Morgunblaðið - 17.12.2018, Page 1

Morgunblaðið - 17.12.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  296. tölublað  106. árgangur  Hurðaskellir kemur í kvöld 7 jolamjolk.is dagar til jóla MYND UM MATTHÍAS FRUMSÝND HUNDELSKAR SKYTTUR ÍSLENSK TÓNSKÁLD ERU HÖRKUDUGLEG OG HÆFILEIKARÍK SAUMAR SOKKA Á HUNDANA 12 HAFSTEINN ÞÓRÓLFSSON 26ÞVERT Á TÍMANN 27 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögu- legt. Sett hafa verið upp alls um 30 tæki við fjallið sem eru þannig stillt að komi útslag eða einhver óróleiki fram sést það á skjám á Veðurstofunni aðeins fimm mínútum síðar. Einnig fer viðvörunarkerfi í gang ef kemur útslag sem bendir til gosóróa. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Í dag eru alls fimm eldstöðvar undir smásjá vísindamanna vegna goshættu; Hekla, Katla, Grímsvötn, Bárðarbunga og Öræfajökull. Fyrir nokkrum dögum æfðu vísindamenn, Almannavarnir og flugumferðarstjórar viðbrögð við gosi í Öræfajökli eftir þeirri sviðsmynd að aska hefði dreifst bæði til Kanada og Evrópu – með tilheyrandi áhrifum til dæm- is á allar flugsamgöngur yfir Atlantshafið. „Öræfajökull er í gjörgæslu,“ segir Kristín í samtali við Morgunblaðið í dag. »6 Heklugosin hafi fyrirvara  Mælitækjum fjölgað  Fimm eldstöðvar undir smásjá Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hekla Mælum hefur verið fjölgað við eldfjallið. Opið var í jólaskógi Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk um helgina, en þangað gátu fjölskyldur farið til að höggva eigin jólatré. Jólasveinninn Pottaskefill, sem kom til byggða á laugardag, var hinn hressasti og heilsaði vegfar- endum sem áttu leið um skóginn við Elliðavatn í gær. Til að auka jólastemninguna var kveikt á varð- eldi og boðið upp á kakó, kaffi og smákökur. Morgunblaðið/Hari Pottaskefill heilsaði skógargestum Aðeins vika til jóla og fleiri jólasveinar á kreiki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í jan- úar, að sögn Lilju Dagg- ar Alfreðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. Hún stefnir að því að leggja frumvarpið fram á Al- þingi í vetur og að end- urgreiðslur á hluta kostnaðar vegna fram- leiðslu á fréttum og fréttatengdu efni komi til framkvæmda á næsta ári. „Það er mjög góður gangur í þessu hjá okkur,“ sagði Lilja í samtali við Morgun- blaðið. Hún sagði að stuðningur stjórnvalda á Norðurlöndum við fjölmiðla væri hafður til hliðsjónar við samningu frumvarpsins. Einnig hvaða skilyrði væru sett þar og hvernig þau ættu við íslenskar aðstæður. „Við byrjum á endurgreiðslu á ritstjórnar- kostnaði og það er forgangsmál og verður í þessu frumvarpi,“ sagði Lilja. „Við erum einnig að skoða kostnað við textun og tal- setningu sem tengist því að styðja við ís- lenskt mál. Líklega verður samið sérstakt frumvarp um það. Auk þess erum við að skoða auglýsingamarkaðinn og fleira.“ Nefnd um rekstrarumhverfi einkarek- inna fjölmiðla skilaði skýrslu í janúar 2018 og gerði hún tillögur í nokkrum liðum, með- al annars um endurgreiðslu á hluta kostn- aðar vegna framleiðslu á fréttum og frétta- tengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur á sölu og áskriftum í rafrænu formi og hljóð- og myndefni eftir pöntun verði 11%, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði leyfðar og að hluti kostnaðar vegna textunar og tal- setningar verði endurgreiddur að hluta. Styðja við fjöl- miðla  Frumvarpið verður kynnt í janúar Lilja Alfreðsdóttir  Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjar- ráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls ehf. vegna málsins. Samþykkt var að leysa fyrir- tækið undan samningi um ferða- þjónustu fatlaðra en hefja viðræður við það um tímabundinn samning þar til útboð hefur farið fram. Eig- andi fyrirtækisins segist bjartsýnn á að hægt verði að komast hjá því að málið hafi áhrif á akstursþjón- ustuna. Bæjarstjóri segir þurfa að verða miklar breytingar á þeirri þjónustu sem hin sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu veita í sameiningu til þess að Kópavogsbær taki þátt í fyrirkomulaginu. »6 Ferðaþjónusta fatl- aðra í nýtt útboð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Stefnt er að nýju útboði.  „Á næstu árum mun fólki á eft- irlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkis- sjóðs vegna aldurstengdra sjúk- dóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin,“ segir Gunnar Bald- vinsson, sem ritað hefur bók um eftirlaunasparnað. Á næstu 10 ár- um munu 30 þúsund Íslendingar fara á eftirlaun og að mörgu er að hyggja fyrir þann hóp. »10-11 Ríkið mun ekki bæta miklu við  „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auð- lindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fjármálaráðherra, um þriðja orkupakkann í viðtali við Pál Magnússon, stjórnanda þáttarins Þingvalla á K100 og alþingismann Sjálfstæðisflokksins, í gær- morgun. Bjarni sagði það rangt að með þriðja orkupakkanum yrði gert skylt að leggja rafstreng til Íslands. Þriðji orkupakkinn myndi ekki breyta því að Alþingi setti áfram lögin sem giltu á Íslandi. »2 Alþingi setur áfram lög- in sem gilda á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.