Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
LeIðIsKrOsS
SeM ÞOlIr
ÍSlEnSkA
VeÐRÁTtU!
VERÐ 8.990 KR.
Ég verð heima með konunni minni í dag og það verður borðaðurgóður matur. Þetta verður afslöppuð stemning og rólegurdagur því ég fótbrotnaði fyrir þremur vikum, en er allur að
koma til,“ segir Karl Kvaran arkitekt, en hann á 40 ára afmæli í dag.
Karl er hálffranskur, en móðir hans er frönsk, og hann lærði arki-
tektúr og skipulagsfræði í Frakklandi. Þar kynntist hann konunni
sinni sem er líka arkitekt. Hún heitir Sahar Ghaderi og er frá Íran.
Þau bjuggu í Íran í þrjú ár og voru þar bæði starfandi arkitektar og
kennarar í arkitektúr við háskóla þar. „Íran er margbrotið samfélag
og maður verður að hafa búið þar til að skilja það. Það eru jákvæðir
hlutir þar og neikvæðir eins og alls staðar. Veruleikinn getur verið
flókinn en fólkið þar er yndislegt.“
Þau fluttu fyrir ári til Íslands og starfar Karl hjá T.ark arkitektum
og Sahar hjá Yrki arkitektum auk þess sem þau reka eigin stofu, SP
(R)INT Studio. Þau unnu nýlega fyrstu verðlaun fyrir samkeppni um
skipulag Stjórnarráðsreits ásamt samstarfsfólki.
„Við vinnum mikið með bæði arkitektúr og borgarskipulag og ein-
blínum aðallega á fjölbreytileg borgarrými og tengsl borgarbúa við
þau. Borgarrýmin eru almenn rými og teljum við náttúrlegt og mik-
ilvægt að hafa borgarbúa í fyrirrúmi þegar hönnun fer fram. Það mót-
aði mig mikið að búa í Íran og ég hef tekið mikið frá írönsku þjóð-
félagi og arkitektúr og notað það í okkar verkefni.
Við höldum upp á Shab-e Yalda hinn 21. desember og fögnum
lengstu nótt ársins sem er persneskur siður. Svo kemur fjölskyldan
mín, foreldrar mínir og systir, til okkar frá Ósló þar sem þau búa og
verða með okkur um hátíðarnar.“ Það verður síðan fjölgun hjá arki-
tektafjölskyldunni á nýju ári því Karl og Sahar eiga von á strák í apríl.
Arkitektinn Karl vann samkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits.
Arkitektúr undir
írönskum áhrifum
Karl Kvaran er fertugur í dag
Þ
óranna Jónsdóttir fæddist
í Reykjavík 19.12. 1968,
þegar foreldrar hennar
voru við nám í Kenn-
araskólanum. „Ég var
svo lánsöm alast upp nálægt öfum
mínum og ömmum. Móðurforeldrar
mínir ráku sérleyfis- og hópferðafyr-
irtækið Þingvallaleið og rekstrinum
var stýrt frá eldhúsborðinu. Bíl-
stjórar komu og fóru, ég fékk að telja
peninga úr töskunni og hjálpa ömmu
á reiknivélinni. Amma var ein fyrstu
kvenna til að taka rútupróf og þó að
afi hafi verið harðduglegur var það
ljóst að amma stýrði fyrirtækinu.
Í jóla- og sumarfríum dvaldi ég hjá
afa og ömmu í Grindavík, 12 ára fór
ég að vinna við hlið Margrétar ömmu
í saltfiski og skreið. Amma sagðist
ávallt hafa kunnað betur við „karla-
störfin“ og hún kenndi mér að taka
hlutunum bara eins og þeir eru.
Þóranna lauk stúdentsprófi frá
MH 1988, þaðan lá leiðin í lyfjafræði
við HÍ. Raunvísindi áttu ágætlega við
hana, en fyrsta starfið eftir útskrift
snérist þó um viðskipti og því tók hún
stefnuna á MBA-nám. „Ég valdi
IESE í Barcelona fyrst og fremst
vegna veðurfarsins, það kom
skemmtilega á óvart að þetta var
einn af fimm bestu viðskiptaháskól-
um í Evrópu. Það þótti óðs manns
æði að flytja með fimm manna smá-
barnafjölskyldu til Spánar, við vorum
heppin með skólakerfið í Katalóníu,
Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi og lektor – 50 ára
Brosmildir skíðagarpar Þóranna og Júlíus með börnum og tengdabörnum í skíðaferð í Colorado í ársbyrjun 2018.
Hélt upp á afmælið
allt árið – og enn að
Í vorþeynum Þóranna og Júlíus í Stokkseyrarfjöru, nálægt Nýja-kastala.
Akureyri Kristján Tómas
Sindrason fæddist í
Reykjavík 20. mars 2018.
Hann vó 3.838 g og var 52
cm á lengd. Foreldrar hans
eru Rannveig Magnús-
dóttir og Sindri Krist-
jánsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is