Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Bók Sigursteins Mássonar,Geðveikt á köflum er fal-leg bók. Hún lýsir á ein-lægan og að því er virðist raunsæjan hátt hvernig það er fyrir Sigursteinn að lifa með geðhvörf. Það sem gefur bókinni vigt að mínu mati er að Sigursteinn fer í gegnum lífshlaup sitt frá því að hann missir fótanna í fyrst sinn vegna geðhvarfa, til dagsins í dag með öllum þeim sveiflum og af- leiðingum sem geðhvörf hafa bæði á hann sjálf- an og fólkið í kringum hann. Sigursteinn er lipur penni og flæðið í bókinni gott. Geðveikt á köflum er ein af þessum bókum sem ekki er hægt að leggja frá sér jafnvel þó að komið sé vel fram yfir miðnætti. Sigursteinn er einlægur í frásögnum þegar hann lýsir því hvernig sjúkdómurinn tek- ur völdin án þess að hann geri sér nokkra grein fyrir því sem gerist á meðan á því stendur. Hann talar hann yfirleitt vel um flesta þá sem koma að hans málum og samband Sigursteins við móður sína virðist byggt á kærleika og trausti en markað af áralangri sameiginlegri baráttu þeirra við geðhvörf Sig- ursteins. Líkt og í öðrum ævisögum er frásögnin einhliða og alfarið í höndum Sigursteins sem lýsir at- burðum, raunverulegum og óraun- verulegum frá sínu sjónarhorni. Í Geðveikt á köflum fær lesandinn ekki bara innsýn í heim þess sem berst við geðhvarfasýki. Lesandinn fær innsýn í líf blaðamannsins, dýra- verndunarsinna, baráttumanns, heim samkynhneigðra, þeirra sem eru viðkvæmir, með geðsjúkdóma og fatlanir. Bókin lýsir fordómum, manngæsku, mannvonsku, gleði, sorgum og varnarleysi. Þegar Sigursteinn lýsir líðan sinni, hugsunum og ranghug- myndum í geðhvörfum verður sagan reyfarakennd en samt svo vel skrif- uð að einstaka sinnum var gagnrýn- andi ekki alveg viss hvenær frásögn- in fór yfir í það að vera óraunveruleg. Lýsingar höfundar eru oft ljóðrænar og ljúfar. Það eru margir sigrar, ósigrar og hetjur í Geðveikt með köflum. Sigursteinn bindur boðskap bók- arinnar saman í eina setningu í lok bókarinnar „Þá hlýtur tilgangurinn með lífinu líka að vera sá að komast heilu og höldnu í næstu höfn og að hafa stuðlað að því sama gagnvart öðrum í skútuáhöfninni þótt maður geti aldrei borið fulla ábyrgð á öðr- um en sjálfum sér.“ Morgunblaðið/Hari Höfundurinn „Það eru margir sigrar, ósigrar og hetjur í Geðveikt með köfl- um,“ segir rýnir og lofar bók Sigursteins Mássonar en hún er vel skrifuð. Falleg saga um geðveiki Ævisaga Geðveikt með köflum bbbbn Eftir Sigurstein Másson Bjartur, 2018. Innb., 200 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Stjórnvöld í Egyptalandi hafa greint frá fundi einstaks grafhýsis suður af Kaíróborg. Það er um 4.400 ára gamalt og eru gripir og myndir í því sögð í afar góðu ásig- komulagi en grafarræningjar hafi ekki raskað gröfinni. Fornleifa- fræðingar segja um að ræða gröf háttsetts prests við hirð faraósins Neferirkare Kakai. Grafhýsið er um þriggja metra breitt og tíu metra langt og hefur verið unnið að hreinsun þess og skráningu undanfarinn mánuð. Veggirnir eru prýddir skrautlegu myndletri og styttum af faraóum en í sjálfri gröfinni eru eftirmyndir prestsins sem þar er grafinn og fjölskyldu hans. Alls eru 45 styttur og mannamyndir í grafhýsinu en enn fleiri kunna að vera í fimm grafarrýmum sem liggja út frá grafhýsinu og hafa enn ekki verið opnuð. AFP Glæsilegt Gestir skoða nýfundið grafhýsið. Í því eru 45 styttur af egypsk- um konungum á veggjum og fjölskyldu prests sem þar hvílir. Einstakt grafhýsi fundið Anna and the Apocalypse Metacritic 72/100 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.20 Love Is All IMDb 4,5/10 Bíó Paradís 20.00 Bird Box Metacritic 60/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 20.00 Suspiria Metacritic 64/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 18.00 Roma Morgunblaðið bbbbb Metacritic 95/100 IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 21.00 Mæri Morgunblaðið bbbbn Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.30 Erfingjarnir Metacritic 82/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 18.00 7 Emotions IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.40 Aquaman 12 Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neð- ansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar. Metacritic 53/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 16.20, 16.40, 19.20, 19.40, 20.30, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 23.00 Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.20, 21.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.40, 22.40 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Smárabíó 16.00, 16.20, 19.00, 19.30, 22.00, 22.25 Creed II 12 Metacritic 67/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.15 Sambíóin Akureyri 22.40 The Old Man and the Gun 12 Metacritic 80/100 IMDb 7,3/10 Háskólabíó 18.20 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Smárabíó 19.30, 22.30 Háskólabíó 20.30 La Traviata Sambíóin Kringlunni 18.00 The Sisters Brothers 16 Á sjötta áratug nítjándu ald- arinnar í Oregon er gulleit- armaður á flótta undan hin- um alræmdu leigumorðingjum, the Sis- ters Brothers. Metacritic 78/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.10 A Star Is Born 12 Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niður- leið vegna aldurs og áfengis- neyslu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.30 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,6/10 Háskólabíó 18.00 Lof mér að falla 14 Morgunblaðið bbbbn IMDb 8,8/10 Háskólabíó 20.40 Ralf rústar internetinu Sugar Ruch spilasalurinn er í rúst, og Ralph og Vanellope þurfa að bregða sér á inter- netið til að endurheimta hlut sem nauðsynlegur er til að bjarga leiknum. Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 15.30, 17.30, 18.00, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.00 Sambíóin Akureyri 17.00 Smárabíó 15.30, 16.50 The Grinch Trölli lætur það fara í taug- arnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Laugarásbíó 17.50 Smárabíó 15.00, 17.20 Háskólabíó 18.15 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Nutcracker and the Four Realms Það eina sem Clara vill er lykill - einstakur lykill sem mun opna kassa með ómet- anlegri gjöf frá móður henn- ar heitinni. Metacritic 39/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.20 Eftir Sextíu mínútna stríðið lifir borgarbúar á eyðilegri jörðinni, með því að færa sig á mili staða á risastórum farartækjum, og ráðast á smærri þorp. Metacritic 48/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10 Smárabíó 19.40, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00 Mortal Engines 12 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Önnur myndin um ævintýri töfrafræðingsins Newt Scam- ander. Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 19.40 Widows 16 Fjórar konur taka á sig skuld- ir sem orðið hafa til vegna glæpaverka eiginmanna þeirra, taka síðan málin í sín- ar hendur og byggja upp nýja framtíð. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 84/100 IMDb 7,5/10 Smárabíó 19.50, 22.40 Háskólabíó 20.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.