Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 36
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
AI
C
89
54
5
11
/1
8
Jólagjafabréf
Kauptu núna!
Veldu upphæð, prentaðu út
og jólagjöfin er klár.
airicelandconnect.is/gjafabref
Gefðu
ævintýri
Camerarctica heldur sína árlegu
kertaljósatónleika fyrir jólin. Þeir
fyrstu verða í Hafnarfjarðarkirkju í
kvöld, annað kvöld í Kópavogs-
kirkju, á föstudag í Garðakirkju og
laugardag í Dómkirkjunni í Reykja-
vík kl. 21 alla daga. Á dagskránni
eru kammerperlur eftir Mozart.
Flytjendur eru Hallfríður Ólafs-
dóttir á flautu, Ármann Helgason á
klarinett, Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Bryndís Pálsdóttir á fiðlu,
Svava Bernharðsdóttir á víólu og
Sigurgeir Agnarsson á selló.
Mozart við kertaljós
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Um áramótin verður Helgi Kol-
viðsson fjórði íslenski knatt-
spyrnuþjálfarinn sem tekur við er-
lendu landsliði. Hann var í gær
kynntur til leiks sem nýr þjálfari
karlalandsliðs Liechtenstein frá 1.
janúar, og til næstu tveggja ára.
Hann fetar þar með í fótspor Páls
Guðlaugssonar, Teits Þórðarsonar og
Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar. »2
Fjórði landsliðsþjálf-
arinn erlendis
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Engu er líkara en Gróttuliðið sé
eins og stjórnlaust rekald. Frammi-
staða þess í leiknum og í und-
anförnum leikjum hefur bent til
þess. Hún er óboðleg fyrir lið í efstu
deild, ekki síst á sama tíma og menn
keppast við að hæla leikjum deild-
arkeppninnar og hlaða leikmenn og
þjálfara liðanna lofi,“ skrifar Ívar
Benediktsson m.a. í pistli um
þrettándu um-
ferð Olísdeild-
ar karla í
handknattleik
en úrvalslið
Morgun-
blaðsins úr
umferðinni
er birt í
blaðinu í
dag. »2-3
Frammistaðan óboðleg
fyrir lið í efstu deild
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það má segja að draumur minn hafi
orðið að veruleika þegar ég fékk
bókina fyrst í hendurnar. Auðvitað
kemur það mörgum á óvart að ég sé
svona ungur að gefa út bók en ég hef
stefnt að þessu lengi,“ segir Ólíver
Þorsteinsson, 22 ára gamall rithöf-
undur, sem nú á dögunum gaf út
sína fyrstu bók, Leitin að Jólakett-
inum. Bókin er fyrir börn á leik-
skólaaldri en sjálfur starfar Ólíver á
leikskóla og hefur gert undanfarin
tvö ár. „Það má segja að hugmyndin
að þessari bók hafi kviknað á leik-
skólanum og ég nýtti mér aðstoð
krakkanna sem ég hef verið að
starfa með. Þeir gáfu mér hug-
myndir að persónum og nöfnum sem
ég notaði í bókinni sem var virkilega
skemmtilegt,“ segir Ólíver og bætir
við að frá því að skrif hófust séu nú
liðin tæplega tvö ár. Þrátt fyrir það
sé bókin ekki sú fyrsta sem hann
skrifar en Ólíver hefur frá unga aldri
haft mikinn áhuga á því að skrifa
bækur. „Ég hef haft gríðarlega
ástríðu fyrir því að skrifa bækur og
alltaf þótt það afar skemmtilegt.
Maður hverfur inn í annan heim
meðan á skrifum stendur og gleymir
sér algjörlega. Ég hef eiginlega ver-
ið að skrifa frá því að ég man eftir
mér en það er fyrst núna sem bók
frá mér hefur verið gefin út,“ segir
Ólíver.
Bók með fallegan boðskap
Spurður um hvað bókin fjalli segir
Ólíver að um hefðbundna jóla-
barnabók sé að ræða. Þá sé und-
irliggjandi boðskapur sögunnar að
varast skuli að dæma fólk eftir útliti
eða sögum. „Þetta fjallar um stelpu
sem heyrir sögu frá ömmu sinni um
jólakött sem borðar börn. Til að
reyna að koma í veg fyrir það að
jólakötturinn haldi áfram að borða
börn fer stelpan ásamt tveimur vin-
um sínum í leiðangur þar sem mark-
miðið er að veiða köttinn. Þegar þau
loks finna köttinn átta þau sig á því
að hann er langt frá því að vera
vondur og í raun afar hræddur við
börn. Það má því segja að boðskapur
sögunnar sé að dæma bókina ekki
eftir kápunni,“ segir Ólíver.
Fleiri bækur væntanlegar
Næstu skref hjá rithöfundinum
unga er útgáfa fleiri bóka eftir ára-
mót. Að sögn Ólívers er hann með
þrjár bækur í bígerð sem allar gætu
komið út á næsta ári. „Ég er að
vinna í ýmsum tegundum bóka, ekki
bara barnabókum heldur einnig full-
orðinsbókum sem vonandi verða í
bókabúðum á næsta ári. Það eru þau
verkefni sem ég er svona að vinna í
núna,“ segir Ólíver.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundur Ólíver gaf út sína fyrstu bók, Leitin að Jólakettinum, á dögunum. Næst á dagskrá er útgáfa fleiri bóka.
Tekur þátt í jólabóka-
flóðinu í fyrsta sinn
Ólíver gefur út sína fyrstu bók einungis 22 ára gamall