Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Saga Fríðu Bonnie Andersenfjallar á einstakan hátt umboð og bönn ástarinnar átímum millistríðsáranna,
svo og við upphaf síðari heimsstyrj-
aldar. Elín er hefðbundin íslensk
sveitastúlka sem hefur lag á sauma-
skap og fær af þeim sökum tæki-
færi sem ber hana alla leið til Par-
ísar. Þar kynnist hún nýjum
viðhorfum og einhverju sem aldrei
hafði hvarflað að henni: að konur
gætu verið með konum og karlar
með körlum. Með semingi sættir
hún sig við að hún beri kenndir til
kvenna og ákveður að lifa lífinu eins
og hún getur áður en hún þarf að
snúa aftur til Íslands og lifa þarf
venjulegu, íslensku lífi með manni
og börnum. Ekki fer allt eins og
hana hafði grunað, en þegar hún
snýr aftur til Íslands er hún orðin
ekkja grísks karlmanns og einstæð
móðir.
Þórhalla er borgarstúlka úr
Reykjavík sem skilur ekki þegar
skólasystur hennar tala um ástina.
Hún bíður og bíður eftir þeim rétta.
Eftir að hún kynnist Elínu er hún
samt nokkuð lengi að átta sig á að
sá rétti kemur
aldrei, enda eru
samkynja sam-
bönd óþekkt í
höfuðborg Ís-
lendinga og hvers
kyns kenndir á
þá leið álitnar
perverskar. Eftir
langan tíma
ákveður Elín að taka af skarið og
stafa það ofan í Þórhöllu hvað það
er sem þeim fer á milli.
Sögusvið sögunnar fer á milli þá-
tíðar, millistríðs- og stríðsáranna,
og nútíðar, þegar Þórhalla er orðin
gömul kona á elliheimili og Alex-
ander, sonur Elínar, sjálfur orðinn
gamall maður. Þegar Alexander
ákveður að selja hús Þórhöllu,
fóstru sinnar, finnur hann kassa
með dagbókum móður sinnar.
Þannig kemst hann á snoðir um
leynilegt líf hennar, föður síns og
Þórhöllu sem kollvarpar lífssýn
hans.
Að eilífu ástin er falleg saga um
forboðna ást og fjölskyldulíf, erf-
iðleika skáldsins og kúgun sam-
félagsins. Sagan býður upp á góðan
yndislestur og innsýn í líf samkyn-
hneigðra á árum áður.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yndislestur „Falleg saga um for-
boðna ást og fjölskyldulíf,“ segir um
sögu Fríðu Bonnie Andersen.
Skáldsaga
Að eilífu ástin bbbmn
Eftir Fríðu Bonnie Andersen.
Bjartur, 2018. 276 bls. Innb.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Forboðin ást og fjölskyldulíf
Ótalmörg „hvað ef“ komaupp í hugann við lesturbókarinnar Ævintýri íAusturvegi eftir Skapta
Hallgrímsson en bókin fjallar um
þátttöku íslenska karlalandsliðsins á
heimsmeistaramótinu í knattspyrnu
í Rússlandi í sumar.
Ef-in eru svo mörg því í raun og
veru munaði sáralitlu að Ísland
kæmist
áfram í 16-
liða úrslit
þrátt fyrir að
fá aðeins eitt
stig úr þrem-
ur leikjum.
Eins og kem-
ur fram í bókinni spilaði liðið vel í
fimm hálfleikjum af sex, sem skilaði
þó ekki meiru en einu stigi.
Bókin hefst 9. júní, þegar liðið
hélt til Rússlands, og lýkur 27. júní
við heimferð. Bókin er byggð upp
sem dagbók, segir frá upplifun
Skapta af mótinu og mannlífi í
tengslum við það. Leikjunum eru
gerð skil eins og á íþróttasíðum fjöl-
miðla.
Bókina prýðir fjöldi frábærra
mynda og það er ekki laust við smá
gæsahúð þegar myndirnar úr 1:1-
jafnteflinu gegn Argentínu eru
skoðaðar; þegar Hannes varði frá
Messi eða þegar Alfreð skoraði og
fagnaði eins og hann væri alvanur
því að skora á móti Argentínu á HM.
Dagbókarskrifin þar sem Skapti
dvaldi í Volgograd vegna leiksins við
Nígeríu eru ljúfsárar minningar.
Undirritaður hélt í svaðilför á þann
leik og var ferðin frábær í alla staði,
fyrir utan úrslit leiksins.
Lýsing Skapta á tilfinningum fyr-
ir leik passar við mínar minningar.
Spennan var nánast áþreifanleg en
með sigri á liðinu, sem fyrirfram var
talið það slakasta fyrir utan Ísland í
riðlinum, hefðu strákarnir komist í
frábæra stöðu. Sú varð ekki raunin
og vonbrigðin eftir því.
Hetjuleg barátta gegn „vinum“
okkar frá Króatíu í síðasta leiknum
skilaði engu og strákarnir héldu því
fyrr heim á leið en vonir stóðu til.
„Heima er best – en þó hafði enginn
áhuga á að fara svona snemma
heim“ heitir kaflinn á heimferðar-
deginum og lýsir tilfinningum
manna ágætlega.
Eins og Skapti segir í lokin ganga
menn stoltir frá borði en gerðu sér
þó grein fyrir því að hægt væri að ná
lengra. Ekki er sjálfsagt að komast
á stórmót og ef til vill gera ein-
hverjir sér ekki grein fyrir afrekinu
að komast á HM fyrr en síðar.
Það er held ég hárrétt hjá honum
að allir sem lögðu land undir fót og
fylgdust með HM í Rússlandi muni
muna ævintýrið til æviloka. Ef
minnið klikkar er ávallt hægt að
kíkja í bókina til upprifjunar. Von-
andi verður þetta ekki bók um ein-
stakt afrek í íþróttasögu Íslands
heldur „bara“ um það þegar Ísland
komst í fyrsta skipti á HM.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skapti Höfundurinn hefur gert HM-ævintýrinu eftirminnileg skil.
Samtímasaga
Ævintýri í Austurvegi bbbbn
Eftir Skapta Hallgrímsson.
Tindur, 2018. 192 bls. innb.
JÓHANN
ÓLAFSSON
BÆKUR
Ljúfsárar
minningar
Fyrsta barnabók HjaltaHalldórssonar, Af hverjuég?, kom út í fyrra oghlaut þá meðal annars lof
fyrir að vera öðruvísi og sniðug.
Hjalta tekst vel að halda þeim bolta
á lofti og í nýrri barnabók, Draumn-
um, flíkar höfundur áfram kímilegri
sagnagáfu sem grípur lesandann.
Draumurinn segir frá ungmenni
sem æfir knattspyrnu af mikilli
ástríðu og undirbýr sig fyrir Ís-
landsmótið. Eftir nokkur innbyrðis
átök milli leikmanna á æfingu
kemst sá draumur þó í uppnám og
afleiðingarnar fyrir Reykjavík-
urbarnið eru sex vikna leikbann,
sem þýðir að Íslandsmótið er úti.
Önnum kafnir foreldrarnir sjá fyrir
sér að það sé góð lausn í bili að
senda barnið út á land til móð-
ursystur sinnar í smá sumardvöl.
Þar tekur við lítið samfélag og
fótboltalið, sem móðursystirin raun-
ar þjálfar, og stemningin lítil fyrir
að eiga að aðlagast þessu. Það
breytist þó fljótt og fljótlega hafa
myndast vinabönd og fótboltaæfing-
arnar verða tilhlökkunarefni þar til
óvænt tíðindi berast úr Reykjavík
og Íslandsmótið er jafnvel mögu-
leiki.
Höfundur hefur sjálfur sagt að
hann sæki að ein-
hverju leyti inn-
blástur í Grettis-
sögu og má sjá
nokkur líkindi
með aðalpersón-
unni, sem er afar
metnaðarfull,
nokkuð skapheit
og já, rauðhærð.
Höfundur heldur því óræðu framan
af hvort aðalpersónan er strákur
eða stelpa og er afar smellið hvern-
ig hann kemur lesanda á óvart í
miðri frásögn og lætur uppi kynið,
sem margur lesandinn hefur senni-
lega gert ráð fyrir að væri þver-
öfugt.
Umhverfi persónunnar, bæði í
Reykjavík og á Hvammstanga, er
einkar skemmtilegt. Í Reykjavík
fléttast inn alltumlykjandi ferða-
mannaiðnaðurinn á óborganlegan
hátt þar sem foreldrar sögupersón-
unnar reka gistiþjónustuna og veit-
ingastaðinn „Leggstu á meltuna“ og
fylgja því bráðfyndnar uppákomur
þar sem passa þarf þýsk börn, sem
er leyst með því að gefa þeim
nammi og láta þau horfa á Youtube,
og jafnvel gamla ítalska konu, sem
snýr til baka fremur örg eftir að
hafa verið plantað á fjórhjól. Húm-
orísk atvik, sem margir tengja við,
verða einnig á vellinum þar sem fót-
boltapabbi með stóra íþrótta-
drauma fyrir hönd afkvæmis síns
gengur af göflunum.
Þessi léttleiki gerir mikið fyrir
framvindu sögunnar, sem einnig er
spennandi, og sögur af börnum og
fullorðnum og samskiptum þeirra
gera Drauminn að bráðskemmti-
legri barnabók.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Húmorísk „Sögur af börnum og
fullorðnum og samskiptum þeirra
gera Drauminn að bráðskemmti-
legri barnabók,“ segir í rýni.
Barnabók
Draumurinn bbbmn
Eftir Hjalta Halldórsson.
Bókabeitan, 2018. Innb., 125 bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Fótbolti og bráðfyndinn ferðamannaiðnaður
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———