Fréttablaðið - 09.04.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Vertu með í
páskaleik Góu
á goa.is!
KJARAMÁL „Eins og verið hefur hjá
öllum öðrum þá var auðvitað bara
verið að bíða eftir því að samningn-
um á almenna markaðnum yrði
landað. Við höfum verið að skoða
þá samninga en við vitum að þeir
eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir
opinberu samningana,“ segir Guð-
björg Pálsdóttir, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Kjarasamningar félagsins runnu
út um síðustu mánaðamót eins og
fjölmargir aðrir samningar á opin-
bera markaðnum. Guðbjörg segir
viðræður þegar hafnar við ríkið og
Reykjavíkurborg.
„Það er svo sem ekkert að frétta
af þessum viðræðum enn þá. Við
áttum fund með samninganefnd
ríkisins í dag og erum bara að þoka
okkur áfram og leggja línurnar varð-
andi framhaldið,“ segir Guðbjörg.
Nú sé hægt að leggjast betur yfir
málin en næsti fundur með samn-
inganefnd ríkisins verður strax eftir
páska. „Við erum bara bjartsýn á að
það sé eitthvað að fara að gerast.“
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for-
maður kjaranefndar Ljósmæðra-
félagsins, segir viðræður félagsins
við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið
að sér höndum á meðan beðið var
eftir almenna markaðnum.
„Nú þarf að fara að setja í gír og
keyra allt í gang. Okkur hugnast
þessi nálgun sem er í samningum á
almenna markaðnum mjög vel held
ég. Helsta krafan okkar er kannski
núna stytting vinnuvikunnar eins og
virðist vera alls staðar,“ segir Katrín.
Garðar Hilmarsson, varaformað-
ur Sameykis og formaður samninga-
nefndar gagnvart borginni, segist
vænta þess að núna verði settur
meiri kraftur í viðræður.
„Nú förum við að reyna að ýta við
vélinni. Við höfum verið að ræða
ýmislegt sem tengist vinnutíma,
vinnuaðstöðu og f leiru sem við
vildum fá einhvern botn í áður en
við færum inn í launasetninguna.”
Áhersla á hækkun lægstu launa í
samningum á almenna markaðnum
rími vel við skoðun félagsins. „En svo
horfum við auðvitað bara á pakkann
í heild.“ – sar
Meiri kraftur að komast í kjaraviðræður á opinbera markaðnum
LÖGREGLUMÁL Skemmdir voru
unnar á um fimm bílum á Völlunum
í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags.
Þetta staðfestir Sævar Guðmunds-
son aðalvarðstjóri. Stungið var á
dekk og lakk skemmt samkvæmt
færslum íbúa á Facebook.
„Það hefur einhver köttur verið
þarna á ferðinni,“ segir Sævar. Ekki
sé óvenjulegt að fá þrjár til fjórar
tilkynningar um skemmdarverk að
morgni dags. „Við skulum ekki gera
úlfalda úr mýflugu.“ – bg
Kisi grunaður
AKUREYRI Loftgæði á Akureyri
hafa í þrígang í aprílmánuði verið
slæm vegna svifryks. Margvís-
legar aðgerðir eru viðhafðar til að
minnka magn svifryks í lofti með
dræmum árangri.
Vor er nú í lofti í bænum og snjó
að taka upp í bæjarlandinu. Sandur
er notaður á veturna sem hálkuvörn
og því kemur mikið magn sands
undan snjónum þegar leysir.
„Við höfum verið að vinna í því
með ýmsum leiðum að minnka
styrk svifryks í bænum, til að
mynda með því að sprauta sjó á
göturnar til að binda rykið og einn-
ig hafa götur verið sópaðar,“ segir
Andri Teitsson, formaður umhverf-
is- og mannvirkjaráðs Akureyrar-
bæjar. Í vetur höfum við einnig
verið að nota möl á göturnar sem
er þrifin og á því að vera minna ryk
af því efni en því sem verið hefur
notað síðustu árin hér á Akureyri.“
Svifryksmælir Umhverfisstofn-
unar við Strandgötu á Akureyri
hefur því á síðustu átta dögum sýnt
tvöfalt hærri gildi svifryks en mælir
sömu stofnunar sem er á Grensás-
vegi í Reykjavík þar sem bæði
mengun og umferð á að vera mun
meiri en á Akureyri. – sa
Loftgæði á Akureyri verri en í Reykjavík
Loftgæðin hafa verið slæm að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
ALÞINGI Gunnar Bragi Sveinsson,
formaður þingflokks Miðflokksins,
er í fríi frá þingstörfum um óákveð-
inn tíma vegna veikinda. Þetta
kemur fram í svari frá Alþingi um
ástæður þess að hann fór í frí í lok
síðustu viku. Gunnar Bragi heldur
launum sínum sem þingmaður á
meðan hann er í veikindaleyfinu.
Fram kom í fréttum í gær að sonur
Gunnars Braga sem er bóndi slasað-
ist illa í síðustu viku og að faðir hans
tæki við bústörfum um tíma. – sa
Í veikindaleyfi
Við höfum verið að
skoða þá samninga
en við vitum að þeir eru
alltaf lagðir til grundvallar
fyrir opinberu samningana.
Guðbjörg Páls-
dóttir, formaður
Félags íslenskra
hjúkrunarfræð-
inga
Gunnar Bragi
Sveinsson.
STJÓRNMÁL Áhyggjur manna af full-
veldi þjóðarinnar og forræði yfir
orkuauðlindum landsins voru rædd-
ar á Alþingi í gær þegar umræða
hófst á Alþingi um innleiðingu þriðja
orkupakkans.
„Allir fræðimenn sem að málinu
koma eru nú sammála um að inn-
leiðing þriðja orkupakkans með
þeim hætti sem hér er lagt til stenst
fyllilega íslenska stjórnskipan,“ sagði
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra í ræðu sinni og gerði grein
fyrir þeim búningi sem málið hefur
verið sett í til að bregðast við áhyggj-
um af framsali valdheimilda.
Sá búningur felur meðal annars í
sér þann lagalega fyrirvara í frum-
varpi iðnaðarráðherra að sæstreng-
ur verði ekki lagður nema með sam-
þykki Alþingis og að undangenginni
skoðun á því hvort reglurnar stand-
ist ákvæði stjórnarskrárinnar.
Ráðherra fór yfir þær áhyggjur
sem helst hefur verið haldið á lofti
og stjórnvöld hafi tekið til sérstakrar
skoðunar. „Sú gagnrýni á reyndar
ekkert skylt við þær linnulausu
rangfærslur og útúrsnúninga sem
því miður hafa einkennt almenna
umræðu um málið,“ sagði Guðlaugur
en þingmönnum varð tíðrætt um
gæði umræðunnar um orkumál í
samfélaginu á síðustu misserum.
„Mig langar því að nýta þetta tæki-
færi til að spyrja nokkurra þeirra
spurninga sem hafa verið áberandi
í umræðunni og vonandi gefa hæst-
virtum ráðherra tækifæri til að
koma með skýr svör fyrir umræð-
una fram undan,“ sagði Albertína
Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, í andsvörum
við ræðu ráðherra. Hún spurði fyrst
hvort eitthvað í löggjöfinni hefði
þau áhrif að raforkumannvirki eða
dreifing orkunnar verði ekki lengur
í opinberri eigu, hvort eitthvað í lög-
gjöfinni hefði áhrif á vald Íslendinga
yfir auðlindum þjóðarinnar og í
þriðja lagi hvort þriðji orkupakkinn
legði á einhvern hátt skyldu á ríkið
til að leggja sæstreng.
Guðlaugur svaraði öllum spurn-
ingum þingmannsins neitandi og
sagðist ekki þekkja til neins fræði-
manns sem héldi þessum fullyrð-
ingum fram.
Þingmenn Miðf lokksins lýstu
flestir efasemdum um að lagalegir
fyrirvarar sem byggt er á við innleið-
inguna nægi til að leysa ríkið undan
þjóðréttarlegum skuldbindingum
sínum. Var þeim svarað með vísan til
þess að Íslendingar eru ekki þátttak-
endur á innri raforkumarkaðinum
þar sem enginn sæstrengur hefur
verið lagður frá Íslandi. Ríkið verði
aðeins háð bindandi eftirliti hinnar
umdeildu eftirlitsstofnunar ACER,
ákveði Alþingi að leggja sæstreng,
en annars ekki.
Umræður í þinginu lutu einnig að
því hvort nokkurt gagn væri að inn-
leiðingu orkupakkans fyrir Ísland.
„Það snýst ekki alltaf um okkur.
Við megum ekki nálgast svona
umræðu af svona mikilli sjálf-
hverfu,“ sagði Þorsteinn Víglunds-
son, þingmaður Viðreisnar.
„Við erum erum 300 þúsund
manna þjóð og hluti af 500 milljóna
manna markaði og stundum erum
við að innleiða hluti sem snerta
okkur afskaplega lítið. En það dregur
ekkert úr gildi þeirra innleiðinga eða
mikilvægi þess að við tökum þátt í
áframhaldandi þróun evrópska
efnahagssvæðisins,“ sagði Þorsteinn
og lét þess getið að sá samningur
væri ekki til sem hefði jafnmikið
vægi fyrir íslenskt atvinnulíf og
heimili samningurinn um evrópska
efnahagssvæðið. Umræðunni verður
framhaldið á Alþingi eftir hádegi í
dag. adalheidur@althingi.is
Segir umræðuna of sjálfhverfa
Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur
verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær.
Óvenjuvel var mætt á þingfund þegar umræða um þriðja orkupakkann hófst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
5
-2
D
E
C
2
2
C
5
-2
C
B
0
2
2
C
5
-2
B
7
4
2
2
C
5
-2
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K