Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Til jóla fyrir dömur og herra Gjafakassar | Ilmir | Treflar | Silkislæður | Töskur Hanskar | Skart | Peysur | Buxur | Velúrgallar 1988 - 2018 Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Stefnt er að því að framkvæmdir við nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga hefjist á næsta ári í Garðabæ. Vilja- yfirlýsing velferðarráðuneytis, Barnaverndarstofu og Garðabæjar um lóð fyrir heimilið var til umfjöll- unar á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær og var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja vilja- yfirlýsinguna. Um er að ræða tíu þúsund fermetra lóð á Vífilsstaða- hálsi, gegnt Kjóavöllum, þar sem reisa á þúsund fermetra húsnæði. 15-17 ára unglingar Velferðarráðuneytið mun tryggja Barnaverndarstofu fjármagn til framkvæmda við byggingu meðferð- arheimilis. Garðabær mun nú þegar hefja vinnu við skipulag svæðisins sem felst í að staðsetja lóðina ná- kvæmlega. Í viljayfirlýsingu kemur fram að Barnaverndarstofa mun annast starfsemi og rekstur meðferð- arheimilisins. Gert er ráð fyrir að þar muni verða vistaðir á vegum barnaverndarnefnda unglingar á aldrinum 15-17 ára sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda. Jafn- framt er gert ráð fyrir vistun ung- linga á meðferðarheimilinu sem úr- skurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í sumar að fyrirætlanir um að reisa nýtt meðferðarheimili fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í far- vegi frá árinu 2011 . aij@mbl.is Nýtt meðferðarheimili verði á Vífilsstaðahálsi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafull- trúa Eimskips. Skipin tvö eru stærstu vöruflutn- ingaskip sem smíðuð hafa verið fyr- ir Íslendinga. Nýju skipin verða 26.500 brúttótonn. Til samanburðar eru stærstu skip Eimskips nú, Dettifoss og Goðafoss, 14.664 brúttótonn. Þau skip voru smíðuð árin 1995 og 1996. Hvort um sig verða nýju skipin 2.150 gámaeiningar, 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Gang- hraði verður 20,5 sjómílur á klukku- stund. Skipin verða búin aðalvélum frá MAN. Þau verða með (TIER III) vél sem er sérstaklega útbúin til að draga úr útblæstri köfnunarefnis (NOx) út í andrúmsloftið. „Skipin munu auka afkastagetu og áreiðanleika þjónustunnar þar sem þau eru stærri en núverandi skip og vel búin til siglinga á Norður-Atlantshafi. Þau verða spar- neytnari á hverja gámaeiningu sam- anborið við eldri skip og verða um- hverfisvænni vegna innbyggðs olíuhreinsibúnaðar sem lágmarkar brennisteinsútblástur (SOx) út í andrúmsloftið,“ segir Ólafur Hand. Samningsverð hvors skips nemur um 32 milljónum dollara. Heildar- fjárfestingin var því 7,4 milljarðar króna miðað við gengið þegar skrif- að var undir samningana við kín- versku skipasmíðastöðvarnar í jan- úar árið 2017. Miðað við gengi dollars í dag er upphæðin tæpir 8 milljarðar. 40% af samningsverði er greitt á smíðatíma skipanna og 60% við afhendingu. Eimskip samdi við þýska bankann KfW IPEX-Bank um 80% lán vegna smíði skipanna. Lánið er í evrum og er til 15 ára Eimskip var stofnað árið 1914. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 21 skip í rekstri og hefur á að skipa um 1.850 starfsmönnum, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtæk- isins. Nýtt skip Eim- skips tilbúið næsta sumar Tölvumynd/Eimskip Framtíðin Nýja skipið verður 180 metra langt og tekur 2.150 gámaeiningar.  Verður stærsta íslenska kaupskipið Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.