Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Reyktur og lax Láttu það eftir þér! Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að er mesta synd að ís- lenskir neytendur eiga margir eftir að uppgötva hvað reykt þorsklifur er mikið hnossgæti. Víða um heim er þorsklifrin í miklu uppá- haldi hjá matgæðingum en auk þess að vera bráðholl vara er reykt þorsklifur sælkeramatur sem marg- ir vilja líkja við gæsalifrarkæfu. „Innanlands- markaðurinn á enn eftir að taka við sér og gæti það m.a. skýrst af því að á Íslandi er ekki mikil hefð fyrir neyslu á niðursoðnum sjávarafurðum, að túnfiski og sardínum und- anskildum,“ segir Rolf Arnarson. „Þá eiga sumir minningar úr æsku um að hafa verið gefin þorsklifur sem soðin var í potti með tilheyr- andi lykt og hafði alls ekki sama bragð. Enda kemur oftast í ljós þeg- ar fólk fær að smakka þorsklifrina okkar, sem hefur verið heitreykt og lítillega söltuð svo hún hefur kæfu- kennda áferð og milt bragð, að flest- um þykir þetta góður matur og tala um að reykta þorsklifrin sé allt öðruvísi en þeir bjuggust við.“ Rolf er framkvæmdastjóri Akra- borgar á Akranesi en fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu nið- ursoðinna sjávarafurða frá árinu 1989. Í dag er Akraborg einn stærsti framleiðandi reyktrar þorsklifrar í öllum heiminum og sel- ur vörur sínar undir ýmsum merkj- um, John West, Capitaine Cook Mercadona og Bornholms. Í uppáhaldi í Evrópu Tiltölulega stutt er síðan nær öll þorsklifrarframleiðsla Evrópu færð- ist til Íslands en áður voru fyrirtæki umhverfis Eystrasaltið ráðandi á markaðinum. „Með strangari reglum um magn díoxíns í þorsk- lifur lagðist þessi starfsemi af í Evr- ópu. Umhverfis Ísland er sjórinn mun hreinni svo að lifrin úr þorski sem veiddur er hér við land full- nægir ströngustu kröfum,“ útskýrir Rolf. Helstu kaupendur reyktrar þorsklifrar eru lönd á borð við Frakkland, Þýskaland, Danmörku, Tékkland og Pólland, og einnig rík hefð fyrir þessum mat í Rússlandi. „Okkar vara hefur vissa sérstöðu enda er engum gerviefnum bætt í dósina. Sums staðar nota framleið- endur reykbragð en við notum ein- göngu alvöru reyk úr spóni, og framleiðum einvörðungu úr ferskri lifur til að auka gæðin enn frek- ar. Getum við því kynnt okkar vöru sem bæði holla, heil- næma og hreina sjávarafurð,“ segir Rolf en þorsklifrin er m.a. rík af A- og D-vítamíni og hollum fitusýrum. „Nið- ursoðnar sjávarafurðir eru heilt á litið dalandi markaður á Vesturlöndum þar sem neysla á sjávarafurðum er meira að færast í ferska vöru. Þorsklifrin hefur hinsvegar víðast hvar haldið velli eða eilítið sótt á og mikilvægt að halda á lofti hollum og hreinum eiginleikum vörunnar.“ Þorsklifrarpaté gerir lukku Meðal þess sem Akraborg hefur gert til að reyna að styrkja stöðu sína er að þróa nýjar vörur í sam- starfi við þau merki sem fyrirtækið framleiðir fyrir. Hafa verið gerðar áhugaverðar tilraunir með því t.d. að bæta við sítrónu eða chilli-pipar og bjóða neytendum þannig upp á meiri fjölbreytni í bragði. „Við höf- um líka verið að þróa n.k. þorsk- lifrar-paté blandað hrognum og kryddi. Sú vara hentar betur til að smyrja á brauð eða kex og einn við- skiptavinur keypti sendingu til Jap- ans á dögunum með það fyrir aug- um að nota þorsklifrar-patéið í sushi-réttum.“ Rolf segir vöruþróunina líka til þess gerða að halda athygli verslana og fá meira rými í hillum. „Það þyk- ir betra að vera ekki með eina staka vöru, heldur bjóða upp á heila vöru- línu, og hjálpar til að aðgreina okk- ur frá keppinautunum að kynna til sögunnar nýjar viðbætur við vöru- línuna ár hvert.“ Holl og góð vara sem sækir á Eftirlit Einar Víglundsson verkstjóri hjá Akraborg fylgist með framleiðslunni. Rolf Arnarson Ofurfæða Akraborg framleiðir m.a. í samvinnu við fyrirtækið Bornholms. Rolf hjá Akraborg seg- ir ljúffengt bragðið af reyktri þorsklifur koma flestum skemmtilega á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.