Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.12.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 ICQC 2018-20 AF ORÐUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sjálfur lék hann á bongó-trommur; með nokkrum til-þrifum, að eigin sögn. Á gítar var hann eini strákurinn í skólanum sem kunni Stairway to Heaven, að vísu bara helminginn en það dugði til að skilgreina hann sem snilling. Á bassa var svo álappalegur sláni frá Ástralíu sem smíðað hafði hljóð- færið sitt sjálfur. „Helvíti svalt!“ Og lagið? „Við tökum bara Let It Be. Hversu flókið getur það verið? Let It Be. Let It Be. Og Let It Be.“ Löð- ursveittir stigu þeir á svið og fljótt kom í ljós að ástralski sláninn var ekki söngnum vaxinn. Þegar hann var hér um bil drukknaður í eigin munnvatni í viðlaginu fékk okkar maður merki um að henda frá sér bongótrommunum og draga hann að landi. Kvað þar heldur betur við annan tón. Leðurbarki var fæddur. Nokkurn veginn svona lýsti Bruce Dickinson, alla jafna kennd- ur við málmbandið goðsagna- kennda Iron Maiden, fyrstu hljóm- sveitinni sinni í eins manns sýningunni Spoken Word í Hörpu á sunnudagskvöldið. Kappinn var í banastuði þetta kvöld og gerði mis- kunnarlaust grín á eigin kostnað. Og eftir atvikum annarra. Umgjörðin var látlaus; stóll og borð og tjald undir fáeinar ljós- myndir. Stóllinn var raunar ekki fyrir Dickinson sjálfan, heldur ósýnilegan vin sem hann kallar reglulega til skrafs og ráðagerða. Svo strollaði hann bara um sviðið, sagði sögur og brá sér í allra kvik- inda líki. Bráðskemmtilegur, eins og við var að búast. Rekinn úr heimavistarskóla Dickinson byrjaði á byrjuninni, þegar hann kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í líf táning- anna foreldra sinna í námabænum Worksop í Englandi, „sem enginn hefur heyrt nefndan“. Gengu þau þegar í stað til liðs við sirkus og kom uppeldið fyrir vikið í hlut af- ans, sem starfað hafði í kolanámu frá þrettán ára aldri. Eftir að þau sögðu skilið við sirkusinn komust foreldrar Dick- insons í álnir, keyptu hótel og sendu soninn í fínan heimavistarskóla. Þar gekk á ýmsu og Dickinson var á endanum rekinn fyrir að hafa þvag- lát yfir kvöldverð skólameistarans sem sá síðarnefndi borðaði raunar með bestu lyst. Ugglaust hefur mönnum verið vísað úr skóla fyrir minni sakir. Í bréfinu sem fylgdi Dickinson úr hlaði kom fram að tungan í honum væri skaðræði og koma þyrfti böndum á hana. „Ein- mitt,“ sagði Dickinson í Hörpu, „og ég sem hef unnið fyrir mér með tungunni síðan“. Enda þótt Dickinson færði frá- sögn af ofbeldi í skólanum í spaugi- legan búning var hún sláandi en sjálfsagt þótti að ganga í skrokk á nemendum í breskum heimavist- arskólum á áttunda áratugnum. Og enginn vildi vera í kórnum enda hafði kórstjórinn víst minnstan áhuga á söng. Dickinson sagði mergjaðar sögur af dvöl sinni í költmálmband- inu Samson frá 1979-81, sem var fyrsta stóra giggið hans sem söngv- ara, ekki síst af hinum ógurlega trymbli Thunderstick. Sá ágæti maður tók upp þann sið að reima á sig leðurgrímu fyrir tónleika, að hætti Gimpisins í Pulp Fiction, og gefa ekki frá sér mennsk hljóð með- an hann var í karakter. Flækti þetta gjarnan málið á æfingum. Síðar fékk Thunderstick bágt fyrir grím- una enda þótti hún minna óþægi- lega á grímuna sem raðnauðgari nokkur, kenndur við Cambridge, notaði við ódæðisiðju sína. „Hvers á ég að gjalda?“ mun aumingja Thunderstick hafa sagt. Thunderstick á að hafa verið á undarlegum efnum þegar Dick- inson kom til sögunnar og á fyrstu æfingunni kom aðeins eitt í veg fyr- ir að hann liði út af – veggurinn fyr- ir aftan hann. Sjálfur kvaðst Dick- inson hafa haldið sig við bjórinn og aðeins prófað marjíúana í nokkur skipti, seinast þegar hann var 23 ára. Pillurnar lét hann vera. Meinfyndin var sagan af stúku- manninum og rótaranum Brian sem keyra þurfti Samson í striklotu frá Norður-Skotlandi til Lundúna eftir eitt giggið. „En ég er svo þreyttur,“ stundi ræfils Brian sem varð til þess að honum var gefin blá pilla. Ók eft- ir það á tveimur hjólum niður eftir og stífbónaði bílinn við komuna til Lundúna. Kattferskur. Dickinson sagði einnig kostu- legar sögur af Iron Maiden sem náðu hámarki þegar hann fór yfir buxnatísku bandsins gegnum árin. Sem kunnugt er hefur Iron Maiden hvorki verið á mála hjá Versace né Armani. Spandex-buxur, ermalaus bolur og West Ham United- svitabönd og málið er dautt. Aðallega þó einn Söngvarinn ræddi um ástríðu sína fyrir flugi en staldraði stutt við störf sín fyrir Astraeus og Iceland Express. Bar þó landi og þjóð vel söguna. Iceland Express-ævintýrið hefði runnið út í sandinn, sagði hann, og orðalagið benti til þess að Dickinson þekkti söguna. „Þið vor- uð reið út í tvo til þrjá menn, að- allega þó einn – og ég líka.“ Hann kom mun víðar við og óborganleg var frásögn söngvarans af stuttum en snörpum orðaskiptum við Elísabetu drottningu og Filipp- us drottningarmann. „Þungarokk, hvað er það?“ spurði drottning, þegar fundum þeirra bar saman í Buckingham-höll. Eftir hlé svaraði söngvarinn spurningum úr sal og komu þær úr ýmsum áttum. Sumar voru langar og flóknar en aðrar hnitmiðaðri, eins og „þekktir þú Lemmy per- sónulega?“ Af því tilefni rifjaði Dickinson upp söguna af því þegar læknar ráðlögðu Lemmy að drekka meira vatn. „Hann bætti þá bara klaka út í Jack Danielsinn!“ Hann var einnig spurður um kvikmyndina Chemical Wedding, þar sem hann skrifaði handritið ásamt leikstjóranum, Julian Doyle. Í svari Dickinsons kom fram að myndin, sem fjallar um dulspeking- inn alræmda Aleister Crowley, hefði verið gerð af miklum van- efnum og fyrir vikið hafi þurft að færa söguna til okkar tíma og láta hana gerast að mestu innandyra. „Það er dýrt að taka upp úti?“ Loks var Dickinson spurður hvað yrði fyrir valinu mætti hann aðeins vera eitt héðan í frá, skylm- ingakappi, flugmaður eða söngvari Iron Maiden. Svarið var á þá leið að margir væru betri í skylmingum en hann og fjölmargir gætu sinnt starfi flugmanns eins vel. „En þeir eru ekki margir sem gætu frontað Iron Maiden!“ Þungarokk, hvað er það? »Dickinson var á end-anum rekinn fyrir að hafa þvaglát yfir kvöld- verð skólameistarans sem sá síðarnefndi borðaði raunar með bestu lyst. Ljósmynd/John McMurtrie Sigldur Bruce Dickinson hefur komið víða við um dagana. Hann var í ess- inu sínu í Eldborginni á sunnudagskvöldið í sýningunni Spoken Word. Þótt enn sé um mánuður þar til til- kynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna þá hefur Bandaríska kvikmyndaakademían þegar kynnt lengri lista kvikmynda og kvikmyndalistamanna sem keppa um tilnefningu í hinum ýmsu flokkum. Þar á meðal voru kynntar níu kvikmyndir sem munu keppa um Óskarinn sem „besta erlenda kvikmyndin“. Framlag Íslands, Kona fer í stríð, kvikmynd Bene- dikts Erlingssonar, hlaut ekki náð fyrir augum valnefndarinnar. Alls lögðu 87 þjóðir fram kvik- myndir til samkeppninnar. Sérstök nefnd valdi sex af þessum níu en hinar þrjár voru valdar af rýnum sem stjórn akademíunnar valdi. Kvikmyndirnar níu eru, með ensk- um heitum: Birds of Passage frá Kólumbíu, The Guilty frá Dan- mörku, Never Look Away frá Þýskalandi, Shoplifters frá Japan, Ayka frá Kasakstan, Capernaum frá Líbanon, Roma frá Mexíkó, Cold War frá Póllandi, sigurmynd Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna um liðna helgi, og Burning frá Suð- ur-Kóreu. Kona fer í stríð var ekki valin AFP Tilnefndur Hinn pólski Pawlikowski vann Evrópsku verðlaunin og er nú tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir Kalt stríð. Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins og listrænn stjórnandi sviðlista- hátíðarinnar Lókal, hefur verið ráðin stjórnandi listahátíðarinnar Festspillene í Norður-Noregi. Tekur hún við stöðunni í mars næstkomandi. Miðstöð Fest- spillene er í Harstad. Ragnheiður hefur komið að hátíð- inni á undanförnum árum og hefur enn fremur unnið með heimamönnum að dagskrá leikhús- og dansatriða fyrir hátíðina á næsta ári. Á heimasíðu Festspillene er haft eftir Ragnheiði að hún hlakki mikið til að starfa með hinu góða stjórnunarteymi hátíðarinnar í Harstad að einni bestu listahátíð sem sett sé upp á Norðurlöndum ár hvert. Hún njóti þess að vinna í norðrinu og hlakki til að búa þar. Ragnheiður tekur við Festspillene Ragnheiður Skúladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.