Morgunblaðið - 17.12.2018, Page 19
Kristrún var mikil mála-
manneskja og kenndi frönsku,
ensku og dönsku. Fyrst kenndi
hún við Miðbæjarskólann í
Reykjavík frá 1960-66, þá
Lindargötuskóla frá 1967-72.
Hún kenndi við Menntaskólann
á Akureyri 1972-1979 á meðan
þau Halldór bjuggu fyrir norð-
an. Eftir það var hún stunda-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík frá 1969-71 og 1983
og Menntaskólann við Hamra-
hlíð frá 1980-83. Hún kenndi
við Námsflokka Reykjavíkur
1984. Lengst kenndi hún við
Verzlunarskóla Íslands eða frá
1985 þar til hún hætti kennslu
árið 2000.
Kristrún var leiðsögumaður
mörg sumur á Íslandi og í
hópaferðum erlendis. Hún var
annar umsjónarmanna Laga
unga fólksins á RÚV frá 1959-
1962. Hún þýddi leikritin Alfa
Beta eftir Whitehead sem
fyrst var sýnt hjá Leikfélagi
Akureyrar árið 1978, Skrítinn
fugl ég sjálfur eftir Ayck-
bourn sem sett var upp ári síð-
ar hjá LA og loks Síðasta
tangó í Salford sem flutt var á
RÚV árið 1982.
Útför Kristrúnar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag, 17.
desember 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
✝ Kristrún Ey-mundsdóttir
fæddist á Báru-
götu 5 í Reykjavík
4. janúar 1936.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 8. des-
ember 2018.
Kristrún var
dóttir hjónanna
Eymundar Magn-
ússonar skipstjóra
frá Hafnarhólma í Steingríms-
firði og Þóru Árnadóttur hús-
móður sem fæddist á Ytri-
Rauðamel í Eyjahreppi í
Hnappadalssýslu. Þau eign-
uðust fimm börn. Þau eru auk
Kristrúnar: a) Magnús, f. 23.
apríl 1932, d. 15. júlí 2002; b)
Þórir, f. 19. apríl 1934, d. 20.
júní 1934; c) Árni Þór, f. 17.
júlí 1938, kvæntur Liesbeth
Eymundsson; d) Katrín, f. 23.
apríl 1942, gift Gísla G. Auð-
unssyni.
Eiginmaður Kristrúnar er
Halldór Blöndal, fyrrverandi
alþingismaður, ráðherra og
forseti Alþingis, f.
24. ágúst 1938.
Sonur þeirra er
Pétur, f. 6. desem-
ber 1971, kvæntur
Önnu Sigríði Arn-
ardóttur, f. 8. júní
1975. Dætur Hall-
dórs af fyrra
hjónabandi eru
Ragnhildur, f. 22.
september 1960,
og Kristjana
Stella, f. 28. desember 1965.
Fyrri eiginmaður Kristrúnar
var Matthías Kjeld læknir.
Synir þeirra eru Eymundur, f.
1. febrúar 1961, og Þórir
Bjarki, f. 20. nóvember 1965.
Kristrún varð stúdent frá
Verzlunarskóla Íslands árið
1956. Eftir stúdentspróf stund-
aði hún háskólanám í frönsku
í París. Hún lauk BA-prófi í
frönsku og ensku frá Háskóla
Íslands árið 1967 og prófi í
uppeldis- og kennslufræði frá
HÍ árið 1971. Hún vann við
franska sendiráðið meðfram
háskólanámi.
Yndisleg tengdamóðir mín,
Kristrún Eymundsdóttir, er fall-
in frá. Ég kynntist Kristrúnu
fyrir rúmum tveimur áratugum
og mér varð strax ljóst að þarna
fór kona sem ég myndi læra mik-
ið af. Hún var skarpgreind,
ákveðin, lífsglöð og kunni þá ein-
stöku list að sameina fólk með
sögum. Ég man þegar ég sá
Kristrúnu fyrst segja sögu á
mannamóti, hvernig hún byggði
upp spennu með dramatískum
þögnum og húmor, fléttaði sam-
an ólíku fólki á snilldarlegan
hátt, hvernig margar sögur urðu
ein og hvernig hún notaði hend-
urnar þegar hún talaði. Hend-
urnar teiknuðu upp myndina,
stýrðu athygli hlustandans og
mér fannst þessi kona stærri en
nokkur sagnameistari sem ég
hafði nokkurn tímann áður kom-
ist í kynni við. Svona kona ætlaði
ég að verða.
Kristrún var heimsborgari. Á
unga aldri byrjaði hún að ferðast
út fyrir landsteinana með pabba
sínum á skipum Eimskipafélags-
ins, síðan fór hún í tískuskóla í
París, gerðist leiðsögumaður og
fram eftir ævinni ferðuðust þau
hjónin saman á framandi slóðir,
oft í opinberum erindagjörðum.
Hún var fordómalaus, forvitin,
spurði spurninga og var alltaf að
læra. Síðan sýndi hún okkur
heiminn með hlutunum sem hún
kom með til baka og með frá-
sögnum sínum af fólkinu sem
hafði orðið á vegi hennar.
Tengdaforeldrar mínir voru
samrýnd hjón og þau áttu gott líf
saman. Mér varð snemma ljóst
að þeim leið best þegar enginn
var að trufla og tími gafst til að
grúska í bókum, hlusta á tónlist
og spjalla. Þau sátu oft klukku-
stundunum saman og spiluðu á
spil, gerðu grín hvort að öðru og
hlógu saman. Oft sat Kristrún
við píanóið og spilaði. Hún var
einstaklega músíkölsk og gat
alltaf lyft samkvæminu með því
að fá fólk með sér í söng.
Tengdamóðir mín var nefnilega
gædd svo mörgum aðdáunar-
verðum mannkostum.
Kristrún elskaði fólkið sitt og
lét okkur öll finna það fram á
hinsta dag. Hlýju hendurnar
teygðu sig í okkar hendur, hún
hélt brosandi utan um andlit
okkar og var ekki spör á að segja
„ástin mín“ og „ég elska þig“.
Hún var dásamleg amma
barnanna minna og hjá henni
fengu þau að vera sólargeislar
hvernig sem viðraði.
Í dag kveð ég stórkostlega
konu og tengdamóður. Blessuð
sé minning hennar.
Anna Sigríður
Arnardóttir.
Amma er ein af mínum
stærstu fyrirmyndum.
Þegar ég minnist ömmu þá
hugsa ég um síbrosandi konu
sem lýsti upp umhverfið hvert
sem hún fór. Ég er stolt af því að
vera skírð í höfuðið á svona góð-
hjartaðri og frábærri konu.
Amma bar með sér svo marga
góða eiginleika. Þegar ég var
yngri hélt ég að hún þekkti alla
því hvert sem hún fór var hún sí-
fellt að hrósa fólki og heilsa.
Seinna gerði ég mér grein fyrir
því að amma sagði bara það sem
henni fannst og oft þekkti hún
ekkert fólkið sem hún var að
hrósa. Ég hef ekki kynnst ann-
arri eins manneskju sem er alltaf
svona góð, ekki bara við vini og
fjölskyldu, heldur líka bara fólk
úti á götu og alltaf fékk hún
mann til að brosa.
Ég er ótrúlega heppin að hafa
fengið að kynnast þér, elsku
amma. Þú kenndir mér svo
margt og ég er svo þakklát fyrir
allar stundirnar okkar saman.
Ólöf Kristrún Pétursdóttir.
Með höfuð mitt á barmi þínum
og hendur þínar vafðar, að mér
fannst, nokkra hringi utan um
mig, þannig vögguðum við okk-
ur, kysstumst og dæstum í dá-
góða stund áður en við gengum
inn á Skólabrautinni. „Amma,
má ég fá brjóstsyk?“ Þú lyftir
mér upp á eldhúsborðið. „Brjóst-
sykur, Renata, það er ekki til
neitt sem heitir syk,“ svaraðir þú
og teygðir þig í kandísið í eld-
húsglugganum.
Afi kemur heim, við horfum
hvor á aðra, brosum, vitum ná-
kvæmlega hvað við eigum að
gera. „Afi feiti, afi feiti, afi
feiiiiti.“ Afi brosir líka. „Ég er
ekkert feitur!“ og við springum
öll úr hlátri. Ég sú eina sem átta
mig ekki á því sanna, að afi var
ekkert feitur. Ég man ekki
hvernig þessi furðulega hefð
kom til, en hún var okkar og í
miklu uppáhaldi hjá lítilli leik-
skólastelpu.
„Má ég hlusta?“ Þú settir Pét-
ur og úlfinn á plötuspilarann í
herberginu hans Eymundar, ég
sat og hlustaði og fiktaði í öllum
verðlaunapeningunum hans. Þú
áttir svo mikið í tónlistarlegu
uppeldi mínu. Að hlustun lokinni
gekk ég fram, þú stóðst við elda-
vélina að steikja pönnsur.
„Voilà,“ þú snerir kökunni og
lagaðir hana til með löngutöng.
„Amma, geturðu hjálpað mér
með frönskuna?“ Þú leist á verk-
efnið, varst ekki hrifin. Leið-
beindir mér og settist svo við pí-
anóið á Hverfisgötunni. Það var
dásamlegt að horfa á þig leika,
þú spilaðir ekki á píanóið, þú
dansaðir við það. Bráðlega færi
ég til Frakklands til að læra að
tala frönsku eins og þú, þá ætt-
um við okkar tungumál sem eng-
inn annar í kringum okkur skildi.
„Amma kenndi ekki bara eitt
tungumál í menntaskóla, nei,
hún kenndi ensku, frönsku,
þýsku og dönsku!“ fullyrti ég
stolt við nýju menntaskólavin-
konurnar í MR eftir að ég kom
heim frá Frakklandi. Hún myndi
alveg örugglega koma mér í
gegnum stúdentsprófið í dönsku.
„Þetta er ekki danska,“ sagðirðu
og réttir mér stílinn þar sem ég
sat við eldhúsborðið í Efstaleit-
inu. Þér fannst ekki mikið til
þess koma að danskan vék fyrir
frönskunni eftir dvöl mína úti í
Frakklandi. Ég virtist ekki getað
raðað í mig tungumálunum eins
og þú. Við áttum ærið verkefni
fyrir höndum, en við gerðum það
saman, ég varð stúdent í dönsku.
Það er svo sárt að sjá á eftir
þér, elsku amma, besta vinkona
mín. En á sama tíma svo gott
fyrir okkur öll að endurheimta
gömlu, alvöru þig. Minningarnar
hvolfast yfir mig eins og bri-
möldur og þú ert aftur orðin þú.
Þú sem varst svo klár, svo falleg
og svo sjálfsörugg. Ég var svo
heppin að eiga þig, ömmuna sem
stóð með stelpunni sinni sama
hvað. „G í skrift?! Kennarinn
þinn er eitthvað ruglaður, þú
sem skrifar svo vel!“ sagðirðu
svo ákveðin að ég trúði þér, og
leið betur. Þú mættir á alla tón-
leika og allar danssýningar.
Bauðst mér á Verslósöngleiki og
kynntir mig fyrir Sinfóníunni.
Lékst þér við börnin mín þó að
reglurnar í ólsen-ólsen væru
eitthvað farnar að ryðga þarna
undir lokin. Við hlógum nú bara
að því, ég, þú, afi og Ragnhildur
litla.
Það er svo gott, að núna líður
þér betur.
Renata Sigurbergsdóttir
Blöndal.
„Þú ert uppáhaldsfrænka
mín,“ hvíslaði hún á meðan hún
drekkti mér í faðmlögum. „Ekki
segja hinum,“ bætti hún svo við.
Auðvitað sagði ég hinum ekki
frá, ég vildi ekki særa neinn. Ég
var uppáhaldið hennar Rúnu
frænku og hvort sem það var
satt eða ekki, þá trúði ég að í
hennar augum væri ég best. Ég
efaðist aldrei.
Kristrún Eymundsdóttir,
móðursystir mín, kvaddi þetta líf
laugardaginn 8. desember. Hún
valdi daginn og tímann vel. Það
var kannski ekki skipulagt hjá
henni, en hver veit?
Rúna er ein af fyrirmyndum
mínum. Hún var glæsileg kona,
gáfuð, með geislandi bros og
þegar hún hló, þá fyllti hún sal-
inn gleði og lífi. Sem betur fer
sparaði hún ekki hláturinn. Hún
var líka ákveðin og var ekkert
feimin við að leiðbeina og segja
skoðun sína, hvort sem eftir því
var óskað eða ekki. Henni fórst
það almennt vel úr hendi. Hún
passaði upp á hefðir stórfjöl-
skyldunnar og eftir að amma gat
ekki staðið vaktina lengur var
það Rúna sem sá um að ná öllum
saman í kringum jólatréð á að-
fangadagskvöld þar sem við
sungum við undirleik hennar. Í
mörg ár buðu þau Halldór fjöl-
skyldunni heim í laufa-
brauðsgerð, sem endaði með
hangikjötsveislu. Boðið var upp
á Hólsfjallahangikjöt og aðrar
ljúfar góðgerðir. Þar voru málin
rædd, ekki alltaf á lágum nótum,
vísur flugu og mikið var hlegið.
Rúna frænka hafði þann hæfi-
leika að draga fram það góða í
fólki. Hún var lagin við okkur
frændsystkinin ekki síður en
nemendur sína. Hún sagði mér
eitt sinn að hún hefði verið feng-
in til að kenna „tossabekk“ eins
og það var víst kallað. Það var
löngu fyrir alla nútímatækni og
dægradvöl. Þetta voru víst ekki
áhugasömustu nemendurnir, en
hvað gerði Rúna? Hún las spenn-
andi bækur fyrir þá og hætti í
miðjum kafla. Sumir gátu ekki
beðið eftir næsta tíma og rembd-
ust við að lesa heima til að vita
hvað gerðist næst.
Þegar ég fór að læra söng
höfðum við Rúna þann sið að
hittast heima hjá henni í kaffi
þar sem við tókum jafnframt lag-
ið. Við ákváðum hvaða lög við
skyldum æfa, en Jónasarlögin
hans Atla Heimis voru í uppá-
haldi hjá okkur. Rúna spilaði
undir á píanóið og ég söng. Hún
var mikill listunnandi, hvort sem
það var á tónlist, bókmenntaverk
eða myndlist. Hún hafði einnig
mikinn áhuga á mönnum og mál-
efnum, var heimsvön, tungu-
málakona, kennari, leiðsögumað-
ur og deildi þekkingu sinni af
áhuga með samferðafólki sínu.
Árin eru nokkuð mörg frá því
að Rúna veiktist af alzheim-
ersjúkdómnum. Alltaf hélt hún
sínum fallega persónuleika, var
glettin, skemmtileg og fljót í til-
svörum. Hlátur hennar hélt
áfram að óma og þótt minnið
væri ekki upp á marga fiska er
ekki langt síðan hún tók lagið á
píanóið í fermingarveislu hjá
sonarsyninum Erni Óskari. Hall-
dór var Rúnu stoð og stytta í
veikindum hennar og ekki fór
fram hjá neinum sem á horfði
hversu kært samband þeirra var.
Umhyggja Halldórs fyrir Rúnu
og mannvirðing hans er aðdáun-
arverð.
Halldóri, börnum og fjölskyld-
um þeirra Rúnu votta ég mína
dýpstu samúð.
Guðlaug Gísladóttir.
Kristrún frænka mín var ein-
stök manneskja, glaðsinna, ráða-
góð, uppörvandi, djúphugul og
áhugasöm um allt sem maður
tók sér fyrir hendur. Ég spurði
hana ráða, þaulreyndan frönsku-
kennarann, þegar ég hafði fengið
inni í framhaldsnámi í Belgíu, en
verið svo áfjáður í að komast inn
í skólann að ég hafði farið nokk-
uð langt frá sannleikanum í lýs-
ingu á frönskuþekkingu minni í
umsókninni. Ég kunni sem sagt
enga frönsku. Hún taldi í mig
kjark og benti á einfaldar leiðir
til að flýta fyrir frönskunámi og
sannfærði mig um að ég ætti
hefja námið. Það væru margar
leiðir til að læra frönsku. Þegar
ég hafði verið viku erlendis
hringdi síminn. Það var Halldór:
Hvernig gengur? Hún frænka
þín hefur svo miklar áhyggjur af
þér. Er eitthvað sem þig vantar?
Viku seinna hringdi vinkona
hennar, búsett í Brussel: Hún
frænka þín bað mig að bjóða þér
í heimsókn. Geturðu komið um
helgina? Svona var Rúna. Hún
var ekki bara frænka heldur líka
náinn vinur. Hún var náfrænka
pabba og þau afar náin alla tíð.
Þegar mamma kom til sögunnar
hófst náin trúnaðarvinátta
þeirra, sem lauk ekki fyrr en
mamma sat hjá henni á andláts-
stund. Og þegar Halldór kom til
sögunnar varð þetta mikill vina-
hópur og stöðugur samgangur:
Fræg er sagan þegar þau lædd-
ust niður í kjallarann í Söð-
ulsholti á jólum 1969 og pabbi
gifti þau Halldór og Rúnu.
Samband Halldórs og Rúnu
var alltaf náið og þau fylgdust að
í flestu. En aldrei varð fegurð
sambands þeirra ljósari en þessi
síðustu ár, eftir að minni Rúnu
tók að bresta. Hún hélt glæsileik
sínum og glaðværð allt til hins
síðasta. Halldór sinnti henni af
einstakri umhyggju og ástúð og
tók hana með sér hvert sem var,
á sýningaropnanir og opinberar
athafnir og hvert sem þeim var
boðið. Þannig hélt hún miklum
kröftum furðu lengi, enda örvun
af þessum toga besta leiðin til að
hægja á framgangi sjúkdómsins.
Ég naut þess fram í fingurgóma
þegar við hittumst á mannamót-
um að kynna mína góðu frænku
fyrir öllum viðmælendum og
hvergi kom að sök þótt hún
spyrði kannski sömu spurning-
arinnar tvisvar – það gerir það
hvort eð er annar hver maður
sem þó á ekki við heilabilun að
stríða. Og þegar ég leit til hliðar
sá ég Halldór brosa út í annað og
horfa aðdáunaraugum á Rúnu
sína.
Það er fagurt að líta til baka
yfir líf og starf Kristrúnar Ey-
mundsdóttur. Hugur minn er hjá
Halldóri, frændum mínum Pétri,
Eymundi og Þóri Bjarka og
dætrum Halldórs. Ég mun ekki
eiga þess kost að fylgja minni
góðu frænku síðasta spölinn en
bið Guð að blessa minningu
hennar og fjölskylduna alla.
Árni Páll Árnason.
Ég sit og drekk kaffi. Ég horfi
á „jólaumferðina“ flæða um
ganga verslunarmiðstöðvar. Ég
drekk meira kaffi og hugsa um
Rúnu frænku og mér finnst í
raun dálítið sérstakt að allir hin-
ir, sem líða fram hjá mér, séu
ekki líka að hugsa um Rúnu
frænku. Rúna frænka var nefni-
lega svo stór, hún var svo stór
manneskja. Þegar ég var lítið
barn, og missti móður mína
skyndilega, var Rúna t.d. ein
þeirra sem stigu fram og um-
vöfðu mig hlýju. Hlýjan hennar
Rúnu frænku var góð. Og hlýjan
hennar var líka eitthvað svo, ég
veit ekki alveg hvernig ég get
lýst henni en kannski má segja
að Rúnuhlýja hafi verið með smá
„dassi“ töffaramennsku. Sem var
geggjað og passaði mér vel. Þeg-
ar ég lít til baka finnst mér eins
og Rúna hafi bara alltaf verið
hlæjandi. Það sem við gátum
hlegið saman, endalaust.
Rúna og Halldór voru mér
alltaf góð. Bestu jólastundirnar
mínar snérust um að heimsækja
þau hjónin á aðfangadag eftir að
allir voru fullsaddir af rjúpum,
pökkum og pappír. Við dönsuð-
um ár eftir ár í kringum jólatréð
við undirleik Rúnu. Flest kunn-
um við textana, ja alla vega
þangað til að það kom að síðasta
erindinu í Heims um ból. Ég játa
það hér og nú að ár eftir ár
hreyfði ég varirnar nokkuð
smekklega þannig að allt liti
sómasamlega út. En í raun grun-
ar mig að ekkert okkar – nema
auðvitað Rúna og örugglega
Gulla frænka – hafi kunnað
þennan texta. Og þegar ég held
áfram að minnast allra ljúfu
minninganna sem ég á með
minni elskulegu föðursystur
kemur mér í hug sú stund þegar
pabbi var orðinn alvarlega veik-
ur og gat ekki mætt norður í af-
mælisveislu Kötu systur sinnar.
Þá hringdi Rúna frænka bara í
bróður sinn og tilkynnti honum
að hún ætlaði að taka mig með
norður í veisluna. Eftir það sím-
tal hringdi hún í mig og sagði
mér að ég væri að fara norður.
Og norður ég fór. Nú hef ég ekki
tölu á því hversu oft ég hef ekið
norður í land en mig grunar að
þetta sé ein sú besta bílferð sem
ég hef upplifað. Bílferðin var
ekki hvað síst eftirminnileg fyrir
þær sakir að Rúna frænka las
Morgunblaðið upphátt fyrir
Halldór. Í minningunni finnst
mér eins og hún hafi lesið hvert
einasta orð í blaðinu og inn á
milli ræddu þau Halldór umfjöll-
unarefni blaðsins. Ég hef hvorki
fyrr né síðar „lesið“ Morgun-
blaðið jafn ýtarlega. Rúna
frænka átti það oft til að hringja
í mig til að heyra í mér en líka til
að athuga hvort hún gæti gert
eitthvað fyrir mig. Einhverju
sinni þurfti ég læra ljóð fyrir
próf og eitt ljóðanna átti ég veru-
lega erfitt með að skilja svo ég
hringdi í Rúnu, sem kallaði á
Halldór. Halldór túlkaði ljóðið
fyrir mig en til að vera viss
hringdi hann í höfund ljóðsins og
hringdi svo aftur í mig. Þetta er
mjög lýsandi fyrir þau hjón. Allt-
af gat ég hringt og alltaf gátu
þau hjálpað.
Elsku Halldór, Pétur, Anna
Sigga, Eymundur, Þórir Bjarki,
Ragnhildur og Stella við Her-
mann, Erna Hrund og Magnús
Valur sendum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur við fráfall
góðrar konu. Megi ljósið umvefja
ykkur öll um ókomna tíð.
Þóra Magnea
Magnúsdóttir (Tóta).
Það er komið á þriðja áratug
síðan við hjónin kynntumst
Kristrúnu þegar dóttir okkar,
Anna Sigríður, og Pétur sonur
þeirra Halldórs rugluðu saman
reytum. Sameiginlega eigum við
tvö yndisleg barnabörn, þau
Ólöfu Kristrúnu og Örn Óskar,
sem nutu ástríkis ömmu sinnar
eins og aðrir í fjölskyldunni.
Kristrún naut þess að vera í fé-
lagskap annarra og var ævinlega
tilbúin til að taka á móti fólki á
heimili sínu. Allir voru velkomnir
hvort sem þeir tengdust þeim
hjónum eða börnum þeirra.
Heimili þeirra einkenndist af af-
slöppuðu andrúmslofti þar sem
hjartahlýja og gleði var í fyr-
irrúmi.
Kristrún var glæsileg og
leiftrandi í fasi og framgöngu.
Hún hafði á sínum yngri árum
dvalið í París og frönsku áhrifin
leyndu sér ekki í klæðnaði henn-
ar og yfirbragði, hún var sann-
kölluð heimsdama.
Þegar Ólöf Kristrún var yngri
naut hún þess að leika sér að öllu
fína skartinu hennar ömmu
Kristrúnar og klæða sig upp.
Kristrún var víðlesin bæði í
bókmennta- og leikhúsverkum
og naut þess að ræða um listir og
menningu á víðum skilningi. Að
vera í návist hennar var því bæði
gaman og inspírerandi.
Hin síðari ár ágerðust veikindi
Kristrúnar en Halldór annaðist
konu sína af einstakri ástúð og
kærleika. Við hjónin sáum Krist-
rúnu síðast við aðventuguðsþjón-
ustu á Grund þar sem Halldór
flutti sérlega fallega hugvekju.
Þá var ljóst að tími okkar saman
færi að styttast. Við erum þakk-
lát fyrir allar þær dásamlegu
samverustundir sem við höfum
átt á liðnum árum. Það er gæfa
að kynnast eins leiftrandi
skemmtilegri konu og Kristrún
var.
Elskulega fjölskylda, Halldór,
Pétur, Anna Sigga, Ólöf Krist-
rún, Örn Óskar, Eymundur, Þór-
ir Bjarki, Ragnhildur, Stella,
aðrir afkomendur og ættingjar,
við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ólöf Þórarinsdóttir
Örn Óskarsson.
Kristrún
Eymundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristrúnu Eymunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018