Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
✝ Alma Thor-arensen fædd-
ist 30. nóvember
1926. Hún lést 8.
desember 2018.
Alma var dóttir
hjónanna Stefáns
Oddssonar Thor-
arensen, apótekara
í Reykjavík, f.
31.7. 1891, d.
31.10. 1975, og
konu hans Ragn-
heiðar Hannesdóttur Hafstein,
f. 4.1. 1903, d. 22.8. 1981. Stef-
án var sonur Odds Carls Thor-
arensen, apótekara á Akureyri,
og konu hans Ölmu Clöru Mar-
grétar Schiöth, en Ragnheiður
var dóttir Hannesar Þórðar
Hafstein, ráðherra og skálds,
og konu hans Ragnheiðar Mel-
sted.
Alma var þriðja í röð sex
systkina. Þau eru: Ragnheiður,
f. 21.4. 1924, d. 21.12. 2003,
Oddur Carl, f. 26.4. 1925, d.
20.12. 2011, Svala, f. 20.5. 1931,
Katrín Erla, f. 23.3. 1942, og
Þorvaldsson, f. 1981, þeirra
börn eru Þuríður Katrín, f.
2011, og Gunnar Helgi, f. 2014;
Katrín Alma, f. 1989, sambýlis-
maður Anton Örn Elvarsson, f.
1989, og Ragnheiður, f. 1993.
Alma ólst upp í Reykjavík.
Hún stundaði nám við Mennta-
skólann í Reykjavík og lauk
þaðan stúdentsprófi 1946. Alma
vann ýmis störf þar til hún fór
til náms við McGill-háskóla í
Montreal í Kanada haustið
1948. Eftir heimkomu vann
hún í nokkur ár hjá hjá breska
sendiráðinu í Reykjavík. Á hjú-
skaparárum sínum var hún
heimavinnandi húsmóðir en var
jafnhliða því stjórnarformaður
fjölskyldufyrirtækisins Stefán
Thorarensen hf. sem síðar varð
Thorarensen-Lyf. Alma og
Bjarni bjuggu stærstan hluta
ævinnar í Skildinganesi 32 í
Skerjafirði, áður nefnt Skerja-
nes, allt til ársins 2012. Þá
fluttu þau í Hraunvang 3 í
Hafnarfirði. Frá sumri 2015 bjó
Alma á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Ölmu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 17. desem-
ber 2018, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elín Hrefna, f.
17.2. 1944.
Alma giftist
Bjarna Bjarnasyni,
löggiltum endur-
skoðanda og fyrr-
verandi fram-
kvæmdastjóra, f.
16.6. 1926, d. 1.8.
2015, 14. ágúst
1952. Bjarni og
Alma eignuðust
þrjú börn, þau eru:
1) Ragnheiður Erla, f. 7.6.
1953. 2) Helga Hrefna, f. 14.1.
1955, maki Tryggvi Bald-
ursson, f. 1951. Þau slitu sam-
vistum. Þeirra börn eru: Alma,
f. 1983, unnusti Stefán Guð-
mundsson, f. 1982, þeirra dæt-
ur eru Helga Birna, f. 2012, og
Unnur Hrefna, f. 2017; Baldur,
f. 1985, sambýliskona Bettina
Vass, f. 1988, og Bjarni, f.
1990. 3) Stefán Örn, f. 23.5.
1957, maki Sigrún Þórarins-
dóttir, f. 12.7. 1958. Þeirra
börn eru Fríður Skeggjadóttir
Þormar, f. 1981, maki Kristinn
Mamma var einstök kona í alla
staði, falleg, greind, örlát, um-
hyggjusöm, ákveðin, fyndin og
skemmtileg, allt í senn. Hún var
hörkutól þótt útlitið gæfi það ekki
endilega í skyn.
Ævi hennar varð löng og að
sama skapi viðburðarík og skipt-
ust þar á skin og skúrir. Fyrir ut-
an forréttindi okkar allra í fjöl-
skyldunni að fá að hafa hana svo
lengi hjá okkur var það mikil
hamingja að mamma og pabbi
skyldu ná langri ævi saman en
þau voru gift í 63 ár. Þau voru fal-
leg og samheldin hjón.
Mamma var þriðja í röð systk-
inanna sex á Sóleyjargötu 11 og
tvímælalaust foringinn í glæsi-
legum og samrýndum systrahópi.
Þær systur hafa alla tíð verið
bestu vinkonur og gert flestallt
saman, t.d. ferðast saman.
Við minnumst mömmu oftast
með bók eða blað í hendi. Ýmist
almennar bókmenntir og kveð-
skap eða fræðibækur og heims-
fréttirnar en hún hélt sér upp-
lýstri m.a. með lestri
Time-tímaritsins sem hún var
áskrifandi að til margra ára. Það
var ekki auðvelt að lenda á móti
henni í spurningaleikjum sem
tíðkast hafa í fjölskylduboðum til
margra ára. Í síðasta jólaboði var
hún í vinningsliðinu og átti sig-
urinn nánast ein.
Já fátt var skemmtilegra en
góð kvöldstund í góðra vina hópi
ýmist systra og maka eða
bernskuvinkvenna og maka
þeirra en öll bjuggu þau í Skerja-
firðinum. Var þá spilað bridge
eða lesin ljóð og náði áhugasviðið
allt frá Edgar Allan Poe til Jón-
asar Hallgrímssonar.
Heimili mömmu og pabba stóð
alla tíð öllum opið, gestagangur
var mikill, bæði þeirra vina og
okkar krakkanna og meira að
segja barnabarnanna. Gleðskap-
ur ýmiskonar var bara eðlilegur
hluti af tilverunni. Rausnarskap-
ur var mikill, örlæti, umhyggja
og svo almennur áhugi á mönnum
og málefnum. Okkur og vinum
okkar var tekið sem jafningjum
og kynslóðabil fyrirfannst ekki.
Mamma var sérstaklega góð við
barnabörnin og hefur veitt þeim
ómetanlegan stuðning og hvatn-
ingu í gegnum árin. Hún hafði
áhuga á öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og fannst allt jafn
spennandi og stórkostlegt. Skipti
þá engu hvað það var; lokaein-
kunn í áfanga, nýr kjóll eða hæ-
laháir skór stelpnanna sem vöktu
jafnan mikla hrifningu. Hún
kunni að hrósa á réttan hátt og
við réttu tækifærin. Hún á klár-
lega stóran þátt í því hve góðar
manneskjur börnin okkar eru í
dag.
Elsku mamma okkar hefur nú
fengið hvíldina en heilsu hennar
hrakaði á síðustu árum, sér í lagi
síðustu tvær vikurnar. Það
slökkti samt ekki áhugann á Út-
svari sem hún horfði á síðasta
kvöldið sitt en fram í endalokin
hafði hún ánægju af því að láta
reyna á heilann og minnið sem þó
var farið að bregðast henni undir
það síðasta. Mamma naut um-
hyggju og alúðar starfsfólks 3.
hæðar á Hrafnistu í Hafnarfirði
þar sem hún bjó síðustu þrjú ár
ævi sinnar. Systur hennar og
systurdóttir hafa svo sannarlega
ekki látið sitt eftir liggja í þeim
efnum og var litla herbergið
hennar löngu orðið að miðpunkti
samverustunda stórfjölskyldunn-
ar.
Við kveðjum elsku mömmu í
dag með þökk fyrir allt og allt og
trúum því að hún haldi jólin í
faðmi pabba einhvers staðar fyrir
handan.
Ragnheiður (Raggí),
Helga og Stefán (Stebbi).
Það er vart hægt að hugsa sér
flottari konu en ömmu, jafnt að
innan sem utan, og teljum við
systurnar þrjár okkur vera alveg
einstaklega heppnar að hafa átt
hana að. Hún amma var ekki
bara amma okkar heldur fyrst og
fremst vinkona. Hún talaði alla
tíð við okkur á jafningjagrund-
velli og það var þannig að börn
leituðu alltaf til ömmu vegna
þessa eiginleika, þar sáu þau í
henni vin sem hægt var að
treysta og var tilbúinn að hlusta.
Amma var sérlega skilnings-
rík, sýndi okkur öllum áhuga og
stuðning sama hvað við tókum
okkur fyrir hendur. Hún var
einnig einstaklega hjartahlý og
alltaf að hugsa um mann. Ömmu
var ekki heilsað án þess að hún
lýsti yfir áhyggjum sínum af
köldum fingrum og hvað þá ef
maður ætlaði að voga sér aftur út
í kuldann, þá komu langar ræður
um viðeigandi klæðnað. Meira að
segja smáfuglarnir voru dekraðir
af ömmu sem lét afa kaupa fyrir
þá súkkulaðisnúða og fylgdist svo
með þeim út um stofugluggann
þar sem hún sat iðulega í stólnum
sínum að leysa danskar krossgát-
ur.
Amma var glæsilegasta kona
sem við höfum nokkru sinni
þekkt. Bleikar Dior-neglur og
Chanel no. 5-ilmvatn mun alltaf
minna okkur á ömmu. Þegar leið
á unglingsárin varð það helsta
áhugamál okkar systra að
gleyma okkur í fataherberginu í
Skerjó við að skoða alla heimsins
hælaskó og síðkjóla. Annað eins
safn höfum við aldrei séð og
dreymdi okkur um tilefni til þess
að fá eitthvað af þessu lánað.
Amma hafði líka einstaklega
gaman af öllum okkar skvísu-
skap. Þegar við mættum til henn-
ar í fínum skóm þá ljómaði hún
öll. Hún gat sjálf ekki gengið í
fínum hælaskóm í seinni tíð svo í
staðinn mátti maður gjöra svo vel
að rétta henni fótinn og svo voru
skórnir dásamaðir. Amma var
einnig algjör töffari með hár-
beittan húmor og sterkar skoð-
anir. Það hefur verið fastur liður í
okkar fjölskyldujólaboðum að
Raggí semji og stjórni spurn-
ingakeppni og þar munum við
ekki síst sakna þess að hafa okk-
ar góðu ömmu sem kallaði upp
svörin sama hvaða lið átti leik, við
mismikinn fögnuð fjölskyldu-
meðlima.
Við eigum dýrmætar minning-
ar með ömmu og afa á ferðalög-
um. Oft var ferðinni heitið til
Montreux þar sem ömmu leið
ávallt vel í sólbaði úti á svölum. Á
seinni árum færðum við okkur til
Kanarí og Tenerife og áttum
yndisleg jól saman með allskonar
sniðugum uppákomum sem
skemmtilegt er að minnast.
Minningin um sterku, ljúfu og
hlýju ömmu lifir í hjörtum okkar.
Hvíldu í friði, elsku amma, nú
ertu aftur sameinuð afa þar sem
þið getið haldið áfram að halda
flottustu veislurnar hönd í hönd.
Fríður, Katrín Alma
og Ragnheiður.
Okkur systkinunum er ljúft að
minnast ömmu Ölmu í stuttu
máli. Amma var með eindæmum
góð og umhyggjusöm gagnvart
öllu fólkinu sínu og þá sérstak-
lega okkur barnabörnunum.
Hún var stuðningsrík og hvatti
okkur áfram í einu og öllu. Það
kom fyrir að við systkinin leit-
uðum fyrst af öllum til hennar
með vandamál og ef við höfðum
komið okkur í vandræði við leik
því hún gagnrýndi aldrei heldur
kom til bjargar skilyrðislaust.
Það voru mikil forréttindi að
alast upp í næsta húsi við ömmu
og afa í Skerjafirðinum.
Hún var ævintýragjörn eins
og bogmenn eru gjarnan og ferð-
aðist mikið. Glæsileg heimskona
með fágaðan smekk og kunni að
njóta lífsins lystisemda. Amma
kom ávallt vel fyrir sig orði, var
víðlesin, klár og sat við löngum
stundum að ráða danskar kross-
gátur í holinu á Skildinganesinu.
Hún hafði mikinn áhuga á kveð-
skap og sjálf bjó hún yfir mun
meiri hæfileikum á því sviði en
margir gerðu sér grein fyrir.
Oftar en ekki lauk hinum ýmsu
samræðum með óborganlegum
endahnút frá henni svo viðstadd-
ir grétu úr hlátri. Beitti, svarti
húmorinn einkenndi hana og
fylgdi henni fram á síðasta dag.
Sanngjörn og heiðarleg kven-
réttindakona með sterka rétt-
lætiskennd sem fannst eðlilegt
að húsmæður, á hennar tíma,
fengju greidd laun fyrir störf sín
innan heimilisins. Töffari, sem á
sínum tíma keyrði um á appels-
ínurauðum Ford Mustang ’65 og
mikil pæja með fulla fataskápa
af gersemum sem ungar stelpur
fengu ekki leið á að leika sér með
og máta.
Einn helsti styrkleiki hennar
var áræði og staðfesta þegar á
móti blés. Líf hennar á seinni
stigum var ekki áreynslulaust en
hún komst í gegnum hvert áfallið
á fætur öðru með einurð og stað-
festu og ekki síst fyrir aðstoð afa
en einnig barna hennar og
systra. Með þeirra stuðningi
stóð hún af sér storminn. Jafnvel
í síðustu sjúkralegunni, daginn
áður en hún kvaddi, var hugs-
anlegt að hún myndi ná sér aftur
á strik. Það brá engum við það,
hún var ótrúleg.
Amma og systur hennar voru
sérstaklega nánar alla tíð. Þeirra
nánd varð okkar nánd og alla tíð
hefur samgangurinn verið mikill
og stórfjölskyldan verið sem ein
kjarnafjölskylda. Heimili ömmu
og afa í Skerjó var alltaf mikill
samkomustaður fjölskyldunnar
og síðar færðist sá samkomu-
staður yfir á Hrafnistu.
Oftar en ekki þegar amma var
heimsótt á Hrafnistu var þar fyr-
ir fjöldi fólks – eitthvert barna
ömmu, a.m.k. tvær af ömmu-
systrunum, frænkur, barnabörn
og jafnvel langömmubörn. Fjöl-
skyldan sótti í félagsskap ömmu,
ekki af skyldurækni heldur var
hún ánægjulegur félagsskapur
fram á síðasta dag.
Við sem eftir sitjum kveðjum
með söknuði og þökkum fyrir
hlýjuna, stuðninginn og þátttöku
ömmu í okkar lífi. Nú er hún
komin aftur í fang afa Bjarna
sem hún saknaði svo. Minning-
arnar eru ótal margar og dýr-
mætar. Við horfðum á reynitréð
fyrir framan Skildinganesið
vaxa með hverju árinu, fórum
saman í sumarfrí til Montreux,
eyddum áramótum og jólum
saman í áranna rás að ógleymd-
um öllum hversdagslegu sam-
verustundunum. Minningarnar
geymir hver fyrir sig og rifjar
upp yfir rauðvínsglasi í anda
ömmu.
Alma, Baldur og Bjarni.
Alma Thorarensen
Fleiri minningargreinar
um Ölmu Thorarensen bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VALTÝR BJÖRGVIN GRÍMSSON,
Blómvangi 14, Hafnarfirði,
lést laugardaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 19. desember klukkan 13.
Auður Þórhallsdóttir
Helga Valtýsdóttir Sigurður S. Antonsson
Hugrún Valtýsdóttir Jón Ingi Björnsson
Guðmunda Björk Hjaltested
og barnabörn
Ástkær faðir minn, afi, bróðir og mágur,
BIRGIR ALFREÐSSON
málarameistari,
lést á dvalarheimilinu Dalbraut
sunnudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
20. desember klukkan 13.
Ingibjörg Jóna Birgisdóttir Sverrir Halldór Valgeirsson
Erla Alfreðsdóttir Ásgeir Þorvaldsson
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
INGÓLFS ARASONAR,
kaupmanns, Patreksfirði,
Espigerði 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B7 á Borgarspítalanum
fyrir hlýja og góða umönnun.
Sjöfn Ásgeirsdóttir
Fjóla Ingólfsdóttir Björn Garðarsson
Arnar Ingólfsson Rannveig S. Þorvarðardóttir
Eygló Ingólfsdóttir
Kristín E. Ingólfsdóttir Guðlaugur V. Þórarinsson
Ástkær unnusti minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL KRISTJÁNSSON,
skipstjóri,
lést í faðmi fjölskyldu og ástvina á heimili
sínu fimmtudaginn 13. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 20. desember klukkan 13.
Marianne Johannsson
Aðalbjörg Pálsdóttir Steindór Jón Pétursson
Björn Pálsson Berglind Lúðvíksdóttir
Anna Lilja Pálsdóttir Bjarki Jónsson
afa- og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
SÓLRÚN HELGA HJÁLMARSDÓTTIR,
Norðurgarði 11, Hvolsvelli,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
þriðjudaginn 11. desember.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 18. desember
klukkan 16. Jarðsett verður í Langholtskirkjugarði Meðallandi
fimmtudaginn 20. desember klukkan 14.
Guðrún Ásta Lárusdóttir Guðmundur Pálsson
Vilborg Linda Indriðadóttir Jón Þór Stefánsson
Helga Björg Dagbjartsdóttir Magnús Einarsson
Vigfús Jón Dagbjartsson
Guðlaug M. Dagbjartsdóttir Björn Bragi Sævarsson
Sveinbjörg M. Dagbjartsd.
Sævar Hjálmarsson Dagný Guðmundsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR,
Mánabraut 11, Þorlákshöfn,
lést fimmtudaginn 13. desember.
Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju
fimmtudaginn 20. desember klukkan 14:00
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Sigurður Sigurþórsson
Úlfar Gíslason Gerður Stefánsdóttir
Marta Sonja Gísladóttir Brynjar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar,
BRYNDÍS BJARNADÓTTIR
frá Húsavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri að
morgni föstudagsins 14. desember. Hún
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju,
Reykjavík, næstkomandi fimmtudag, 20. desember.
Athöfnin hefst klukkan 15.
Þórhallur, Bjarni, Sigtryggur og Þórdís Ósk Sigtryggsbörn