Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is M eira að segja fagmenn- irnir þurfa stundum að minna sig á hvað Íslendingar búa að einstaklega góðum fiski: „Þegar ég ferðast til útlanda finnst mér gaman að panta mér fiskrétt, bara til að prufa – og allt- af verð ég fyrir vonbrigðum. Þetta hráefni sem við höfum hér á Ís- landi er bara svo ótrúlega gott að það er nánast lygilegt,“ segir Snorri Sigfússon yfirmatreiðslu- maður á Messanum. Eins og margir lesendur vita hefur veitingastaðurinn Messinn átt góðu fylgi að fagna. Messinn opnaði fyrst á Lækjargötu og sló strax í gegn með framúrskarandi fiskréttum. Á síðasta ári færði Messinn síðan út kvíarnar og opn- aði annan veitingastað úti á Granda. Á vefsíðum á borð við Tripadvisor lendir Messinn í hópi bestu veitingastaða borgarinnar og hver ferðalangurinn á fætur öðrum kveðst ældrei á ævinni hafa smakkað eins ljúffengan fisk og hann pantaði hjá Snorra og fé- lögum. Kryddið gerir matinn góðan Aðspurður hver galdurinn sé við að gera svona vel heppnaða fisk- rétti segir Snorri að hann fylgi þeirri stefnu að krydda fiskinn vel og vera heldur ekki spar á smjör- ið. „Þegar ég var í námi var mér kennt að ef matur er undirkrydd- aður er hann ekki góður. Hann er kannski ekki bragðvondur en fær fólk heldur ekki til að falla í stafi,“ segir Snorri og kveðst einkum reiða sig á salt, pipar og chiliduft. „Síðan eigum við til í eldhúsinu það sem við köllum leynikrydd, en flestir Íslendingar þekkja vel, og það er arómatið.“ Til að auka bragðið enn frekar „panerar“ Snorri fiskinn yfirleitt, þ.e.a.s. veltir honum upp úr blöndu af hveiti og kryddi. „Ég hita pönnuna vel, velti fiskinum upp úr hveitiblöndunni, set hann svo á rjúkandi heita pönnuna og kaffæri í smjöri. Eftir nokrar mín- útur sný ég bitanum við og bæti ofan í pönnuna fersku grænmeti og soðnum kartöflum. Er þá kom- inn vel kryddaður fiskréttur sem enginn verður svikinn af.“ Meiri hiti en minni Þá fylgir Snorri nokkrum reglum til að tryggja að gæði hráefnisins séu sem mest og matreiðslan gangi vel fyrir sig. „Það er til dæmis gott ráð að elda fiskinn á frekar háum hita í stuttan tíma. Hvort sem fiskur er eldaður á pönnu eða í ofni þarf því að passa að hita ofninn eða pönnuna vel áð- ur en matseldin hefst. Hitinn hjálpar meðal annars til við að gefa fiskbitanum stökka húð og gera hann áhugaverðari.“ Gæta þarf að því að þykkir fisk- bitar þurfa lengri eldunartíma. Snorri segir að þeir sem eru óvan- ir að elda fisk geti notað hitamæli til að ganga úr skugga um að þykkur biti sé orðinn nógu vel eld- aður en flestir komist fljótlega upp á bragðið með að elda fiskinn hæfilega lengi án slíkra hjálpar- tækja. Hann segir að rétt eins og með kjöt sé vissara að færa ekki kaldan fisk beint úr kæli og yfir á heita pönnu og svo verði að muna að hitinn í fiskinum heldur áfram að elda holdið eftir að bitinn hefur verið tekinn af pönnunni.“ Lykt helst í hendur við gæði Alla jafna þarf mjög lítið að eiga við fiskinn áður en hann er eld- aður enda selja íslenskar fiskbúðir aðeins vandlega hreinsaðan og snyrtan fisk. „Fiskurinn er samt lífræn vara og verður að gaum- gæfa bitann. Blessunarlega er sjórinn okkar það hreinn og fisk- vinnslurnar það fullkomnar að það heyrir til algjörra undantekninga að eitthvað leynist í fiskholdinu sem ekki á að vera þar,“ segir Snorri. „Það dugar því að nota hníf til að skera burtu fiturendur og sinar og alltaf ætti að renna fingrum yfir fiskinn til að sjá hvort bein koma í ljós.“ Til að meta gæðin reiðir Snorri sig m.a. á nefið. „Við erum ákaf- lega ánægð með okkar fisksala, og hef ég það fyrir sið þegar við fáum t.d. 10 kg kassa af þorski að reka nefið ofan í kassann, eins og hálfan sentimetra frá flökunum, og fylla lungun. Ef ég finn varla fiskilykt veit ég að varan er mjög fersk og kannski ekki nema sex tímar síðan fiskurinn synti í sjón- um. Ef farin er að myndast lykt af fiskinum merkir það að hann hef- ur legið í eigin safa og er farinn að bræla af sjálfum sér.“ Krydd, smjör og vel heit panna Snorri á Messanum á ekki í neinum vanda með að elda góðan fisk- rétt. Hann notar nefið til að meta gæði hráefnis- ins en því ferskari sem fiskurinn er því minni lykt er af honum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögmál „Þegar ég var í námi var mér kennt að ef matur er undirkryddaður er hann ekki góður,“ segir Snorri. Undirstöður Pipar, salt, chilí-duft og gamla góða Arómatið ráða ferðinni. Einfalt Á messanum eru réttirnir iðulega bornir fram í pönnunni. Bragðgóður matur þarf ekki að vera mjög flókinn. Lokahnykkur Með allt í pönnunni, og meira en nóg af smjöri. 200 g bleikja. Sinar og aukafita skorin frá. Flakið skorið í 3-4 bita 100 g smjör 70-80 g hunang 100 g möndluflögur ristaðar 200-250 g kirsuberjatómatar 5-6 stk. litlar kartöflur (soðnar) salt og pipar að vild salat eftir smekk sítróna eða límóna Aðferð: Fiskurinn kryddaður að vild með salti og grófmöluðum svört- um pipar. Chiliduft á roð. Panna hituð mjög vel og fisk- urinn steiktur með roðið upp þar til hann verður gullinbrúnn. 2-3 kubbar af smjöri settir á pönnuna og fiskinum snúið strax á roð-hliðina. Því næst bætt við rest af smjöri, auk hunangs, mandla, tómata og kartaflna og eldað saman í 2-3 mín. Skreytt með salati og sítrónu/ límónu. Bleikja að hætti Messans Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.