Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 19.12.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 ÁN TÓBAKS MEÐ NIKÓTÍNI Zonnic Mint munnholsduft í posa og Zonnic Pepparmint munnholsúði innihalda nicotin. Lyfin eru ætluð til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leggðu hönd á plóg þar sem þess er þörf, hvort sem það er beinlínis í þínum verkahring eða ekki. Vinur sem þú ræðir við mun leggja ýmislegt til málanna og veita þér holl ráð. 20. apríl - 20. maí  Naut Viljirðu komast hjá óþægindum skaltu ekki blanda saman starfi og leik. Taktu flóknum aðstæðum með þolinmæði og láttu aðra um að mála skrattann á vegginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki værðina ná svo sterk- um tökum á þér að þú hafir ekki dug í þér til að vinna þau verk sem þarf að vinna. Það getur soðið upp úr í vinnunni, sittu á þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að hafa sérstakar gætur á fjármálunum og skalt varast fjárfestingar, sem minnsta áhætta er samfara. Virkjaðu bjartsýni þína og settu þér háleit markmið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú hafir kannski ekki mikið fé handbært þessa stundina, má alltaf gera sér glaðan dag með litlum tilkostnaði. Margt er hreinlega ókeypis. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefur verið mikið álag á þér að undanförnu svo þú hefðir gott af því að komast í stutt ferðalag um helgina. Dæmdu þig mildilega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu vel á móti góðum gestum. Breyttu einhverju einu og bara einu og það opnar leiðina að einhverju nýju. Þú dustar rykið af gömlum vinskap. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Haltu þínu striki og láttu úr- tölur sem vind um eyru þjóta. Þú hefur stundum bognað en ekki brotnað. Þú ert ekki fyrir að láta mikið fyrir þér fara. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gakktu í það að koma öllum málum á hreint svo þú getir snúið þér að framtíðinni. Þú stendur meðan stætt er, það þarf enginn að efast um það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt gangi ekki sam- kvæmt áætlun. Líf þitt tekur stakkaskiptum fljótlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lokaðu þig ekki af frá umheim- inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Fólk misskilur þig oftar en ekki. Talaðu skýrar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú veltir fyrir þér hvort þú getir treyst vissri manneskju. Þér hættir til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Treystu á þína innri rödd. Theodóra Thoroddsen skrifarskemmtilega grein í Eimreið- ina árið 1916 um draumljóð. Þar segir frá konu undir Jökli sem dreymdi skömmu eftir drukknun unnusta síns að lagst var ofan að glugga er var yfir rúmi hennar og kveðið: Líttu í skjáinn skykkjugná og skaltu fá að sanna að vofum hjá í votri lá vakir þrá til manna. Stúlkan vaknaði og þóttist þekkja málróm unnusta síns en brast hug til að líta upp í gluggann enda virtist sem einhver renndi sér niður baðstofuþekjuna. Mann norður á Ströndum, Tómas að nafni, dreymdi að maður kæmi að sér um nótt og kvæði vísu þessa: Best er að leggja brekin af og bera vel raunir harðar nú er meira en hálfsótt haf heim til sælu-jarðar. Tómas nam vísuna og sagði frá henni er hann vaknaði en varð bráðkvaddur næsta dag. Þorvaldur prestur Björnsson á Mel í Hrútafirði drukknaði laust eftir síðustu aldamót með þeim hætti, að hann féll niður um ís að nóttu til. Þá hina sömu nótt dreymdi bónda þar nyrðra að prestur legðist á glugga hjá sér og kvæði: Er á ferðum engin töf, ekki er gott að skilja. Sigli ég yfir sollin höf, svöl er næturkylja. Djúpum ofar hættu hyl, hlaðinn þungum vanda. Samt ég horfi sjónum til sólar-fegri landa. Það er í munnmælum að prest, er hafði í hyggju að að breyta um brauð og býli, hafi dreymt vin sinn látinn. Hyggst prestur fá hjá hon- um vitneskju um framtíð sína og þykist kveða: Hvar á að byggja? Hvernig fer? Hvar á að bera að landi? Hvað á að tryggja hag minn hér? Hvað á að liggja fyrir mér? Þykir honum vinur sinn svara: Þar um varðar þig ei grand, þér á að nægja vonin. Guð ákvarðar líf og land, lán búgarða, auð og stand. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Theódóru og draumvísum Víkverji er í miklum ham þessadagana enda þarf að koma mörgu í verk. Það þarf að þurrka af, ryksuga, skúra og bóna hátt og lágt, þvo föt og strauja, skreyta í bak og fyrir og kaupa jólatré, kaupa jólagjafir og pakka þeim inn, skipuleggja veislur og matarboð, baka smákökur í akkorði, lesa jóla- bækur í gríð og erg, skrifa jólakort og senda þannig að þau komist örugglega til allra áður en jólin ganga í garð og reyna í ofanálag að finna tíma til að sinna vinnunni í það minnsta þriðjung úr degi. Og er þá fátt eitt talið af verkefnalist- anum. x x x Allt þetta ræðst hann í með brosá vör því að hann veit að það gengur ekkert betur þótt hann setji upp skeifu. x x x Reyndar veit Víkverji að kannskiverður eitthvað út undan í til- tektinni og spurning hvort hann nái að strauja. Það er heldur ekki víst að hann nái að baka allar þær sortir af smákökum, sem hann helst vildi. Þá gæti verið að hann kæmist ekki yfir allar þær jólabækur, sem hann nú sér fyrir sér að hann muni lesa í makindum sínum, því að eins og verða vill fer eitthvað minna fyrir rólegheitum til að sitja og lesa en verða átti. Þá getur vel verið að ein- hverjir fái jólakortið ekki fyrr en milli jóla og nýárs. x x x En hann mun líka sætta sig viðþað með bros á vör. x x x Hann veit nefnilega að þegar há-tíðin gengur í garð mun enginn velta fyrir sér hvort hann hafi náð glansmyndafullkomnun í undirbún- ingi jólanna og í raun og veru skipt- ir það ekki máli þegar upp er staðið heldur inntak jólanna. Enda mun Víkverji aldrei geta gert allt kusk útlægt eða haft allt klárt í tíma og víst að ef hann næði því – sem eng- in ástæða til að óttast – yrði hann kominn í þá óbærilegu stöðu að geta ekki bætt sig. Aðeins hnignun og afturför myndu blasa við og það vill hann ekki. vikverji@mbl.is Víkverji Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda (Sálmarnir 51.12) ALLTAF GÓÐUR. „Þegar ég sagÐI HONUM AÐ ÞAÐ GÆTI VERIÐ GAMAN AÐ FÁ MORGUNMAT Í RÚMIÐ SAGÐI HANN MÉR AÐ SOFA Í ELDHÚSINU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda í ferðalag saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG VONA AÐ SVEINKI GEFI MÉR EITTHVAÐ DÁSAMLEGT EINS OG HVAÐ? NÝJA KEÐJU! ÉG SKAL SKILA ÞVÍ TIL HANS HRÓLFUR, ÞÚ OG ATLI HÚNAKONUNGUR ERUÐ FORNIR FJENDUR! ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ GRAFA STRÍÐSEXINA? HELGA, ÉG GET EKKI HLUSTAÐ Á ÞETTA. ÞAÐ GERIR ÞIG MEÐSEKA! ÞÚ MÁTT EKKI GERA SKÍTVERKIN HÉR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.