Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
✝ Anna MaríaTómasdóttir
fæddist í Skálm-
holti í Villinga-
holtshreppi 4.
október 1939. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands á Selfossi 12.
desember 2018.
Foreldrar hennar
voru Bergþóra
Björnsdóttir, f. á
Björnólfsstöðum í A-Hún. 20.3.
1910, d. 13.8. 1946, og Tómas
Guðbrandsson, f. á Bolafæti í
Hrunamannahreppi 8.5. 1897,
d. 27.6. 1984. Systur Önnu
Maríu eru Elín, f. 12.9. 1935, d.
3.10. 2007, Hólmfríður Guð-
björg, f. 6.8. 1937, Ásta Guð-
rún, f. 4.10. 1939, og Brynhild-
ur, f. 19.10. 1943. Eftir að
móðir Önnu Maríu lést ólst hún
upp hjá Guðrúnu föðursystur
sinni í Ketlu á Rangárvöllum.
Anna María giftist 25.12.
1957 Gústafi Lilliendahl, f. í
Reykjavík 10.7. 1936. For-
eldrar hans voru Jónas Lillien-
dahl, f. á Vopnafirði 30. nóv-
með Sigrúnu Brynju Ólafs-
dóttur eru 1) Hulda Dröfn, f.
25.6. 1982, sambýlismaður
Davíð Halldór Lúðvíksson,
dóttir Huldu er Eva Sigríður
Jakobsdóttir, dóttir þeirra er
Pia Rún. 2) Ívar, f. 3.5. 1984,
kvæntur Höllu Margréti Við-
arsdóttur, börn Andrea Rán,
Emma Dröfn og Elías Freyr. c)
Margrét, f. 6.8. 1963, maki Jón
Bjarnason, f. 15.12. 1957. Börn
Margrétar eru 1) Katrín Guð-
jónsdóttir, f. 1.1. 1980, sam-
býlismaður Egidijus Jankaus-
kas, þeirra börn Kristey,
Tómas og Aron. 2) Stefán Ár-
mann Þórðarson, f. 29.5. 1987,
sambýliskona Berglind Jóns-
dóttir, þeirra barn er Saga.
Anna María gekk í Kvenna-
skólann í Reykjavík. Hún starf-
aði við afgreiðslu- og skrif-
stofustörf alla sína starfsævi.
Starfaði m.a. hjá Mjólkurbúi
Flóamanna, Kaupfélagi Árnes-
inga, hreppsskrifstofunni á
Eyrarbakka og hjá Sýslumann-
inum á Selfossi. Hún var virk-
ur meðlimur í Kvenfélagi Eyr-
arbakka þegar hún bjó þar. Þá
var hún ein af stofnendum
Rbst. Nr. 9 Þóru á Selfossi og
sinnti hún ýmsum embættis-
störfum innan Oddfellow.
Útför Önnu Maríu fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 21. des-
ember 2018, klukkan 14.
ember 1905, d.
12.3. 1975, og Mar-
grét Jónsdóttir, f. á
Hólum í Öxnadal
16. mars 1908, d.
9.5. 1994.
Börn Önnu Mar-
íu og Gústafs eru a)
Jónas Rafn, f. 30.9.
1957, maki Margrét
Katrín Erlingsdótt-
ir, f. 4.3. 1962, börn
1) Gústaf, f. 25.6.
1987, kvæntur Unni Magnús-
dóttur, þeirra börn Dísella
María, Jóhanna Vinsý og Irma
Katrín. 2) Marinó Geir, f. 23.3.
1990. Sonur Margrétar Katr-
ínar er Erlingur Örn Haf-
steinsson, f. 18.7. 1982, sam-
býliskona Steinunn Camilla
Stones, barn þeirra er Alex-
andra Elly, b) Atli, f. 27.5. 1961,
maki Inge Heinrich, f. 9.6.
1967. Börn þeirra eru 1) Ittu
Julius, f. 28. apríl 1990, sam-
býliskona Najaaraq Lennert Ol-
sen, barn þeirra Malik Marley.
2) Frosti Freyr, f. 20.8. 1991,
sambýliskona Aviana Kleist,
dóttir þeirra er Bibi. Börn Atla
Það er kunnugt minni gegnum
tíðina að menn eru misheppnir
með tengdamæður.
Ég var heppinn þar. Okkur
Mæju tengdamömmu minni þótti
nefnilega innilega vænt hvoru
um annað og ég leyfi mér að
segja höfðum mikið dálæti hvort
á öðru.
Hún gat verið ómyrk í máli og
talsvert dómhörð um menn og
málefni ef því var að skipta og
einhvern veginn hefur mér fund-
ist auðveldara að trúa svoleiðis
fólki. Það lætur ekki veröldina
líða framhjá sér í sinnuleysi held-
ur tekur einarða afstöðu með eða
á móti.
Ekki var ég alltaf sammála
tengdamömmu minni, en við gát-
um alltaf unnt hvort öðru mis-
munandi skoðana, og þess vegna
naut ég þess, þegar hún sagði að
ég væri þessi gersemi sem hún
sagði mig vera. Geri mér reyndar
grein fyrir að þessi skoðun henn-
ar stóðst e.t.v. ekki fullkomlega
nánari rannsókn, en þetta var
hennar skoðun og ekki datt mér
annað í hug en virða það og það
með ánægju.
Hún var einstaklega hrífandi
manneskja. Ógurleg skvísa, fór
mér vitanlega aldrei ótilhöfð út
úr húsi og drakk kaffið úr bolla
með gullrönd. Hennar heimavöll-
ur var tískubúðir og dömuleg
gildi.
Það voru oft ansi skemmtileg-
ar stundirnar í Kringlumýrinni
við glannalegt tal og stundum allt
að því gáleysislegt. Tengdapabbi
oft gætnari í orðum en Mæja
tengdamamma og viðbrögðin við
gamansögunum ólík. Hann ljóm-
andi í framan brosandi og hún
skellihlæjandi. Þá var gaman.
Nú leggur Gústi tengdapabbi
af stað á nýjar brautir, einn. Mik-
il viðbrigði fyrir hann og okkur
öll. Það verður einhvern veginn
allt öðruvísi.
Hennar verður sárt saknað.
Við vinnum okkur saman út úr
þessu, Gústi.
Jón Bjarnason.
Það er einhvern veginn svo
skrítið til þess að vita að einhver
fari og komi aldrei aftur. Hins
vegar er það einhvern veginn
þannig í þessu tilfelli. Amma er
dáin og er farin af þessari jörð,
hún er samt ekki farin alveg.
Hún er hjá okkur og verður um
ókomna framtíð. Amma skapaði
með mér minningar sem koma
alltaf til með að lifa. Minningar
sem allir sem hana þekktu geta
minnst, brosað, hlegið eða grátið
yfir.
Amma var miklu meira en
bara amma, hún var vinur. Hún
var vinur sem lét sér alla í kring
varða, hvort sem þeim líkaði það
betur eða verr. Hún var einhvers
konar fjölskyldutenging sem
tengdi svo marga saman. Það var
alltaf svo gott að koma til ömmu.
Hún tók manni vel og vildi helst
allt fyrir mann gera. Hún var
húmoristi og hafði sterkar skoð-
anir.
Ég var mikið hjá ömmu og afa
á Eyrarbakka sem barn og má
segja að það hafi verið mitt ann-
að heimili. Amma passaði ávallt
upp á að eiga nóg að borða og að
hafa nóg fyrir stafni. Hún henti
aldrei neinu svo það var í mörgu
að grúska. Amma réði og yfirleitt
var bara tekið mark á því. Hún
skammaði sjaldan, en það var
kannski af því að maður virti
hana og hún virti mann sjálfan.
Við frændurnir vorum oft á tíð-
um hálfgerðir heimalningar hjá
ömmu og afa á Eyrarbakka og
tókum ekkert allt of vel í það
þegar aðrir „fengu að vera“ hjá
ömmu í okkar stað. Svo mikið
þótti okkur vænt um að vera þar.
Það var ekki til þess að komast
hjá öðrum aðstæðum, það var
bara vegna þess að þar var gott
að vera og gaman.
Amma þurfti ekkert að fara
strax, hún var ekki gömul, en það
eru ekki allir spurðir um aldur.
Við áttum margt sameiginlegt og
stundum vorum við ósammála en
það skipti ekki máli. Við vorum
alltaf vinir, við verðum vinir
áfram, bara á annan hátt. Það er
alls ekki sanngjarnt að maður
þurfi að missa einhvern sem
manni þykir vænt um en það eru
góðu hlutirnir og minningarnar
sem hjálpa manni í gegnum svo-
leiðis hluti. Hún hafði svo margt
og skilur eftir sig svo margt sem
maður getur huggað sig við.
Mér tókst að kveðja og mér
tókst að njóta návistar hennar á
meðan hún var með okkur í lif-
anda lífi. Fyrir það er ég þakk-
látur. Ég er líka þakklátur fyrir
það hversu elskuleg hún var við
sitt fólk og mitt fólk.
Hún var góð amma og góð
langamma dóttur minnar. Mín
fjölskylda var hennar fjölskylda
og það raunar skipti ekki máli
hvort aðilar væru henni skyldir
eða ekki. Hún var amma og
amma mín hugsaði hlýtt til allra
sem tengdust henni. Ég á ömmu
minni ótal margt að þakka.
Amma, ég sakna þín og syrgi,
ég geri það á minn hátt. Ég skal
passa afa, við gerum það öll. Það
minnast þín allir með brosi og
tári en með tímanum brosum við
vonandi enn meira. Þú ert með
okkur og munt ávallt vera.
Stefán Ármann.
Maja systir er fallin frá, önnur
í röðinni af okkur fimm Skálm-
holtssystrum, eins og við vorum
oft kallaðar. Elsta systirin, Elín,
lést árið 2007. Tvíburasysturnar
Maja og Ásta voru aðeins sex ára
gamlar þegar móðir okkar féll
frá 36 ára gömul. Faðir okkar
reyndi að halda fjölskyldunni
saman en eftir að hafa haft þrjár
ráðskonur hverja eftir aðra tók
hann þá ákvörðun að bregða búi
og við systurnar fluttum til ætt-
ingja. Við vorum þá allar á barns-
aldri og nutum þess því ekki að
alast upp saman, misstum af
samveru unglingsáranna og
sáum hver aðra aðeins af og til.
Þá var ekki eins auðvelt að
ferðast og nú er því ekki voru
bílar á öllum heimilum á þeim ár-
um.
Maja ásamt Ellu og Binnu
flutti til Guðrúnar föðursystur
okkar að Ketlu á Rangárvöllum
og átti þar heima þar til hún
flutti til Reykjavíkur og hóf nám
í Kvennaskólanum. Á námsárun-
um bjó hún hjá Þorsteini föður-
bróður okkar og Guðrúnu konu
hans.
Þegar kom að fullorðinsárum
tengdumst við Maja mikið aftur.
Við áttum börn á líkum aldri og
þegar þau Gústi bjuggu síðar í
Skálmholti fengu mínar stelpur
að vera í sveitinni hjá þeim á
sumrin og var Magga stundum
hjá okkur. Seinna þegar við vor-
um báðar búnar að koma okkur
upp sumarbústöðum í Skálm-
holtslandi urðu samskiptin meiri.
Maja var frábær húsmóðir og
átti fallegt heimili sem hún hafði
einstakt lag á að hafa smekklegt
og aðlaðandi. Hún var líka mikil
fjölskyldumóðir og fylgist vel
með öllum afkomendum sínum.
Hún var mjög rík af langömmu-
börnum sem voru augasteinarnir
hennar. Oftast þegar ég kom við
hjá henni og Gústa á leið minni í
sveitina sat hún í stólnum sínum
prjónandi á litla fætur og hendur
og þá fékk ég líka oft nýjar frétt-
ir um hvar von væri á næsta
barni.
Gústi minn, þú hefur misst
mikið. Ég og fólkið mitt sendum
þér og fjölskyldum ykkar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sérstakar kveðjur var ég beðin
að senda frá Tómasi og fjöl-
skyldu hans í Noregi.
Anna María
Tómasdóttir
✝ Hulda Ólafs-dóttir fæddist
í Reykjavík 7.
september 1935.
Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. des-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Vilborg
Loftsdóttir, f.
1894, d. 1966, frá
Stóra-Kollabæ í
Fljótshlíð, og Ólafur Guðnason,
f. 1887, d. 1965, frá Brú í Bisk-
upstungum. Systur Huldu voru
sex: Aldís, f. 1920, d. 1980, Sig-
urlaug Halla, f. 1922, d. 2017,
Gríma, f. 1924, d. 1998, Sigríður,
f. 1926, d. 1928, Þórdís Erla, f.
1928, d. 2011, og Þóra Björk, f.
1931, d. 1999.
Hulda giftist Hannesi Hall.
Þau slitu samvistum.
Dætur þeirra eru
Ragnheiður Hall, f.
1961, og Steinunn
Hall, f. 1964.
Hulda var gagn-
fræðingur frá Gagn-
fræðaskóla Vestur-
bæjar. Hún starfaði
m.a. í Búnaðarbank-
anum, Landsbank-
anum, heilbrigðis-
ráðuneytinu, Kjar-
valsstöðum og Þjóðminjasafni
Íslands.
Hulda var mikill bóka-, ljóða-
og listunnandi. Hún rak fyrir-
tækið Hrannir sf. sem flutti inn
og seldi eftirprentanir heims-
frægra listamanna.
Útför Huldu fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 21. desem-
ber 2018, klukkan 13.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku mamma mín, mikið
óska ég að Sóllandið sé til, þú
sért verkjalaus og að tekið hafi
verið vel á móti þér.
Þó að mamma hafi verið veik
mestallt mitt líf þá var hún svo
miklu meira en veikindin. Hún
var greind með geðhvarfasýki
aðeins rúmlega þrítug tveggja
barna móðir. Á þeim tíma voru
geðsjúkdómar mikil skömm og
reyndi fjölskyldan að fela
ástandið eins og hægt var. Til
að mynda komst æskuvinkona
mín ekki að því fyrr en við vor-
um komnar í menntaskóla. Þó
mamma væri beygð eftir inn-
lagnir á Klepp þá hvorki brotn-
aði hún né gafst upp.
Mamma var mjög listræn og
hafði lag á að sjá og upplifa það
fallega í kringum okkur. Hún
kenndi mér að hlusta á fuglana
og horfa á skýin þó að það væri
bara á meðan við gengum að
bílnum í portinu. Það var fátt
sem henni þótti ekki spennandi
og las sér ekki til um. Þegar
við systurnar vorum litlar fór
hún með okkur á ballettsýn-
ingar í Þjóðleikhúsinu og annan
í jólum ár hvert var farið á
frumsýningar í leikhúsum
borgarinnar. Hún var áskrif-
andi að erlendum tímaritum um
arkitektúr og sálfræði og
kynnti sér allt sem hún komst
yfir um íslenska og erlenda
málaralist. Hún var listakokk-
ur, keypti erlendar kokkabæk-
ur og bakaði og eldaði framandi
rétti og kökur. Hún keypti hrá-
efnin í réttina erlendis því oft
voru þau ekki fáanleg hérlend-
is, eins og t.d. lasagna-blöðin
og parmesan-osturinn í lasagna
sem hún bjó til og var uppá-
haldsréttur fjölskyldunnar.
Hún elskaði að komast út í
náttúruna og fór ófáar ferðir
upp í Heiðmörk í göngutúr.
Einnig naut hún þess að ganga
um götur bæjarins og oft þegar
við vorum boðin út í bæ þá
lagði hún klukkutíma eða meira
fyrr af stað á undan okkur fót-
gangandi til að fá hreyfingu og
hreint loft sem var þá í Reykja-
vík. Aðalspenningur okkar
systra var að sjá þegar pabbi
keyrði af stað – hversu langt
hún væri komin í átt að leið-
arenda.
Hún veiktist af gikt rúmlega
fertug og var hræðilegt að
horfa upp á sjúkdóminn af-
mynda hendurnar á henni og
fæturna á nokkrum árum. Hún
tók þeim sjúkdómi af æðruleysi
eins og hinum og ákvað frá
greiningu að hún ætlaði ekki að
velta sér upp úr honum eða láta
hann sigra sig.
Mamma dvaldi á Hrafnistu í
Reykjavík síðustu árin við góða
umönnun. Hún fór í augnað-
gerð og endurheimti augun sín
eins og hún sagði sjálf. Það
gerði henni kleift að lesa, sem
hún gerði alla daga og það sem
hún naut þess. Hún átti margar
listaverkabækur sem hún gat
skoðað endalaust. Eins las hún
mikið bækur Halldórs Laxness
og var bókin Í túninu heima í
miklu uppáhaldi. Einhver bók
Páls Skúlasonar var alltaf á
náttborðinu sem og ljóðabækur
Snorra Hjartar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Þín verður sárt saknað, elsku
mamma mín.
Þín
Ragnheiður.
Það sópaði að Huldu Ólafs-
dóttur þegar hún gekk eftir
Austurstræti til vinnu sinnar í
Búnaðarbankanum á árunum í
kringum 1960. Hávaxin og svip-
sterk bar hún klæði sín með
glæsibrag svo tekið var eftir. Á
vinnustað var hún fyrirmynd
okkar nýbyrjenda því enginn
var öruggari og fljótari að
„bóka tékka“ sem þá var gert á
stóra háværa vélarokka sem
stóðu á gólfi og líktust helst
litlu orgeli með ótal tökkum.
Og marga viðskiptavinina
þekkti hún með nafni og leysti
fljótt og vel úr flóknum vanda-
málum.
Hulda var afar listelsk og
naut jafnt bókmennta, mynd-
listar og tónlistar. Hún og fyrr-
verandi eiginmaður hennar
fluttu inn og seldu um tíma
vandaðar eftirprentanir frægra
málverka. Þá sökkti hún sér
niður í listasögu og gat miðlað
til kaupenda um leið og hún
hafði sjálf mikla ánægju af.
Sinfóníutónleika sótti hún hve-
nær sem hún gat. Eftir að
Hulda hætti að vinna í Bún-
aðarbankanum vann hún um
tíma við Þjóðminjasafnið og
það átti vel við svo fróðleiks-
fúsa og listelska konu.
En örlögin voru Huldu erfið.
Innan við fertugt missti hún
heilsuna og þurfti lengst af síð-
an að glíma við veikindi, geð-
ræn jafnt sem líkamleg. Hún
hefur sennilega ekki verið auð-
veldur sjúklingur, svo mjög
þráði hún bata til að geta stutt
ungar dætur sínar tvær og til
að vera virk í lífinu. Hún varð
óþolinmóð t.d. þegar þeir sem
hún leitaði til, virtust horfa
ráðþrota á meðan hendurnar og
fæturnir krepptust af liðagigt
með þeirri vanlíðan og höml-
unum sem því fylgdu. En hún
kvartaði ekki undan vanlíðan,
einungis vangetu sinni. Hún
leitaði óhefðbundinna leiða, las
sér til, reyndi meðal annars
breytt mataræði löngu áður en
slíkt komst í tísku. „Ég verð að
fara að hrista þetta af mér,
drífa mig út. Fara eitthvað,
gera eitthvað,“ sagði hún oft
eftir erfið tímabil og svo hugs-
aði hún til annarra í svipaðri
stöðu.
„Ég hlýt að geta komið að
einhverju gagni, með þessa
reynslu“ og þá gekk hún til liðs
við Klúbbinn Geysi, en því mið-
ur gerði líkamleg heilsa það
fljótlega of erfitt.
Á síðustu árum dvaldi Hulda
á hjúkrunarheimili Hrafnistu
við góða umönnun, en þar ein-
angraðist hún þó enn meir.
Hún hélt samt vakandi áhuga
sínum og sagði sjálf skemmti-
lega frá. Þegar við hittumst eða
töluðumst við sagði hún mér til
dæmis sögur frá æskuárunum
þegar hún var að alast upp,
yngst í stórum systrahópi í
verkamannabústöðunum við
Hringbraut, frá enskuskólanum
sem hún sótti á Englandi sem
ung stúlka, þegar hún fór sár-
lasin í ferð til Þýskalands um
slóðir Bachs, frá ferðum á síð-
ustu árum í hjólastól með dætr-
unum eða „Villu frænku“ í óp-
eruna og á Kjarvalsstaði.
Undir það síðasta voru sam-
töl okkar orðin nokkuð hjákát-
leg enda rödd Huldu orðin
óskýr og ég löngum heyrnar-
dauf. Eiginlega heyrði hvorug
almennilega hvað hin sagði en
þá bara hlógum við saman.
Hún Hulda gat sannarlega
verið fyrirmynd um margt með
hugrekki sitt og þrautseigju en
umfram allt ástríðuna að njóta
þess sem er fagurt og gott í líf-
inu. Ég kveð hana með þökk
fyrir langa og góða vináttu.
Bera Þórisdóttir.
Nú hefur hún Hulda frænka
mín kvatt þetta líf. Hún var
mesta baráttumanneskjan sem
ég hef kynnst. Þrautseigja
hennar við að takast á við að-
stæður sínar í lífinu og gefast
aldrei upp setja hana á stall
sem hetju í mínum augum.
Hulda hafði áhuga á mörgu.
Hún var mikill listunnandi. Hún
hafði mikla ánægju af því að
hlusta á góða klassíska tónlist,
lesa vel skrifaðar bækur og
horfa á málverk og þá sérstak-
lega listaverk eftir gömlu meist-
arana bæði innlenda og erlenda.
Hún hafði sterkar skoðanir á
því hvað henni fannst vera gott
og ekki gott.
Hún átti áskriftarmiða á tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands um árabil. Hún þurfti allt-
af að hafa stafla af bókum í
kringum sig. Bækur Halldórs
Laxness voru í miklu uppáhaldi
og þá sérstaklega bókin Í
túninu heima, sem hún ræddi
mikið við mig um og þá spunn-
ust oft umræður um gamla tím-
ann.
Hún hafði líka mikla unun af
ljóðum. Í uppáhaldi hjá henni
voru skáldin Steinn Steinar,
Einar Benediktsson, Snorri
Hjartarson, Hannes Pétursson
og fleiri. Það skemmtilegasta
sem Hulda gerði var að fara á
listsýningar.
Hulda var trúuð og hafði
áhuga á andlegum sem og sál-
fræðilegum málum. Henni
fannst gaman að ferðast og
upplifa eitthvað nýtt þó að
heilsan hafi komið í veg fyrir að
hún hafi getað gert mikið af því.
Hugurinn bar hana út í heim
og hún lifði á ferðaminningum
sínum.
Hulda var yngst af sjö systr-
um. Það voru mikil tengsl og
samskipti milli systranna og
systkinabarnanna ellefu. Hulda
giftist ung Hannesi Hall en þau
skildu þegar Hulda var um
fimmtugt.
Hulda
Ólafsdóttir