Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
✝ Steinar BendtJakobsson
fæddist 16. desem-
ber 1935 í Reykja-
vík. Hann lést á
Landspítalanum 2.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Ingeborg
Vaaben Mortensen
hjúkrunarkona, f.
24. ágúst 1905 í
Vester-Åby á
Fjóni, Danmörku, d. 5. jan.
1994, og Jakob Sveinsson, yf-
irkennari við Austurbæj-
arskóla, f. 19. júlí 1905 á Hvíts-
stöðum í Álftaneshr., Mýr., d. 4.
nóv. 1983.
Bróðir: Sveinn Peter Jakobs-
son jarðfræðingur, f. 20. júli
1939, d. 12. júlí 2016.
Maki 1 hinn 10. maí 1966
(skildu 1981) Colette C.M.
Roche tungumálakennari, f. 1.
júní 1925 í Labroque, Bas-Rhin,
Frakklandi, d. 19. apríl 1990.
Foreldrar: Josephine Roche (f.
Felder) húsmóðir, f. 21. maí
1899 í Labroque, Bas-Rhin, og
Paul Roche skattstjóri, f. 23.
sept. 1900 í Auxonnes, Cote
d’Or, Frakklandi. Þau létust
bæði á 8. áratug síðustu aldar.
Börn þeirra: 1a) Elisabeth
Roche, f. 29. febr. 1964 í Kaup-
mannahöfn, d. 19. des. 1964. 1b)
Eric Roche, lyfjafræðingur,
9. nóv. 1956 í Rv. Maki 31. mars
1990 Esther Helga Ólafsdóttir
snyrtifræðingur, f. 31. mars
1964 í Rv. Börn þeirra: 2a) Vikt-
or Þór Georgsson, f. 10. des.
1987 í Rv., 2b) Sverrir Ólafur
Georgsson, f. 30. mars 1994 í
Rv., 2c) Eva Björg Georgsdótt-
ir, f. 2. maí 1996 í Rv.
Steinar lauk dipl.ing. í raf-
magnsverkfræði frá Tec-
hnische Hochschule í Karlsruhe
í Þýskalandi 1962. Hann fór í
framhaldsnám í merkjatækni
við Rochester Institute of
Technology í Bandaríkjunum
1968-70. Nám í viðskiptafræði
við Handelshøjskolen í Kaup-
mannahöfn 1976-78.
Störf: Verkfræðingur hjá
Regnecentralen í Kaupmanna-
höfn 1962-64. Kennari hjá Dan-
marks Tekniske Højskole í
Kaupmannahöfn 1964-66. Verk-
fræðingur hjá General Dyna-
mics, Rochester, N.Y., Banda-
ríkjunum, 1966-67, við rann-
sóknarstörf þar 1967-70.
Verkfræðingur hjá Diagnostic
Retrieval Systems, Mt. Vernon,
N.Y., Bandaríkjunum, 1970-74.
Yfirverkfræðingur hjá DISA
Elektronik í Kaupmannahöfn
1974-81. Deildarforstjóri hjá
Dantec Elektronik í Kaup-
mannahöfn 1981-87. Forstjóri
Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda
1987-2000. Prófdómari hjá
Danmarks Tekniske Højskole í
Kaupmannahöfn 1975-87.
Fulltrúi í bekkjarnefnd MR55
1990-95.
Útför Steinars fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 14. desem-
ber 2018, kl. 15.
starfar sem tölvu-
fræðingur í Amst-
erdam, f. 29. des.
1965 í Kaupmanna-
höfn. Maki 26. sept-
ember 2003: Pas-
calle Roche (f.
Schlikker) kennari,
starfar sem tölvu-
fræðingur, f. 8. jan.
1968 í Amsterdam.
Maki 2 hinn 11.
júlí 1992 Sigurlína
Helgadóttir gjaldkeri, f. 4. des.
1932 í Unaðsdal í Snæfjallahr.,
N-Ís. Foreldrar: Guðrún Ólafs-
dóttir húsmóðir, f. 3. júlí 1897 á
Hjöllum í Ögurhr., N-Ís., d. 24.
nóv. 1987, og Helgi Guðmunds-
son bóndi, f. 18. sept. 1891 á
Snæfjöllum í Snæfjallahr., N-
Ís., d. 8. okt. 1945.
Barn þeirra: 1c) Þorsteinn
Helgi Steinarsson rafmagns-
verkfræðingur, f. 21. sept. 1963
í Rvík. Maki 16. ágúst 1997 Guð-
munda Smáradóttir viðskipta-
fræðingur, f. 2. maí 1971 í Rv.
Börn þeirra: 2a) Berglind Þor-
steinsdóttir, f. 2. jan. 1999 í Rv.,
2b) Ísar Þorsteinsson, f. 1. júní
2001 í Rv., 2c) Sindri Þorsteins-
son, f. 1. júní 2001 í Rv. Stjúp-
sonur Steinars, sonur Sigurlínu
og fyrri manns hennar, Sverris
Ólafs Georgssonar læknis, f. 20.
jan. 1934 á Ólafsfirði: 2d) Georg
Már Sverrisson húsasmiður, f.
Komið er að kveðjustund
kæri Steinar. Ekki óraði okkur
fyrir því þegar þú lagðist inn á
Landspítalann vegna hrygg-
brots hinn 16. nóvember síðast-
liðinn að þaðan myndir þú ekki
eiga afturkvæmt. En vegir guðs
eru órannsakanlegir.
Dýrmætar minningar leita á
hugann allt aftur til ársins 1995
þegar ég kynntist þér og Línu
fyrst. Við Þorsteinn vorum þá
nýbyrjuð saman og lentum í því
óhappi að verða rafmagnslaus á
gömlu Mözdunni hans. Var þá
hringt í þig til að aðstoða. Þú
brást snarlega við og mættir
skömmu síðar á stórum gráum
jeppa, kynntir þig formlega, tal-
aðir mynduglega og reddaðir
hlutum hratt og örugglega
(minnir mig án þess að stíga út
úr bílnum). Ég verð að viður-
kenna að ég bar óttablandna
virðingu fyrir þér í fyrstu en sú
tilfinning var fljót að hverfa en
virðingin óx ef eitthvað var.
Þú varst skarpgreindur, vel
lesinn og sjaldnast kom maður
að tómum kofunum hjá þér.
Þegar þú byrjaðir að tala þögn-
uðu allir í kringum þig enda
sagðirðu skemmtilega frá og
húmorinn var ekki langt undan.
Þú hafðir mikinn áhuga á tækni
og vísindum, ekki síst stærð-
fræði, og hafðir oft á orði við
barnabörnin að „stærðfræðin
væri móðir allra vísinda“. Jafn-
framt hafðir þú yndi af tónlist,
lestri góðra bóka og skák og þú
þurftir góðan tíma til þess eins
að sitja og hugsa.
Minningin um þig í sumar-
húsinu ykkar Línu við Álftavatn
er skýr þar sem þú situr úti á
palli, jafnvel svo tímunum skipt-
ir, horfir til fjalla og hugsar.
Elsku Lína, missir þinn og
okkar allra er mikill en eftir lifir
minningin um góðan eiginmann,
föður, tengdaföður, stjúpa og
afa sem skar sig sannarlega úr
fjöldanum.
Blessuð sé minning Steinars.
Guðmunda Smáradóttir.
Elsku afi, það er með miklum
söknuði sem við minnumst þín.
Við vorum heppin að fá að
upplifa margar góðar stundir
með þér og ömmu sem við erum
mjög þakklát fyrir. Þú varst
alltaf með þinn skemmtilega
húmor og kaldhæðni og ófáar
sögur sem maður fékk að heyra
frá þér. Skemmtilegt er að
minnast þess að þú nefndir
margar eigur þínar sérnöfnum
eins og t.d. bílinn þinn sem þú
kallaðir Perlu og gps-tækið þitt
Lúsí. Þér fannst gaman að
ferðast og skoða heiminn og við
fórum saman í tvær skemmti-
legar utanlandsferðir og eigum
góðar minningar þaðan. Maður
gat alltaf fengið góð ráð hjá þér
þar sem þú varst með gáfaðri
mönnum og mikill spekingur.
Við gleymum því ekki þegar Ís-
ar gleymdi Rubik-kubbnum sín-
um hjá ykkur ömmu.
Markmiðið með kubbnum er
að snúa honum þar til hver hlið
hans hefur aðeins einn lit, sem
er mjög erfitt. Þegar við hittum
þig næst fundum við kubbinn
leystan á borðinu þínu.
Þín verður sárt saknað.
Sindri, Berglind og Ísar.
Fáa þekki ég sem eru eins
miklir Íslendingar en á sama
tíma sannir heimsborgarar eins
og hann Steinar föðurbróðir
minn var. Í marga áratugi lærði
hann og vann í Þýskalandi,
Bandaríkjunum og Danmörku
en snéri svo aftur til Íslands
seint á níunda áratugnum og
var eins og hann hefði aldrei
farið að heiman. Uppvaxtarárin
hafa án efa átt sinn þátt í að
þróa með honum hæfileikann til
þess að skjóta rótum á mismun-
andi stöðum. Þegar Steinar var
á fjórða ári fór hann til Dan-
merkur að vera hjá móðurfjöl-
skyldu sinni á meðan móðir
hans var að jafna sig eftir erfiða
meðgöngu. Dvölin í Danmörku
varð lengri en til stóð er Steinar
lokaðist þar inni þegar seinni
heimsstyrjöldin braust út og
Danmörk var hernumin. Steinar
komst ekki aftur heim til for-
eldra sinna og lítils bróður fyrr
en eftir að stríðinu lauk.
Þó þeir hafi þannig ekki
kynnst fyrr en þeir voru byrj-
aðir að stálpast þá var margt
líkt með Steinari og föður mín-
um Sveini bróður hans. Báðir
voru þeir fagurkerar og áhuga-
samir um myndlist, tónlist og
bókmenntir. Þeir voru vel lesn-
ir, viðuðu að sér fróðleik og
höfðu sérstaklega mikinn áhuga
á Íslandssögu og heimssögu.
Steinar hafði einnig mikinn
áhuga á Íslendingasögunum, fór
í ferðir á slóðir þeirra. En Stein-
ar var líka verkfræðingur, ekki
bara að menntun og starfi; hann
var verkfræðingur í húð og hár.
Það var ljóst á jólagjöfum –
myndavélum og klukkum alls-
konar – að hið mekaníska heill-
aði.
Steinar var fjölskyldurækinn
og eftir að hann var kominn aft-
ur heim til Íslands var hann allt-
af fyrstur til að mælast til þess
að fjölskyldan kæmi saman.
Hann var sælkeri og var mörg-
um skemmt þegar dóttir mín
fjögurra ára vísaði í Steinar
frænda sem „bróðir hans afa
sem finnst kökur svo góðar“.
Það var skiljanlegt að Steinari
þættu kökur góðar og hann var
ekki einn um það enda hefur
Lína frænka afburðahæfileika
til þess að töfra fram dýrindis
tertur og annað góðgæti með
engum fyrirvara og slá upp
veislu í Miðleitinu í hvert sinn
sem gesti ber að garði.
Það var augljóst að Steinari
og Línu leið vel saman. Þau
ferðuðust víða, sóttu leikhús og
tónleika af krafti og voru sér-
staklega samrýnd. Í Miðleitinu
bjuggu þau sér sannkallað
menningarheimili, mótað af fág-
uðum smekk þeirra beggja. Þar
var oft glatt á hjalla og alltaf
gaman að koma til þeirra.
Ég mun sakna góðs frænda
og votta Línu og Þorsteini, Eric
og Georg og þeirra fjölskyldum
samúð mína.
Hulda Þóra.
Það fækkar í stúdentaárgang-
inum MR 1955 og nú er Steinar
Bendt fallinn frá.
Þýskir háskólar byrjuðu 1953
að taka erlenda stúdenta aftur
til náms eftir stríðið. Eftir stúd-
entspróf fórum við sex stúdent-
ar úr árganginum til náms í
verkfræði við Tækniháskólann í
Karlsruhe og lukum prófi það-
an. Við Steinar kynntumst fyrst
að ráði á námsárunum í Karls-
ruhe. Minnisstæðar eru ljúfar
kvöldstundir með Steinari og fé-
laga okkar, Hauki Kristinssyni,
sem báðir voru miklir músík-
unnendur, þegar þeir reyndu að
kenna mér, ómúsíkölskum fé-
laga þeirra, að meta sígilda tón-
list.
Steinar starfaði lengst af er-
lendis fyrir dönsk fyrirtæki í
rafeindatækni og einnig m.a.
átta ár í Bandaríkjunum.
Danska fyrirtækið var í sam-
starfi við Rússa og fór Steinar
margsinnis til Moskvu á Sov-
éttímanum og þekkti þá borg
vel. Eftir að hann sneri heim
1987 starfaði hann sem forstjóri
Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda.
Þá efldust kynni okkar aftur.
Fyrir nokkrum árum gekk
Steinar til liðs við bridgeklúbb-
inn minn og áttum við margar
góðar stundir við spilaborðið
fram á hans síðasta dag. Þegar
ég sagði spilafélögunum frá
Volgusiglingu okkar hjóna sl.
haust bætti Steinar miklum
fróðleik við eftir kynni hans af
Rússlandi á Sovéttímanum.
Þegar við nokkur hjón heim-
sóttum Færeyjar fyrir alllöngu
slógust Steinar og Sigurlína í
hópinn og var Steinar sjálfkjör-
inn leiðsögumaður, enda gjör-
þekkti hann þetta nágrannaland
vegna starfa sinna fyrir Lána-
sjóð Vestur-Norðurlanda. Gerði
hann þessa ferð okkar sérlega
eftirminnilega.
Steinar var myndarlegur
maður, hæglátur og óáreitinn að
eðlisfari.
Eftir því sem árin líða verða
kunningsskapur og vinatengsl
samstúdentanna sífellt dýrmæt-
ari, enda hefur árgangurinn
haldið vel saman með samkom-
um og ferðalögum.
Við Þuríður sendum Sigurlínu
og fjölskyldunni innilegustu
samúðarkveðjur.
Páll Ólafsson.
Steinar Bendt
Jakobsson ✝ Þórir Gíslasonfæddist 4. nóv-
ember 1943 á Hrút-
eyri við Reyðarfjörð.
Hann varð
bráðkvaddur 4. des-
ember 2018.
Móðir hans var
Þórunn Björg Jak-
obsdóttir frá Djúpa-
vogi og faðir hans
Björn Benediktsson
frá Reyðarfirði. Þór-
ir átti eina alsystur, Margréti, og
eina hálfsystur. Ungbarn var
hann tekinn í fóstur af hjónunum
Guðrúnu Björgu Elíasdóttur og
Gísla Benediktssyni sem bjuggu
þá í Seljateigi á Reyðarfirði og
var hann þeim einkar kær sonur.
Þórir vann við ýmislegt á lífs-
leiðinni, rómaður fyrir lagni sína
og lipurð. Hann var í búskap og
átti góðan fjárstofn eins og faðir
hans og lengst af ævi átti hann
kindur sér til yndis. Hann vann
við bíla sem bólstr-
un sem og við raf-
magn eða þá við
skipaafgreiðsluna;
allt lék í höndum
hans. Á Eskifirði
átti hann einnig
ljómandi starfs-
sögu.
Þórir gerðist
ungur félagi í
Leikfélagi Reyð-
arfjarðar og lék
þar stór hlutverk af stakri prýði.
Hann söng gamanvísur á sam-
komum víða og var eftirherma
góð, alls staðar mikill gleðigjafi
sem fagnað var innilega, ekki
síst á heimastaðnum Reyðar-
firði. Tónelskur vel, lék ágæt-
lega á harmonikku og samdi
m.a. hugþekk lög.
Útför Þóris fer fram í Reyðar-
fjarðarkirkju í dag, 14. desem-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Nú þegar aðventan er gengin í
garð með sinn friðar- og kær-
leiksboðskap kveðjum við með
söknuði góðan og skemmtilegan
frænda okkar, hann Þóri í
Brekku. Við vorum ekki há í loft-
inu systkinin í Seljateigi þegar
við gengum yfir holtið að heim-
sækja Þóri og foreldra hans,
Gísla ömmubróður og Gunnu í
Fögruhlíð. Þar þáðum við heitar
lummur hjá Gunnu og hlustuðum
á fullorðna fólkið ræða um menn
og málefni. Oft voru sagðar gam-
ansögur og hlegið dátt, sérstak-
lega þegar Þórir líkti eftir röddu
og töktum sveitunganna og ekki
var það síðra fyrir okkur þegar
hann setti á sig harmonikkuna og
það var spilað og sungið við raust.
Þórir flutti síðan með foreldrum
sínum í húsið Brekku á Reyðar-
firði, þar sem hann bjó æ síðan,
og þar áttum við margar góðar
stundir saman.
Þórir var mikill listamaður,
hann var í Leikfélagi Reyðar-
fjarðar þar sem hann fór á kost-
um bæði í leik og söng. Hann
skemmti með gamanvísnasöng
og eftirhermum á þorrablóts-
skemmtunum okkar Reyðfirð-
inga og við ótal mörg önnur tæki-
færi. Hann var mikið
náttúrubarn og hafði yndi af veið-
um og var mikill veiðimaður. Til
margra ára kom hann færandi
hendi á heimili okkar með rjúpur
fyrir jólin. Þórir var lengi með
kindur í fjárhúsi inni á Nesi og
sinnti þeim af mikilli alúð og
snyrtimennskan var einstök.
Þegar hann hætti með kindur hóf
hann skógrækt á Nesinu og gerði
staðinn að sannkölluðum unaðs-
reit. Þar var hann með hjólhýsið
sitt nú síðustu árin og þangað var
gott að koma í kaffi og spjall og
njóta sveitarinnar.
Nú þegar jólahátíðin nálgast
hrannast upp í hugann allar fal-
legu stundirnar sem við og börn-
in okkar fengum að njóta með
Þóri þegar farið var upp í
Brekku, í litla hlýja húsið þar
sem gestrisnin var ætíð söm við
sig. Það er með þakklæti í huga
sem við kveðjum okkar góða vin
og frænda. Sendum vinum og
ættingjum samúðarkveðjur.
Systkinin frá Sandhólum,
Helga Björk, Þóroddur,
Jóhann Sæberg Seljan,
Magnús Hilmar og Anna
Árdís og fjölskyldur.
Það var mikill gleðiauki fyrir
okkur Ásu systur mína þegar lít-
ill, fallegur drengur kom í Selja-
teig til þeirra Gunnu og Gísla
frænda okkar.
Það voru engin smátíðindi og
samleiðin við drenginn varð löng
og farsæl. Svo svipleg urðu nú ör-
lög hans og þakklætið hlýtt efst í
huga mér nú eftir áratugina alla,
sem veittu svo margt og mikið.
Lífslán Þóris frænda míns
mest var það að vera alinn upp
hjá slíku öndvegisfólki ágætra
eiginleika, þar naut hann alls hins
bezta atlætis er þau gefið gátu.
Þórir lauk fullnaðarprófi í skól-
anum heima á Reyðarfirði með
ljómandi einkunn og ekki síður
reyndist hann verkhagur hið
bezta.
Hvar sem Þórir kom að verki
var hann rómaður sem slíkur,
laghentur, velvirkur og farsæll í
hvívetna.
Hann hneigðist líka til bú-
starfa og varð bráðungur mikil
hjálp við búskap föður síns, en
síðar átti Þórir í félagsbúi með
öðrum og var bæði fjárglöggur
og einstaklega fótfrár. Hann var
einhver frábærasta rjúpnaskytta
sem ég þekkti og marga máltíð-
ina þáðum við fjölskyldan frá
þessum gjafmilda frænda okkar
og vini.
Þórir var einstakt snyrti-
menni, sama hvenær komið var í
Brekku þá var allt flott og fínt og
hann hélt áfram þeim vana Gísla
föður síns og Gunnu móður sinn-
ar áður að veita gestum vel í hví-
vetna, alltaf fóru gestir þaðan
saddari og sælli eftir góða gleði-
stund. Hæfileikar hans Þóris
voru einstakir á sviði leiklistar,
söngs og eftirherma og með slík-
um afbrigðum að unun var á að
hlýða og enn man ég eftir frá-
bærri frammistöðu hans á svið-
inu í Súlnasal Hótels Sögu, svo
allir spurðu hvaðan þessi mikli
hæfileikamaður kæmi. En um
allt Austurland og miklu víðar
fengu hæfileikar hans notið sín
og dynjandi hláturinn og lófatak-
ið sögðu allt sem segja þurfti.
Heima á Reyðarfirði var hann
ómissandi gleðigjafi um árafjöld
á þorrablótum og þá ekki síður í
leikritum þeim er sett voru á svið
heima, hann þá alltaf í burðar-
hlutverkum.og stóð sig alltaf
jafnvel, máske bezt í Járnhaus
Jónasar sem Eyvi grútur. Það
hefði að verðleikum verið, ef
hann hefði getað menntað sig til
enn meiri afreka, en hvorki til
þess efni eða aðstæður. Hann
unni góðri og skemmtilegri tón-
list og lék býsna vel á harmon-
ikku, samdi ágætis lög.
Við Hanna færum syni okkar
Magnúsi Hilmari og Sólveigu
hans þökk fyrir alla umhyggjuna
í garð Þóris, en segja mátti að
Magnús vekti yfir velferð hans,
og hið sama má segja um önnur
börn okkar áður, og þökk sé heið-
ursdrengnum Guttormi Stefáns-
syni sem leit vikulega til hans og
fylgdist með honum, enda segir
fátt af einum, svo sem raun bar
vitni. Eins ber að þakka Ásu syst-
ur minni fyrir alla hennar um-
hyggju gagnvart Þóri um árin
æðimörg.
Merlandi minningamyndin um
Þóri frænda minn er hugstæð og
vörðuð svo ótalmörgu ágætu sem
sannarlega yljar öldnum huga.
Veri þessi góði drengur kært
kvaddur í mikilli þökk okkar
Hönnu og barna.
Helgi Seljan.
Þórir Gíslason
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.