Morgunblaðið - 21.12.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2018
Halldór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður Hvíta
hússins auglýsinga-
stofu, lést á heimili sínu
19. desember sl., 73 ára
að aldri.
Halldór fæddist á
Hallkelsstöðum í Kjós
16. september 1945.
Hann var yngsta barn
hjónanna Guðmundur
Þorkelssonar, bónda og
verkamanns frá Valda-
stöðum í Kjós, og Guð-
rúnar Ágústu Halldórsdóttur, verk-
stjóra hjá Fötum hf., úr Reykjavík.
Halldór gekk í Melaskóla, Haga-
skóla, lauk landsprófi frá Vonarstræti
og stundaði nám í einn vetur í MR.
Hann lauk sveinsprófi í trésmíði frá
Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði
nám í einn vetur við Tækniskólann, til
undirbúnings fram-
haldsnáms í arkitektúr.
Árið 1967 gerðist
Halldór starfsmaður
Alþýðubandalags-
félagsins í Reykjavík
og var framkvæmda-
stjóri Alþýðubanda-
lagsins frá stofnun þess
árið 1968 til 1970. Hall-
dór var vinstrisinnaður
fram á miðjan aldur, er
hann skipti yfir á hægri
væng stjórnmálanna og
fylgdi eftir það Sjálf-
stæðisflokknum að málum.
Árið 1970 hóf Halldór störf á Aug-
lýsingastofunni hf. Hann varð fram-
kvæmdastjóri stofunnar árið 1978
fram til ársins 2005, en nafni stof-
unnar var síðar breytt í Hvíta húsið.
Hann var starfandi stjórnarformaður
Hvíta hússins frá 2005 til vors 2017.
Halldór sat í stjórnum ýmissa fé-
lagasamtaka og fyrirtækja. Hann var
m.a. helsti hvatamaður að stofnun
sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar, sem
síðar rann inn í Íslenska útvarps-
félagið/Stöð 2. Hann var forgöngu-
maður um stofnun SÍA, Samtaka ís-
lenskra auglýsingastofa, árið 1978 og
var þrívegis kjörinn formaður í sam-
tökunum.
Halldór var áhugsamur golfspilari
og félagi í Nesklúbbnum til margra
ára. Hann var snemma bókhneigður
og skrifaði barna- og fullorðinsbókina
Sagan af Mosa og hugprýði hans, sem
kom út árið 2006.
Eftirlifandi kona Halldórs er Anna
Björnsdóttir, grafískur hönnuður.
Halldór á tvo syni með fyrri konu
sinni, Önnu Kristinsdóttur hár-
greiðslumeistara, þá Kristin Ágúst
leikmyndagerðarmann og Arnald,
ljósmyndara. Barnabörnin eru þrjú.
Andlát
Halldór Guðmundsson
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Veðurhremmingar sumarsins virðast
lifa góðu lífi í jólaskipulagi landans en
von er á metfjölda til Tenerife þessi
jólin. Ferðaskipuleggjandinn og
Tenerifebúinn Sigvaldi Kaldalóns,
Svali, segir að eitt prósent Íslendinga
verði á eyjunni yfir jól og áramót, eða
3.500 til 3.600 manns.
„Það eru níu eða tíu flug hingað
fyrir jólin, á einni viku,“ segir Svali en
von er á flestum Íslendingum til eyj-
arinnar í dag og á morgun. „Íslend-
ingar eru eini þjóðflokkurinn sem er í
svona mikilli fjölgun, alveg öfugt við
Evrópu enda var skítaveður hjá okk-
ur en æðislegt um norðanverða Evr-
ópu,“ segir Svali.
Svali telur líklegt að margir Íslend-
ingar ákveði einnig að halda jólin í
sólarlandi til þess að komast aðeins úr
stressinu sem fylgir jólunum, og
skipta pakkaflóðinu út fyrir Tenerife-
ferð.
Sól og blíða í veðurkortunum
Svali heldur úti göngu- og hjóla-
ferðum á Tenerife og er einnig í af-
leysingum hjá ferðaskrifstofunni
VITA. „Ég er drekkhlaðinn af verk-
efnum, göngu- og hjólaferðum. Fólk
kemur til að skoða sundlaugarbakk-
ann, en líka fleiri staði á eyjunni,“ seg-
ir hann léttur í bragði en spáð er 24 til
27 stiga hita á eyjunni fram til ára-
móta. „Það gæti verið hálfskýjað hinn
29. desember en annars er bara sól,“
segir Svali og leiðist greinilega ekki
spurning blaðamanns um veðurspá
næstu daga.
„Flestir sem hafa samband við mig
eru að spá hvert þeir eigi að fara út að
borða,“ segir Svali en hann og fjöl-
skyldan ætla sjálf út að borða á að-
fangadag ásamt nokkrum íslenskum
fjölskyldum sem búa á eyjunni, og
opna pakkana á jóladag.
„Allt hérna er venjulegt á aðfanga-
dag en lokað á jóladag, nýársdag og 6.
janúar. Þá eru pakkajólin hjá kaþó-
likkunum. Hátíðin er aðeins öðru vísi
hérna.“
Að vanda verður skötuveisla á Ís-
lendingabarnum Nostalgíu á Þorláks-
messu. „Það eru rosalega margir Ís-
lendingar sem fara þangað í skötuna.
En ég ætla alls ekki að vera þar,“ seg-
ir Svali og hlær. „Ég er ekki skötu-
kall,“ heldur hann áfram og bætir við
að hann væri þó til í að líta inn til þess
að mynda svipbrigði nærstaddra út-
lendinga sem eflaust klóri sér í koll-
inum yfir þessari undarlegu hefð Ís-
lendingsins.
Svali og fjölskylda fluttu út til Ten-
erife 30. desember í fyrra og eru þetta
því fyrstu jól fjölskyldunnar úti. Hann
segir það auðvitað mjög frábrugðið að
vera ekki innan um íslenska jólabjór-
inn á aðventunni og matvæli sem
hann hafi leyft sér að maula um jól og
í aðdraganda jóla. „Þetta er öðru vísi
núna, þeir eru snillingar í hráskinku
hérna og með góða osta. En það er
eitthvað furðulegt við jólastemn-
inguna. Þú kveikir ekki á kertum, það
er bara opið út og heitt,“ segir Svali
og nefnir að það hafi verið súrrealískt
að kaupa jólatré í stuttbuxum og á
skyrtunni og hengja á það jólakúlur.
Undanfarið hefur borið á ránum á
Tenerife. Svali segir að á eyjunni búi
990 þúsund manns þótt hún sé ekki
nema á við einn fjórða af Vatnajökli á
stærð. „Þegar það er mikil ferða-
mannatíð þá kemur hingað mikið af
glæpagengjum í hollum með það að
markmiði að ræna fólk. Þeir koma
ekki frá neinu einu landi og sjaldnast
eru þetta innfæddir,“ segir Svali. Við
erum búin að fá tvö, þrjú leiðinleg mál
sem tengjast því að fólk hafi verið
með reiðufé. Það hafa ekki verið al-
varleg slys á fólki en þó aðeins,“ segir
Svali og biður fólk að hafa varann á á
Tenerife líkt og annars staðar á ferða-
lagi.
AFP
Jól á Spáni Það er býsna jólalegt um að litast í Santa Cruz, höfuðborg eyjarinnar. Myndin var tekin á miðvikudag.
Aðsókn í sól um jólin
Ferðaskipuleggjandi áætlar að eitt prósent Íslendinga
verði á Tenerife um jólin Fólk varist ránsfaraldur
Fjölskyldan Svali ásamt stórum hluta fjölskyldunnar í göngu við Santiago
del Teide á Tenerife. Fjölskyldan flutti út rétt fyrir áramót á síðasta ári.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum alveg að verða geðbiluð
hérna. Þetta er miklu verra en við
gerðum ráð fyrir,“ segir Guðríður
Arnardóttir, formaður Félags fram-
haldsskólakennara.
Guðríður starfar í húsi Kennara-
sambands Íslands við Laufásveg.
Framkvæmdir við nýjan Landspít-
ala hafa ekki farið fram hjá starfs-
fólki í húsinu en sprengivinna hefur
staðið yfir síðan um miðjan október.
Leyfilegt er að sprengja þrisvar
sinnum á dag; klukkan 11, klukkan
14.30 og klukkan 17.30.
„Það kemur píp á undan spreng-
ingunum og maður er með skilyrtan
kvíðahnút í maganum. Svo kemur
sprengingin, þær eru stundum stór-
ar og stundum litlar. Það hafa dottið
myndir af veggjunum hérna og
brotnað. Starfsskilyrðin hérna eru
algerlega óbærileg því svo er verið
að fleyga inni á milli,“ segir Guð-
ríður.
Húsið var reist árið 1908 og er því
friðað. Að sögn Guðríðar er einfalt
gler í gluggum og húsið hentar ekki
vel fyrir starfsemi félagsins. Þar er
til að mynda ekkert aðgengi fyrir
fatlað fólk. „Við erum á útkikkinu að
leita að öðru húsnæði og hefðum
reyndar átt að vera búin að því fyrir
löngu. Þetta hús myndi nýtast vel
sem safn. Ef einhver veit um 800
fermetra húsnæði á skikkanlegu
verði má hann hafa samband við
okkur.“
Hún segir að þrátt fyrir þetta sé
hugur starfsfólks í Kennarahúsinu
með börnum og sjúklingum á Land-
spítalanum sem eigi eflaust erfiðara
með að þola samvistir við umræddar
framkvæmdir.
Að sögn Ragnars Bjarnasonar,
yfirlæknis barnalækninga á Barna-
spítala Hringsins og prófessors í
barnalækningum við HÍ, hafa um-
ræddar framkvæmdir vissulega
truflað starfsemi spítalans. „Það var
svo sem við búið eins og alltaf þegar
um stórframkvæmdir við hliðina á
manni er að ræða,“ segir hann. Að
undanförnu hefur verið unnið að því
að grafa fyrir frárennsli fyrir allan
spítalann og á það að liggja við hlið
Barnaspítalans. Auk þess hefur að-
alinngangi spítalans verið lokað og
bílastæði færð.
„Af því þetta frárennsli liggur við
hlið hússins hafa þeir verið að
sprengja alveg ofan í okkur.
Sprengjumottan var til dæmis þrjá
metra frá skrifstofunni minni um
tíma. Þá var maður svolítið slæmur
á taugum. En nú eru þeir farnir fjær
og kannski farnir að trufla aðra.“
Ragnar kveðst vilja taka fram að
gripið hafi verið til ýmissa ráðstaf-
ana til að gera návígið við spreng-
ingarnar þolanlegra. Til að mynda
hafi verið settur höggdeyfir á borinn
sem borgar fyrir dínamítinu og
hljóðmottur hafi verið settar í kring.
„Það var nokkrum sinnum fullmikið
sprengt í einu. Höggið var óþarflega
mikið. Við létum vita af því og því
var breytt. Það hefur verið ofboðs-
lega vel að þessu staðið. En það
verður samt enginn söknuður þegar
þeir fara lengra frá.“
Hann segir jafnframt að krökk-
unum á Barnaspítalanum finnist
mörgum framkvæmdirnar spenn-
andi. Vinnuvélar og menn í gulum
vestum veki athygli. „Ég held að
þetta sé aðallega við gamla fólkið
sem kvartar. Það er heldur ekkert
við framkvæmdirnar sem truflar
svefn og við höfum reynt að hafa þá
sem dveljast lengi hinum megin í
húsinu.“
Íhuga flutninga
vegna sprenginga
Kennarar með kvíðahnút í maganum
vegna sprenginga fyrir nýjum spítala
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framkvæmdir Sprengingar trufla í Kennarahúsinu og á Barnaspítalanum.
Jólaskeiðin 2018
Guðlaugur A. Magnússon
S. 562 5222, Skólavörðustíg 10
www.GAM.is
Verð 18.900 kr. / 17.900 kr. stgr.
Skeiðin er úr 925 silfri
Hönnuður:
Hanna S. Magnúsdóttir
Kærleikurinn
– skírnargjöf – brúðargjöf – öll tilefni