Morgunblaðið - 17.12.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Franskir gulvestungar fóru útá götur nú á laugardag,
þann fimmta í röð. Þeir voru
töluvert færri en áður, en all-
fjölmennir þó og stjórnvöld höfðu
uppi mikinn
viðbúnað.
Macronforseti
hefur þó gert
eins og aðrir
forsetar í
seinni tíð, gefið eftir gagnvart
mótmælendum. Fyrst gaf hann
eftir nýja bensínskattinn, sem var
kveikjan að mótmælunum, en svo
hélt hann áfram og lét undan
ýmsu öðru. Óvíst er hvort það
dugar, en það virðist þó hafa
slegið á. Þó kann að vera að
fækkunin í mótmælendahópnum
stafi einnig af þreytu og því að
jólin nálgast.
Svo getur verið að forsprakkarmótmælanna séu farnir að
ganga fram af fólki. Í Frankfurt-
er Allgemeine Zeitung er fjallað
um mótmælin og sagt að þau hafi
tapað sakleysi sínu. Vísað er til
þess að þegar öfga- og ofbeldis-
maðurinn myrti fólk og særði á
jólamarkaðnum í Strassborg hafi
forsprakkar gulvestunga haldið
því fram að það hlyti að hafa ver-
ið að undirlagi Frakklandsforseta
til að dreifa athyglinni frá mót-
mælunum. Einn forsprakki gulra
hafi meira að segja efast um
hryðjuverkin og gefið í skyn að
hryðjuverkamaður hefði látið til
skarar skríða á fjölmennu
Champs-Elysées breiðstrætinu en
ekki í fámenni fjarri höfuðborg-
inni.
Málstaður gulvestunga varskiljanlegur í upphafi, en
þeir hafa reynst lakari fyrirmynd
eftir því sem tíminn líður þó að
einhverja hér á landi langi að
líkja eftir hinum áköfustu í París.
Gulvestungar
glata sakleysinu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Vínylplötumarkaður var haldinn um
helgina á Ingólfsstræti 5, þar sem
verslun Víðis var síðast til húsa, til
fjáröflunar fyrir Maístjörnuna,
styrktarsjóð Sósíalistaflokksins. Er
sjóðnum ætlað að styrkja þá sem
minna mega sín í þjóðfélaginu.
Markaðurinn var vel sóttur en
plöturnar komu úr safni Ólafs Sig-
urðssonar, annars af skiltakörl-
unum, en Óli er einn af allra stór-
tækustu plötusöfnurum landsins, á
um og yfir 50 þúsund plötur.
Í boði voru alls konar plötur; ís-
lenskar sem erlendar; jólalög, gam-
alt rokk og nýtt, barnaplötur, klass-
ísk tónlist, soul, blús, diskó, djass og
hvaðeina. Innan um voru fágætar
gersemar. Auk vínylplatna voru
einnig til sölu geisladiskar, plötuspil-
arar, magnarar og hátalarar; allt úr
safni Óla.
Vínylplötumarkað-
urinn vel sóttur
Morgunblaðið/Hari
Vínylplötur Dr. Gunni var einn þeirra sem litu inn og skoðuðu safnið.
Korn var ræktað á 2.473 hekturum
lands í ár. Er það örlitlu minna en
á árinu 2017. Hins vegar tvöfald-
aðist ræktun á repju og öðrum ol-
íujurtum en er þó enn á innan við
100 hekturum.
Búnaðarstofa Matvælastofnunar
hefur greitt út jarðræktarstyrki
og landgreiðslur fyrir árið 2018.
Eins og sést á meðfylgjandi
grafi er mest greitt út á grænfóð-
urrækt og endurræktun túna.
Grasrækt þar sem tún eru end-
urræktuð hefur dregist talsvert
saman frá fyrra ári.
Einnig er töluvert land tekið
undir korn. Það minnkar örlítið á
milli ára en talsverður samdráttur
hefur þó orðið í kornrækt á síð-
ustu árum. Ástæðan er sú að akr-
arnir gefa litla uppskeru sum árin.
Rúmlega helmingur kornakranna
er á Suðurlandi, 1317 ha, og tæp
15% í Eyjafirði, 262 ha. Nokkur
ræktun er einnig á Vesturlandi, í
Skagafirði og Húnavatnssýslum en
minni annar staðar.
Ræktun á olíujurtum er í sókn
en er enn afar lítil. Þá eru greiddir
jarðræktarstyrkir út á garðrækt,
svo sem ræktun á kartöflum og
grænmeti í útigörðum.
Jarðræktarstyrkirnir nema um
38 þúsund krónum á hvern hekt-
ara.
Greitt út á stærð túna
Styrkirnir eru greiddir sam-
kvæmt ákvæðum í búvörusamning-
um bænda og ríkisins. Á árinu
2018 nema jarðræktarstyrkirnir
380 milljónum króna. Þá fá bænd-
ur hluta stuðnings síns samkvæmt
búvörulögum út á stærð túna, svo-
kallaðar landgreiðslur, í stað
greiðslna út á framleiddar afurðir.
Þær nema 255 milljónum króna í
ár. helgi@mbl.is
Jarðræktarstyrkir
2017 og 2018 Hektarar
2017 2018
Garðrækt 504 563
Gras, endurræktun 3.666 3.143
Grænfóður 3.990 3.962
Korn 2.602 2.473
Olíujurtir 49 97
Samtals 10.811 10.238
Heimild: Búnaðarstofa Mast
Helmingur korns
á Suðurlandi
Olíuræktun enn undir 100 hekturum