Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sláandi hefurverið aðhorfa upp á
hversu valkvætt
siðferðismat Rík-
isútvarpsins hefur reynst þegar
hneykslismál koma upp. Og
hvernig það ræður úrslitum
hvar pólitíski merkimiðinn ligg-
ur.
Ríkisútvarpið lítur á sig í
reynd sem dótturfélag Samfylk-
ingar og Vinstri grænna (eða öf-
ugt) og hefur lengi gert svo frá-
leitt sem það er. Framganga
þessarar „öryggisstofnunar
þjóðarinnar“ þegar reynt var að
bylta landinu með valdi í kjölfar
bankafallsins hefur aldrei verið
rannsökuð þótt sjálfsagt væri.
Allt var það langt handan við öll
siðferðismörk svo ekki sé talað
um það sem handfastara er, þau
lög sem um þessa stofnun gilda
og eru talin réttlæta tilveru
hennar og þá mörgu milljarða
sem eru snýtt úr nösum almenn-
ings til að halda bákninu uppi.
Markmiðið var þá að koma
Samfylkingu og Vinstri grænn-
um til valda og stuðla að ofsókn-
um gagnvart þeim sem þóttu
standa í vegi þess. Eftir að slík
stjórn var mynduð breyttist
þessi öryggisstofnun í feimn-
islausa áróðursdeild fyrir þá rík-
isstjórn. Frægast var það í bar-
áttunni um Icesave þar sem
Ríkisútvarpið dældi einhæfum
hræðsluáróðri yfir þjóðina um
þá bölvun sem myndi hljótast af
léti þjóðin ekki plata sig og pína
til að samþykkja Icesave-
hneykslið. Þessi samstæða,
„RÚV“, SF og VG var þó ræki-
lega rasskellt í
þjóðaratkvæði fyrir
svívirðilega fram-
komu sína.
„RÚV“ hefur
aldrei tekið á þessari misnotkun
og ekki hefur vottað fyrir því að
„stofnunin“ kunni að skammast
sín vegna hennar. Í seinustu
lotu hneykslismála kemst Ríkis-
útvarpið að sömu niðurstöðu og
síamstvíburinn, Samfylkingin:
Vemmilegt og viðurstyggilegt
fjas ölvaðra er verra mál en fjas-
ið í verki! Ríkisútvarpinu þykir
ekkert að því að „dótturfélag
þess“ SF hafi stofnað sérstaka
þöggunardeild til að koma í veg
fyrir að kynferðisbrotamál
flokksmanna sem „kærð eru
þangað“ komist upp. Þau skuli
flokkuð sem ríkisleyndarmál.
Páll Vilhjálmsson lýsir þessu
réttilega svo: „Fáheyrt þætti að
siðanefnd Blaðamannafélags Ís-
lands tæki mál fyrir, afgreiddi
fyrir luktum dyrum og birti ekki
niðurstöðuna. En þetta gerir
Samfylkingin.
Ef Samfylkingin væri spila-
klúbbur væri hægt að réttlæta
að brot á siðareglum sé innan-
félagsmál. En Samfylkingin er
stjórnmálaflokkur og sem slíkur
á opinberu framfæri. Þeir sem
starfa í flokknum freista þess að
fá opinber völd til að móta sam-
félagið. Þess vegna getur það
ekki verið innanflokksmál þegar
flokksmenn brjóta af sér.
Trúnaðarnefnd Samfylkingar
hlýtur að leggja spilin á borðið
og upplýsa um þau fjögur mál
sem nefndin hefur fjallað um og
hvaða úrskurðir féllu.“
Valkvætt siðferð-
ismat blasir við}Bregst jafnan
Herforingja-stjórnin í Taí-
landi tilkynnti fyrr
í þessari viku að
hún myndi aflétta
banni sínu við
kosningabaráttu í aðdraganda
þingkosninga, sem fara eiga
fram í febrúar á næsta ári. Þótti
yfirlýsingin til marks um það að
herinn hygðist mögulega opna á
það að láta af völdum, en hann
hrifsaði þau til sín í maí 2014 í
kjölfar mikillar pólitískrar
ólgu.
Einkenndist hún ekki síst af
aukinni misklíð á milli fylkinga,
þar sem annars vegar voru fá-
tækari kjósendur í norðaust-
urhéruðum landsins og hins
vegar íhaldssamari og betur
stæðir kjósendur í Bangkok og
nágrenni. Hafði þá komið til
ítrekaðra mótmæla og jafnvel
átaka á milli stuðningsmanna
þessara afla á götum úti.
Thaksin Shinawatra, fyrrver-
andi forsætisráðherra Taílands
og einn helsti andstæðingur
herforingjastjórnarinnar, hefur
fagnað því að banninu við kosn-
ingabaráttu hafi
verið aflétt, og
sagðist hann þar
vona að það myndi
að lokum leiða til
þess að Taíland
yrði aftur frjálst. Það kann þó
að vera ótímabær óskhyggja af
hans hálfu.
Þó að það sé vissulega já-
kvætt skref, að stjórnmála-
flokkar landsins fái að kynna
kjósendum stefnumál sín fyrir
komandi kosningar, er ekki lík-
legt að það muni breyta miklu í
náinni framtíð. Þannig hefur
herinn búið svo um hnútana að
efri deild þingsins verður skip-
uð en ekki kjörin, og talið er lík-
legt að Prayut Chan-O-Cha, nú-
verandi yfirmaður herforingja-
stjórnarinnar, verði skipaður
forsætisráðherra í kjölfar kosn-
inganna.
Það er því fullsnemmt að
segja að lýðræðið sé að halda
innreið sína í Taíland á ný, þó
að herinn losi tökin örlítið.
Mögulega verður þetta litla
skref í lýðræðisátt þó til þess að
fleiri slík verði stigin.
Herforingjastjórnin
í Taílandi leyfir
kosningabaráttu }
Skref í lýðræðisátt
E
nn jólin og alltaf jafn kær segir í
fallegum jólatexta við eitt af
mínum uppáhaldsjólalögum. Ég
heyrði fyrir nokkrum dögum í
ungri konu sem hefur af hlýju
og alúð lagt sig fram um að hjálpa okkar
minnstu bræðrum og systrum. Hún er ein af
mörgum kærleiksríkum manneskjum sem
telja ekki eftir sér að berjast gegn fátækt og
fyrir því réttlæti sem við svo mörg erum að
kalla eftir. Ég var á leið upp í þingsal, dagskrá
þingfundarins hófst á þeim dagskrárlið sem
við nefnum störf þingsins. Ég vissi hvað ég
vildi tala um, þ.e. þau augljósu svik sem ríkis-
stjórnin hefur framið á öryrkjum og öllum
þeim sem bágast standa í samfélaginu. Ég var
og er að reyna að kyngja gallbragðinu sem nýja fjárlaga-
frumvarpið orsakaði. Engin kjarabót fyrir öryrkja, engin
kjarabót fyrir aldraða. Nei, einungis lögbundin leiðrétt-
ing á greiðslum úr almannatryggingum. Forgangsröðun
fjármuna sú m.a að lækka frekar bankaskattinn um 63%
sem kostar ríkissjóð sjö milljarða króna og veiðigjöldin
um 4,3 milljarða króna sem nýtist að mestu leyti stór-
útgerð og sægreifum sem sannarlega eru ekki blankir
fyrir. Hér er samtals verið að tala um 11,3 milljarða
króna. Hugsið ykkur bara hvað hefði verið hægt að ráð-
stafa þessu fé okkar á sanngjarnari hátt.
Hringingin
Klukkuna vantaði 20 mínútur í þingfund þegar síminn
minn hringdi. Það var góður vinur sem iðu-
lega hefur spilað tónlist fyrir Hjálpræðisher-
inn. Hann bað mig að eiga orð við unga konu
sem væri mikið niðri fyrir eftir fyrri jóla-
úthlutun Hersins í ár sem fram fór daginn áð-
ur. Ég og þessi huldukona, sem ég hef aldrei
hitt, heilsuðumst og síðan tók hún til máls.
Sagði mér hvað hlutirnir hefðu versnað frá
því í fyrra, hvað hrikalega margir ættu bágt
fyrir þessi jól. Fólk sem hefur 10-15 þúsund
krónur á viku til að lifa af. Þetta er fólkið sem
kvíðir jólunum. Okkar minnstu bræður og
systur sem stjórnvöldum virðist sama um.
Það hreinlega þyrmdi yfir mig. Af hverju er
þetta svona í öllu þessu yfirlýsta góðæri? Er
það kannski bara eintóm lygi eða er það
eyrnamerkt græðgi og hagsmunagæslu fárra útvalinna?
Svarið er já og aftur já. Lækka skatta og álögur á þá ríku
en halda áfram að kúga þá sem minnst hafa.
Gleðileg jól
Okkur dreymir öll um gleðileg jól í faðmi fjölskyldu og
vina. Þess vegna bið ég ykkur sem eruð aflögufær að
styrkja það ómetanlega hjálparstarf sem unnið er í þágu
þeirra sem eiga bágast í samfélaginu. Eitt er víst: sælla
er að gefa en þiggja og við getum með gjafmildi og kær-
leika dimmu margra í dagsljós breytt.
Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð.
Inga Sæland
Pistill
Margir eiga bágt um jólin
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðm. Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Íslendingar lesa enn bækur,þrátt fyrir harðnandi sam-keppni frá tölvum, sjónvarpiog annarri afþreyingu. Ný
könnun, sem gerð var fyrir Miðstöð
íslenskra bókmennta, sýnir að 72%
landsmanna, 18 ára og eldri, lásu eða
hlustuðu á bók að hluta eða í heild
síðustu 30 daga. 27,9% sögðust hins
vegar ekki hafa lesið neina bók síð-
asta mánuðinn.
Af þeim, sem lásu bækur sögð-
ust 86% hafa lesið hefðbundnar
bækur á síðustu 12 mánuðum, 31%
hafði lesið rafbækur og 35% hlustað
á hljóðbækur. Karlar sögðust lesa að
meðaltali 2 bækur á mánuði en kon-
ur 3,5 bækur. 14% sögðust lesa bæk-
ur daglega og rúmlega 20% sögðust
lesa bækur einu sinni til sex sinnum í
viku að jafnaði. Eðli málsins sam-
kvæmt voru námsmenn einna fjöl-
mennastir í hópi þeirra sem lásu
mest
Mikilvægur stuðningur
„Þetta eru ánægjulegar niður-
stöður,“ sagði Gréta María Bergs-
dóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð ís-
lenskra bókmennta. „Það er
greinilegt að lestur er ennþá stór
hluti af lífi flestra landsmanna, þó
vissulega sé áhyggjuefni að fjórð-
ungur lesi ekki bækur.“
Fram kemur í könnuninni, að
fjórðungur þeirra, sem lesa bækur,
les þær eingöngu á íslensku. Um
þriðjungur sagðist lesa oftar á ís-
lensku en öðru tungumáli og 20%
lesa oftar á öðru tungumáli en ís-
lensku. Um 2,4% sögðust eingöngu
lesa á öðru tungumáli.
Gréta María sagði að svo virtist
að niðurstöðurnar sýndu jákvætt
viðhorf í garð bókmenntanna og að
stór hluti aðspurðra, eða um 79%,
væri hlynntur því að íslenskar bók-
menntir hefðu aðgang að opinberum
stuðningi. Er það hærra hlutfall en í
sambærilegri könnun frá síðasta ári.
Þess má geta að Alþingi af-
greiddi fyrir helgina lög um að veita
bókaútgefendum tímabundinn
stuðning í formi endurgreiðslu á
hluta kostnaðar sem fellur til við út-
gáfu bóka á íslensku. Yfirlýst mark-
mið þessara laga er að efla útgáfu
bóka á íslensku. Vísað var meðal
annars til þess að verulegur og við-
varandi samdráttur hefði átt sér
stað hjá bókaútgefendum síðustu
níu ár og ástæður samdráttarins
mætti einna helst rekja til breyttrar
samfélagsgerðar, örrar tækniþróun-
ar og annarra þjóðfélagsbreytinga.
Tilkoma ýmiss konar afþreying-
arefnis, aukið framboð lesefnis og
myndefnis á netinu gegn lágu eða
engu endurgjaldi, snjalltækja og
annarra miðla, hefði leitt til þess að
lestur bóka á íslenskri tungu hefur
farið minnkandi og velta bókaútgef-
enda að sama skapi dregist saman.
Ágæt jólabókasala
Nú stendur jólabókavertíðin
sem hæst. Bryndís Loftsdóttir,
starfsmaður Félags íslenskra bóka-
útgefenda, sagði að jólabókasalan til
þessa hefði verið ágæt og dreifst
nokkuð vel á milli bóka þótt nýjasta
bókin eftir Arnald Indriðason seld-
ist áberandi best. Hins vegar
væri of snemmt að segja til
um niðurstöðuna, m.a. vegna
þess að í ár er Þorláksmessa
á sunnudegi.
Gréta María Bergs-
dóttir segir að til standi að
gera kannanir um bók-
lestur Íslendinga
reglulega héðan í frá
til að kortleggja þró-
unina betur.
Mikill meirihluti les
bækur reglulega
Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar, sem Zenter
gerði fyrir Miðstöð íslenskra
bókmennta, fá um 56% svar-
enda hugmyndir að lesefni frá
vinum og ættingjum, um 40%
í umfjöllun í fjölmiðlum, 30%
í umfjöllun á samfélags-
miðlum, um 26% í bókabúð-
um, um 25% í auglýsingum
og um 20% á bókasöfnum.
Nærri helmingur svarenda
taldi mjög mikilvægt að þýða
nýjar erlendar bækur yfir á ís-
lensku og nærri 30% taldi
það frekar mikilvægt.
Þá vekur athygli, að
helmingur svarenda
sagðist aldrei hafa nýtt
sér þjónustu bókasafna
á síðustu 12 mán-
uðum. Eftirlaunaþegar
og námsmenn eru lík-
legastir til að nýta
sér þessa þjón-
ustu.
Ábendingar
áhrifaríkastar
HUGMYNDIR AÐ LESEFNI
Gréta María Bergsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jólabækur Sala bóka fyrir jólin hefur gengið vel að sögn bókaútgefenda.