Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Selhella 13 | Hafnarfjörður | sími 412 3000
Við óskum öllu
starfsfólki í sjávarútvegi
gleðilegrar hátíðar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
mábátaútgerðir glíma við
þann vanda að gæði þess
afla sem smábátar færa
að landi geta verið mjög
misjöfn. Alda Gylfadóttir,
framkvæmdastjóri Einhamars Sea-
food í Grindavík, segir suma smá-
báta selja fisk í allra hæsta gæða-
flokki en inn á milli leynist bátar
sem ekki skaffa nægilega góða
vöru og skemma þannig fyrir öllum
smábátaútgerðum því kaupendur
geta ekki verið vissir um hvort þeir
fá afhenta laka vöru eða góða.
Ferskari en annar fiskur
Alda hélt áhugavert erindi um
þennan vanda á Sjávarútvegs-
ráðstefnunni 2018 sem haldin var í
Hörpu í nóvember: „Við gerum út
þrjá dagróðrarbáta, framleiðum
þorsk og ýsu og flytjum fiskinn
ferskan með flugi til viðskiptavina
úti í heimi. Bátarnir okkar eru 30
tonna línuveiðibátar og landa aflan-
um daglega og gefur augaleið að
kaupandinn er því að fá ferskari
vöru sem fengið hefur betri með-
ferð en fiskur sem dreginn var með
trolli um borð í skip sem landar á
þriggja til fimm daga fresti. Er
fiskurinn okkar fallegri, ferskari og
með lengra hillulíf fyrir vikið,“ seg-
ir hún.
„En smábátur er ekki það sama
og smábátur,“ bætir Alda við og
tekur undir með blaðamanni að
orðspor loði enn við smábátafisk að
hann sé veiddur of nálægt landi og
því fullur af ormum, eða illa kæld-
ur og á honum traðkað um borð.
„Mínir sjómenn eru þeir bestu í
bransanum og við sendum þá eins
langt á haf út og þeir komast, og
stundum að sigla þarf í fjórar til
sex klukkustundir eftir aflanum.
Svo eru aðrir sem veiða nær
ströndunum og virðast varla hafa
meira en einn kaffibolla af ís um
borð. Eru þetta í mörgum tilvikum
sjómenn sem stunda veiðar aðeins
tímabundið, part úr ári, og engar
kröfur til þeirra gerðar um að þeir
kunni að meðhöndla fiskinn rétt og
komi með vel kælda gæðavöru í
land.“
Lítil gæði draga úr afköstum
Útkoman er sú að þeir sem ekki
vanda sig við veiðarnar draga niður
verðið fyrir alla hina og skemma
fyrir smábátafiski á mörkuðum.
„Ég þekki það hjá mér sjálfri að
þegar ég þarf að kaupa fisk frá
smábátum á markaði á strandveiði-
tímabilinu verð ég að borga lægra
verð því ég veit ekki hvað ég mun
missa mikil afköst í fiskvinnslunni
við það t.d. að þurfa að hreinsa
mikið af ormum úr vörunni og
hvort það kostar mig 50% meira að
vinna hvert kíló.“
Til að gera vandann enn verri þá
eru smábátaveiðar dýrar, raunar
dýrasta útgerðarform sem til er, að
sögn Öldu. „En því fylgir lítil umb-
un og engin tilslökun t.d. í formi
lægri veiðigjalda. Er þetta útgerð-
arform skattlagt með alveg sama
hætti og öll hin. Þá er verð-
samkeppnin hörð og ekki allir
kaupendur sem gera greinarmun á
línuveiddum fiski í hæstu gæðum
og öðrum fiski sem þeim stendur
til boða.“
Verða að samræma gæðin
Alda minnist þó eins tilviks þar
sem kaupanda þótti verðið á fisk-
inum frá Einhamri orðið of hátt og
færði viðskipti sín annað. „Ég
hreinlega gat ekki lækkað verðið
mitt meira og varð að láta þennan
viðskiptavin fara þegar annar selj-
andi undirbauð okkur. En svo
tveimur vikum seinna hefur kaup-
andinn aftur samband, því hann
hafði séð að gæðin voru alls ekki
þau sömu og vel þess virði að
borga meira fyrir línuveiddan fisk í
hæsta gæðaflokki.“
Að mati Öldu gæti lausnin á
vanda smábátaútgerða falist í því
að gera samræmdar kröfur um
gæði og þjálfun: að rétt eins og sjó-
menn þurfa að sækja öryggis-
námskeið gæti verið eðlilegt að
krefja alla þá sem vinna í greininni
um ákveðna lágmarksþekkingu á
réttri meðhöndlun afla. „Það væri
nokkuð sem allir myndu njóta góðs
af, því um leið og kaupendur geta
gengið að gæðunum vísum á fisk-
mörkuðum þá skilar það sér í
hærra verði.“
Glíma við vanda við markaðs-
setningu á fiski frá smábátum
Alda hjá Einhamri segir
vert að skoða hvort gera
þurfi kröfu um þjálfun
smábátasjómanna í
réttri meðhöndlun afla.
Ekki er allur fiskur frá
smábátum jafngóður og
skemmir það fyrir þeim
sem selja gæðavöru.
Annir Úr fiskvinnslu Einhamars í Grindavík. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og þar starfa í dag um 70 manns.
Ljósmnd / Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Óvissa Alda segist sjálf þurfa að borga lægra verð þegar hún kaupir fisk frá smábátum á markaði því hún veit ekki hversu
góða vöru hún fær afhenta, og hvort t.d. muni kosta mikla vinnu og peninga að hreinsa fiskinn ef mikið er af ormi í honum.
Áhugaverð markaðstækifæri eru fyrir
línuveiddan smábátafisk. Alda segir
að kaupendur séu í vaxandi mæli
farnir að gera sér grein fyrir sérstöðu
línuveidds hágæðafisks og kröfu-
hörðustu kaupendur, s.s. lúxus-
veitingastaðir, taki það skýrt fram á
matseðlum sínum að sá fiskur sem
þeir bera á borð hafi verið veiddur á
línu.
Línuveiddur fiskur er alla jafna
ferskari og betur meðhöndlaður við
veiðarnar. „Um leið og fiskurinn er
dreginn um borð er hann blóðgaður
og hann er ekki kraminn í neti sem
fullt er af öðrum fiski. Fyrir vikið verð-
ur holdið á fiskinum hvítara og fal-
legra.“
Undanfarin misseri hefur mátt
greina vaxandi umræðu um mikilvægi
mannúðlegra fiskveiða. Neytendur
láta sig dýravelferð miklu varða og
eru fiskar þar ekki undanskildir. Alda
segir að á þessu sviði hafi línuveiðar
ákveðið forskot enda fiskurinn dreg-
inn um borð nánast um leið og hann
bítur á agnið og blóðgaður án tafar.
Gerist því ekki við línuveiðar að fisk-
urinn sé kraminn til bana eða kafni
eftir að hafa verið dreginn úr sjó.
„Kaupendum þykir þetta mikilvægt
og líka að veiðarnar hafi ekki neikvæð
áhrif á önnur dýr. Þannig gerir t.d.
breska matvöruverslanakeðjan Wait-
rose þá kröfu að við sendum þeim
upptökur sem sýna hvernig við bægj-
um fuglum frá við veiðar og að það sé
gert á mannúðlegan hátt.“
Loks nefnir Alda að línuveiðum
fylgi sá kostur að engin hætta er á að
veiðarfærin losni og valdi skaða.
„Umhverfisverndarsamtök hafa vakið
athygli á þeirri hættu sem stafar af
sk. drauganetum sem berast um haf-
ið og halda áfram að veiða. Ef lína á
einum af bátunum okkar slitnar eða
verður eftir af einhverjum ástæðum
þá einfaldlega siglum við aftur á
sama stað næsta dag og sækjum
hana, enda öll lína tengd við bauju.“
Smábátafiskurinn gæti átt mikið inni
Sérstaða Sá fiskur sem smábátar
veiða fellur vel að kröfum neytenda.