Morgunblaðið - 17.12.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
Katrín Eyjólfsdóttir, hermaður í Hjálpræðishernum, á 75 ára af-mæli í dag. Hún hefur lengi verið viðloðandi Hjálpræðisher-inn en varð hermaður fyrir 20 árum. „Maður gengst þá undir
ákveðin skilyrði. Það má til dæmis hvorki reykja né drekka en það
var ekki vandamál fyrir mig því ég er búin að vera í Góðtemplara-
hreyfingunni frá því ég var unglingur.“
Hjálpræðisherinn seldi Herkastalann fyrir nokkru og er nú með
starfsemi sína í Mjóddinni á meðan verið er að byggja nýtt hús við
Suðurlandsbraut. Jólamáltíðin á aðfangadagskvöld verður því í Ráð-
húsinu en hún var þar líka um síðustu jól.
Katrín tekur virkan þátt í starfsemi Hjálpræðishersins. Meðal ann-
ars sér hún um Heimilasambandið sem er hluti af kvennastarfinu. Svo
er í mörgu öðru að snúast hjá Hjálpræðishernum fyrir jólin.
„Við vorum með basar í nóvember til fjáröflunar fyrir innbúið í
nýja húsið og svo var núna í vikunni verið að pakka inn gjöfum fyrir
fanga og svo þarf að pakka inn jólagjöfum fyrir þá sem koma til okkar
í mat á aðfangadagskvöld en þá fá allir pakka. Einnig er hægt er að
sækja um aðstoð til að geta gert jólainnkaupin og núna þarf fólk að
gera grein fyrir tekjum sínum áður en það fær úthlutun.“
Katrín vann við bókhald lengstan hluta starfsævi sinnar, meðal
annars hjá Globus og síðustu tíu árinn vann hún hjá kristilegu út-
varpsstöðinni Lindinni. Hún á von á systkinum sínum og mökum í
heimsókn í dag í tilefni afmælisins.
Eiginmaður Katrínar er Ármann Gunnlaugsson bifvélavirki og rak
Suzuki-verkstæðið. Þau eignuðust tvö börn, Eyjólf og Ragnheiði
Jónu, en hún lést fyrir sjö og hálfu ári. Hún eignaðist þrjá syni og býr
einn þeirra hjá Katrínu og Ármanni.
Hjónin Stödd á þrettándagleði hjá Hjálpræðishernum.
Í nógu að snúast hjá
Hjálpræðishernum
Katrín Eyjólfsdóttir er 75 ára í dag
H
enrý Þór Gränz fæddist
í Vestmannaeyjum
17.12. 1948 og ólst þar
upp í foreldrahúsum, í
Jómsborg. Hann var í
Barnaskóla Vestmannaeyja, lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja 1965, stundaði nám
við Iðnskólann í Vestmannaeyjum,
lærði trésmíði hjá Nýsmíði og síðar
hjá Innréttingastofunni, hjá Hlöðveri
Pálssyni.
Henrý stundaði nám við Tækni-
skóla Íslands og síðan í Odense Tekn-
ikum og lauk þaðan BSc-gráðu í bygg-
ingatæknifræði 1978. Síðar stundaði
hann nám við Markaðsháskólann í
Osló og lauk þaðan námi sem mark-
aðshagfræðingur 1988. Hann lauk
kennsluréttindanámi við KHÍ árið
2000.
Henrý stundaði fiskvinnslu og sjó-
mennsku í Eyjum þar til hann fór í
iðnnám. Hann var umdæmistækni-
fræðingur hjá Fasteignamati ríkisins
1979-92 og síðar umdæmistæknifræð-
ingur hjá Vegagerðinni 1992-99. Hann
hefur verið framhaldsskólakennari frá
1999 var fyrstu 15 árin hjá Iðnskól-
anum í Hafnarfirði eða þar til skólinn
var sameinaður Tækniskólanum,
Skóla atvinnulífsins, árið 2015 og til
2019.
Henrý og fjölskylda fluttu í Borg-
arnes er hann kom frá námi í Dan-
mörku, 1979, og þar bjuggu þau til
1992 er fjölskyldan flutti í Kópavog
þar sem þau hafa búið síðan.
Henrý starfaði í Rotaryklúbbi
Borgarness um skeið, var formaður
Norræna félagsins í Borgarfirði 1979-
92, var formaður skipulagsnefndar
Borgarness 1979-87, sat í ferða-
málanefnd Borgarness, var virkur í
Golfklúbbi Borgarness og formaður
þar eitt kjörtímabil, var virkur í Golf-
klúbbi Odds og Oddfellowa frá 1992 og
hefur starfað í Oddfellowreglunni frá
Henrý Þór Gränz framhaldsskólakennari – 70 ára
Fjölskyldan samankomin Henrý og Ingibjörg með dætrunum þremur, tengdasonum og barnabörnunum.
Tápmikill Eyjapeyi
Undurfagra ævintýr ágústnóttin hljóð Eyjapeyinn stoltur af æskuslóðunum.
Mosfellsbær
Nökkvi Hrafn
Elvarsson fæddist
11. janúar 2018 kl.
9.08. Hann vó
3.562 g og var 50
cm langur. For-
eldrar hans eru
Kolbrún Halla
Ingólfsdóttir og
Elvar Þór
Grétarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón