Morgunblaðið - 19.12.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Keppnis-íþróttumgetur fylgt
mikill þrýstingur
og álag. Iðulega er
eins og íþrótta-
menn séu undir
smásjá og fylgst sé
með hverri einustu
hreyfingu. Minnstu
mistök magnast upp og það get-
ur þurft sterk bein til að þola
álagið, sama hvað hæfileikarnir
eru miklir.
Í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins var fjallað um myrkrið
í sparkheimum í framhaldi af
því að Ingólfur Sigurðsson
knattspyrnumaður ákvað að
leggja skóna á hilluna aðeins 25
ára að aldri. Hann greindi frá
því í viðtali við sunnudagsblað
Morgunblaðsins árið 2014 að
hann hefði glímt við kvíða-
röskun frá barnsaldri. Nú segir
hann að sér finnist fortíðin
vinna gegn sér. Hann hefði lagt
mikið á sig til að láta drauminn
um að spila fótbolta í efstu deild
á Íslandi rætast, en hvergi
fengið tækifæri.
Í blaðinu á sunnudag var í
framhaldi spurt hvort knatt-
yspyrnumenn, sem hefðu átt
eða ættu við kvíðaröskun, þung-
lyndi eða önnur andleg veikindi
að stríða sætu almennt ekki við
sama borð og aðrir leikmenn á
Íslandi.
Viðmælendur blaðsins segja
að hér sé vissulega vandamál á
ferð, en hins vegar hefur margt
verið gert til að bregðast við og
áfram er unnið að því að bæta
úr.
Viðar Halldórsson, dósent í
félagsfræði við Háskóla Ís-
lands, segir að það sé einfald-
lega erfiðara að fá tækifæri hafi
menn fengið einhvers konar
stimpil. Það eigi ekki aðeins við
um andleg veikindi. Þá sé hætt
við að menn byrgi inni hluti
þegar þeir sjái
hvernig fari fyrir
öðrum.
„Fyrir liggur til
dæmis að samkyn-
hneigðir knatt-
spyrnumenn koma
ekki út úr skápnum
fyrr en ferillinn er
búinn og sama máli
gengir um andleg veikindi;
menn hafa forðast að ræða þau
af ótta við að verða stimplaðir,“
segir hann. „Sumir líta á veik-
indi af þessu tagi sem veik-
leikamerki og hafi þau leitt til
vandamála hjá fyrri félögum
getur verið á brattann að
sækja.“
Klara Bjartmarz, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, talar um
vitundarvakningu hjá KSÍ um
andleg veikindi íþróttamanna.
Umfjöllun um andlega heilsu sé
orðin hluti af fræðslustarfi og
þjálfaranámskeiðum sambands-
ins. Hún viðurkennir hins vegar
að andleg veikindi hafi verið
feimnismál í knattspyrnu rétt
eins og samkynhneigð og spyr:
„Kannski er það eitthvað að
breytast núna?“
Hér á landi er mikið lagt upp
úr íþróttaiðkun barna og mik-
ilvægi hennar fyrir líkamlegan
þroska og jafnvel andlegan.
Vitaskuld er ekki hægt að taka
keppnina út úr leiknum, en
áherslan þarf hins vegar að vera
á leikinn. Ósigur sé hluti af hon-
um og það sama eigi við um mis-
tök. Allir geri mistök og af þeim
megi oft læra mest og það eigi
að styðja þá sem erfitt eiga upp-
dráttar, ekki útiloka.
Það er á ábyrgð þeirra sem
ala upp íþróttamenn að innræta
þeim umburðarlyndi og þol-
inmæði, að kenna þeim að sumir
blómstri snemma aðrir seint og
til þess að ná árangri þurfi að
skapa umhverfi þar sem allir
geti notið sín að verðleikum.
Vitaskuld er ekki
hægt að taka keppn-
ina út úr leiknum, en
áherslan þarf
hins vegar að vera
á leikinn}
Spark í myrkri
Horfið á Bret-land,“ segir
Rutte, forsætisráð-
herra Hollands.
„Verið ekki með
þetta ESB-andóf
því þá endið þið í
Brexitöngþveitinu,“ sem Rutte
segir „að sé afleiðing af því að
þjóðum mistakist að vinna sam-
eiginlega öllum til heilla og
gleymi öllu því sem áunnist hef-
ur“.
Forsætisráðherann skrifar
opið bréf í blaðið Algemeen
Dagblad. Það virðist helst hugs-
að sem aðvörun til þeirra sem
talað hafi fyrir því að hollenska
þjóðin yfirgefi ESB og Rutte
kallar í bréfi sínu „Nexit“.
En hann horfir fram hjá því
að leiðtogar ESB og hann þá
ekki undanskilinn
hafa gert allt sem
þeir gátu til að ýta
undir þetta „öng-
þveiti“ sem hann nú
hlakkar yfir. Leið-
togar og búrókrat-
ar í Brussel hafa sýnt ómælda
ósvífni við að flækja útgöngu
Breta og ýta undir hræðslu-
áróður um að þeirra bíði marg-
víslegir og óyfirstíganlegir erf-
iðleikar vegna þeirrar meinloku
að vilja endurheimta fullveldi
sitt og þar með yfirráðin yfir
fiskveiðunum. Illspár við
þjóðaratkvæði um Icesave fólu í
sér fullyrðingar um þjóðarólán
og öngþveiti líka og reyndust
haldlausar. Vonandi munu
Bretar halda höfði eins og ís-
lenska þjóðin gerði.
Rutte hlakkar yfir
flækjunum sem ESB
hefur leitt May
forsætisráðherra í}
Sá hlær best sem síðast hlær
N
ú líður að jólum en þau eru
tími samveru með ástvinum
og ættingjum. Einnig eru þau
tími lesturs og bóka. Hátíð-
irnar eru kærkomin tilbreyt-
ing frá amstri hversdagsins og það er gleði-
legt hversu margir njóta þess að lesa um
jólin. Miðstöð íslenskra bókmennta lét ný-
lega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til
bóklestrar en niðurstöðurnar gefa sterkar
vísbendingar um að lestur sé enn í dag mik-
ilvægur þáttur í lífi landsmanna og að við-
horf fólks sé jákvætt í garð bókmennta,
lestrar og opinbers stuðnings við bók-
menntir.
Þar kom fram að 72% svarenda hefðu les-
ið eða hlustað á bækur síðastliðna 30 daga.
Um 86% þeirra höfðu lesið hefðbundnar
bækur á síðustu 12 mánuðum, 31% höfðu lesið rafbæk-
ur og 35% hlustað á hljóðbækur. Niðurstöðurnar
benda til þess að konur lesi meira en karlar, að með-
altali lesa karlar tvær bækur á mánuði en konur 3,5
bækur. Þetta eru fróðlegar niðurstöður og þær er
þarft að skoða í samhengi.
Raunin er að bóksala á Íslandi hefur
dregist verulega saman eða um tæp 40% á
síðustu 10 árum. Ástæður þess má einna
helst rekja til breyttrar samfélagsgerðar og
örrar tækniþróunar því aukið framboð les-
efnis og myndefnis á netinu hefur leitt til
þess að lestur bóka á íslensku hefur minnk-
að. Þessi þróun skapar ákveðna ógn við
tungumálið en til þess að mæta því, og fleiri
áskorunum sem að íslenskunni standa, verð-
ur á nýju ári sett á laggirnar nýtt stuðn-
ingskerfi sem heimilar 25% endurgreiðslu
vegna beins kostnaðar við útgáfu bóka á ís-
lensku. Markmiðið með því er að auka lest-
ur og efla bókaútgáfu í landinu og er þetta
fyrsta skrefið í heildstæðum aðgerðum
stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu.
Ég vona að sem flestir muni gefa sér
tíma til þess að lesa um hátíðirnar. Fyrir marga er það
einn hápunktur jólanna að sökkva sér ofan í góða bók
á aðfangadagskvöld. Megi sem flestir lesendur, á öllum
aldri, finna þá ánægju og gleði þessi jólin.
Lilja D.
Alfreðsdóttir
Pistill
Hvað ætlar þú að lesa um jólin?
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flest af fjölmennustu sveit-arfélögum landsinslækka álagningarhlutfallfasteignaskatta, ýmist af
íbúðarhúsnæði eða atvinnu-
húsnæði, eða báðum gerðum til að
koma til móts við hækkun fast-
eignamats. Reykjavíkurborg og
Fjarðabyggð eru einu sveitar-
félögin sem ekki lækka hlutfall
fasteignaskatta. Reykjavíkurborg
eykur tekjur sínar um 570 millj-
ónir kr. með þessum hætti.
Öll tólf fjölmennustu sveitar-
félög landsins halda útsvari
óbreyttu á næsta ári. Helmingur
þeirra er með hámarksútsvar,
14,52%, þar á meðal það stærsta,
Reykjavíkurborg, og fjögur til við-
bótar eru með útsvar aðeins undir
hámarki. Einungis tvö sveit-
arfélög, Garðabær og Seltjarn-
arnes, eru með mun lægra útsvar,
13,7%.
Reykjanesbær
lækkar mest
Annar mikilvægur tekjustofn
sveitarfélaga er fasteignaskattur.
Fasteignamat á eignum lands-
manna hækkar um 12,8% að með-
altali um áramót. Hækkunin er þó
mismunandi eftir staðsetningu
eigna og gerð. Að óbreyttu hefði
það í för með sér nokkuð yfir millj-
arð í tekjuauka hjá sveitarfélög-
unum.
Mörg þeirra bregðast við með
því að lækka prósentuna eitthvað,
til að milda þessa hækkun. Önnur
ekki. Reykjavíkurborg og Fjarða-
byggð lækka hvorki álagning-
arprósentu fasteignaskatta á íbúð-
arhúsnæði né atvinnuhúsnæði.
Seltjarnarnesbær er með lægstu
álagninguna, bæði á íbúa og fyr-
irtæki.
Níu af þessum tólf sveitar-
félögum lækka álagningarprósentu
fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði,
sum reyndar óskaplega lítið, eins
og sjá má á meðfylgjandi töflu.
Mesta breytingin er hjá
Reykjanesbæ sem lækkar prósent-
una hraustlega. Þótt Reykjavík-
urborg sé með óbreytta prósentu
er borgin í hópi þeirra sveitarfé-
laga sem leggja lægstu fast-
eignaskattana á íbúðarhúsnæði.
Fjarðabyggð er með langhæstu
álögurnar á íbúana en nýtir sér þó
ekki heimild til álags á skattinn.
Sveitarfélögin hafa verið
gagnrýnd undanfarin ár fyrir að
sýna fyrirtækjunum ekki sama
skilning og íbúunum með því að
lækka ekki álagningarprósentu
fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
með sama hætti og á íbúðar-
húsnæði. Flest hafa þau haft
álagninguna í lögleyfðu hámarki,
1,65%, þar til nú að mörg sýna við-
leitni til að lækka enda hækkar
fasteignamat á atvinnuhúsnæði um
15% um áramót. Sum lækka þó
það lítið að það hlýtur að teljast til
málamynda, eins og á Akureyri og
í Garðabæ. Akranesbær lækkar
prósentuna mest og Hafnarfjörður
og Kópavogur koma þar á eftir.
Borgin fær meðgjöf
Eins og sést á meðfylgjandi
töflu er Reykjavík í hópi þeirra
sveitarfélaga sem leggja hæsta
fasteignaskattinn á atvinnu-
húsnæði. Borgin heldur álagning-
unni óbreyttri og fær verulega
fjármuni aukalega í sjóðinn með
því. Hins vegar hefur sú stefna
verið mörkuð að álagningarhlut-
fallið verði lækkað í 1,63% á árinu
2021 og í 1,6% á árinu 2022. Sjálf-
stæðismenn lögðu til við afgreiðslu
fjárhagsáætlunar að álagning-
arhlutfallið yrði lækkað strax í
1,6%.
Eyþór Arnalds segir ekki eðli-
legt að borgin haldi hlutfallinu
óbreyttu þegar fasteignamatið
hækkar jafn mikið og raun ber
vitni. „Það gleymist oft að Reykja-
víkurborg fær meðgjöf vegna þess
að hér eru margar fasteignir ríkis-
ins og fær borgin milljarða í tekjur
frá ríkinu vegna fasteignaskatta,“
segir Eyþór.
Borgin tekur til sín
570 millj. til viðbótar
Útsvar og fasteignaskattar tólf sveitarfélaga
*Prósentustig
Fasteignagj. íbúðarhúsnæði Fasteignagj. atvinnuhúsnæði
Útsvar % 2019 % Lækkun* ’18-’19 2019 % Lækkun* ’18-’19
Reykjavík 14,52% 0,18% nei 1,65% nei
Kópavogur 14,48% 0,22% 0,01% 1,5% 0,1%
Hafnarfjörður 14,48% 0,26% 0,02% 1,4% 0,17%
Garðabær 13,7% 0,19% 0,01% 1,63% 0,02%
Mosfellsbær 14,48% 0,209% 0,016% 1,6% 0,05%
Seltjarnarnes 13,7% 0,175% nei 1,1875% 0,0005%
Akureyri 14,52% 0,33% 0,02% 1,63% 0,02%
Reykjanesbær 14,52% 0,36% 0,12% 1,65% nei
Árborg 14,52% 0,275% 0,05% 1,65% nei
Akranes 14,52% 0,2865% 0,0235% 1,32% 0,3%
Fjarðabyggð 14,52% 0,5% nei 1,65% nei
Vestmannaeyjar 14,46% 0,33% 0,02% 1,65% nei
Árið 2019
„Það er alltaf ákvörðun hvers sveitarfélags hversu
háir fasteignaskattar og útsvar á að vera, innan
hins lögbundna ramma,“ segir Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri og formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Hún segir að fasteignaskatturinn geti verið snú-
inn tekjustofn sem sveitarfélögin ráði engu um.
Skattstofninn grundvallist á fasteignamati sem
byggist á flóknum reiknireglum um þinglýsta sölu-
samninga og um mögulegar leigutekjur. Þá segir
hún erfitt að bera saman álagningarprósentuna því
misjafnt sé hverju skatturinn skili. „Misjafnt er hvað sveitarstjórn-
irnar ákveða að gera, hvort þær treysta sér til að hækka skattana
jafn mikið og fasteignamatið eða ekki,“ segir Aldís og leggur
áherslu á að sveitarfélögin þurfi tekjur til að standa undir kröfum
íbúanna um aukna þjónustu og þeim kostnaði sem ný lög og ýmsar
reglugerðir skapa.
Alltaf pólitísk ákvörðun
FORMAÐUR SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
Aldís
Hafsteinsdóttir