Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 45

Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 45
EZADEEN, skipverjar varðskipsins náðu línunni en skotlínan slitnaði skömmu áður en svokölluð tildrátt- artaug var komin yfir, mikið rek var á skipunum eða um 2,5-3,0 sjómílur á klukkustund. Kl. 04.37 var línu skotið aftur yfir í EZADEEN og tókst að ná henni og draga allar dráttartaugar um borð. Gísli Valur stýrimaður um borð í Ezadeen: „En þegar við drógum leggina um borð og komum þessu upp á polla þá vorum það bara við fjórir, ég, Mart- in, Jói stóri og Maggi Guðjóns. Ég man að það slitnaði hjá okkur til- dráttartógið eða fyrsta eða önnur línan úr fluglínubyssunni. Svo í seinni tilrauninni heppnaðist þetta alveg fullkomlega en það voru þvílík átök að draga þetta inn á höndunum, við stóðum næstum því láréttir með lappirnar á pollunum og út í lunningu til að halda við þegar skipin fjarlægðust, svo við myndum ekki missa tógið og svo leggina út þótt það væri verið að slaka út með jöfnum hraða út af spilinu.“ Kl. 05.30 var lokið við að slaka út dráttartauginni sem samanstóð af áðurnefndu „dynex“-ofurtógi og síð- an var slakað út öflugum 5 tomma dráttarvír en alls var dráttartaugin um 630 metrar að lengd. Björgunarstjórnstöðin í Róm hafði ákveðið áður að farið yrði með skipið til Corigliano á Suður-Ítalíu, stefnan sett þangað og siglt í fyrstu á um fimm sjómílna hraða á móti veðrinu. Þegar ljóst var að vel fór á öllu í drættinum var óskað eftir aðstoð ítalska varðskipsins CP-310 að sækja okkar menn um borð í EZA- DEEN og komu þeir um borð aftur klukkan rúmlega sex um morguninn. Allir úr áhöfn varðskipsins voru komnir um borð og varðskipið full- mannað en sex Ítalir skildir eftir um borð í EZADEEN. Næst á dagskrá var að senda menn í kojur eftir ansi langa törn, sumir búnir að vera uppi í sólar- hring og vaktir skipaðar eins og efni stóðu til. Sjálfur tók ég fyrstu vakt í brú og sendi stýrimenn og háseta utan einn í brú með mér í langþráða hvíld. Ég vissi eins og kom í ljós að best væri að ég tæki fyrstu vakt til að hnýta ýmsa lausa enda og til að und- irbúa komu okkar í höfn, ég gæti lagt mig um hádegið þegar stýri- menn kæmu úr stuttri hvíld. Fyrir hádegið hafði ég samband við ýmsa, eins og mína yfirmenn heima á Íslandi og hafnsögumann í Corigliano, og við fórum yfir það hvernig best væri að koma EZA- DEEN að bryggju. Einn dráttarbátur yrði einnig til- tækur til að aðstoða við að koma skipinu að bryggju. Ákveðið var að varðskipið drægi skipið inn í höfnina og dráttarbáturinn yrði tengdur aft- an í EZADEEN. Rétt fyrir hádegið kom annað skip Ítölsku strandgæslunnar, CP-321, að skipunum og fylgdi okk- ur. Stuttu síðar kom dráttarskipið A.H. VARAZZE og fylgdi skipalest- inni sömuleiðis til hafnar. Þegar var orðin ágætis sjö skipa skipalest, Týr með EZADEEN í togi, síðan tvö flutningaskip, stórt dráttarskip og tvö ítölsk varðskip, eða réttara sagt varðbátar. Sjálfur komst ég í koju um hádeg- ið og var ljúft að leggjast á koddann eftir að hafa verið á fótum í um þrjá- tíu klukkustundir. Allan daginn héldum við norður um, áleiðis til hafnar á Ítalíu, vind lægði aðeins þegar leið á daginn og gerði ferðina þægilegri. Upp úr kvöldmat var hafist handa við að stytta í dráttartauginni, um fjórar sjómílur utan við höfnina í Corig- liano. Dráttarspilið bilar Rétt fyrir klukkan 20.00 þegar langt var komið með að hífa inn dráttarvír varðskipsins bilaði dráttarspilið, Varðskipið Týr Með Ezadeen í eftirdragi í ítölsku höfninni. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 45 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Seljum og þjónustum frysti- og kælikerfi Funahöfða 7 | 110 Reykjavík | Sími 577 6666 Kæli- & frystibúnaður í allar gerð og flutning Iðnaðar- einingar mikð úrval ir sendi- abíla Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Loftkælings- & varmadælur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.