Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 6

Morgunblaðið - 17.12.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Landið er lifandi,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúru- várvöktunar á Veðurstofu Ís- lands. „Mælitæknin sem við vökt- um landið með verður æ fullkomnari. Sérstaðan í vinnu okkar, miðað við hvað gerist í öðrum löndum, er að hér er á ein- um stað fylgst með öllum hugs- anlegum jarðskjálftum, eld- fjöllum, rennsli í ám og vötnum og snjóflóðahættu. Sérfræðingar í náttúruvá eru hér á vakt allan sólarhringinn og veðurfræðingar í næsta vinnurými. Úr því verður mikilvægt samtal sérfræðinga sem aftur kalla til staðkunnugt fólk, vísindamenn, fulltrúa al- mannavarna og aðra eftir atvik- um þegar vá steðjar að.“ Áminning úr Grímsvötnum Fjöllin hafa vakað í þúsund ár, söng Bubbi Morthens forðum í þéttum rokkslagara. En það er líka vakað yfir fjöllunum. Veður- stofu Íslands er með fimm eld- stöðvar í sérstöku eftirliti um þessar mundir; það er Bárðar- bunga, Grímsvötn, Öræfajökull, Katla og Hekla. Í Grímsvötnum mældist 23. nóvember skjálfti sem var 3,15 að styrk og eftir- skjálfti mældist 0,9. „Þessar hræringar settu okk- ur í stellingar, því skjálftar þarna sem ná umræddum styrk hafa ekki komið nema í aðdraganda eldgosa.Við kölluðum því vís- indamenn við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og fleiri til sam- ráðs og greindum stöðuna. Úr því ekkert meira gerðist sáum við ekki ástæðu til aðgerða, svo sem þess að hækka viðbúnaðarstig eða gefa út viðvaranir. Hins veg- ar var þetta ágæt áminning því við vitum að í Grímsvötnum, þar sem gaus síðast árið 2011, er grunnt niður í kvikuhólfið og gos getur því brotist út mjög fyrir- varalítið,“ segir Kristín og heldur áfram: „Við Heklu eru nú komin 30 mælitæki með þeim stillingum að aðeins fimm sekúndur líða frá frá útslagi eða skjálfta uns upplýs- ingarnar koma á skjá hér á Veðurstofunni. Þá hafa við- vörunarkerfi í gang við mismun- andi aðstæður, til að mynda ef margir litlir jarðskjálftar mælast á stuttum tíma á afmörkuðu svæði eða ef útslag sem minnir á eldgosaóróa kemur fram. Með þessu vonumst við því til að sjá óróleika í Heklu með lengri fyr- irvara en áður hefur verið hægt.“ Kvikuhólfið tútnar út Á Veðurstofunni er reglu- lega efnt til eldgosaæfinga þar sem viðbrögð við ýmsum að- stæðum eru æfð og yfirfarin. Síð- asta eldgosaæfing var í nóvember síðastliðnum og sviðsmyndin var þriðji dagur í eldgosi í Öræfajökli þar sem aska hafði dreifst til Kanada og Evrópu. Æfingin var daglöng og þar voru m.a. þjálfuð samskipti við almannavarnir, Isavia, flugumferðastjórn í Bret- landi, Kanada, Noregi og Írlandi og fleiri. „Öræfajökull er í gjörgæslu. GPS-mælingar og notkun gervi- tungla eru þar sérstaklega þýð- ingarmikil og sýna nokkurra sentimetra hækkun á Öræfajökli, enda kvikuhólfið að tútna út. Við höfum þó ekki á neinn sér- staklega miklu að byggja varð- andi Öræfajökul, þar sem aðeins hafa orðið tvö eldgos frá land- námi og það síðasta árið 1727-28. Sögulegar heimildir eru því tak- markaðar.“ Íslendingar eru fróðir um náttúruna Jarðskjálftamælar Veður- stofu Íslands eru um 80 talsins; flestir staðsettir við eldstöðvar og svo brotabeltin á Suðurlandi og Tjörnesi. Mælitæknin verður ann- ars stöðugt fjölbreyttari og full- komnari, rétt eins og fylgst er með stöðugt fleiri þáttum í nátt- úru landsins. GPS-togmælum og jarðskjálftamæli var fyrr á þessu ári komið upp á Svínafellssheiði í Öræfasveit til að vakta óstöðuga hlíð. En þar hefur orðið vart við sprungur í fjallhlíð sem aftur gætu komið af stað miklu berg- hlaupi líka og varð við Hítardal á Mýrum sl. sumar „Í starfi að almannavörnum eru upplýsingar og samskipti við fólk afar þýðingarmikið, til dæm- is íbúafundirnir sem eru gagn- legir fyrir alla,“ segir Kristín. “ Við fáum oft símtöl eða tölvu- pósta frá ef það tekur eftir óvenjulegum breytingum í nátt- úrunni, til að mynda ef skyndi- lega finnst lykt af jökulám eða lit- ur þeirra breytist. Íslendingar eru almennt fróðir um náttúruna, hafa skilning á óvissu og fari að skjálfa, gjósa, eða hvað sem kalla skal tekur fólk slíku af skilningi og æðruleysi.“ Mælitækjum á kvikum stöðum fjölgað og jarðvísindamenn á stöðugri vakt Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Eldstöðin er undir smásjá og sigdældin bendir til óróa og goshættu. Mynd frá síðasta ári. Áminning eldstöðva  Kristín Jónsdóttir fæddist 1973 í Reykjavík. Lauk námi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Ís- lands 1999 og doktorsnámi í jarðskjálftafræði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð árið 2009. Fór í framhaldinu í dokt- orsnám og bjó þá að mestu í Vínarborg.  Frá 2013 hefur Kristín starf- að sem stjórnandi á eftirlits- og spásviði Veðurstofu Íslands. Kristín er gift Pálma Erlends- syni, býr í Kópavogi og á þrjú börn og eina bónusdóttur. Hver er hún? Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að leysa Efstahól ehf. undan samn- ingi um ferðaþjónustu fatlaðra, að beiðni fyrirtækisins. Þá hefur einnig verið samþykkt að hefja viðræður við fyrirtækið um tímabundinn samning þar til nýtt útboð hefur farið fram, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs. Ástæða breyt- inganna eru rekstrarerfið- leikar Efstahóls, upplýsir Andrés Ey- berg Magnússon, eigandi fyrir- tækisins. Hann segir forsendubrest hafa orðið þar sem ýmsar forsendur tengdar vísitöluþróun í upphaflegu útboði voru rangar, þar á meðal mikil breyting á launavísitölu og breyt- ingar á olíuverði. Forsendubrestur „Ég hef farið fram á styttingu á samningnum frá 2016 því hann stenst ekki miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi, þannig að út- koman er að við endursemjum vænt- anlega í næsta mánuði og svo er boðið út aftur,“ segir Andrés og bendir á að vísitölur sem lágu að baki fyrra út- boði hafi ekki verið réttar. Andrés segir marga þætti að baki beiðni hans um að leysa fyrirtækið undan samningi við Kópavogsbæ og vísar meðal annars til þess að mikil breyting hafi orðið á akstursþjónust- unni í Kópavogi frá því að samning- urinn var gerður og að fjöldi ferða hafi farið úr 55 þúsundum á ári í um 70 þúsund. Þá hefur þurft að fjölga bílum úr átta í tólf og úr einum starfs- manni í þjónustuveri í þrjá frá því að samningurinn var gerður við Kópa- vogsbæ. Þá eru mun fleiri á launum heldur en gert var ráð fyrir á þeim hluta ársins sem hægist á akstri, eins og um jól og páska, útskýrir Andrés. „Munurinn er alveg 50 prósent,“ seg- ir hann. Ekkert þjónusturof Spurður um fjárhagsstöðu Efsta- hóls og möguleg áhrif á þjónustu við bæjarbúa svarar Andrés: „Félagið er ekki að fara í þrot, en það er í erf- iðleikum. Þeir sem nýta þjónustuna þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verði þjónusturof, það verður ekki.“ Fyrirtækið og Kópavogsbær munu funda í dag um framhaldið, að hans sögn. Hann segist bjartsýnn og telur að vel muni takast að leysa málið og að fyrirtækið taki þátt í nýju útboði bæjarins. „Við erum ekki að fara neitt.“ Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að í ljósi þess að Efstihóll sé að kljást við rekstrarerf- iðleika sé hætta á að rof geti orðið á þjónustunni ef ekkert sé að gert. Þess vegna hafi verið gripið til þess að leysa fyrirtækið undan samningnum um akstursþjónustu fatlaðra. Segir hann markmið bæjaryfirvalda fyrst og fremst að tryggja að ekki verði þjónusturöskun þar til nýtt útboð hefur farið fram. Samstarf við SSH Á sama fundi bæjarráðs Kópavogs og mál Efstahóls var tekið til umfjöll- unar var einnig kynnt tillaga Sam- bands sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu um samstarf um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Ármann segir málin ekki tengd, en að það hafi þótt við hæfi að fara yf- ir það mál í ljósi þeirrar stöðu sem málaflokkurinn sé í. „Við höfum gert þjónustumælingar hjá okkur og það er greinilegt að okk- ar þjónustuþegar eru mjög ánægðir með það sem bærinn veitir, auk þess sem þjónustan hefur komið mjög hagkvæmt út. Þannig að það þurfa að verða umtalsverðar breytingar á sameiginlegri ferðaþjónustu allra hinna sveitarfélaganna til þess að við tökum ákvörðun um að fara inn í það samstarf,“ segir bæjarstjórinn. Leystir undan samningi um akstur fatlaðra  Rekstrarerfiðleikar vegna forsendu- brests í samningi við Kópavogsbæ Ármann Kr. Ólafsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsendubrestur Verktaki var leystur undan þjónustusamningi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jarðvísindi Íslendingar eru fróðir um náttúruna, segir Kristín en Veður- stofu berast oft ábendingar frá almenningi um breytingar í náttúrunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.