Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Við óskum sjómönnum, útgerðum og landsmönnum öllum
gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Gleðilega hátíð
K
lukkan 7.20 laugardaginn
14. nóvember 1956. Um
borð í aflaskipinu Fylki
RE 161, rúma 50 kíló-
metra (27 sjómílur) út af
Straumnesi.
Togarinn Fylkir velkist þunglega
til og frá í haugasjó og kolniðamyrkri
í Þverálnum, fiskimiðum úti af Vest-
fjörðum. Flestir um borð eru sofandi
eða að vakna. Vaktin á dekkinu er að
hífa inn, skvera
trollið eftir að
hafa kastað þeg-
ar stórviðri hafði
gengið niður um
nóttina. Gunnar
Hjálmarsson,
fyrsti stýrimað-
ur, stendur við
opinn brúar-
glugga og fylgist
með öllu.
Skipið er ferðlaust, aðalvélin hefur
verið stöðvuð. Valdimar Einarsson,
annar stýrimaður, stígur þunga öld-
una við spilið stjórnborðsmegin og
Kristmundur A. Þorsteinsson háseti
dregur af því. Aftur í ganginum eru
þrír hásetar að taka veiðarfærin inn.
Jóhannes H. Jónsson stendur í
svelgnum en Ólafur Halldórsson og
Gunnar Eiríksson eru fyrir framan
hann.
Þegar Fylkir veltur yfir í stjórn-
borða sjást í skini vinnuljósanna
belgurinn og pokinn sem fljóta við
síðuna. Skyndilega glittir í svarta og
undarlega þúst neðst í belgnum sem
verið er að hífa. Jóhannes og Ólafur
hrópa nær samtímis: „Það er tund-
urdufl í vörpunni!“ Valdimar stöðvar
spilið samstundis. Einhver kallar:
„Eigum við að …“
En það gefst ekkert ráðrúm til að
hugsa eða bregðast við. Fylkir tekur
skarpa dýfu yfir í bakborða og um
leið verður hrikaleg sprenging.
Tundurduflið hefur sprungið á
stjórnborðssíðu togarans. Hann
nötrar stafna á milli og allir þrjátíu
og tveir skipverjarnir um borð kast-
ast harkalega til. Skipið hrekkur svo
enn lengra yfir í bakborða undan
heljarafli sprengingarinnar, öll ljós á
því slokkna og um leið lyftist sjórinn
við stjórnborðssíðuna upp eins og í
sprengigosi.
Botnvarpan, netið og bobbingarnir
þeytast upp í ógurlegum sjó-
stróknum. Í sömu svifum tekur Fylk-
ir djúpa dýfu yfir í stjórnborða.
Valdimar sér grænan blossa en kast-
ast svo utan í eitthvað og rotast.
Kristmundur hendist niður á þilfarið
en Ólafur þeytist þvert yfir það og út
í bakborðslunninguna, fer utan í spil-
ið og vankast.
Hluti veiðarfæranna kemur fljúg-
andi inn yfir borðstokkinn svo að
bobbingarnir lenda niðri á milli
mannanna og þeir hverfa undir
þungt netið á kaf í sjó. Þungar hurðir
hrökkva af hjörum og menn hendast
sofandi fram á gólf. Margir hálfla-
mast af ótta því að þeir vita sem er að
stríðstól sem þessi drepa oftast allt
sem fyrir verður.
Auðunn Auðunsson, einn kunnasti
aflaskipstjóri flotans, hrekkur illilega
við í koju sinni. Hávaðinn er yf-
irþyrmandi. Hann telur fyrst að það
hafi orðið ketilsprenging og að hann
komist ekki upp í brú. En þegar hann
kemst á fætur og fer að fikra sig upp
á myrkvaðan stjórnpallinn heyrir
hann sársaukastunur neðan frá þil-
farinu í gegnum opinn gluggann.
Eitthvað hræðilegt hefur gerst,
þarna eru greinilega slasaðir menn.
Skipstjórinn áttar sig strax á því að
staðan er grafalvarleg hjá skipi hans
og áhöfn. Hann biður Gunnar fyrsta
stýrimann að láta áhöfnina sjósetja
björgunarbátana strax og hafa þá til-
búna við síðurnar ef á þarf að halda.
Niðri í vélarrúmi er þreifandi
myrkur eftir að ljósavélin stöðvaðist.
Þórður Hannesson, þriðji vélstjóri,
sem er þar á vakt ásamt kyndara,
hefur fundið vasaljós. Hann veit að
öryggisbúnaður í olíuverki ljósavél-
arinnar hefur slegið út. Vélstjórinn
hraðar sér upp á pall til að gangsetja
vélina á ný. Það tekst og nú kvikna
ljós um borð. En togarinn er farinn
að hallast ískyggilega í stjórnborða.
Skipverjar óttast að Fylkir sé að
sökkva.
Meðal skipverja er faðir skipstjór-
ans, Auðunn Sæmundsson, bræðslu-
maður og aldursforseti um borð.
Úti á dekki er Ólafur Halldórsson
að komast til meðvitundar. Hann er
slasaður, annar handleggurinn er
máttlaus. Þeir sem lentu undir net-
inu, Gunnar Eiríksson og Jóhannes
H. Jónsson, eru hætt komnir undir
belgnum. Jóhannesi tekst að ná í hníf
í vasa sínum og skera netið fyrir ofan
sig. Gunnar hefur lent á bakinu og
fengið svo mikið högg að hann nær
ekki andanum.
Þórður sér að Viggó Gíslason,
fyrsti vélstjóri, er kominn niður í vél-
arrúm. Hann hafði hrokkið upp í koju
sinni og haldið í svefnrofunum að at-
ómsprenging hefði orðið. Á leiðinni
niður í vél hafði hann heyrt hrópað að
menn ættu að hraða sér í bátana.
Níu menn eru frammi í lúkar.
Sumir þeirra kastast fram úr við
sprenginguna. Rafn Kristjánsson há-
seti hendist upp undir næstu koju og
fær mikið högg á bakið þegar hann
lendir á rúmstokknum um leið og
hann fellur niður á gólf. Skipið hall-
ast gríðarlega í stjórnborða en Rafni
tekst við illan leik að brölta á fætur.
Hann kemst að dyrunum og sér
mikla gufu og reyk aftur á þilfarinu.
Þar er allt í hers höndum. Rafn fer í
utanyfirföt og kemst út á þilfar. Þar
sér hann Gunnar Eiríksson liggja
fálmandi í sjónum undir netinu að
reyna að komast undan því. Rafn og
annar háseti grípa strax hnífa og
skera á netið og tekst þannig að
koma Gunnari til hjálpar. Hann er
illa haldinn og búinn að drekka mik-
inn sjó.
Ragnar Zophoníasson, 21 árs
Reykvíkingur, hafði verið sjö mánuði
um borð í Fylki, í hásetaplássi: „Ég
var í koju þegar sprengingin varð –
þetta var óskaplegur hvellur svo að
skipið hentist til. Það var kallað neð-
an af dekki: „Það er tundurdufl –
skipið er að sökkva!“ Þarna ríkti
mikil örvænting. Ég fór fram og hitti
þar Auðun skipstjóra og spurði hann
hvort ég gæti gert eitthvað. „Já,
farðu fram í og athugaðu hvort ein-
hverjir eru þar,“ sagði hann.
Hann vildi að ég drifi þá sem þar
kynnu að vera aftur á bátadekk. Ég
fór fram í og sá þar Friðþjóf Strand-
berg háseta sem var að hafa fata-
skipti og vissi hvorki í þennan heim
né annan. Hann virtist hafa fengið
högg og vankast þegar sprengingin
varð.“
Í bakborðsganginum er Valdimar
annar stýrimaður kominn til meðvit-
undar. Hann fer upp á bátadekkið
þar sem skipsfélagar hans eru að
reyna að sjósetja bakborðsbjörg-
unarbátinn. Til þess þarf að snúa
sveif með mjög stirðum skrúfgangi
en skipið hallast svo mikið að ill-
mögulegt er að athafna sig.
Það reynist vera útilokað að sjó-
setja bakborðsbátinn. Undir honum
er trébjörgunarfleki sem er fastur.
Menn reyna eins og þeir geta að toga
hann undan bátnum en allt kemur
fyrir ekki. Fylkir er nú nánast að
leggjast á stjórnborðshliðina.
Vélstjórarnir verða þess fljótt
áskynja að síðutankur sem átti að
vera tómur er orðinn fullur af sjó, en
þeir vonast þó til að hægt verði að
dæla sjó úr skipinu til að halda því of-
ansjávar.
Uppi á stjórnpalli er mönnum orð-
ið ljóst að loftskeytatæki skipsins
eru orðin óstarfhæf að mestu. Loft-
net hafa fallið niður með masturs-
toppnum sem brotnaði svo að við-
tækin í stöðinni eru óvirk. Jörundur
Sveinsson loftskeytamaður er að
blindsenda út SOS-neyðarkall, án
þess að vita hvort nokkur skip muni
heyra það. Auðunn skipstjóri sækir
svifblys og skýtur þeim upp í þeirri
von að þau sjáist í myrkrinu. Hann
veit að næstu togarar gætu verið í
um tíu kílómetra (rúmlega fimm sjó-
mílna) fjarlægð.
„Út með bátana!“ kallar Auðunn
nú ákveðinn. Hann fer síðan niður í
vélarrúm þar sem sjór er farinn að
flæða inn. Fullvíst er hins vegar að
„Það er tundurdufl – skipið
Þrír hildarleikir á þremur
árum eru umfjöllunar-
efni nýjustu bókar Ótt-
ars Sveinssonar. Með
góðfúslegu leyfi Óttars
er hér stuttlega gripið
niður í einn þeirra at-
burða sem greint er frá.
Hildarleikur Afturhluti Egils rauða
á nöturlegum vettvangi afdrifaríkra
atburða, eftir að hann strandaði
í foráttubrimi undir Grænuhlíð.
Frétt Forsíða Morgunblaðsins dag-
inn eftir að togarinn Fylkir sekkur.