-
myndir og við sátum saman og
dunduðum okkur við það jafn-
vel mörg kvöld í röð. Mamma
var líka meistarakokkur og við
eigum margar minningar um
hana í eldhúsinu að töfra fram
hverja veisluna eftir aðra og af
þeim pabba saman að dunda í
eldhúsinu heilu og hálfu dagana
yfir hátíðir.
Auk þess bakaði hún og
skreytti heilu veisluterturnar
án þess að blikka. Hún var líka
ótrúlegur gestgjafi, hvort sem
fólk kíkti í kaffi, kom í mat eða
fékk gistingu.
Hún bauð fólkið sitt að aust-
an alltaf velkomið á heimili
okkar. Mömmu fannst lítið mál
að hýsa hvern sem var, hvenær
sem var.
Stundum var sofið í hverjum
einasta kima í Hofslundinum, á
vindsæng ef þess þurfti, og það
var einhvern veginn mömmu
aldrei til ama. Henni fannst svo
gaman að fá fólkið sitt í heim-
sókn að hún bara lét það
ganga.
Mamma talaði oft um það
hvað hún hlakkaði til að verða
amma og það er sárt að hún
hafi ekki fengið að upplifa það
hlutverk því hún hefði án efa
orðið stórfengleg amma. Við
munum passa að barnabörnin
sem koma kannski einn daginn
fái að heyra allt um það hvað
þau áttu frábæra ömmu.
Mamma hafði gaman af líf-
inu, hún hafði gaman af fólkinu
sínu og vildi alltaf allt fyrir alla
gera.
Við eigum endalaust af góð-
um minningum af mömmu.
Minningar um piparkökuhúsin
fyrir öll jól, jólaföndrið, bæjar-
rölt og kaffihúsaferðir.
Minningar um ferðir í kring-
um landið sem við fórum á
hverju ári og frá utanlandsferð-
um.
Minningar frá daglega lífinu,
hvernig hún vissi alltaf ef eitt-
hvað var að án þess að maður
segði nokkuð, aðstoð við heima-
námið og besta skúffukakan.
Þessar minningar eru dýrmæt-
ar núna sem og á síðastliðnum
árum og við munum halda fast í
þær alla tíð.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem við syrgjum mömmu, veik-
indi hennar voru þess eðlis að
við höfum saknað hennar lengi.
Sorgin núna er samt sú sárásta
og það erfitt að hugsa sér lífið
án mömmu.
Við vildum óska þess að við
hefðum fengið að hafa mömmu
hjá okkur lengur en samt er er-
um við svo óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt einmitt þessa
mömmu.
Þessa sniðugu, skemmtilegu,
hlýju, glaðlyndu og kærleiks-
ríku mömmu. Takk fyrir allt,
elsku besta mamma. Við elsk-
um þig alltaf.
Þín að eilífu,
Bergný og Hannes.
Okkur, samstarfsfólk Hrefnu
Hannesdóttur, langar að minn-
ast hennar með fáeinum orðum.
Hrefnu kynntumst við fyrst
þegar nokkrir tannlæknar hófu
samstarf á Tannlæknastofunni
Vegmúla 2 fyrir tæpum ald-
arfjórðungi.
Hún hafði þá til margra ára
verið aðstoðarmaður Gunnars
Þormar tannlæknis við góðan
orðstír. Það voru ekki alltaf
auðveldustu sjúklingarnir sem
þau sinntu.
Fljótlega eftir sameininguna
tókust með okkur góð kynni,
hún var manneskja sem auðvelt
var að láta sér líka við.
Hrefna var öllum þeim bestu
kostum gædd sem prýða þurfa
góðan starfskraft og samstarfs-
mann. Hún var vandvirk, út-
sjónarsöm og með verulega
góða yfirsýn yfir starf sitt,
starfskraftur „með allt á
hreinu“.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum standa eftir góðar
minningar um kjarnakonu.
Við sendum Ármanni, Hann-
esi, Bergnýju og Kristínu sem
og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsfólks á
Tannlæknastofunni Vegmúla 2,
Elín S. Wang, Gunnar
Rósarsson og Ingólfur
Eldjárn.
Hrefna
Hannesdóttir
✝ Pétur Vil-bergsson
fæddist í Reykja-
vík 6. ágúst 1944.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 8. des-
ember 2018.
Foreldrar hans
voru Vilbergur
Flóvent Aðalgeirs-
son, sem starfaði
við rafvirkjun, f.
3.7. 1918, d. 15.10. 1973, og
Eileen Þórey Breiðfjörð, f. 5.9.
1918 í Hove í Englandi, d.
13.1. 2000.
Systkini Péturs eru Sverrir,
f. 1942, Gunnar Eyjólfs, f.
1946, Theodór, f. 1947, Eyjólf-
ur, f. 1948, og Elín María, f.
1950. Fjölskyldan bjó alla tíð í
Borgargarði í Grindavík og
var löngum kennd við Borgar-
garð.
Eiginkona Péturs er Bjarn-
fríður Jóna Jónsdóttir sér-
kennari, f. 7. desember 1948.
Þau gengu í hjónaband 18.
febrúar 1967. Foreldrar henn-
ar voru Jón B. Hannesson, f.
3.4. 1920, d. 29.5. 2009, og
Fanney Hjartardóttir, f. 18.2.
1919, d. 17.9. 2012.
Börn Péturs og Bjarnfríðar
skólann réð Pétur sig á Hrafn
Sveinbjarnarson III GK.
Næstu ár er hann hjá Þorbirni
hf. ýmist sem vélstjóri eða
stýrimaður á bátum fyrirtæk-
isins. Árið 1979 ræður hann
sig á Vörð ÞH í tvö ár áður en
hann fer til Hitaveitu Suður-
nesja þar sem hann vann
næstu fjögur árin. Aftur lá
leið Péturs á sjó í nokkur ár
en árið 1990 fer hann að vinna
í veiðieftirlitinu hjá sjávar-
útvegsráðuneytinu og er þar í
fjögur ár. Þá fór hann aftur til
Hitaveitu Suðurnesja og nú í
átta ár. Eftir nokkur ár sem
hafnarvörður hjá Grindavík-
urhöfn fór Pétur aftur á sjó-
inn og endaði sjómennsku sína
á Oddgeiri ÞH. Pétur sá um
að halda björgunarskipinu
Oddi V. Gíslasyni útkallskláru
fyrir björgunarsveitina Þor-
björn í nokkur ár. Hann var
ritstjóri Sjómannadagsblaðs
Grindavíkur í fjögur ár og alla
tíð áhugasamur um útgáfu
blaðsins. Hann var heiðraður
af sjómannadagsráði á sjó-
mannadaginn 3.6. 2012.
Pétur var alla tíð mikill
jafnaðarmaður og lét til sín
taka í pólitísku starfi. Árið
1994 keyptu þau hjónin gaml-
an bústað á landi við Gíslholts-
vatn. Þau byggðu ásamt elstu
dóttur sinni og tengdasyni
nýjan bústað á landinu.
Útför Péturs fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 14.
desember 2018, klukkan 14.
eru: 1) Fanney, f.
14.1. 1967, gift
Sigurði Jónssyni.
Börn þeirra eru
Marta, f. 1986,
synir Mörtu og
Sigurðar Þórs
Magnússonar eru
Adam Bjarki og
Elvar Þór og
stjúpdóttirin Anna
Linda, Sara, f.
1989, Ingibjörg, f.
1997, og Pétur Bjarni, f. 1999.
2) Elías Þór, f. 13.8. 1971,
kvæntur Jóhönnu Maríu Gylfa-
dóttur. Börn þeirra eru Viktor
Ingi, f. 2001, og Sunna Mjöll,
f. 2005. Sonur Elíasar og Lilju
Gunnlaugsdóttur er Daníel
Freyr, f. 1993. 3) Hulda, f. 8.8.
1977, gift Thomasi Vance Pol-
lock. Synir þeirra eru Sylvan
Dagur, f. 2005, og Theodór
Jesse, f. 2009. 4) Eygló, f. 8.8.
1977. Synir Eyglóar og Pra-
mods Adhikari eru Flóvent
Rigved, f. 2005, og Sigurjón
Samved, f. 2007.
Pétur fór ungur til sjós og
eftir nokkur ár á sjó lá leiðin
á mótornámskeið í Fiskifélags-
húsinu í Reykjavík og síðar í
Stýrimannaskólann þar sem
hann útskrifaðist 1966. Eftir
Einhvern veginn hafði ég
gert ráð fyrir því að pabbi yrði
alltaf hjá mér. Hann sem hafði
setið með mig í fanginu þegar
ég var lítil og kennt mér öll
gömlu sönglögin, farið með mig
á bryggjuna og sýnt mér alla
bátana og brimið í innsigling-
unni, skammað mig fyrir að
vera ekki nógu dugleg að hjálpa
mömmu við heimilisstörfin, bak-
að með mér kleinur og kennt
mér að mála svo eitthvað sé
upptalið. Þegar ég stofnaði svo
fjölskyldu þá breyttist samband
okkar og við urðum meiri fé-
lagar og vinir. Börnin mín eign-
uðust í honum einstakan afa
sem alltaf var boðinn og búinn
að snúast í kringum þau.
Það var erfitt að horfa upp á
hvernig krabbameinið dró smám
saman úr þér orku og þrótt og
er ég þakklát fyrir það að þú
sért laus við þrautir þess.
Elsku pabbi, takk fyrir sam-
fylgdina.
Fanney Pétursdóttir.
Kæri tengdapabbi og vinur.
Þá er víst komið að leiðarlokum
hjá okkur, við vissum alltaf í
hvað stefndi og maður taldi sig
vera tilbúinn, ég var heima en
ekki úti á sjó þegar kallið kom
en mikið óskaplega er þetta
sárt.
Það eru 32 ár síðan ég kom
með henni Fanneyju ykkar fyrst
til ykkar Fríðu og frá fyrstu
kynnum var mér tekið eins og
ég hefði verið hjá ykkur um ald-
ur og ævi. Aldrei varð okkur
sundurorða öll þessi ár og bón-
betri maður er vandfundinn en
þú. Og Stökustaðurinn okkar,
paradís og samastaður sem við
byggðum upp saman þar sem
allt gekk upp. Þar kom dugn-
aður þinn og útsjónarsemi vel í
ljós, þar rættist draumur ykkar
Fríðu sem við Fanney komum
svo inn í. Við hringdum oft hvor
í annan þegar við vorum þar til
að öfundast, hvað þetta væri nú
frábært, og eins og Jón Hann-
esson heitinn sagði alltaf: „Ég
er með kalda súpu í hendinni.“
Barngóður er orð sem lýsir
þér vel, hvort sem það var við
börnin þín, barnabörn eða bara
öll börn, þau hreinlega soguðust
að þér hvort sem þau þekktu
þig eða ekki. Fyrir hönd
barnanna minna og barnabarna,
takk fyrir allt sem þú gafst
þeim.
Ég á eftir að sakna þess að
geta ekki hringt og heyrt í þér
þegar ég er úti á sjó, sagt þér
fréttir af sjónum, rætt um
Stökustað og allt milli himins og
jarðar.
Ég mun hugsa um hana
Fríðu þína og fólkið okkar eins
og alltaf, minn kæri, það veistu.
Hvíldu í friði, kæri tengda-
pabbi og vinur.
Þinn
Sigurður (Siggi).
„Dáinn, horfinn, harma-
fregn …“ Þessi orð skáldsins
lýsa tilfinningum mínum þegar
ég frétti að kær tengdafaðir
minn, Pétur Vilbergsson, væri
látinn eftir langa og erfiða bar-
áttu við krabbamein.
Pétur var einhver heilsteypt-
asti maður sem ég hef fyrirhitt
á lífsleiðinni, eljusamur og
fylginn sér, elskulegur í viðmóti
og fjölskyldurækinn með af-
brigðum. Fastur fyrir og ein-
arður hið ytra en með hjarta úr
gulli.
Hulda, dóttir hans og eigin-
kona mín, fór héðan frá Banda-
ríkjunum til að hitta föður sinn
og var við sjúkrabeð hans þegar
hann lést. Nær allar ljósmyndir
sem við eigum af Pétri sýna um-
hyggju hans og ást á barna-
börnunum. Ég er þess fullviss
að líf hans verður hvatning og
innblástur komandi kynslóðum
ættingja og afkomenda.
Við sendum bænir okkar og
árnaðaróskir öllum vinum hans
og fjölskyldu. Við elskum þig
afi!
Vance, Sylvan og
Jesse Pollock.
Síðustu daga hef ég verið að
skoða gamlar myndir og rifja
upp minningar um þig gegnum
árin. Minningarnar um þig eru
svo góðar, hvort sem það var að
dást að því þegar þú hreyfðir
eyrun, smíða litla báta uppi í
sumarbústað eða bara spjalla
um daginn og veginn. Það var
alltaf svo gaman að spjalla við
þig því þú hafðir alltaf áhuga á
því að heyra hvað maður hafði
að segja. Þú elskaðir okkur
krakkana svo mikið og varst svo
stoltur af fjölskyldunni þinni,
það sést svo vel á öllum mynd-
unum sem við eigum af þér með
börnum, afabörnum eða langafa-
börnum þar sem þú ert skæl-
brosandi.
Þú tókst okkur alltaf opnum
örmum og varst boðinn og bú-
inn að hjálpa og leiðbeina, hvað
sem þurfti, og ég verð þér alltaf
þakklát fyrir það.
Sara Sigurðardóttir.
Pétur
Vilbergsson
Nú þegar vinkona
mín, Bjarnfríður
Haraldsdóttir, er
kvödd hinstu kveðju
er mér þetta hugleikið.
Þegar ég var 18 ára að aldri
fluttist ég til Akraness, með unn-
usta mínum og síðar eiginmanni,
og fór að vinna í KSB eða Kaup-
félagi Suður-Borgfirðinga.
Þar var margt öndvegisfólk
sem tók ungri aðkomustúlku opn-
um örmum. Það vildi þannig til að
verslunarstjórinn var náskyldur
unnustu föðurbróður míns, Guð-
mundar Þorkelssonar, sem líkt og
þeir föðurbræður mínir reyndust
mér eins og sannir bræður.
Fjölskyldan var samhent og ég,
óheillaböggullinn, var sannarlega
velkomin í góðan hóp niðja afa
míns og ömmu.
Líkt og allir sem hjálpar þurftu
við.
Fyrir mér var Akranes eins og
allt annar heimur. Og eins og áður
Bjarnfríður
Haraldsdóttir
✝ BjarnfríðurHaraldsdóttir
fæddist 16. mars
1940. Hún lést 27.
nóvember 2018. Út-
för Bjarnfríðar fór
fram 6. desember
2018.
sagði kynntist ég
samstarfsfólki mínu
hjá KSB og var hepp-
in með vinnufélaga og
þar var fremst í flokki
hún Bjarnfríður Har-
aldsdóttir. Ég kynnt-
ist ekki bara henni
Fríðu, heldur allri
hennar fjölskyldu.
Sigga móðir hennar
var eins og mín eigin
móðir.
Hún kenndi mér allt sem mig
vantaði um gott húshald og þar
voru þær mæðgur alveg á réttum
stað, þær voru mér sem móðir og
systir alla tíð.
Mér þótti ákaflega vænt um
þær. Enn í dag nota ég jólasmá-
kökuuppskriftirnar frá Siggu
minni.
Elsku Fríða mín, ég þakka vin-
áttu þína í gegnum áratugina okk-
ar saman sem aldrei féll skuggi á.
Ég votta eiginmanni, börnum
og öllum niðjum ykkar mína inni-
legustu samúð. Fríða mín, okkar
vinátta er órjúfanleg þótt þú farir
á undan mér. Þú ert ein af þeim
fáu sem ég átti að mínum bestu
vinkonum. Við munum hittast
heilar á ný í sumarlandinu í heimi
friðs og kærleika.
Guðný Erna Þórarinsdóttir.
Morgunblaðið birtir
minningargreinar end-
urgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið
í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er
eftir birtingu á útfarardegi
verður greinin að hafa bor-
ist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr
(á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmark-
að getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar
sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki
er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minning-
argreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvað-
an og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í
tilkynningu er hún sjálf-
krafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu.
Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda
myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina
vita.
Minningargreinar