Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Fulltrúa LHG í Róm voru kynntir
tveir möguleikar í stöðunni:
Fá konuna eða þá sem treystu sér
um borð í EZADEEN til þess að
drepa á vél skipsins, þá kæmumst
við um borð, eða senda þyrlu á stað-
inn til aðstoðar við að koma mann-
skap um borð í hið nauðstadda skip.
Björgunarstöðin í Róm vildi ekki
að drepið yrði á aðalvél skipsins en
var tilbúin að kalla út þyrlu með
tveimur þriggja manna uppgöngu-
liðum frá ítölsku strandgæslunni til
þess að fara um borð í skipið og
einnig að flytja að minnsta kosti tvo
menn frá varðskipinu um borð í
EZADEEN.
Fljótlega eftir samtalið við Róm
slokknuðu skyndilega öll ljós um
borð í EZADEEN og varð skipið al-
myrkvað í nokkra stund, síðan
kviknuðu öll ljós aftur en slokknuðu
endanlega skömmu síðar.
Fljótlega eftir þetta sást að hraði
skipsins minnkaði og skipið fór fljót-
lega á rek.
Þegar ljóst var að skipið var kom-
ið á rek breyttust aðstæður og allar
líkur á að hægt yrði að senda mann-
skap frá Tý yfir í skipið þrátt fyrir
að enn væri slæmt veður.
Léttbátur Týs var strax mann-
aður uppgöngusveit með þeim Gísla
Val stýrimanni, Jóhanni bátsmanni,
Martin og Magnúsi hásetum og siglt
að skipinu. Þegar báturinn var kom-
inn að síðu skipsins hlémegin og í
skjóli fyrir sjógangi og vindi ókyrrð-
ist fólkið mjög þannig að bátsverjum
leist ekkert á blikuna og höfðu sam-
band og sögðu að þeim litist illa á að
komast um borð. Þeir voru hræddir
um fólkið myndi jafnvel stökkva í
bátinn í einhverri geðshræringu,
það var eins og að skipið sjálft væri
yfirfullt af fólki, það hékk allt fram
af öllum borðstokkum þeim megin
sem léttbáturinn kom að skipinu.
Léttbáturinn fór einn könnunar-
hring hringinn í kringum skipið.
Ég bað þá að koma aftur um borð
til skrafs og ráðagerða en finna
enskumælandi mann áður og full-
vissa fólkið um að við værum komin
til að bjarga þeim og kæmum aftur
fljótlega.
Léttbáturinn kom síðan aftur um
borð í Tý, farið var yfir málin og nið-
urstaðan sú að ekkert væri annað í
stöðunni en að reyna aftur, taka
þann tíma sem þyrfti og reyna að
róa fólkið.
Léttbáturinn var síðan aftur
sendur yfir að EZADEEN og upp
úr kl. 23.00 þetta nýárskvöld komust
þessir fjórir menn af varðskipinu
um borð í EZADEEN.
Hér er lýsing Gísla Vals stýri-
manns á aðstæðum þegar þeir fóru
um borð í EZADEEN:
„Það var þó ákveðið að fara yfir
og freista þess að fara um borð. Það
var enginn fastur leiðari á skipinu
og engin augljós leið um borð. Hins-
vegar þar sem fríborðið var lægst,
þar sem sett hafði mögulega verið
upp landgangsbrú fyrir dýrin, og við
ákváðum að láta á það reyna. Jói
bátsmaður lét fyrstur vaða enda
höfðinu hærri og þar af leiðandi
lengri en hinir, og á eftir honum fór
ég. Þetta var hálfglæfralegt en það
eina í stöðunni. Ég fór ofan á hval-
bakinn á léttbátnum og á réttu róli
lét ég vaða, stökk yfir og á síðu
skipsins. Hékk á höndunum og náði
svo að koma hnénu upp á og príla
þaðan þannig um borð. Við tókum á
móti spotta frá strákunum og dróg-
um upp og festum leiðara á bak-
borðssíðu skipsins.
Það var mikill æsingur í fólkinu
þarna um borð og það áttu allir er-
indi við okkur virtist vera. Við skipt-
um okkur niður tveir og tveir í
könnun um skipið. Fólkið um borð
sagði að áhöfnin væri farin frá borði
og að þau hefðu verið læst í stíunum
þar til áhöfnin fór. Eftir að þau fóru,
fóru fjölskyldur og barnafólk inn í
íbúðir í yfirbyggingu skipsins og
kom börnum fyrir í rúmum og þess
háttar. Það var allt á öðrum end-
anum, bókstaflega, inni í vistarver-
unum hafði örugglega flætt upp úr
klósettum því þar var allt á floti, í
stíunum hafði fólk hreiðrað um sig
með teppum og virtist hafa það
ágætt. Það gerði greinilega þarfir
sínar í einu horninu og út um einn
hlerann, sem ég opnaði og sá hvað
þar var að finna.
Ég og Jói bátsmaður athuguðum
vistaverurnar og brúna á meðan
Martin og Maggi fóru niður í stíurn-
ar og tóku á móti vatni fyrir fólkið.
Það loguðu einhver viðvörunarljós í
brúnni og það var lítið eftir heillegt
þar. Ég fann til dæmis aldrei, eða
fann ekki út úr því, hvaða talstöð
konan kallaði á okkur úr þegar við
komum fyrst að skipinu. Við fórum
líka niður í vélarrými og þar var
sömu sögu að segja. Það var allt á
þýsku þar og við gáfum okkur það
svo sem að það yrði ekki fundið út
úr neinu þar til að ná vélum í gang
og sigla skipinu í land.
Við tókum á móti Pétri vélstjóra
og þegar hann komst upp leiðarann
leiddi ég hann niður í vélarrými.
Hann komst að því sama, það væri
væntanlega eldsneytislaust. Þá lét
ég strax vita svo að hægt væri að
hefja undirbúning um borð í varð-
skipinu að græja skipið í tog.
Við sendum fólk aftur í vistarver-
urnar sínar og útskýrðum fyrir því
að það yrðu ekki ferjað frá borði og
að skipið yrði dregið til hafnar. Það
var ótrúlegt hvað ástandið róaðist
fljótt við þá upplýsingagjöf og
ánægjulegt hvernig fólk tók því. Það
var þarna ein kona sem leiddi okkur
um íbúðirnar með vatn og sá til þess
að allir fengju. Ég spáði í það eftir á
að þetta hefði mögulega verið konan
í talstöðinni.
Einn annar hafði farið niður í vél-
arrýmið þegar áhöfnin fór frá borði
og leiddi mig og Jóa þangað niður
þegar að því kom. Annars voru
nokkrir sem fóru ekkert í ró um
nóttina, stóðu og mældu okkur út
hvar sem við vorum en höfðu sig
ekkert frammi og okkur stóð engin
ógn af þeim, en við höfðum auga
með þeim og vissum hvar þeir voru
yfirleitt.“
Skipið virtist fara vel í sjó og var í
sjálfu sér ekki í yfirvofandi hættu,
enginn leki sjáanlegur, utan smá
kjölvatn.Var mjög létt á sjó. Annar
björgunarbáturinn var farinn, þ.e.
bátadavíðan stjórnborðsmegin var
tóm og héngu vírarnir í sjó.
Engin áhöfn, einungis flóttamenn.
Smyglarar gætu þó hafi falið sig
meðal flóttamanna, voru víst með
grímur á andlitum að sögn flótta-
manna og hurfu svo.
Það þarf ekki að taka það fram að
vítavert var að senda skipið út á opið
haf án áhafnar og nokkurs björg-
unarbúnaðar, stjórnlaust og ein-
ungis á sjálfstýringu í mikilli umferð
eins og þarna er, en hvað gera menn
ekki fyrir peninga.
Um miðnætti kom þyrlan frá
ítalska flughernum og slakaði niður
þremur mönnum frá ítölsku strand-
gæslunni. Þessir menn fóru rakleið-
is upp í brú og héldu sig þar eða svo
lengi sem varðskipsmenn voru um
borð.
Um svipað leyti óskaði björg-
unarstjórnstöðin í Róm eftir því að
tvö nærstödd skip héldu á vettvang
til að veita aðstoð ef þörf yrði á.
Tvö flutningaskip komu síðan
fljótlega og héldu sig í nágrenni við
okkur.
Kl. 01.15 tilkynnti Pétur vélstjóri
sem sendur var yfir í EZADEEN að
engin olía væri eftir á skipinu, allir
tankar galtómir og komin skýring á
því að skipið stoppaði snögglega og
öll ljós slokknuðu.
Þar sem ljóst var að skipið kæm-
ist ekki áfram af eigin rammleik,
sem hefði verið best, og útilokað við
þær veðuraðstæður sem þarna voru
að flytja fólkið milli skipa, var strax
hafist handa við að gera drátt-
arbúnað varðskipsins kláran.
Um kl. 02.30 kom þyrlan aftur á
svæðið og slakaði niður í EZA-
DEEN þremur mönnum, þá voru
alls komnir sex menn frá ítölsku
strandgæslunni um borð.
Af einhverjum ástæðum sem ég
fékk aldrei skilið fór þyrlan síðan og
sótti, að ósk Ítala í björgunarstjórn-
stöðinni í Róm, tvo vélstjóra af öðru
flutningaskipinu sem var í nágrenni
við okkur og flutti þá um borð í
EZADEEN til að staðfesta að að-
alvél skipsins yrði ekki komið í gang
að nýju.
Fljótlega eða skömmu fyrir kl.
04.00 staðfestu vélstjórarnir, það
sama og okkar vélstjóri hafði sagt,
að vélarnar væru gagnslausar án ol-
íu sem engin var um borð. Þegar
þarna var komið sögu var einnig
komið á vettvang skip ítölsku
strandgæslunnar, CP-310 og þeir
fluttu vélstjórana aftur yfir í skip
sitt.
Ezadeen tekið í tog
Um kl. 04.00 var allt klárt um borð
hjá okkur til að taka skipið í tog. Við
vorum í sambandi við okkar menn
um borð í EZADEEN og báðum þá
að fara fram á og vera tilbúnir að ná
skotlínu sem við vorum að fara að
skjóta yfir í skipið og síðan drátt-
artaugar. Eins og fram hefur komið
var skipið algjörlega vélarvana og
því voru engin tök á því að fá inn spil
til að auðvelda vinnu við að hífa
dráttartaugarnar um borð. Það eru
nokkrar aðferðir til að koma drátt-
artaug um borð í vélarvana skip en
við þessar aðstæður, mikill vindur
og mikið rek á skipinu, kom ekkert
annað til greina en að gera þetta
einfaldlega á handkraft eins og kall-
að er.
Ítalirnir sex voru enn uppi í brú
og buðust ekki til að fara fram á
stefni til aðstoðar. Á þessum tíma
vorum við komnir með svokallað „of-
urtóg“ kallað dynex, sem er mjög
sterkt tóg og létt.
Ég lónaði því Tý upp að stefni
EZADEEN og reyndi að halda
skuti Týs eins nærri og þorandi var
án þess að skipin rækjust saman í
sjóganginum, til að auðvelda mönn-
um dráttinn á dráttartaugum milli
skipanna. Þetta yrðu mikil átök
þrátt fyrir að ofurtógið væri talsvert
léttara en vírar.
Veður var enn afleitt eða vindur
af norðri, um 15 til 20 m/sek, og mik-
ill sjór.
Kl. 04.04 var línu skotið með línu-
byssu varðskipsins yfir í stefni
Leið Ezadeen yfir Miðjarðarhafið frá Sýrlandi til Ítalíu
2. janúar 2015 tekur
varðskipið Týr
Ezadeen í tog
Fer frá Famagusta á
Kýpur 19. des. 2014
Týr kemur með Ezadeen
til hafnar í Corigliano
Calabro á Ítalíu
Ezadeen leggur
af stað frá Tartus
í Sýrlandi
Í TA
L Í A
T Y R K L A N D
K Ý P U R
G R I K K L A N D
M ið j a r ð a r h a f i ð
SÝRLAND
MV Ezadeen
Tegund skips: gripaflutningaskip.
Byggt: 1966. Lengd: 73 m.
Varðskipið Týr
Kallmerki: TFGA. Byggt: 1975.
Stærð: 71 m, 923 brúttórúmlestir.
Horft til Ezadeen Skipið var fljótt að tæma olíutankana eftir að áhöfnin stakk af.