Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 23
Í dag kveð ég einstakan mann
og frábæra fyrirmynd.
Fyrsta skiptið er ég hitti
Kristin og Kristbjörgu var tekið
á móti mér eins og ég hefði alltaf
verið partur af fjölskyldunni.
Eins hlýjar móttökur hef ég
aldrei upplifað áður sem sýnir
hversu stórt hjarta og mann-
gæsku þau hjón höfðu að bjóða.
Þegar við fjölskyldan fórum
norður í Hrísalund í heimsókn
var slegið upp veislu að þeirra
hætti.
Eldaður góður matur eða
kökuborðið dregið fram og sá
húsfrúin til þess að maður fór
alltaf saddur frá borði og eftir
að börnin komu til sögunnar þá
var þetta oft besti maturinn sem
þau fengu og þá aðallega kjöt-
bollurnar hennar langömmu og
koma þær oft til tals hjá börn-
unum enn í dag.
Mikael Kristinn, Katrín Sara
og Tinna Karen syrgja nú lang-
afa sinn sem þau dýrkuðu og
elskuðu og eignuðust þau dýr-
mætar minningar um frábæran
langafa sem þau munu varðveita
allt sitt líf.
En nú veit ég að þú ert kom-
inn á góðan stað og kominn til
Kristbjargar þar sem þú átt
heima. Veit að þú munt vaka yfir
okkur og passa uppá þína eins
og þér er einum lagið.
Vertu sæll, afi Kristinn, og
takk fyrir tímann sem ég og mín
fjölskylda fengum með þér. Þín
verður sárt saknað.
Kær kveðja
Rúnar Ó.H. Carlsson.
Fallinn er nú frá mágur minn
Kristinn Kjartansson frá Mikla-
garði.
Margs er að minnast frá
löngu liðinni tíð þegar ég var að
alast upp í Árgerði sem er í
næsta nágrenni við Miklagarð
en þar bjuggu Kristbjörg systir
mín og Kiddi nær allan sinn bú-
skap.
Samgangur var mikill milli
heimilanna og ógleymanleg eru
mér göngurnar í jólaboðin í
Miklagarð þar sem fara þurfti í
meira en hálftíma göngu yfir
Miklagarðshagann oft í glamp-
andi tunglsljósi og stjörnubirtu.
Það var mikið gæfuspor syst-
ur minnar að giftast Kidda og
reyndar ómetanlegt fyrir alla
okkar fjölskyldu, því Kiddi var
dverghagur eins og sagt er og
naut Árgerðisheimilið þess svo
um munaði þegar byggja þurfti
upp öll útihús á jörðinni.
Það lék allt í höndunum á
honum: húsasmíði, mublusmíði
og leðuriðja, s.s. veski og flétt-
aðir taumar og ennþá á ég listi-
lega gert seðlaveski sem Kiddi
gerði og gaf mér fyrir um 70 ár-
um.
Einnig má nefna að nokkur
fyrstu búskaparár okkar hjóna
sváfum við á legubekk sem
Kiddi smíðaði. Ég lít á það sem
mína gæfu að ég dvaldi sem
unglingur nokkrar vikur í
Miklagarði og aðstoðaði þar
m.a. við byggingu á nýju íbúðar-
húsi.
Þá kynntist ég mági mínum
vel. Aldrei sá ég hann skipta
skapi. Leiðbeindi á sinn ljúfa og
yfirvegaða hátt.
Sömu sögu segir elsti sonur
okkar Magnús Örn sem Mikla-
garðshjónin tóku til dvalar í
nokkur sumur og bættu honum
þar með við sín sex börn. Sá
greiði verður seint metinn að
verðleikum.
Miklagarðshjónum búnaðist
vel og byggðu upp öll hús á jörð-
inni af myndarskap. Kiddi hafði
yndi af hestum og átti alltaf
góða reiðhesta.
Að lokum vil ég þakka mági
mínum fyrir hvað hann annaðist
hana systur mína frábærlega
síðustu æviár hennar.
Aldraður heiðursmaður er
fallinn frá.
Við Kristín sendum öllum að-
standendum hugheilar samúð-
arkveðjur.
Stefán A. Magnússon.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
✝ Helga Krist-insdóttir fædd-
ist í Reykjavík 16.
maí 1922. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Skógar-
bæ 13. desember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Kristinn
Árnason, f. 23.
október 1885, d. 9.
mars 1966, og Guð-
björg Árnadóttir, f. 9. febrúar
1881, d. 28. september 1961.
Systkini Helgu voru Sigmar,
f. 31. október 1909, d. 3. mars
1978, Unnur Árný, f. 12. ágúst
1912, d. 27. júlí 1932, Haraldur,
f. 20. júní 1915, d. 24. september
2006, Elín Stefanía, f. 15. maí
1917, d. 28. janúar 1958, og Ás-
laug, f. 7. janúar 1920, d. 17. maí
1999.
Kjartansdóttir, f. 24. maí 1950.
Eiginmaður hennar er Hreinn
Guðnason, búsett í Eyjafirði. 3)
Unnur Kjartansdóttir, f. 23.
mars 1955. Eiginmaður hennar
er Ingi Guðmar Ingimundarson,
búsett í Reykjavík. Börn þeirra
eru: a) Hlynur Ingason, f. 30.
apríl 1979, kvæntur Erlu Maríu
Magnúsdóttir, börn þeirra eru
Magnús Ingi, f. 18. september
2006, og Sara Dís, f. 31. maí
2014, b) Helga Ingadóttir, f. 28.
apríl 1981, dóttir hennar er
Unnur Birta Helgadóttir, f. 27.
september 2011, og c) Kjartan
Þór Ingason, f. 2. nóvember
1991. Sambýlismaður hans er
Damian Marek Idzikowski.
Helga ólst upp á Bragagötu
30 í Reykjavík og bjó þar mest-
an hluta ævinnar ásamt eigin-
manni sínum og fjölskyldu.
Seinni árin bjó Helga ásamt eig-
inmanni sínum á Skúlagötu 20.
Síðasta árið dvaldist Helga á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útför Helgu fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 21. desember
2018, klukkan 13.
Helga giftist 4.
desember 1948
Kjartani Bergmann
Guðjónssyni, f. 11.
mars 1911, d. 17.
desember 1999.
Foreldrar hans
voru Guðjón Kjart-
ansson, f. 24. októ-
ber 1868, d. 11.
september 1937, og
Sólveig Árnadóttir,
f. 25. nóvember
1876, d. 2. maí 1968.
Börn Helgu og Kjartans
Bergmanns eru: 1) Guðbjörg
Kristín, f. 4. desember 1946.
Sonur hennar er Kjartan Páll
Eyjólfsson, f. 30. október 1969,
kvæntur Hildigunni Garðars-
dóttur. Börn þeirra eru: Andri
Fannar, f. 15. nóvember 1997,
og Garðar Sölvi, f. 27. júlí 2004,
búsett í Reykjavík. 2) Sólveig
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sigurður Júlíus Jóhannesson.)
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín.
Í þeim las ég alla,
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd.
Bar hún mig og benti,
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt.
Gengu hlýir geislar,
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín.
Bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best.
Hjartað blíða, heita,
hjarta er ég sakna mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Hvíl í Guðs friði, elsku
mamma.
Þínar dætur,
Guðbjörg Kristín,
Sólveig og Unnur.
Fallin er frá á nítugasta og
sjöunda aldursári ástkær
tengdamóðir mín Helga Krist-
insdóttir sem var mér svo kær.
Frá fyrstu kynnum náðum við
vel saman og sá ég strax hve
fallegan og góðan persónuleika
hún Helga hafði að geyma.
Þau heiðurshjónin Helga og
Kjartan Bergmann Guðjónsson,
sem einnig er fallinn frá, voru
okkur Unni ávallt innan handar
og tilbúin til þess að aðstoða
okkur þegar þörf var á, bæði
þegar við Unnur vorum að hefja
okkar búskap og seinna meir í
íbúðamálum og barnauppeldi.
Greiðvikni og hjálpsemi þeirra
heiðurshjóna var okkur svo mik-
ilvæg. Það var ómetanlegt að
hafa Helgu tengdamóður mína
hjá okkur öll þessi ár. Blessuð
sé minning þín, elsku tengda-
móðir.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Far þú í friði og friður guðs
þig blessi, Helga Kristinsdóttir.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Kveðja, þinn tengdasonur,
Ingi Guðmar
Ingimundarson.
„Eitt sinn verða allir menn
að deyja,“ segir í texta Vil-
hjálms Vilhjálmssonar í laginu
Söknuður eftir Jóhann Helga-
son.
Já, þannig er víst gangur lífs-
ins en alltaf er það nú jafn erfitt
þegar kemur að kveðjustund-
inni sjálfri.
Í dag kveð ég í hárri elli
ömmu mína Helgu Kristindótt-
ur eða „Helgu ömmu“ eins og
við barnabörnin kölluðum hana.
Yndisleg, kærleiksrík og góð-
hjörtuð kona sem gaf okkur öll-
um svo mikið.
Fátt gladdi þau afa meira en
þegar við systkinin komum í
heimsókn til þeirra og síðar
barnabarnabörnin til ömmu á
Skúlagötuna. Margar góðar
minningar koma upp í hugann
þegar hugurinn reikar til baka.
Á mínum yngri árum man ég
t.d. eftir þeim tímum er ég og
afi röltum endrum og sinnum í
Sundhöllina upp á Barónsstíg
og tókum sundsprett og æfing-
ar í útiskýlinu. Minningin um
ilminn af bakkelsinu og hlýlegu
viðmóti ömmu þegar við afi
komum heim eftir sundferðirn-
ar rennur mér seint úr minni.
Oft var gripið í spil við okkur
systkinin og spilað t.d. ólsen ól-
sen, svartipétur, vist og rommí.
Þá var gaman og mikið hlegið.
Þar gleymdi hún amma sér oft
og ljómaði og brosti sínu breið-
asta þegar í ljós kom hver vann
og hver tapaði. Þar sem und-
irritaður var á tíðum frekar
tapsár leyfði hún amma litla
stráknum oft að vinna endrum
og sinnum við mikla ánægju
undirritaðs.
Já, svona var hún amma,
hugsaði alltaf um fjölskylduna
og hag hennar í öllu sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Á seinni árum bjó amma á
Skúlagötu 20, fyrst með afa, en
eftir andlát hans bjó hún þar
einsömul allt þangað til hún fór
undir það síðasta á hjúkrunar-
heimilið Skógarbæ. Alltaf var
gott að koma í heimsókn til
ömmu á Skúlagötuna og fá sér
kaffibolla og smá að maula með
kaffinu. Það var einnig ómet-
anlegt að geta fagnað með
henni níutíu og fimm ára af-
mælinu í Hannesarholti á síð-
asta ári þar sem öll stórfjöl-
skyldan var saman komin á
þessum merka áfanga í lífi
hennar.
Hún amma hafði alla tíð
mjög gaman af því að hlusta á
tónlist þrátt fyrir að spila ekki
sjálf á hljóðfæri. Við systkinin
sungum oft lög sem við höfðum
lært fyrir bæði ömmu og afa
þegar við komum í heimsókn til
þeirra. Þá man ég eftir að
amma rifjaði á tíðum upp þegar
mamma og pabbi tóku eitt sinn
söng minn upp fyrir ömmu og
afa þegar ég var yngri og söng
lögin sem ég hafði þá lært í Ís-
aksskóla fyrir gömlu hjónin.
Það fannst þeim gaman.
Undir lokin kom ég stundum
við í Skógarbæ og greip þá pí-
anónóturnar með mér. Við
löbbuðum þá ganginn inn í
samkomusal þar sem ég settist
við píanóið og spilaði nokkur
vel valin lög fyrir hana, oft ís-
lensk dægurlög. „Já, þetta er
fallegt lag,“ sagði amma stund-
um og ljómaði öll upp og raul-
aði með þegar hún mundi eftir
laginu sem spilað var hverju
sinni.
Elsku amma. Nú veit ég að
þér líður vel og ert komin á
góðan stað með Kjartani afa og
öðrum ættingjum og vinum sem
hvatt hafa þetta jarðneska líf.
Minning þín mun lifa um
ókomna framtíð.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þinn,
Meira: mbl.is/minningar
Hlynur.
Helga amma mín var ein sú
ljúfasta, kærleiksríkasta og
besta amma sem að barn hefði
getað óskað sér að eiga.
Ótal dýrmætar minningar
flæða um huga minn á þessari
kveðjustundu en sú tilfinning
sem yfirtekur mig er djúpstætt
þakklæti fyrir að hafa fengið þá
gjöf að eiga þig að öll þessi ár.
Ég kveð þig með söknuði,
elsku amma mín, en ég trúi í
hjarta mínu að við munum hitt-
ast á ný.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að
sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Ég elska þig, amma.
Þín,
Helga Lind.
Elsku amma. Það er ómet-
anlegt að hafa átt jafn góða og
hjartahlýja ömmu eins og þig.
Þegar ég horfi til baka yfir far-
inn veg og hugsa um allar
stundir okkar saman einkennast
þær allar af þeirri einstöku gleði
og þeim mikla kærleika sem þú
sýndir okkur barnabörnunum.
Ég man ennþá eftir því er ég
kom í heimsókn til þín á Skúla-
götuna þegar ég var um það bil
átta ára gamall og þú kenndir
mér að byggja spilahöll. Ég man
að ég vildi ganga hratt til verks
og var afar svekktur yfir því að
grunnurinn féll alltaf áður en
mér gafst tækifæri til að byggja
næstu hæð.
Ég man svo vel eftir því
hvernig þú hvattir mig jákvætt
áfram, gafst mér góðar leiðbein-
ingar til að styrkja grunninn og
hrósaðir öllum litlu sigrunum.
Áður en haldið var heim á leið
tókst mér að byggja eina hæð
ofan á, þökk sé þér og þinni já-
kvæðu hvatningu.
Elsku besta amma. Ég sakna
þín mikið og það er afar erfitt
að þurfa að kveðja þig í hinsta
sinn.
Takk fyrir að taka ávallt á
móti mér með hlýju knúsi.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem við sköpuðum
saman.
Takk fyrir að vera yndisleg
amma.
Elska þig.
Þinn dóttursonur,
Kjartan Þór.
Helga
Kristinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín barnabarnabörn,
Magnús Ingi, Unnur Birta
og Sara Dís.
Ástkær móðir mín, dóttir, systir og amma,
INGIBJÖRG HÓLMFRÍÐUR
HARÐARDÓTTIR,
lektor við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 12. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 28. desember klukkan 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð blóð-
og krabbameinslækningadeilda Landspítalans.
Inga Sól Ingibjargardóttir Marteinn S. Sigurðsson
Hólmfríður Björt Marteinsdóttir
Sólborg Valdimarsdóttir Finnbogi Kr. Arndal
Brynja Harðardóttir Kristinn Guðjónsson
og fjölskylda
Ástkær eiginmaður, faðir og afi,
BJARNI ÞÓR ÓLAFSSON,
Ásgarði 141, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. desember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 28. desember klukkan 11.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát hans.
Theodóra Sigríður Theodórsdóttir
Davíð Már Bjarnason Sigrún Sverrisdóttir
Nanna Guðrún Bjarnadóttir Jón Andri Helgason
og barnabörn
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON,
lést á heimili sínu 19. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Anna Björnsdóttir
Kristinn Ágúst Halldórsson Bentína Pálsdóttir
Arnaldur Halldórsson Gyða Björg Olgeirsdóttir
Gunnar Kristinsson
Orri og Daði Arnaldssynir
Móðir okkar og tengdamóðir,
SIGURBJÖRG GEIRSDÓTTIR,
Stóru-Reykjum,
lést þriðjudaginn 18. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
föstudaginn 4. janúar klukkan 13.30.
María I. Hauksdóttir Ólafur Kristjánsson
Margrét Hauksdóttir Guðni Ágústsson
Gerður Hauksdóttir
Gísli Hauksson Jónína Einarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Hróðný Hanna Hauksdóttir Hróbjartur Örn Eyjólfsson
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar