Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ú tlit er fyrir að í ár verði alls seld um 111.500 tonn á fiskmörkuðum og er það með því allra mesta sem þar hefur verið selt og næststærsta árið í bolfiski. Salan er snöggtum meiri heldur en í fyrra þegar nokkurra vikna sjó- mannaverkfall setti strik í reikning- inn og lítið var róið, einnig var með- alverð lægra þá heldur en núna. Árið 2016 var hins vegar selt meira á fiskmörkuðunum eða 113.494 tonn, en síðan þarf að fara aftur til áranna 1995 til 1997 til að sjá meiri sölu, en þá voru nokkur þúsund tonn af loðnu seld á mörkuðunum. Salan stefnir í 24 milljarða Samkvæmt upplýsingum frá Eyjólfi Þór Guðlaugssyni, framkvæmda- stjóra Reiknistofu fiskmarkaða, er útlit fyrir að í ár nemi heildarsalan á fiskmörkuðunum um 24 milljörðum króna. Í fyrra var selt á mörk- uðunum fyrir 21,5 milljarða, en fyrir 26,3 milljarða metárið 2016. Mest var söluverðmætið 28,7 milljarðar árið 2012. Þó svo að samdráttur væri í heild- ina á mörkuðunum í fyrra hefur aldrei eins mikið verið selt af þorski og þá eða alls rúmlega 49 þúsund tonn, sem var 400 tonnum meira en 2016. Útlit er fyrir að árið í ár verði í þriðja sæti hvað varðar sölu á þorski á mörkuðunum, um 1.500 tonnum á eftir árunum tveimur á undan. Í heildina hefur meðalverðið hækkað um 5,7% frá síðasta ári og meðalverð á þorski hefur hækkað um 6,2% fyrstu ellefu mánuði þessa árs miðað við síðasta ár. Fyrir slægðan þorsk er hækkunin enn meiri eða um 10,5% og hefur að meðaltali fengist 281 króna fyrir kíló af slægðum þorski í ár, en rúm- lega 254 krónur í fyrra. Þrettán fyrirtæki, sem starfa í flestum höfnum Eins og áður eru það 13 fyrirtæki sem reka fiskmarkaði víðs vegar um landið. Fyrirtækin eru með aðstöðu á 27 stöðum, en eins og í fyrra hefur fiskur verið seldur í gegnum fisk- markaði á nánast öllum þeim tæp- lega 60 höfnum þar sem fiski er landað. Þar sem fyrirtækin eru ekki með aðstöðu ráða þau verktaka til að taka við aflanum við hafnarvog og koma á næsta markað eða beint til kaupanda. Fyrir sjómenn felst mikið hagræði í þessari þjónustu. Fiskmarkaður Íslands er stærst- ur markaðsfyrirtækjanna með starfsemi á tíu stöðum, en Fisk- markaður Suðurnesja er með starf- semi á fimm stöðum. Að sögn Eyj- ólfs eru það bæði smáar og stórar útgerðir sem selja á mörkuðunum. Fyrir stærri útgerðarfyrirtæki get- ur það hentað að selja ákveðnar teg- undir eða stærðir á markaðinn vegna sérhæfingar í vinnslunni. Með stærstu ár- um í starfsemi fiskmarkaðanna Heildarmagn meðalverð á fiskmörkuðunum í jan.-nóv. 1992-2018 120 100 80 60 40 20 0 þúsund tonn 30 25 20 15 10 5 0 verðmæti milljarðar kr.Afli á markaði í jan.-nóv. (þús. tonn) Verðmæti afla (ma.kr.) ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 94 89 93 102 111 107 97 98 92 91 84 86 94 98 100 93 87 97 91 86 97 105 99 99 109 100 106 Heimild: Reiknistofa fiskmarkaða 350 300 250 200 150 Meðalverð þorsks á markaði 2001-2018 kr./kg 2001 2018 5,4 10,6 26,6 22,6 Mikil viðskipti og gott meðalverð á þorski er meðal þess sem einkennt hefur starf fiskmarkaða fyrstu ellefu mánuði ársins, en þeir starfa um allt land. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Steinbítur Meðferð og ísun eru lykill að góðu verði fyrir aflann. Samtök útgerðarmanna í Norður- Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmark- aðar vísindaveiðar á stórhvelum. Í svari frá ráðuneyti sjávarútvegs- mála í Noregi eru slíkar veiðar ekki taldar nauðsynlegar til að afla upp- lýsinga um fæðu og lífshætti hvalanna. Talningar á hvölum dugi ásamt upplýsingum sem fáist með merkingum og gervihnattasendum. Stækkandi stofnar Í frétt í Fiskeribladet/Fiskaren kemur m.a. fram að meðlimir í sam- tökum útgerðarmanna í N-Noregi óttist samkeppni við vaxandi stofna sjávarspendýra sem höggvi skörð í stofna nytjastofna. Þeir telja að auk vísindaveiða eigi atvinnuveiðar að koma til álita. Þessi sjónarmið norðurnorskra útgerðarmanna voru tekin upp í Fiskaren í vikunni og bent á að sela- og hvalastofnar stækki ár frá ári. Veiðar séu í lágmarki og hafa hrefnuveiðar Norðmanna dregist saman síðustu ár. Verði veiðarnar ekki auknar verði afleiðingarnar neikvæðar fyrir marga fiskstofna, nokkuð sem sé ekki góð þróun fyrir norskan sjávar- útveg. Það sé sérkennilegt að ríkis- stjórnin skuli ekki aðhafast meira en raun beri vitni. aij@mbl.is Umdeilt Dregið hefur úr hrefnuveiðum Norðmanna síðustu ár, en á myndinni sést norska skipið Kato að veiðum. Vilja fá að veiða hvali við NoregSkúli Halldórssonsh@mbl.is F jölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði bauð í fyrsta sinn nú í haust upp á nám í fiskeldisfræðum á fram- haldsskólastigi. Fáir nem- endur hófu þá nám enda átti þá enn eftir að fá verknámshlutann sam- þykktan af menntamálaráðuneytinu. Vonast er til að kennsla hefjist af fullum krafti eftir áramót. Einnig hefur skólinn horft til þess að útbúa námslínur til að undirbúa nemendur fyrir starf gæðastjóra í fiskvinnslum og önnur svipuð störf. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslu- stjóri útgerðarinnar G.Run í Grund- arfirði, hefur meðal annarra unnið að því að hanna slíkar námslínur fyrir skólann. Hennar reynsla er að menntakerfið og samfélagið geti verið treg til að samþykkja nýjar hugmyndir í menntamálum. Krafa aðstandenda oft mikil „Þetta er nokkuð sem við þurfum að endurskoða í okkar menningu. Ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að orða það öðruvísi. Það snýst nefnilega allt um stúdents- prófið og að fá þessa hvítu húfu á hausinn,“ segir Rósa í samtali við 200 mílur. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera. Þetta er því furðulegt hvernig við höfum sett þetta upp,og ég veit ekki hvort um er að kenna skólakerfinu eða kannski þeirri menningu sem varð til í kjölfar þess að bókleg menntun fór að standa fleirum til boða, á sama tíma og áfram var horft upp til hennar með sama hætti og gert var hér áður fyrr,“ segir Rósa. Bendir hún á að oft sé krafa af hálfu foreldra eða frá ömmum og öfum um að börn klári stúdents- próf. „Eins og það sé skylda sem þurfi að klára áður en einstakling- urinn geti farið að einbeita sér að öðru. Oft er verið að pína unglinga til að vera fjögur, fimm, sex ár jafnvel í framhaldsskóla án þess að þeim finnist þau eiga nokkuð erindi þar inni.“ Kerfið svarar ekki þörfum Rósa nefnir að oft sæki á hug hennar erindi sem Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefn- unnar, hafi flutt fyrir nokkrum ár- um. „Hjá henni hafði verið strákur í leikskóla og síðar í grunnskól- anum og gröfur og flutningabílar höfðu átt hug hans allan. Svo hafði hún hitt mömmu stráksins ein- hverjum fimmtán árum síðar og spurt hana frétta. Þá var viðkvæðið: „Jú, ég hætti að vinna því við ætlum að koma drengnum í gegnum stúdents- prófið.“ Þetta eina dæmi finnst mér lýsandi fyrir svo margt. Þetta barn hefði kannski verið fullkomið á einhverri annarri hillu í lífinu, bara ef því hefði verið gefinn kost- ur á því.“ Rósa segir það ánægjulegt að sjá þingmenn á borð við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, taka af skarið og byrja að stíga skref í átt að því að jafna stöðu iðnnáms í samanburði við bóknám. „Skólakerfið svarar ekki þörfum atvinnulífsins. Ég held að það sé alveg ljóst. Og sú staðreynd, að iðnmenntun er á einhvern hátt minna metin en bóknám, er nátt- úrlega fáránleg. Ég legg til að við lítum öll í eigin barm og skoðum viðhorf okkar gagnvart mismun- andi menntaleiðum. Við þurfum að breyta þessari hugsun í samfélag- inu.“ Snýst allt um þessa hvítu húfu Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bók- námi, segir Rósa Guð- mundsdóttir, fram- leiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. Framleiðslustjóri „Ég legg til að við lítum öll í eigin barm og skoðum viðhorf okkar gagnvart mismunandi menntaleiðum.“ Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.