Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 2
Magnús Heimir Jónasson Jón Pétur Jónsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, sem lagði til að rannsókn yrði gerð á miklum kostnaði við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eigi að segja af sér í kjölfar skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar á bragganum. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að kostnaðareftir- liti við framkvæmdina hafi verið ábótavant, það brjóti í bága við inn- kaupareglur, starfslýsingar og verk- ferla, og ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg. „Pólitíska ábyrgðin er sú að hann á að segja af sér eftir þessa skýrslu. Það er stofnun borgarinnar sem fellir þennan áfellisdóm yfir bæði borgar- stjóra, stjórnsýslu borgarinnar og stjórnkerfi. Þarna var farið mjög frjálslega með fé útsvarsgreiðenda og farið frjálslega í kringum lög,“ segir Vigdís. Í október lagði hún fram tillögu í borgarstjórn um að framúrkeyrsla borgarinnar í braggamálinu yrði skoðuð af óháðum aðila. Meirihluti borgarstjórnar hafnaði því og var málinu þá vísað til innri endurskoð- unar. Spurð hvort hún telji enn þörf á því að óháðir aðilar rannsaki málið segir Vigdís svo vera. „Ég tel að þarna séu svo margar ógætnisvillur og mikil tenging á milli aðila og emb- ætta hjá borginni. Það eitt kemur berlega í ljós hvernig borgarstjóra er hlíft í þessari skýrslu. Þetta er það sem ég var að vara við allan tímann; að borgin getur ekki skoðað sjálfa sig,“ segir Vigdís sem gefur lítið fyrir þann starfshóp sem á að stofna í kjöl- far skýrslunnar. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, segir skýrsluna staðfesta ábyrgð borgarstjóra. „Skýrslan er skýr og þar er ábyrgð borgarstjóra staðfest. Lög voru brot- in bæði varðandi ólöglegar greiðslur og sönnunargögnum eytt ólöglega. Síðan er borgarstjóri að reyna að halda því fram eftir á að hann hafi komið okkur Vigdísi Hauksdóttir á sporið. Það er alrangt. Þessu var fyrst og fremst flaggað af okkur þeg- ar við sáum tölurnar,“ segir Eyþór. Dapurlegar eftiráskýringar Í skýrslunni er tekið fram að Hrólf- ur Jónsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóri skrifstofu eigna og atvinnuþró- unar (SEA), hafi ekki upplýst er dapurlegt að gangast ekki við ábyrgð en það að reyna að breyta sannleikanum eftir á er einfaldlega sorglegt,“ segir Eyþór. Áfellisdómur yfir verkefninu „Þetta er allavega áfellisdómur yfir utanumhaldi um þetta verkefni,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is í gær, spurður hvort skýrslan væri á einhvern hátt áfell- isdómur yfir störfum hans sem borg- arstjóra. „Eins og fram hefur komið í um- ræðunni þá er hluti þess sem fór af- laga að ég og borgarráð, innkauparáð og borgarritari vorum ekki látin vita í hvað stefndi og við verðum auðvitað Kallar eftir afsögn borgarstjóra  Svört skýrsla um braggann í Nauthólsvík var birt í gær  Lög voru brotin og eftirliti ábótavant  „Farið mjög frjálslega með fé útsvarsgreiðenda og farið frjálslega í kringum lög,“ segir borgarfulltrúi Morgunblaðið/Árni Sæberg Braggi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við fjölmiðla í Ráðhúsinu í kjölfar birtingar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur um braggamálið. yfirmenn sína um stöðu mála. Þar seg- ir að það leysi þá ekki undan þeirri ábyrgð að hafa heildarsýn yfir rekstur einingarinnar. Þá átti borgarstjóri að gegna þeirri skyldu að fara yfir veruleg frávik í verkefnum SEA. Fram kemur að SEA heyri undir borgarritara og síð- an er borgarstjóri hans yfirmaður. „Þrátt fyrir þetta hefur borgarritari haft lítil afskipti af SEA sem hefur í raun sótt sín mál fram hjá honum og til borgarstjóra. Það er ekki hlutverk borgarritara né borgarstjóra að hafa beinlínis eftirlit með daglegum verk- efnum SEA, það er hlutverk skrif- stofu-stjórans. Þeirra eftirlitsskylda felst í því að kalla eftir upplýsingum og skýrslum,“ segir í skýrslunni. Vigdís segir að borgarstjóri hafi ekki farið með rétt mál í fjölmiðlum í gærkvöldi þegar hann sagði að ekki hefðu verið gerðar neinar athuga- semdir við málið. „Það er beinlínis ósatt sem Dagur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar athugasemdir hefðu verið gerðar. Þegar kíkt er yfir fundargerðir innkauparáðs frá 2017 þá er verið að kalla þar eftir þessum upplýsingum,“ segir Vigdís. Eyþór segir þessar eftiráskýringar borgarstjóra dapurlegar. „Það gleym- ist að það voru sjálfstæðismenn í inn- kauparáði sem spurðu um þetta í meira en ár án þess að fá svör. Svona eftiráskýringar eru dapurlegar. Það að tryggja í gegnum ferla og utanum- hald að það gerist ekki. Allir þessir að- ilar, ég þar á meðal, verða að hafa tækifæri til þess að bregðast við og taka nýja ákvörðun og jafnvel stöðva verkefni ef þau stefna fram úr því sem upphaflega var lagt af stað með,“ segir Dagur. Vigdís segir að þessu máli sé hvergi nærri lokið. „Málið er rétt að byrja. Það var svæft með því að setja það til innri endurskoðanda borgarinnar. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og nú tek ég og fleiri innan minnihlutans þetta mál aftur upp. Ég mun nota jólafríið í að ráðfæra mig bæði við lögmenn og end- urskoðendur þar sem þessi mál verða krufin til mergjar,“ segir Vigdís. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 Óttarr Möller, fyrrver- andi forstjóri Eimskipa- félags Íslands, lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn 19. desember, 100 ára gamall. Óttarr fæddist í Stykkishólmi 24. októ- ber 1918, sonur hjónanna Williams Thomasar Möller, póst- afgreiðslu- og símstjóra, og Kristínar Elísabetar Möller húsfreyju. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla Ís- lands 1936, stundaði verslunarnám í Bretlandi og nam skipaútgerð við New York-háskóla 1942-46. Óttarr réðst til Hf. Eimskipafélags Íslands 1938 og starfaði m.a. á skrifstofum fé- lagsins í New York og í Reykjavík. Hann var viðskiptalegur fram- kvæmdastjóri hjá Sameinuðum verk- tökum um tíma. Hann var ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands árið 1962 og gegndi því starfi til ársins 1979. Óttarr gegndi jafn- framt fjölmörgum stjórnunar- og ábyrgð- arstörfum um ævina. Hann var ráðunautur í siglingamálum í stjórn- skipaðri nefnd sem fór til Rússlands 1959. Þá var Óttarr meðal annars í stjórn og stjórnarfor- maður Flugfélags Ís- lands um tíma, í stjórn Flugleiða hf., Tollvörugeymslunnar hf. og einnig í stjórnum Slippstöðvarinnar á Akur- eyri, Ferðaskrifstofunnar Úrvals, í stjórn og framkvæmdastjórn Eim- skipafélags Reykjavíkur og í stjórn Íslenskrar endurtryggingar. Þá var Óttarr m.a. formaður full- trúaráðs og yfirstjórnar sjálfseignar- stofnunarinnar St. Jósefsspítala, Landakoti og sat í orðunefnd Hinnar íslensku fálkaorðu. Hann var í sam- bandsstjórn Vinnuveitendasambands Íslands og í framkvæmdastjórn þess, í fulltrúaráði Hins íslenska fornrita- félags, í stjórn Heimdallar og síðar í fulltrúaráði og í fjármálaráði Sjálf- stæðisflokksins. Óttarr var einnig heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Vesturheimi og félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur og Frímúrarareglunni á Íslandi. Óttarr var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1964 og stórriddarakrossi 1971 fyrir störf að siglingamálum. Hann kvæntist Arnþrúði Kristins- dóttur Möller (f. 1923, d. 2009) 20. febrúar 1948. Þau eignuðust fjórar dætur, Emilíu Björgu, Kristínu Elísabetu, Erlu og Auði Margréti sem allar lifa föður sinn. Andlát Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Í DAG OG ALLAHELGINA OPIÐ10-19 KOSS RETRO Mögnuð Porta Pro Classic heyrnartól 4.990 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Spurt í Kringlunni: Hvað finnst þér um niðurstöðu skýrslu innri endurskoðunar um braggann í Nauthólsvík? „Mér finnst málið sem slíkt vera mjög slæmt og bara skelfi- lega slæmt eiginlega,“ svaraði Anna Jensdóttir. „Málið sem slíkt mjög slæmt“ „Þetta er bara skand- all. Já, þetta er bara einn stór skandall,“ segir Jóhanna Schev- ing spurð um úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á framkvæmdum og end- urgerð braggans í Nauthólsvík. „Þetta er bara einn stór skandall“ „Þetta endurspeglar bara hvernig stjórn- arhættir eru í stjórnmálum á Ís- landi yfirhöfuð. Hlægilegt, mikil óreiða og lítið skipu- lag,“ svarar Pétur Örn Gíslason. Endurspeglar íslensk stjórnmál „Þetta er bara klúður og sam- bandsleysi þarna á milli. Borgarstjóri segist ekki fá upp- lýsingar. Það er eitthvað sem þarf að laga þarna,“ var svar Sigrúnar Hjartardóttur. „Klúður og sambandsleysi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.