Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018 ✝ Helgi Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 17. apríl 1942. Hann lést á heimili sínu 6. desember 2018. Foreldrar hans eru Guðmundur Marinó Ásgrímsson, f. 11.9. 1907, d. 26.3. 2006, og Emil- ía Benedikta Helga- dóttir, f. 19.11. 1917, d. 2.3. 2012. Systkini Helga eru: 1) Örn, f. 11.5. 1947, d. 18.4. 2008, maki Esther Sigurðardóttir, f. 25.12. 1948, börn: Arnar og Helena. 2) Ásgrímur, f. 11.3. 1951, maki Svava Jakobsdóttir, f. 9.11. 1949, börn: Guðmundur Marinó, Andri og Emil. 3) Guðrún Björg, f. 11.6. 1956, maki Gísli Sváfnisson, f. 21.12. 1952, börn: ena Sól, f. 20.7. 2018. Þröstur er kvæntur Láru Birnu Þor- steinsdóttur, f. 1.5. 1975, börn þeirra eru Fanney, f. 29.10. 2005, og Helgi, f. 11.6. 2009. Helgi lærði húsgagnabólstr- un hjá Bólstrun Ásgríms P. Lúðvíkssonar á Bergstaðastræti 2. Hann stofnaði húsgagna- verslunina Húsgagnaval sem hann rak í áraraðir. Síðar hóf hann störf hjá rúmframleiðand- anum Ragnari Björnssyni þar sem hann starfaði til síns hinsta dags. Helgi var kjörinn heiðurs- félagi Knattspyrnufélagsins Víkings en þar var hann virkur félagsmaður alla sína ævi. Hann var m.a. í stjórn hand- knattleiksdeildar félagsins ásamt því að gegna formennsku deildarinnar um tíma. Helgi var fulltrúi félagsins í Handknatt- leiksráði Reykjavíkur og var þar einnig formaður. Þá starf- aði Helgi í heimaleikjaráði knattspyrnudeildar Víkings allt til hinsta dags. Útför Helga fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 21. desember 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Sváfnir og Emilía Benedikta. Helgi kvæntist 1. apríl 1972 Anný Helgadóttur, f. 17.9. 1945, d. 30.7. 2014. Foreldrar hennar eru hjónin Helgi Jónsson múrarameistari frá Klifshaga í Öx- arfirði, f. 1.5. 1905, d. 20.3. 1976, og Sigurlaug Ingimundardóttir frá Snartarstöðum, f. 27.9. 1908, d. 12.4. 1991. Börn Helga og Annýjar eru Ingimundur, f. 28.1. 1971, og Þröstur, f. 2.5. 1976. Ingimundur er kvæntur Elínu Karitas Bjarnadóttur, f. 5.3. 1971. Börn þeirra eru Þór- unn Anný, f. 4.11. 1998, Karen Lena, f. 20.8. 2004, og Dagur, f. 25.2. 2009, fyrir átti Elín Birtu, f. 5.4. 1996, barn hennar er Hel- Fimmtudagurinn 6. desem- ber byrjaði eins og aðrir góðir dagar, mætt í vinnuna og svo var farið að þjálfa. Þegar ég hafði lokið æfing- unni þá hringdi Þröstur bróðir og spurði hvort ég hefði eitt- hvað heyrt í pabba þennan ör- lagaríka fimmtudag, því að Guðbjörg frænka hefði ætlað að hitta hann um kvöldið og hún hefði ekki náð á hann. Þröstur var búinn að reyna að bjalla á hann en ekkert svar þannig að ég brunaði í Berja- rimann til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með hann. En það var um seinan því pabbi hafði fengið hjartaáfall og var kominn í faðm mömmu að nýju. Það er erfitt að lýsa þeim söknuði að missa pabba því við vorum miklir vinir og brölluðum mikið saman. Við höfðum óend- anlegan áhuga á íþróttum, þó sérstaklega handbolta og fót- bolta. Allt byrjaði þetta þegar á bernskuárum hjá mér, pabbi sá til þess að Víkingur yrði félagið mitt og það var farið á alla leiki hvort sem það var fótbolti eða handbolti með Víkingi. Að fara í Höllina á þessum tíma var frábært en þá voru stundum tveir leikir sama kvöld, höllin troðfull, mikil stemmning og já þetta var það skemmtilegasta i heim að fara á leiki. Pabbi sá til þess á þessum árum að keyra mig og vini mína á æfingar hjá Víkingi þar sem við bjuggum í Breiðholti og allt- af var Broncoinn troðfullur af vinum mínum sem vildu líka æfa með Víkingi. Þær voru margar minnis- stæðar ferðirnar á Broncoinum, allar ferðirnar í Bláfjöll og Þórsmörk, það voru engin tak- mörk fyrir því sem Broncoinn gat farið og alltaf var pabbi tilbúinn að fara með okkur bræður á skíði. Pabbi var líka frábær afi og alltaf var hann tilbúinn að hjálpa til ef þurfti og fór á kapp- leiki hjá barnabörnunum hvort sem það voru fimleikamót, bad- minton, handbolti og fótbolti en alltaf undir niðri kom hann því áleiðis til barnabarnanna að Víkingur væri besta félagið og hann myndi sjá til þess að koma þeim þangað þegar þau færu farin að geta eitthvað. Já, ég held að pabbi hafi ver- ið einhver harðasti Víkingur sem ég hef kynnst og hef ég kynnst mörgum hörðum í kring- um pabba. Ég held að enginn hafi verið eins stoltur og hann þegar við bræður klæddumst Víkingsbún- ingnum bæði með yngri flokk- um félagsins og meistaraflokki og eigum við bræður yfir 400 leiki samtals með meistaraflokki í handboltanum og mætti pabbi á alla leiki sem hann komst yfir. Fyrir fjórum árum lést mamma og það má segja að pabbi hafi tekist með aðdáun- arverðum hætti á við fráfall hennar, var duglegur að heim- sækja okkur og sinna fjölskyld- unni, barnabörnum sínum og vinum. Það er margt sem ég hef lært af honum og mun taka með mér í mínu lífi. Pabbi, hvíldu í friði, ég og mín fjölskylda eigum eftir að sakna þess að þú sért ekki lengur með okkur en núna ertu kominn aft- ur í faðm mömmu. Söknuður um æðar rennur, horfi til baka á liðnar stundir sem ekki voru. Aðeins ósk í mínu hjarta, ég finn til. Nú okkar tími liðinn er, aðeins minningar eftir standa. Þína hönd í mína set, þakka fyrir það sem var. Nú ég veit en kannski of seint að mér gafstu allt sem þér var unnt. Elsku pabbi nú tími kominn til að kveðja, þakka fyrir þínar gjafir sem gafstu mér. (Höfundur óþekktur.) Þinn sonur Ingimundur. Það er ekki auðvelt að draga saman í fáein orð þann tíma sem við vorum saman í foreldrahús- um í Hólmgarðinum og síðan gott samband eftir að við stofn- uðum fjölskyldur. Víkingssvæðið var uppeldisstöð flestra okkar í hverfinu og þaðan elti ég oft stóra bróður á Hálogaland, sem var miðstöð handboltans. Ég bar mikla virðingu fyrir honum enda í marki í meist- araflokki félagsins og oft í úr- valsdeildarliðum á vegum HSÍ og HKRR. Akkilesarhæll Helga var að hann var blæðari og það varð þess valdandi að hann meiddist óþarflega oft og var oftast lengi að ná bata. Það aftr- aði honum að stunda íþróttirnar en þess í stað fór hann að vinna fyrir Víking í stjórnum, ráðum og við almenn störf fyrir félagið. Á þessum árum lærði hann hús- gagnabólstrun hjá bróðursyni pabba og varð það hans ævi- starf. Hann vann ýmist sjálf- stætt eða hjá öðrum. Hann var góður verkmaður og eftirsóttur til vinnu. Bjartsýni hans var eins við bólstrunina og annað. Hann stofnaði meðal annars Hús- gagnaval sem hann rak í fjölda ára. Hann gat verið stórtækur og voru þar af leiðandi hæðir og lægðir í rekstrinum. Helgi og Anný gengu í hjóna- band 1. apríl 1972 og urðu sam- rýndari með aldrinum. Þau eign- uðust synina Ingimund og Þröst og ólust þeir upp að mestu leyti í Dalselinu í Breiðholtinu. Þar var Helgi ötull við að keyra strákana og vini þeirra á æfingar hjá Víkingi og síðar í Menntaskólann við Sund. Hann sá bæði um að koma öllum þess- um drengjum til mennta og að verða fyrirmyndar Víkingar. Ef Þröstur og Ingi voru í frí eða veikir þá féllu engar ferðir með Helga niður, hann var alltaf til staðar. Helgi var alltaf ánægður með það sem hann átti eða stefndi að að eignast. Eftirminnileg er sag- an um Vúxalinn hans, sem var betri en aðrir bílar, eyddi engu, bilaði aldrei og komst á staði þar sem aðrir sérútbúnir bílar voru í erfiðleikum með. Þetta voru góð- ir eiginleikar og lífsspeki, sem var ekki allra en var vítamín fyr- ir bróður minn. Mamma lagði mikið upp úr því að allir héldu upp á afmælin sín til að efla gott fjölskyldu- samband og varð sú raunin. Allt- af spenna heima við í Hólmgarð- inum þegar afmæli bar að og síðar á heimilum okkar systk- inanna. Það varð til þess að börnin okkar þekktust vel og gott samband var á milli allra. Það var því mikið áfall í fjöl- skyldunni þegar Örn bróðir dó langt fyrir aldur fram 2008. Á þessum tíma misstum við for- eldra okkar sem voru háaldraðir og á vissan hátt södd lífdaga. Söknuðurinn varð ómældur þegar Anný dó úr krabbameini árið 2014. Þá sótti að honum ein- manaleiki sérstaklega þegar komið var heim að loknum vinnudegi og enginn heima. Við bræðurnir, mágur og vinir tók- um upp á því síðustu tvö árin að ferðast með Víkingum til Eng- lands að fylgjast með uppáhalds- liði okkar, Liverpool, og vorum við Helgi á leið í slíka ferð þegar hann kvaddi skömmu áður. Aft- ur óvænt andlát hjá okkar nán- ustu en við Björg systir ætlum okkur fleiri afmælisdaga. Elsku Ingi, Ella, Þröstur, Lára Birna og fjölskyldur. Inni- legustu samúðarkveðjur um eft- irminnilegan mann. Hvíl í friði, bróðir. Ásgrímur og Svava. Helgi starfaði allt sitt líf sem bólstrari, lengst af sjálfstætt en líka hjá öðrum. Hann hafði ánægju af að leggja fram vinnu sína fyrir fólk sem hann þekkti. Hann var ætíð stoltur af verkum sínum og var aldrei í vafa um að hann væri að bjóða það besta. Fjölskyldan skipti hann miklu máli og hann reyndist ætíð ráða- góður og hjálpsamur þegar á reyndi. Í fjölskylduveislum hafði hann mikið dálæti á yngri kyn- slóðinni og hafði gaman af að glettast við unga fólkið. Hann setti ýmislegt á svið til að gera því bilt við. Við okkur hin, full- orðna fólkið, dró hann ekkert úr skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Hann var í eðli sínu eldhugi og hafði skoðanir á flestu því sem gerðist í kringum hann. það var ekki lognmolla í kringum Helga. Helgi hafði fyrst og fremst tvö áhugamál. Íþróttir og síðan ferðalög um náttúru Íslands. Hann var sístarfandi og allt um- lykjandi í æskufélagi sínu, Knattspyrnufélaginu Víkingi. Hann stundaði einkum knatt- spyrnu, handbolta og skíði. Þar mætti hann reglulega og skilaði miklu verki, var síðan kjörinn heiðursfélagi fyrir nokkrum ár- um. Hann stýrði m.a. heima- leikjaráði knattspyrnudeildar síðustu árin. Þegar Helgi eignaðist Bronco-jeppa um 1975 fór hann með fjölskylduna í ófá ferðalögin um náttúru Íslands næstu árin. Hann naut þess að aka jepp- anum um hálendi og líta hinar margvíslegu náttúruperlur aug- um. Þær voru margar sögurnar af ævintýraferðum um fjallvegi og yfirleitt var hann á besta bílnum, fljótastur á svæðið og svo eyddi bíllinn nánast engu. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir okkur þegar við fengum þær fregnir að Helgi væri allur hinn 6. desember síð- astliðinn. Hann hafði verið á ferðinni og vel á sig kominn síðustu vik- urnar. Hann missti eiginkonu sína, Anný, fyrir fjórum árum úr krabbameini. Hann stóð ætíð þétt við hlið hennar og sýndi mikla reisn fram að andláti hennar. Síðustu árin hafa verið honum eðlilega þung og erfið. Hann sinnti þó ætíð fjölskyldu sinni af mikilli kostgæfni og stóð sig afar vel í afahlutverkinu. Hann mætti enn á vinnustað- inn til að heilsa upp á gömlu vinnufélagana og félagar hans í Víkingi fögnuðu honum í hverri viku. Hans er nú sárt saknað. Elsku bræður, Ingimundur og Þröstur og fjölskyldur ykkar, megi Guð blessa ykkur og gefa ykkur von í sorginni. Gísli og Guðrún Björg. Helgi var skemmtilegur og velviljaður maður. Gaman var að kíkja í heimsókn til Helga og Annýjar og í Húsgagnaval, verslun þeirra hjóna. Alltaf var vel tekið á móti okkur. Hann fylgdist mikið með fótbolta og handbolta, sérstaklega með sín- um liðum, og starfaði mikið fyrir sitt félag – Víking. Helgi keyrði okkur strákana oft á æfingar og leyfði okkur alltaf að koma með á boltaleiki og að sækja Beta myndbandsspólur. Við bræður minnumst með gleði fjölda slíkra ferða með Helga, m.a. á brúna Ford Bronco-jeppanum sem flutti heilu sófasettin og margra skemmtilegra stunda í sjón- varpsherberginu á heimili hans þar sem horft var á Dallas og aðrar vinsælar þáttaraðir þess tíma. Við sendum Inga og Þresti, fjölskyldum þeirra sem og öðr- um aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Örn, Hallsteinn og Valur. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Helgi Guðmundsson, bólstr- arameistari og heiðursfélagi í Knattspyrnufélaginu Víkingi frá árinu 2014, er látinn langt um aldur fram, fæddur í Reykjavík 17. apríl árið 1942. Foreldrar hans voru hjónin Emilía Benedikta Helgadóttir húsmóðir og Guðmundur Marinó Ásgrímsson, verslunarstjóri í byggingavöruverslun J. Þorláks- sonar og Normann í Reykjavík, þekktur Reykvíkingur en fædd- ur á Akureyri. Hann var einn stofnenda Knattspyrnufélagsins Þórs á Akureyri og var þar heið- ursfélagi. Foreldrar Helga voru frum- byggjar í Bústaðahverfinu, allt frá árinu 1950 eða frá þeim tíma þegar Knattspyrnufélagið Vík- ingur var að hasla sér völl í hverfinu, nánar tiltekið að Hólmgarði 27. Helgi gekk ungur til liðs við félagið eins og systk- ini hans, bræðurnir Örn við- skiptafræðingur, fæddur 1947, en hann lést árið 2008 langt um aldur fram og varð öllum Vík- ingum mikill harmdauði, og Ás- grímur jarðfræðingur. Yngst er systir þeirra Guðrún Björg, f. 1956, hjúkrunarfræðingur. Öll hafa þau starfað í gegnum tíðina með félaginu, sem keppnisfólk og síðar sem ötulir stuðnings- menn félagsstarfsins. Oft var talað um það meðal félaganna að gaman hefði verið að vera fluga á vegg í Hólmgarðinum á þess- um uppbyggingarárum í félag- inu eftir flutninginn úr miðbæn- um og heyra fjölskylduna ræða fram og aftur um málefni félags- ins. Árum saman háði meistara- flokkur karla í handknattleik harða baráttu fyrir tilverurétti sínum í fyrstu deild. Árið 1969 urðu þáttaskil, en meistaraflokk- ur Víkings sigraði þá með glæsi- brag í annarri deild og vann alla sína andstæðinga. Helgi var þetta ár og mörg ár á undan að- almarkvörður meistaraliðs fé- lagsins. Helgi var mikill keppnismað- ur og afar góð fyrirmynd og hollur ráðgjafi yngra fólki í fé- laginu. Hann var einlægur stuðningsmaður félagsins fram á síðasta dag og hans verður sárt saknað í laugardagsmorgun- kaffinu í Víkinni, þar sem hann hefur oftar en ekki stýrt um- ræðum af festu og öryggi. Blessuð veri minning Helga Guðmundssonar. Ólafur Þorsteinsson, formaður fulltrúaráðs. Hún var þung og óvænt fregnin um andlát Helga Guð- mundssonar. Þessi mikli Víking- ur og heiðursfélagi frá árinu 2014 var tíður gestur hjá starfs- mönnum í Víkinni. Helgi kom í kaffispjall að lágmarki tvisvar sinnum í hverri viku. Aldrei lét hann sig vanta á þriðjudögum ásamt eldri Víkingum sem ég kalla gjarnan Vitringana. Þar er ekki töluð vitleysan þótt sömu sögurnar séu sagðar aðeins of oft. Helgi var lykilmaður í þess- um hópi sem nú hefur verið höggvið skarð í. Þá voru laug- ardagsmorgnarnir í getrauna- kaffinu honum mikilvægir enda besti tipparinn að eigin sögn. Hann var einnig lykilmaður í heimaleikjaráði fótboltans á sumrin og var ávallt mættur snemma á leikdag til að flagga og gera klárt ásamt félögum sín- um. Harðari Liverpool-mann var erfitt að finna og auðnaðist mér að fara með honum í þrígang á leiki liðsins. Fjórða ferðin var fyrirhuguð um liðna helgi og ríkti mikil spenna fyrir þeirri ferð. Helgi fór hins vegar ekki með Ása bróður sínum í þá ferð eins og til stóð heldur lagði upp í aðra og lengri. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíl í friði, félagi. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Enn einu sinni hefur kvarnast úr fjölskyldunni, nú var það Helgi frændi sem kvaddi þennan heim. Helgi hefur verið þátttakandi í mínu lífi síðan ég fæddist. Þeg- ar ég lít yfir farinn veg þá koma margar minningar upp. Eitt sinn fékk ég að fara með í heimsókn til Bjargar frænku á Ljósafossi, Ingi var svo góður að leika við mig á vegasalti en gleymdi að hann var fjórfalt þyngri en ég og endaði sú loft- ferð á jörðinni með miður góðri lendingu. Þar sem spítalinn var næsti áfangastaður og ágætis tími að keyra þangað fyrir slas- aðan dreng gaf Helgi mér bláan Opalpakka og þurfti ég ekki að gefa strákunum með mér sem var einstök tilfinning. Einhvern tíma datt mér í hug að spyrja Helga af hverju hann væri með skalla og stóð ekki á svarinu: því pabbi minn og afi þinn var alltaf að klappa mér á kollinn. Ég forðaðist afa eins og heitan eld- inn í framhaldinu við mikla kát- ínu hjá Helga. Síðustu árin hefur hann barist fyrir því að fá mig í „rétta“ liðið á Englandi en ekki haft árangur sem erfiði. En eitt veit ég, hann hefur brosað að ofan þegar ég var í sætinu hans á Anfield og fagnaði þegar liðið hans skoraði nokkur mörk og vann leikinn. Elsku Ingi, Þröstur og fjöl- skyldur, pabbi og Björg. Minn- ingin um góðan mann lifir. Guðmundur Marinó Ásgrímsson. Helgi Guðmundsson Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.