Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 27
Fátt hefur verið sagt en margt ósagt af samskiptum okkar Maju systur. Hvíl hún í friði. Hólmfríður Tómasdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Miðvikudaginn 12. desember bárust mér þær sorgarfréttir að systir okkar, Anna María Lillien- dahl, væri fallin frá. Mig setti hljóða. Það er innan við mánuður síðan ég, ásamt systur okkar, heimsótti þessa merku konu. Þá lék hún á als oddi og var að und- irbúa flutning í fínu íbúðina þar sem þau hjón ætluðu að eyða ævikvöldinu saman. Það var dæmigert fyrir hana að búið var að pakka öllu í glæra plastkassa svo ekki færi á milli mála hvar hlutirnir væru. En lengra komst hún ekki því komið var að ferð- inni til fyrirheitna landsins. Anna María gekk til liðs við Oddfellowregluna hinn 31. mars 1990. Þar hafa Þórusystur notið starfskrafta hennar og vináttu í gegnum árin. Hún gegndi mörg- um ábyrgðarstörfum innan Regl- unnar og var valin þar til forystu. Það var gott að leita til hennar með hvaða erindi sem var og hún leiðbeindi okkur eins og henni var einni lagið. Hennar verður sárt saknað og skarð hennar verður vandfyllt. Við kveðjum fullar þakklætis fyr- ir vináttu hennar og kærleika. Við Þórusystur sendum innilegar samúðarkveðjur til eiginmanns hennar, barna og fjölskyldna þeirra. Hvíl í friði, kæra systir. Guð blessi minningu þína. Friður sé með sálu þinni. F.h. Rbst. nr. 9. Þóru I.O.O.F., Margrét Halla Ragnarsdóttir. Þau áttu tvær dætur, Ragn- heiði og Steinunni, sem voru henni mjög kærar. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til hennar frænku minnar. Ógleymanlegir voru fram- andi réttir sem ég fékk hjá henni. Á yngri árum hafði hún gam- an af því að elda og eldaði þá gjarnan eftir uppskriftum úr erlendum matreiðslubókum og blöðum og var þá með rétti sem voru ekki algengir hér heima, en allir þekkja í dag. Hulda fékk stærri skerf en margir af erfiðleikum til að tak- ast á við í lífinu sem hún gerði af ótrúlegri þrautseigju. Hún missti aldrei lífsviljann. Hún varð sjúklingur á þrítugsaldri og glímdi við geðfötlun frá þeim tíma. Hún átti mörg erfið tímabil sem reyndu jafnframt mikið á hennar nánustu. Hún þjáðist einnig af mikilli liðagigt síðari hluta ævinnar, þannig að hún gat illa beitt höndunum og síð- ustu 10 árin gat hún ekki geng- ið án stuðnings. Hún þurfi því mikla umönn- un og frá árinu 2011 bjó hún á Hrafnistu. Í erfiðleikum sínum naut hún ekki alltaf skilnings samferða- manna sinna og var heldur ekki alltaf auðveld í samskiptum. Hún var skapstór og lét stund- um orð falla sem hún sá eftir. En hún var þá fljót að sjá eftir því og biðjast fyrirgefningar þegar hún hafði tækifæri til. Hulda var glöð þegar hún fékk heimsóknir og fylgdist hún vel með hvað var að gerast innan fjölskyldunnar. „Mikið er gaman að sjá þig, ég var ein- mitt að hugsa til þín,“ var kveðjan sem ég fékk oftast þegar ég kom. Ég kveð frænku sem var mér mjög kær. Vilborg Lofts. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 ✝ Ester fæddist6. nóvember 1937. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á heimili sínu, Stillholti 6, 24. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Óskar Kortsson frá Selja- landi í Rangár- vallasýslu, f. 2. október 1907, d. 11. nóvember 1987, og Magný Sigurlaug Ólafsdóttir fædd í Vest- mannaeyjum 19. nóvember 1911, d. 20. mars 1980. Ester á tvær systur, Huldu, f. 24. maí 1935, og Sigrúnu Korts, f. 29. desember 1949. Ester giftist Aðalsteini Har- aldssyni sjómanni frá Súðavík, insson, hún er í sambúð með Sigurði Mýrdal. 4) Haraldur, f. 23. október 1961, kona hans er Guðrún Jónatansdóttir. Börn Haraldar af fyrra hjónabandi eru: a) Að- alsteinn, f. 15. júní 1983, hann á tvær dætur með Kolbrúnu Júlíu Óladóttur, þær Rakel Irmu og Tinnu Guðrúnu. Sam- býliskona Aðalsteins er Edda Gissurardóttir og eru þau bú- sett í Danmörku. b) Haraldur Már, f. 23. ágúst 1990. c) Hug- rún Eva, f. 6. apríl 1993, sam- býlismaður hennar er Hörður Helgason þau eru búsett á Ak- ureyri. Ester lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Akraness. Hún starfaði við hlið manns síns að trilluútgerðinni sem hann rak. Einnig vann hún lengi hjá frystihúsi Hafarnar hf. Útför Esterar fór fram frá Akraneskirkju í kyrrþey 5. des- ember 2018. f. 5. nóvember 1933, d. 21. októ- ber 2016, og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru í aldursröð: 1) Sæv- ar Már, f. 1. des- ember 1955, d. 28. nóvember 1974. 2) Kristín, f. 8. apríl 1957. Hún giftist Gunnlaugi Lárusi Magnússyni frá Kópaskeri, f. 24. febrúar 1950, d. 28. apríl 1989. Dóttir þeirra er Lena, f. 31. janúar 1989, hún er í sambúð með Steinari Helgasyni, dætur þeirra eru Viktoría Ósk og Heiða Kristín. 3) Óskar, f. 25.nóvember 1960, hann á eina dóttur Ester Ósk, f. 21. febrúar 1982, sonur hennar er Arnar Óli Þórar- Góða tungl, um loft þú líður, ljúft við skýja silfur skaut. Eins og viljinn alvalds býður, eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum ljós þitt ljáðu, læðstu um glugga sérhvern inn. Lát í húmi, hjörtun þjáðu huggast blítt við geisla þinn. (Steingrímur Thorsteinsson.) Takk fyrir rugludagana, elsku besta amma okkar E. Við munum alltaf eftir þér og þegar við horfum á tunglið hugs- um við til þín. Ástarkveðja, þínar tátur Viktoría Ósk og Heiða Kristín. Elsku hjartans amma mín. Eina amman sem ég fékk að kynnast og sú allra besta. Það fá því engin orð lýst hversu mikið ég sakna þín. Okkur fannst alltaf svo langt síðan við sáumst ef við hittumst ekki í tvo daga, núna eru þeir orðnir þrír og hafa þeir liðið eins og heil eilífð. Það sem ég gæfi fyrir eina heimsókn enn til þín, spjalla um allt og ekkert yfir einni kókdós eða fara einn búðarúnt. Mig langar að þakka þér fyrir að kenna mér að prjóna. Að baka og teikna og elska ketti. Þakka þér fyrir að hafa kennt mér að synda, hlýjað mér á hönd- unum undir handarkrikunum þínum þegar mér var kalt og komið á alla fiðlutónleikana mína. Þakka þér fyrir að hafa reitt mig á bögglaberanum þínum út í búð eða keyrt mig í kerru og allt- af leyft mér að fá innegg (prins- kex) og opna kókómjólkina áður en við komum að kassanum. Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að syngja inn á kassettu og láta mér líða eins og að ég gæti eitthvað sungið (þótt að sú væri nú ekki raunin). Þakka þér fyrir að hafa sagt konunum í Einarsbúð að ég stækkaði alveg eins og hin börnin og að mér þætti ekki leiðinlegt að vera með þér eftir hádegi! Þakka þér fyrir að kenna mér að segja alltaf mína skoðun og að leiðrétta stafsetningarvillurnar mínar. Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur kennt mér, sagt mér og gert með mér og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið mér til halds og trausts. En mest af öllu, amma, eins og við sögðum alltaf, –takk fyrir að vera til. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Alltaf þín Lena (Lenfríður ljós). Elsku amma mín Esta besta. Sterkari konu hef ég ekki á ævinni hitt, þínar þrautir í lífinu voru óteljandi og margar hverjar hefðu brotið hvern mann en ekki þig. Þú magnaða sál sem fáir fengu að sjá að fullu, ég hef elsk- að þig alla tíð og mun gera alla daga. Ég minnist saumaklúbbanna í skúrnum með þér, Huldu, Stínu, Laufeyju, Siggu og Jónu – að vera í saumaklúbb með ömmu minni á þriðjudagskvöldum var það besta sem ég vissi, handa- vinna, hlátur og að fá að heyra sögur af ykkur öllum var einstök upplifun. Takk fyrir að kenna mér svona mikið, þó svo að ég viti að pönnukökurnar mínar verði aldrei jafn góðar þá er það allt í lagi því að ég mun minnast þín þegar að ég ber þær fram á fal- lega disknum sem þú gafst mér. Ég minnist þín þegar að ég vef mér inn í teppið sem þú heklaðir fyrir mig, þegar ég klæði mig í ullarpeysuna góðu á köldum degi og auðvitað þegar ég hlusta á hljóðbók í ró og næði – þá hugsa ég til þín og sögunnar um Upp- vöxt litla trés, amma manstu? Ég man – ég man þig. Tilhugsunin við það að fá aldr- ei að hitta þig aftur er sárari en nokkur önnur. Að eiga stund með þér einni var það besta, andartök þar sem hreinskilni, tryggð og rólegheit einkenndu hvert augnablik. Síðasta gullna stundin var þegar að ég náði þér loksins einni eftir langa spítaladvöl, þú varst ný komin heim í síðasta skiptið. Þá gátum við loksins rætt leyndarmálið okkar, barnið sem við Hörður eigum von á. Þú straukst mér um magann og sagðir að þú héldir að þetta væri stelpa. Tárin sem renna niður kinnarnar á mér lýsa bláköldum veruleika þess að barnið okkar fær aldrei að hitta þig, en ég er þakklát fyrir að þú vissir af komu þess, þakklát fyrir að hafa séð hvað þú varst ánægð að heyra fréttirnar og ég veit að þú vakir yfir okkur. Guð gefur og tekur. Tíminn var þér svo erfiður eft- ir að afi kvaddi okkur það sáu það allir, dagarnir voru svo lengi að líða, skrefin urðu þyngri og himininn varð grár. Hrausti mað- urinn þinn sem að var stoð þín og stytta farinn fyrir fullt og allt eft- ir óvænt veikindi og langan að- draganda. Þar með var starfsferli lífs þíns lokið, að sjá um afa var líf þitt og yndi. Fyrir tveimur árum kvaddir þú stærsta part lífs þíns og í dag kveður þú okkur. Ég bað ykkur aldrei um ver- aldlega hluti heldur tíma og hann fékk ég, takk fyrir stundirnar, elsku amma, takk fyrir andartök- in, augnablikin. Kysstu afa á kinnina frá mér, ég sé ykkur seinna. Þín, Hugrún. Þó að lönd og höf hafi skilið okkur að þá höfum við alltaf haldist hönd í hönd fram á síðustu stund. Að eilífu hjá mér meðan sól gyllir haf. Guð blessi þig, elsku systir mín, og hér tölum við bara ís- lensku. Alltaf þín systir, Sigrún. Elsku vinkona mín og ömmu- systir var lögð til hinstu hvíldar miðvikudaginn 5. desember síð- astliðinn. Á mínu heimili var hún, er og verður aldrei kölluð annað en Esta besta. Því hún var svo sannarlega best. Ég á svo marg- ar minningar af Stillholti 6 frá því að ég skottaðist þar lítil með Ester Ósk. Esta hélt gjarnan Neyðarlínu-partí fyrir okkur frænkurnar, keypti pepsí í gleri og tröllatópas í Rauðu-myllunni og svo horfðum við öll saman á amerísku neyðarlínuna – 911. Þetta varð fastur liður hjá okkur og alltaf beið manns sama dekrið í Estu- og Allahúsi. Esta var þekkt fyrir sinn góða húmor og hnyttin tilsvör allt til síðustu stundar. Við skrifuðum hvor annarri bréf um árabil og eru bréfin hennar þau allra skemmtilegustu og mikið sem þau eru mér dýrmæt. Þar var stundum vitnað í Þórarin Eld- járn sem var einn af hennar uppáhalds. Við frænkurnar skrif- uðumst ekki bara á á meðan ég bjó úti heldur vorum við penna- vinkonur í mörg ár á meðan við bjuggum í sama bæjarfélagi. Þar ræddum við ýmis mál, skiptumst á uppskriftum og tíunduðum það sem á daga okkar hafði drifið – þrátt fyrir að við hittumst viku- lega í skúrnum hjá Stínu. Þegar ég bjó úti sendi hún bréf til mín og alltaf annað bréf til Önnu Magnýjar. Hún sendi börnunum mínum alltaf sumargjafir og líka veikindapakka á línuna þegar svo bar við. Anna Magný hélt alltaf svo mikið upp á Estu bestu og leit á hana sem góða vinkonu sem hún vildi endilega stofna hljóm- sveit með þegar hún var yngri. Elsku Estu bestu verður sárt saknað. Eftir sitja ómetanlegar minningar sem ylja manni um hjartarætur. Minningar um góða konu með hjarta úr gulli sem alltaf var til staðar fyrir fólkið sitt. Minningar sem ég mun geyma í hjartanu um aldur og ævi. Takk fyrir allt og allt. Ég mun sakna þín, elsku besta frænka mín. Þín Kristín Edda. Elsku Esta besta, en það köll- uðum við þig, ekki af því að það rímaði við nafnið þitt heldur af því að þú varst einfaldlega sú besta. Nú ert þú lögð af stað í þína hinstu ferð og mun þín verða sárt saknað. Minning mín um þær ljúfu stundir sem ég átti með þér bæði í bílskúrnum hjá Stínu og í Eykt- arási, þar sem fyrsta frænkufjör- ið var haldið, þessar minningar ylja mér um hjartarætur. Takk fyrir allt, elsku Esta mín. Fjölskyldu þinni og öðrum að- standendum vil ég senda mínar dýpstu samúðarkveðjur. Góða ferð til handanheima, mitt hjarta mun þér aldrei gleyma. Aldrei gæsku þinni ég gleymi. Guð veri með þér í handanheimi. Þín frænka, Sigríður Þórarinsdóttir. Ester Óskarsdóttir HINSTA KVEÐJA Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Hvíl í friði, systir mín kær. Þín, Hulda. Elsku afi. Ekki grunaði okkur að við þyrftum að kveðja þig svona skyndilega. Eftir situr mikill söknuður en á sama tíma mikið þakklæti fyrir þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Minn- ingar sem við munum halda í og aldrei gleyma. Minningar um þau kvöld sem við systkinin fengum að gista hjá ykkur ömmu á Espigrundinni. Minningar um öll þau æv- intýri sem við áttum saman í gamla Rúgbrauðinu. Minningar um Reykjavíkurferðirnar sem urðu svo miklu skemmtilegri þegar við vissum að við mynd- um stoppa hjá þér í vinnunni í Hvalfirði. Minningar um þær stundir þegar við systkinin laumuðumst yfir til ykkar Pálmi Finnbogason ✝ Pálmi Finn-bogason fædd- ist 4. maí 1931. Hann lést 27. nóv- ember 2018. Útför Pálma fór fram 12. desember 2018. ömmu á morgnana áður en mamma og pabbi vöknuðu. Og allar þær minningar þegar við sátum saman við eldhúsborðið á Espigrundinni, spiluðum og grín- uðumst saman. Það var alltaf gaman að fylgjast með ykkur ömmu grínast saman og lifir sú kímnigáfa áfram í okkur af- komendum ykkar. Þér var svo annt um alla í kringum þig og hafðir alltaf svo miklar áhyggj- ur af öllum, en gleymdir stund- um að hafa áhyggjur af sjálf- um þér. Nú er komið að okkur að sjá um okkur sjálf og þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Við munum bjarga okkur og gott betur en það og varðveita allar þær minningar sem við áttum saman. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Hvíldu í friði, elsku afi. Rakel, Pálmi og Birkir. Elskulegur faðir okkar, ÓTTARR MÖLLER forstjóri, lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. desember. Emilía Björg Möller Kristín Elísabet Möller Erla Möller Auður Margrét Möller Bróðir okkar, HRAFN HJARTARSON, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 17. desember. Hann verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. janúar klukkan 14. Steinþór Tryggvason Hjörtur Hjartarson og fjölskyldur Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, ÓSKAR BREIÐFJÖRÐ, Æsufelli 4, Reykjavík, lést sunndaginn 16. desember á Landspítalanum. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.