Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Mortal Engines Vísindaskáldsaga og framtíðar- ævintýri sem gerist eftir um 3000 ár þegar heilu borgirnar eru komn- ar á færanlegan grunn og ferðast um jörðina í leit að orku til að knýja þær. Til að fá þessa orku gleypa borgirnar m.a. í sig aðrar minni borgir og bæi og verða um leið íbú- um þeirra að fjörtjóni. Hester Shaw (Hera Hilmarsdóttir) á harma að hefna gegn einum aðalmanninum í stærstu borginni London, Thadd- eusi Valentine (Hugo Weaving), eft- ir að hann hafði ráðist á heimabæ hennar. Leikstjóri er Christian Riv- ers. Spider-Man: Into the Spider-Verse Hér kynnast áhorfendur tán- ingnum Miles Morales og öllum þeim takmarkalausu möguleikum Kóngulóarheimsins, þar sem fleiri en einn geta borið grímuna. Leik- stjórar eru: Peter Ramsey, Bob Persichetti og Rodney Rothman. Mynd bæði sýnd með ensku og ís- lensku tali. Home Alone 2 Föstudagssýning Bíós Paradísar er Home Alone 2: Lost in New York frá 1992. Einu ári eftir að Kevin (Macaulay Culkin) var skilinn eftir aleinn heima yfir jólin þar sem hann þurfti að sigra tvo innbrots- þjófa er hann staddur í New York og sömu glæpamennirnir leynast ekki langt undan. Leikstjóri er Chris Columbus. From Dusk Till Dawn Á Svörtum sunnudegi í Bíó Paradís er sýnd From Dusk Till Dawn frá 1996 í leikstjórn Roberts Rodriguez eftir sögu Quentins Tarantinos, sem sjálfur leikur eitt aðal- hlutverka. Myndin segir frá Gecko- bræðrunum (George Clooney og Tarantino), stórhættulegum glæpa- mönnum á flótta undan réttvísinni í Texas. Til að komast yfir landa- mærin til Mexíkó taka þau Fuller- fjölskylduna í gíslingu. Harvey Keitel leikur fjölskylduföðurinn, prest sem hefur misst trúna, og börn hans leika Juliette Lewis og Ernest Liu. Bíófrumsýningar Ævintýri og átök Töff Hera Hilmarsdóttir í hlutverki Hesterar Shaw í Mortal Engines. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Jólasöngvarnir árlegu verða fluttir í Langholtskirkju nú um helgina í 41. sinn, kl. 20 á laugardagskvöld og kl.17 á sunnudag, en í ár verður öðruvísi hljóðfærasamsetning en áður hefur verið: Flautur, harpa, selló og kontra- bassi eru meðal þeirra hljóðfæra sem munu leika undir söng kór- anna sem starfa við kirkjuna. Magnús Ragn- arsson, organisti og kórstjóri, seg- ist hafa legið yfir því að skrifa út fyrir hljómsveitina. „Í fyrsta sinn erum við ekki bara með trommu- sett heldur slagverk með klukkna- spili, svo það gefur tónleikunum skemmtilegan blæ,“ segir hann. Kór Langholtskirkju, Graduale- kór Langholtskirkju og Graduale Nobili munu koma fram ásamt ein- vala liði hljóðfæraleikara, undir stjórn Magnúsar og Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Einsöngvarar á tónleikunum í ár verða þau Hall- veig Rúnarsdóttir og Oddur Arn- þór Jónsson en þau hafa bæði gert garðinn frægan á klassísku söng- sviði. Boðið verður upp á jólasúkkulaði og piparkökur í hléi en sú hefð skapaðist strax þegar fyrstu tón- leikarnir voru haldnir í kirkjuskip- inu árið 1980, áður en gler var komið í kirkjuna, en þá var hörku- gaddur. Fyrst um sinn var sungið í öðr- um kirkjum en það ár var hins vegar svo mikil eftirvænting eftir tónleikum í kirkjunni að ákveðið var að halda fyrstu jólasöngvana í Langholtskirkju, sem var þó varla fokheld, að sögn Magnúsar. „Síðan varð kirkjan tilbúin og þá þróuðust málin. Jón Stefánsson byggði upp starfið í kringum jóla- söngvana með Langholtskórnum og barnakórnum og þá tóku að myndast alls konar hefðir fyrir að spila ákveðin lög.“ Þau lög eru til dæmis gregors- söngur, sem gengið er inn við, og Barn er oss fætt. Þó er reynt að festast ekki í sömu lögunum að sögn Magnúsar, og er því reynt að breyta lagavalinu reglulega. „Breskt jólalag verður tekið í djasskenndum takti. Margir þekkja laglínuna í þessu lagi en mér finnst það vera lykillinn að jólatónleikunum að finna eitthvað sem er nógu metnaðarfullt og skemmtilegt fyrir kórinn en um leið eitthvað sem fólk þekkir,“ seg- ir Magnús. Hallveig Rúnarsdóttir og Oddur Arnþór Jónsson eru einsöngvarar á tónleikunum, eins og áður sagði, en Oddur söng áður í kór Lang- holtskirkju og er því spenntur að syngja jólasöngvana að sögn Magnúsar. Hann hefur oft unnið með Hallveigu Rúnarsdóttur. „Það er gott að vinna með fólki sem gef- ur mikið af sér,“ segir Magnús um þau bæði. Öðruvísi samsetning Jólasöngvar Á tónleikunum koma fram Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili, ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara. Einsöngvarar verða þau Hallveig Rúnarsdóttir og Oddur Arnþór Jónsson.  Hinir árlegu Jólasöngvar verða í Langholtskirkju um helgina  Margt hefur breyst  Hefð að bjóða upp á kakó Magnús Ragnarsson Seiðlistakonur kalla þær sig lista- konurnar Andrea Ágústa Aðal- steinsdóttir, Freyja Eilíf, Heiðrún Viktorsdóttir og Sigthora Odins sem opna í Nýlistasafninu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 sýn- inguna Streymi. Sýningin er partur af sýningaröð safnsins sem nefnist „Rúmelsi“, þar sem áhersla er lögð á frumkvæði listamanna, en Streymi er sýningarverkefni á veg- um Ekkisens sem er sýningarrými við Bergstaðastræti. Í tilkynningu segir að „Stream- spirit-puddle-power“ sé óformlegt heiti á samstarfi myndlistarkvenn- anna sem hafi streymt saman í lífi og starfi frá árinu 2016. „Listrænar rannsóknir þeirra eru fasafléttur sem leiða saman snúrur úr heimum myndlistar, frumefna, fjölvíddar og fjölkynngi. Í gegnum sýningarstörf í Ekkisens lá leið hópsins í Streymi saman og úr varð seiðsystrateymi sem nú spannar tveggja ára sam- tal.“ Andrea Ágústa sýnir skúlptúra sem unnir eru og hlaðnir sem líf- færi sem mun bera af sér líf. Verkið fjallar um að vekja það sem býr innra. Freyja Eilíf býður gestum til sætis í kringum gæludýrasníkilinn sinn er hann brennur niður, bráðn- ar og lekur um lífræna og hringlaga brautarteikningu. Athöfnin er þátt- tökuverk. Heiðrún vinnur í gerningi með frumkraft kvenlíkamans í tengslum við nútímagyðjufræði. Sigthora Odins fremur gjörninginn The Program sem er lýst sem „eins konar andlegu dópamín-karaókí“. Fjórar seiðlista- konur sýna í Nýló Seiðsystur Freyja Eilíf, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Heiðrún Viktorsdóttir og Sigthora Odins. Á síðdegistónleikum í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, föstudag, klukkan 17 verður leikið á hringflautu, hug- arfóstur hönnuðanna Brynjars Sig- urðarsonar og Veroniku Sedlmair. Verk Brynjars og Veroniku er hluti af sýningunni Einungis allir. Hringflautan samanstendur af fjórum þverflautum sem sveigðar eru að lögun og mynda samsettan hring en innan hans er pláss fyrir áheyranda. Til að tryggja eðlilega hljóðmyndun í flautunum eru munnstykki einu hlutar hringflaut- unnar sem ekki eru sveigðir. Hver hreyfing með hljóðfærið hefur áhrif á hina flytjendurna og getur haft áhrif á tónmyndun hvers fyrir sig. Flytjendur eru Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir og Steinunn Vala Pálsdóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Paul- ine Oliveros og flytjendur. Hringflaututónleikar í Gerðarsafni Hringflautan Fjórir leika á flautuna. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.