Morgunblaðið - 14.12.2018, Qupperneq 28
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þ
að var Hermann Bridde,
starfsmaður Faxaflóa-
hafna, sem teiknaði vitann
eftir samtímalýsingu og
Bjarni Þór Bjarnason,
myndlistarmaður á Akranesi, málaði
mynd af honum á grundvelli lýsing-
arinnar. Faxaflóahafnir sáu um
byggingu staursins, sem stendur á
Akurshóli, og Sf. smiðir sáu um upp-
setningu. Ljóskerið kemur frá fyr-
irtækinu Jóhann Ólafsson & Co en
um er að ræða Led-perur sem geta
m.a. breytt litum líkt og á miðbæjar-
reitnum Akratorgi.
Akraneshöfn er sem kunnugt er
innan Faxaflóahafna og hafnarstjór-
inn, Gísli Gíslason, er Skagamaður.
Fyrstu vitar við Faxaflóa voru
reistir eftir 1880 og voru það svokall-
aðir vörðuvitar eða fiskimannsvitar
með einföldu ljóskeri til að lýsa sjó-
farendum leið. Fyrsti vísir að vita á
Akranesi var ljósker á 7 metra háum
staur sem reistur var inni á lóð bæj-
arins Teigakots, en hann stóð efst á
Akurshól fyrir suðurenda götunnar
Vitateigs. Það var Björn Ólafsson
(1857-1890) húsmaður í Oddsbæ sem
átti hugmyndina um vitabyggingu á
Akranesi og bar hana upp á fundi
Æfingarfélagsins sem stofnað var
árið 1882 og lét ýmis framfaramál til
sín taka. Sigurður Jónsson (1843-
1935) járnsmiður byggði mannvirkið
í janúar 1890, en ekki var kveikt á
ljóskerinu fyrr en rúmu ári seinna,
1. mars 1891, vegna vangaveltna um
rekstur vitans og hnattstöðu hans.
Skagamenn miklir sjósóknarar
Fyrsti gæslumaður vitans, Bjarni
Jörundsson, smiður á Litlateig
(1853-1901), hóf störf strax árið 1890
þrátt fyrir að ekki væri búið að
kveikja á vitanum og gegndi hann
því starfi í eitt ár. Magnús Magnús-
son Hólm, húsmaður í Teigakoti, tók
við af honum í febrúar árið 1891, en
Magnús drukknaði í róðri þann 16.
nóvember sama ár. Ekki er vitað
hverjir gegndu vitavörslu næstu ár.
Skagamenn voru miklir sjósókn-
arar og á seinni hluta 19. aldar var
farið að ræða nauðsyn þess að reisa
vita til að auðvelda sæfarendum að
ná landi í myrkri og dimmu en sjó-
slys voru tíð á þessum árum.
Í óprentuðu handriti rifjar Gunn-
laugur Haraldsson sagnfræðingur
upp tilurð og sögu þessa máls.
Ekki verður með vissu ráðið, hve-
nær fyrst var hreyft innan Æfing-
arfélagsins hugmynd um byggingu
vita og stofnun söfnunarsjóðs í því
augnamiði, segir Gunnlaugur.
Fram kemur í fundargjörð 8.
mars 1885 að lesin var uppástunga
frá Birni Ólafssyni á Bjargi, „er fór
fram á að efla [h]inn svokallaða Vita-
sjóð með því að gefinn væri á næstu
vetrarvertíð einn fiskur (þorskur) af
hverjum hlut fríviljuglega“. Fund-
armönnum þótti þá sumum „það
ekki eiga við að biðja um gjafir til
þessarar stofnunar meðan fyrir-
tækið ekki væri lengra á veg komið“,
og umræðu því frestað.
Svo virðist sem málið hafi legið í
salti næstu árin, en það kom til um-
ræðu af og til.
Á fundum Æfingarfélagsins 6. og
14. desember 1889 bar Björn Ólafs-
son (þá í Oddsbæ) upp að nýju til-
lögu um stofnun vita á Breiðinni:
„Mér hefur dottið í hug að vekja
athygli fundarmanna á því, hvort
þeim sýndist ekki nauðsynlegt að
hér stæði viti á Skaganum, á Breið-
inni, nefnilega svo góð lugt er bæri
það ljós er sjófarendur gætu farið
eftir í myrkri, bæði innlendir og út-
lendir. Árið 1885 var haldinn fundur
í Ytri-Akraneshreppi í Heimaskaga,
er fór fram á að koma sér upp ljósi
sunnanverðu hér á Skaga og skutu
þá nokkrir menn saman og gáfu
nokkrar krónur og margir lofuðu
miklu, því öllum sýndist þetta mikið
áríðandi. Hvað við erum á eftir öðr-
um þarf jeg ekki að lýsa fyrir mönn-
um í þessu falli. Hér að sunnanverðu
við Faxaflóa er ljós á flestum annesj-
um og mörg af þeim (vitum) komnir í
kortið, og þá eru ekki svoleiðis vitar
tilfinnanlegir í peningalegu tilliti.“
Kosin var framkvæmdanefnd sem
skilaði áliti. Þar sagði m.a.:
„Á Teigakotsteignum (hæsta
punkti Skagans) ætti að byggja
steinvörðu (til stuðnings) sem ekki
þyrfti að vera sementeruð. Uppúr
miðri vörðunni stæði svo sjálf lugt-
arstöngin (hér um bil 12 áln. langt
tré) studd af vörðunni og þar að auk
af nokkrum skástífum úr tré. Á tvo
vegu við þessa lugtarstöng þyrfti svo
sína járnstöngina hvoru megin fyrir
lugtina að renna eftir upp og ofan,
en lugtin væri hreyfð upp og ofan
eftir járnstöngunum með þar til
gjörðum járnkeðjum. Að síðustu
þyrfti skýli úr borðum neðst við
stöngina fyrir þann sem kveikja á.
Lugt sú sem hér mundi þurfa ætti að
vera í lagi sem venjulegt götulugt,
en stærðin 20 þuml. að hæð, 8 þuml.
að breidd neðan og 18 þuml. að
breidd ofan. Ef fyrirkomulagi þessu
verður fylgt, álítum vér þar kostn-
aðurinn ekki mun fara yfir 200 kr.
enga frágangssök að byrja nú þegar
fyrirtækið svo farið verði að nota vit-
ann um byrjun næstkomandi vetrar-
vertíðar.“ Töldu Æfingarfélags-
menn sér því ekkert að vanbúnaði að
hefjast handa á fundi þann 11. jan-
úar 1890 eftir að hafa tínt sjálfir upp
úr vösum sínum 47 krónur til við-
bótar.
Samþykkt var að Sveinn Guð-
mundsson (formaður) gjörði samn-
ing fyrir félagsins hönd við Sigurð
kaupmann Jónsson um vitabygg-
inguna. Sigurður var skjótur til og
lauk smíðinni á skömmum tíma. Til
stóð að kveikja ljósin hinn 1. febrúar
1890. En þá kom óvænt babb í bát-
inn. Landshöfðingi hafði fengið
spurnir af byggingu vitans og gefið
amtmanni fyrirmæli um að banna
Akurnesingum að kveikja á honum
fyrr en búið væri að reikna út hnatt-
stöðu hans og auglýsa hana af rétt-
bærum yfirvöldum, jafnt fyrir inn-
lendum og útlendum sæfarendum.
Um haustið var vitamálið loks í
höfn enda hafði hnattstaða ljóskers-
ins verið mæld. Ljósker var svo
tendrað á Skipaskaga á Akranesi
hinn 1. mars 1891.
„Ljós er sjófarendur gætu farið eftir
í myrkri, bæði innlendir og útlendir“
Að frumkvæði Faxaflóa-
hafna var efnt til sam-
starfs við Akranes-
kaupstað um minnis-
varða um fyrsta vita á
Akranesi en kveikt var á
honum árið 1891. Minn-
isvarðinn verður form-
lega vígður síðar í þess-
um mánuði í tilefni þess
að 100 ár eru liðin frá
byggingu Gamla vitans
á Suðurflös á Breið.
Ljósmynd/akranes.is
Málverk/Bjarni Þór Bjarnason
Minnisvarðinn Eftir er að ganga frá
grjóthleðslu neðst við stöngina.
Fyrsti vitinn Tilgátumynd sem Bjarni Þór Bjarnason, myndlistarmaður á Akranesi, málaði af vitanum og umhverfi. Bæjarprýðin Akrafjall er í bakgrunni.
Vitarnir tveir Árið 1918 var byggður steinsteyptur viti yst á Suðurflös á Akranesi eftir teikningum Thorvalds
Krabbe verkfræðings. Nýrri vitinn var byggður árin 1943-44 eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings.
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018