Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 glussaslanga undir dráttarspilinu sprakk og spilið var óstarfhæft vegna glussaleka. Af einhverjum ástæðum hafði umrædd glussaslanga orðið eftir við endurnýjun á öllum glussaslöngum sem gerð var reglulega en þessi slanga sem gaf sig var falin undir undirstöðum dráttarspilsins og við- gerðarmönnum hafði yfirsést hún. Aldeilis glæsileg staða sem við vorum nú komnir í, með eitthvað um 400 farþega á vélarvana skipi í drætti, bilað dráttarspil í svarta myrkri rétt undan landi. Lögmál Murphys, það klikkar ekki. Vélstjórar varðskipsins voru strax kallaðir út til viðgerðar og far- ið yfir málið með þeim. Í ljós kom að engin varaslanga var tiltæk sem passaði en til voru aðrar slöngur sem þeir ætluðu að reyna að blanda saman þannig að hægt yrði að tengja þær við spilið. Einnig var hafist handa við að hafa plan B tiltækt og púllari og annar búnaður gerður klár til að reyna að ná inn dráttarvírnum ef ekki tækist að gera við dráttarspilið. Síðan gætum við alltaf notað svo- kallaðan „capstan“, eða drátt- arkopp, til að stytta í dráttartaug- inni þegar vírinn væri kominn inn. Ég hafði fulla trú á því að vél- stjórarnir gætu lagfært spilið og dró því úr ferð Týs þar sem ljóst var að einhver seinkun yrði á komu til hafnar, þó ekki það mikil að hætta væri á því að dráttarvírinn færi í botn því þá var mögulegt að hann eða dráttartaugin slitnaði sem ekki væri gott mál. Upp úr kl. 21.00 kom hafn- sögumaðurinn um borð, tæpar tvær sjómílur utan við höfnina, með dráttarbát og skömmu síðar var sett dráttartaug úr stefni dráttarbátsins í skut EZADEEN. Þegar ég ræddi við hafnsögu- manninn fyrr um daginn og skoðaði sjókortin okkar af höfninni þar sem hann vildi að skipið færi upp að bryggju rak ég augun í það að um- ræddur hafnarbakki var ekki í okk- ar sjókortum, fann hann ekki þó að við ættum að vera með nýuppfærð rafræn sjókort svo ég bað hann að taka með sér sjókort þegar hann kæmi um borð til okkar. Hafnsögumaðurinn var strax upplýstur um ástand dráttarspils- ins, ég sagði honum að ég væri með góða vélstjóra sem myndu án efa redda þessu. Hann virtist ekki eins sannfærður og stakk upp á að drátt- arbáturinn sem enn fylgdi okkur tæki við drættinum en ég hafnaði því, sagði honum að hafa engar áhyggjur af þessu. Góðir vélstjórar eru gulls ígildi eins og reyndar allar áhafnir skipa, keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Einnig kom hafnsögumaðurinn með sjókort af höfninni í Corigliano í stórum Ipad og kom þá í ljós að höfnin hafði verið stækkuð en ekki búið að senda út leiðréttinguna og mér skildist á hafnsögumanninum að höfnin ætti sjálf að sjá um þetta, væri einkarekin, sem hún hefði greinilega ekki gert, var í ein- hverjum fjárhagsörðugleikum. Ipadinn og kortið í honum dugði mér vel og hafði ég hann til hlið- sjónar á leið okkar inn í höfnina. Um kl. 21.30 tókst Tryggva yf- irvélstjóra og hans mönnum í vél- inni að lagfæra dráttarspilið, tekin var varaslanga úr öðrum krana skipsins, hún rafsoðin föst við vara- tengi sem til voru um borð og pöss- uðu upp á gengjurnar á drátt- arspilinu. Þetta var vandasamt verk því margþurfti að sjóða þetta saman og kæla á milli því annars var hætta á að skemma slöngurnar ef þetta of- hitnaði. Dráttartaugin var nú stytt ennþá meira, og nú niður í innan við 50 metra rétt utan hafnargarðanna í Corigliano og lónað hægustu ferð inn á höfnina. Mér fannst hafnsögumaðurinn vera nokkuð órólegur þegar hann kom upp í brú og ég spurði hann því hvort hann hefði áður tekið skip inn í höfn í drætti. Sagði hann svo ekki vera, þetta væri í fyrsta skipti. Ég sagði honum að hann væri heppinn. Ég hefði gert þetta nokkr- um sinnum og einnig án dráttarbáta sem ekki væru margir við Ísland. Við myndum klóra okkur út úr þessu sameiginlega. Haldið í höfn á Ítalíu Við vorum ljónheppnir með vindátt þegar inn í höfnina kom, en þá hafði vind lægt talsvert og stóð beint upp á þá bryggju sem við áttum að leggja skipinu upp að. Rétt fyrir miðnætti föstudagsins 2. janúar 2015 var síðan EZADEEN komin að bryggju í Corigliano og formlega afhent ítölskum yfirvöld- um. Einnig voru gögn sem fundust uppi í brú eins og leiðbeiningar um hvernig ætti að nota sjálfstýringu skipsins og þær kompásstefnur sem átti að stýra til Ítalíu, allt skrifað á bakhlið sjókorts. Í ljós kom daginn eftir, við taln- ingu ítalskra yfirvalda, að um borð í EZADEEN voru alls 360 flótta- menn og nær allir frá Sýrlandi. Daginn eftir eða 3. janúar héldum við síðan aftur út til eftirlits á Mið- jarðarhafi, eftir ansi annasöm ára- mót. Frestuðum áramótaveisluföng- um okkar voru síðan að lokum gerð góð skil á Sikiley í næstu inniveru skipsins, nokkrum dögum síðar. Að lokum skal þess getið að strax að morgni 2. janúar barst okkur þakkarbréf frá björgunarstjórn- stöðinni í Róm. Sjálfum fannst mér þetta ekki alveg tímabært því björg- un fólksins var alls ekki lokið en bréfið var eftirfarandi og þakk- arvert: „Dear sirs. Conserning the search and rescue operation that is still going on in- volving your OPV, the italian Mari- time Rescue Coordination centre wants to thank the crew for the job very well done and the excellent cooperation. Thanking to your tan- gible seamanship expertise, it has been possible to save more than 450 lives in distress on board of a ship left adrift in the Medirerranean sea. Rear Admiral (ITCG) Giovanni Pettorino.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Í heimahöfn Varðskipin Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík. Verkefni við eftirlit í Miðjarðarhafi hafa dregið varðskipin fjarri Íslandsmiðum undanfarin ár. Reynsla áhafna skipanna getur þá komið að góðum notum. Í Corigliano Flóttamennirnir höfðu ferðast langa leið frá Sýrlandi vestur til Ítalíu. Ezadeen Um borð reyndust að lokum vera alls 360 flóttamenn, flestir frá Sýrlandi. Kom skipið til hafnar að kvöldi nýársdags. Halldór B. Nellett skipherra. Andri Leifsson yfirstýrimaður. Jóhann Ferdinandsson 2. stýrimaður. Gísli Valur Arnarsson 3. stýrimaður. Tryggvi Ólafsson yfirvélstjóri. Pétur Kristjánsson 1. vélstjóri. Gísli Páll Ingólfsson 2. vélstjóri. Kristófer Helgason bryti. Jóhann Örn Sigurjónsson bátsmaður. Magnús Þ. Guðjónsson háseti. Andri Már Johnsen háseti. Valgeir Baldursson háseti. Martin Sövang háseti/sprengju- sérfræðingur. Garðar Rafn Nellett háseti. Aron Karl Ásgeirsson háseti. Karen Ósk Þórisdóttir háseti. Jarl Bjarnason smyrjari. Brynjólfur H. Bjarnason smyrjari. Níels Finsen fulltrúi LHG í Róm. Áhöfn Týs í umræddri björgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.