Morgunblaðið - 17.12.2018, Qupperneq 32
Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Gullsmiðir
HÁLSMEN ARMBÖND
EYRNALOKKAR HRINGIR
Mikið úrval af trúlofunar- og
giftingahringapörum
caratskartgripir carat.acredo
Ekkert jólastress
Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á
carat.is
Á jólatónleikum í Breiðabólsstað-
arkirkju í Fljótshlíð kl. 20 annað
kvöld, þriðjudagskvöld, koma fram
Sigríður Aðalsteinsdóttir altsöng-
kona, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari,
Guðjón Halldór Óskarsson orgel-
leikari og Kirkjukórar Breiðabóls-
staðarprestakalls. Á efnisskránni
eru hátíðleg verk, m.a. eftir J.S.
Bach, Vivaldi og Albinoni.
Jólatónleikar í
Breiðabólsstaðarkirkju
MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 351. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Enginn vafi leikur á að franska
kvennalandsliðið í handknattleik er
það besta um þessar mundir. Það
varð heimsmeistari fyrir ári og í
gær vann það Evrópumeistaratit-
ilinn í fyrsta sinn. Þar með feta
Frakkar í spor norska kvennalands-
liðsins sem var handhafi heims- og
Evrópumeistaratitilsins á sama
tíma fyrir tveimur árum. »2
Frakkar fetuðu í
spor Norðmanna
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég var spennt þegar ég heyrði að
þetta væri Spánn. Öll liðin sem við
gátum fengið eru gríðarlega góð,
en það voru mismiklir möguleikar á
að geta strítt þeim. Þetta var með
því betra sem við gátum fengið.
Þetta er spennandi verkefni á móti
góðu liði,“ segir Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir, fyrirliði íslenska lands-
liðsins í handknattleik, sem dróst á
móti Spáni í um-
spilsleikjum um
farseðilinn á
HM sem fram
fer í Japan
eftir 11 mán-
uði. Leikir fara
fram í vor. »1
Með því betra sem
við gátum fengið
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Jólaandinn var allsráðandi á að-
ventukvöldi sem fram fór í Linda-
kirkju í Kópavogi í gærkvöldi þar
sem kór Lindakirkju söng fjölbreytt
jólalög og sálma undir stjórn Ósk-
ars Einarssonar að 900 gestum við-
stöddum. „Ég hef aldrei haft eins
stóra aðventuhátíð áður. Það eru yf-
ir 100 manns á sviðinu, kórar og
fólk sem tengist Lindakirkju,“ segir
Óskar. Kór Lindakirkju, unglinga-
gospelkór Lindakirkju og nýstofn-
aður barnakór Lindakirkju komu
fram á tónleikunum.
Aðspurður hvort sviðið rúmi svo
marga segir Óskar að kirkjan sé vel
undir það búin og bætir við að hún
sé orðin mjög vinsæl fyrir tónleika-
hald, enda sé hún búin frábæru
hljóðkerfi og nýjum flygli.
„Ég mun spila í fimm guðsþjón-
ustum og messum um jólin, þremur
á aðfangadag,“ segir Óskar og bætir
við að tímabilið sé skemmtilegt.
Jólin eru háannatími hjá Óskari,
einungis í desembermánuði tekur
hann þátt í 18 tónleikum, þar má
nefna Jólagesti Björgvins, sem
hann hefur tekið þátt í síðastliðin 11
ár. Þar leiðir hann Gospelkór
Reykjavíkur. Óskar viðurkennir að
álagið sé mikið í desember.
„Þetta er mjög góður tími en
jafnframt fylgir því mikið álag, það
er alltaf hreint troðfullt út úr dyrum
á tónleikunum. Ég er alltaf glaður
þegar jólin eru búin, þá fæ ég nota-
lega tilfinningu og get loksins slak-
að á. En maður væri ekki að þessu
nema vegna þess að þetta er gam-
an.“
Til að takast á við álagið stundar
Óskar crossfit-líkamsrækt alla
morgna.
„Ég held heilsunni með því að
stunda líkamsrækt og borða hollan
mat. Svo skiptir miklu máli að vera
skipulagður,“ segir Óskar og bætir
við að undirbúningur jólatónleik-
anna hafi hafist í október. Þegar
desember komi sé allt nokkurn veg-
inn tilbúið.
Í dag spilar Óskar einkum í
kirkjum og í útförum. Hann segir
að fólk kunni meira og meira að
meta léttan söng í útförum og óski
eftir honum í auknum mæli.
– Hvað er það sem heillar við
gospeltónlist?
„Lögin eru skemmtileg, þetta er
náttúrlega poppsöngur með kristi-
legum textum. Síðan finnst mér
þessi söngstíll svo heillandi, það er
ákveðin raddbeiting sem heillar fólk
fljótt. Það heyrist í frægum lögum,
til dæmis með Michael Jackson eða
Maríu Carey, þegar gospelradd-
irnar koma inn, þá fá allir gæsa-
húð.“
Morgunblaðið/Hari
Jólatónleikar Óskar Einarsson stjórnaði kór Lindakirkju í gærkvöldi á tvennum jólatónleikum, fyrir fullu húsi.
Gospelsöngurinn
kallar fram gæsahúð
Óskar Einarsson stjórnaði kór Lindakirkju á fjölsóttu að-
ventukvöldi kirkjunnar Tekur þátt í fjölda jólatónleika