Morgunblaðið - 17.12.2018, Síða 23
1994. Hann sat í stjórn kjarafélags
Tæknifræðingafélagsins og sat í stjórn
Tæknifræðingafélags Íslands.
Henrý og Ingibjörg, eiginkona
hans, stunda bæði golf. Hann var for-
seti LEK samtaka eldri kylfinga í sex
ár og sat síðan í Evrópustjórn eldri
kylfinga ESGA (European senior golf
association) 2011-2017, en hann var
fyrsti Íslendingurinn sem var kosinn
til að gegna stjórnarstörfum í Evr-
ópustjórn í golfi..
Og á svo bara að setjast í helgan
stein þegar þessum áfanga er náð?
„Nei, ég fer nú ekki að leggjast með
tærnar upp í loftið. Það er svolítið
óráðið enn, hvað ég tek mér fyrir
hendur. En það er alltaf nóg að gera
fyrir tápmikla einstaklinga sem hafa
gaman af lífinu og tilverunni.“
Fjölskylda
Henrý kvæntist 19.2. 1972 Ingi-
björgu Sigurðardóttur, f. 18.3. 1948,
kennara. Hún er dóttir Sigurðar Inga
Sigurðssonar, f. 16.8. 1909, d. 1.6. 2005,
sveitarstjóra og oddvita á Selfossi, og
k.h., Arnfríðar Jónsdóttur, f. 30.5.
1919, d. 8.1. 2016, húsfreyju. Ingibjörg
varð sjötug í síðastliðnum marsmánuði
og saman hlakka þau til að hafa nú
meiri tíma fyrir barnabörnin og
áhugamálin.
Dætur Henrýs og Ingibjargar eru
1) Ásta Huld, f. 24.5. 1972, deild-
arstjóri í Garðaskóla, gift Jóni Birni
Bragasyni rafmagnstæknifræðingi og
eru börn þeirra Henrý Þór, f. 1995,
Ragnhildur Katla, f. 1999, og Kolbeinn
Ingi, f. 2003; 2) Arnfríður, f. 3.6. 1975,
kvensjúkdómalæknir, gift Guðmundi
Ómari Hafsteinssyni hrl. og eru þeirra
dætur Ingibjörg Gróa, f. 2002, Anna
Dagbjört, f. 2007, Elín María, f. 2011,
og Helena Ósk, f. 2013; 3) Erla Hlín, f.
5.3. 1987, lyfjafræðingur, gift Hlyni
Torfa Traustasyni lyfjafræðingi og
eru synir þeirra Henry Trausti, f.
.2013, og Hilmir Ingi, f. 2016.
Systkini Henrýs: Sonja Margrét
Gränz, f. 24.8. 1939, húsfreyja í Garða-
bæ; Carl Ólafur Gränz, f. 16.1. 1941,
framkvæmdastjóri í Reykjavík; Víó-
letta Gränz, f. 12.9. 1945, skrif-
stofumaður í Hveragerði; Róbert
Gränz, f. 22.5. 1947, d. 13.5. 2017, þús-
undþjalasmiður, og Hulda Ósk Gränz,
f. 6.7. 1954, forstöðufreyja í Jónshúsi.
Foreldrar Henrýs: Ólafur Adolf
Gränz, f. 4.3. 1912, d. 14.8. 1960, tré-
smíða- og málarameistari í Vest-
mannaeyjum, og k.h., Ásta Ólafsdóttir
Gränz, f. 8.1. 1916, d. 23.4. 1967, hús-
freyja.
Úr frændgarði Henrýs Þórs Gränz
Henrý Þór
Gränz
Kristbjörg María Helgason
húsfr. í Skoruvík
Kristján Þorláksson
vitavörður í Skoruvík á
Langanesi, frá Skálum
Margrét Kristjánsdóttir
húsfr. á Sólbergi
Ásta Ólafsdóttir Gränz
húsfr. í Jómsborg
Ólafur Sigfússon
sjóm. á Sólbergi á Þórshöfn
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. á Læknesstöðum
Sigfús Jónsson
b. á Læknesstöðum
á Langanesi
Einar
Sigurðsson
(Einar ríki)
útgerðarm.
í Eyjum og í
Rvík
Sigurður
Sigurfinnsson
hreppstj. og
athafnamaður
í Eyjum
Sigurður Einarsson forstjóri
Ísfélagsins í Eyjum
Ágúst
inarsson
v. alþm.,
prófessor
og rektor
á Bifröst
E
f
Ágúst
Ólafur
Ágústsson
alþm.
Klara Ólafsdóttir
húsfr. í Neskaupstað
Jón Karlsson
framkvstj. í
Garðabæ
Pálína Sigurjóns-
dóttir fv.
hjúkrunarforstj. í
Breiðholti
Helga
Finnsdóttir
húsfr. í
Mosfellsbæ
Bogi Frið-
finnsson
kaupmaður
í Eyjabúð í
Eyjum
Jóhann
Friðfinnsson
(Jói á Hól)
kaupmaður
í Drífanda í
Eyjum
Friðfinnur
Finnsson
kafari og
sóknarnefndar-
maður í Eyjum
Ólöf Þórðardóttir
húsfr. á Stóruborg
Finnur Sigurfinnsson
b. á Stóruborg undir Eyjafjöllum
Ástvaldur
Helgason
vörubílstjóri
og sundlaugar-
vörður í Eyjum
Jóhanna
Helgadóttir
húsfr. í
Eyjum
Guðrún
Helgadóttir
húsfr. í Rvík
Þórfinna Finnsdóttir
húsfr. á Bakka í Eyjum
Áki Guðni Gränz málarameistari
í Keflavík, listamaður og forseti
bæjarstjórnar í Ytri-Njarðvík
Herbert Gränz
málarameistari á Selfossi
Gunnar Gränz
málarameistari á Selfossi
Carl Jóhann Gränz
trésmíða- og málarameistari
í Karlsskála á Selfossi
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
saumakona í Rvík frá Stóra-
Kambi í Breiðuvík
Olav Gränz
klæðskerameistari í Rvík, af sænskum ættum
Ólafur Adólf Gränz
trésmíða- og málarameistari í
Jómsborg í Vestmannaeyjum
Ingibjörg Leikið við barnabörn.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2018
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
Þorgrímur Þórðarson fæddist íVigfúsarkoti í Reykjavík 17.desember 1859. Foreldrar
hans voru hjónin Þórður Torfason, f.
1821, d. 1903, útvegsbóndi þar, og
Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1826, d.
1906, húsmóðir.
Þorgrímur ólst upp í Vigfúsarkoti
sem var í norðanverðu Grjótaþorpi en
húsið brann 1903 ásamt Glasgow,
sem var stærsta bygging á Íslandi.
Eiginkona Þorgríms var Jóhanna
Andrea Ludvigsdóttir Knudsen, f.
5.6. 1854, d. 30.5. 1932, húsmóðir.
Börn þeirra voru Björn bókari í Rvík,
Þórður Ragnar Ámundi cand.phil.,
Ragnheiður, lést 4 ára, Ludvig Árni,
lést á 1. ári, Ludvig Árni kennari,
drukknaði í Jökulsá, Ragnar skó-
smiður í Keflavík, Anna Kristín
Kristjana húsfreyja á Kleppjárns-
reykjum og Einar forstjóri í Reykja-
vík. Stjúpsonur Þorgríms og sonur
Jóhönnu af fyrra hjónabandi var
Stefán Björnsson kennari, síðar
sparisjóðsstjóri í Keflavík. Áður en
Þorgrímur kvæntist átti hann soninn
Kristin Stein með Jóhönnu Guð-
mundsdóttur, en Kristinn lést eins
árs.
Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá
Latínuskólanum árið 1880 og lækn-
isfræðiprófi frá Læknaskólanum árið
1884. Hann stundaði framhaldsnám í
Kaupmannahöfn á árunum 1884-
1885. Þorgrímur var héraðslæknir á
Akranesi 1885-1886, í Austur-
Skaftafellssýslu á árunum 1886-1905,
með aðsetur á Borgum í Nesjum, og í
Keflavík til 1929.
Þorgrímur var alþingismaður
Austur-Skaftfellinga 1902-1908 fyrir
Framfaraflokkinn, Framsóknar-
flokkinn eldri og Þjóðræðisflokkinn.
og var einnig póstafgreiðslumaður
1891-1905.
Þorgrímur sat í hreppsnefnd
Nesjahrepps 1887-1901, sýslunefnd
Austur-Skaftafellssýslu 1891-1904 og
amtsráði austuramtsins 1891-1905.
Sparisjóðurinn í Keflavík var stofn-
aður 1907 á heimili Þorgríms og Jó-
hönnu í Norðfjörðshúsinu og var Þor-
grímur fyrsti gjaldkeri sparisjóðsins.
Þorgrímur lést 5. júlí 1933.
Merkir Íslendingar
Þorgrímur
Þórðarson
95 ára
Aðalbjörg Magnúsdóttir
Jón Geirmundur Kristinss.
90 ára
Bjarney Guðrún Ólafsdóttir
Esther Jósefsdóttir
85 ára
Guðrún J. Valgeirsdóttir
Inga Magnúsdóttir
Svanhildur Guðmundsd.
80 ára
Eyþór Þórisson
Finna Ellý Bottelet
Magnús Bjarnason
Sveinn S. Guðmundsson
Vífill M. Magnússon
Þórður Þórðarson
75 ára
Ásgeir Kristjánsson
Bergljót Hermundsdóttir
Ragnar Stefán Thoroddsen
Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Valgeir J.R. Rögnvaldsson
70 ára
Auður Edda Karlsdóttir
Auður Regína Friðriksdóttir
Guðný Kristín Pálmadóttir
Gunnar Ólafsson
Ólafur Kr. Hafsteinsson
Sigrún Skarphéðinsdóttir
60 ára
Anna Birna Jensdóttir
Ágúst Gunnar Gylfason
Birna Bragadóttir
Dagbjartur Ingimundarson
Gunnar Bergþór Pálsson
Hafdís Gunnarsdóttir
Jóhann Traustason
Kristín Guðmannsdóttir
Lilja Viðarsdóttir
Rúnar Davíðsson
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Yupha Choeipho
Þórhallur Helgi Óskarsson
50 ára
Anna Guðrún Gylfadóttir
Bára Kristín Pétursdóttir
Birkir Jóhannesson
Björn G. Sæbjörnsson
Guðbjörg Arnarsdóttir
Guðfinna Helga Þórðard.
Guðmundur Jón Ludvigss.
Ingigerður H. Guðmundsd.
Matthildur Stefánsdóttir
Nael A. M. Zared
Páll Ólafsson
Sigmar Gunnarsson
Sigríður Linda Kristjánsd.
Sigurður Einar Þorsteinss.
Sigurður Steinn Marcum
Valdimar Másson
40 ára
Andrés Ingason
Aurora Chitiga
Brynjar Skjöldur Harðarson
Geirfríður Sif Magnúsdóttir
Guðni Þór Þórðarson
Hafdís Lára Halldórsdóttir
Hallur Már Hallsson
Hallvarður Níelsson
Haukur Baldursson
Hermann Þór Þorbjörnsson
Marvin Ingólfsson
Sigrún Sigurjónsdóttir
Valgerður Guðbjörnsdóttir
30 ára
Dagný Finnbjörnsdóttir
Einar Hrafn Jónsson
Guðni Páll Kárason
Helgi Fannar Hjartarson
Ketill Gauti Árnason
Rakel Ósk Jóhannesdóttir
Sara Dögg Ólafsdóttir
Þórarinn Ólafsson
Til hamingju með daginn
40 ára Bjarni býr í Kópa-
vogi og ólst þar upp.
Hann er nýútskrifaður
hugbúnaðarverkfræð-
ingur frá Háskólanum í
Reykjavík.
Dóttir: Anja Björk, f.
2003.
Foreldrar: Leifur Krist-
jánsson, f. 1959, pípu-
lagningamaður og rekur
eigið fyrirtæki, og Aðal-
heiður Bjarnadóttir, f.
1960, heimavinnandi. Þau
eru bús. í Kópavogi.
Bjarni Kristján
Leifsson
40 ára Linda er Akureyr-
ingur, leikskólakennari að
mennt og er að ljúka MA-
gráðu í menntavísindum
við Háskólann á Akureyri.
Maki: Birgir Örn Reynis-
son, f. 1977, vinnur í
Rúmfatalagernum.
Börn: Egill, f. 1999, og
Hildur Anna, f. 2007.
Foreldrar: Egill Grétar
Stefánsson, f. 1957, d.
1998, múrari, og Kolbrún
Júlíusdóttir, f. 1958, skrif-
stofumaður hjá Samherja.
Linda
Egilsdóttir
30 ára Pálmi er frá
Hjarðarhaga í Akrahreppi,
Skag. Hann er starfsm. í
pökkun hjá Póstdreifingu.
Bróðir: Ágúst, f. 17.1.
1988, bókari hjá Íslands-
hótelum.
Foreldrar: Sigurjón Björn
Pálmason, f. 1958, verk-
stjóri í Mosfellsbæ, og
Hjördís Gísladóttir, f.
1957, verkefnastjóri
kennslusviðs Háskólans á
Hólum í Hjaltadal, bús. í
Silfurtúni í Skagafirði.
Pálmi
Sigurjónsson