Fréttablaðið - 09.04.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 09.04.2019, Síða 16
 Með þessu er hægt að lengja þann tíma sem eldri einstakl- ingar geta búið sjálfstætt heima. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn hafa undanfarnar vikur blásið til sóknar gegn matarsóun og m.a. beðið almenning um að senda inn hugmyndir að íslenskum hráefnum sem eru vannýtt í matar- gerð. Í hádeginu í dag munu nemendur við Hótel- og matvælaskólann útfæra hugmyndirnar á viðburði sem ber heitið Vannýtt hráefni – nýtt hnossgæti, og bjóða gestum í Mathöll Granda að smakka og velja bestu útfærsluna. Í kjölfarið verður netkosning á vefsíðu Matarauðs Íslands, þar sem uppskriftir, aðferðir og myndir af útfærslu nemanna verða birtar segir Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands. „Við tókum höndum saman í fyrra og viljum vinna að verkefnum sem vekja áhuga og þekkingu á íslensku hráefni og matarmenningu enda parast markmið skólans og Matarauðs Íslands saman þegar kemur að málefnum um matargerð. Við fundum fyrir miklum áhuga hjá almenningi í fyrra þannig að í ár vildum við að hvetja til vakningar og meðvitundar um tækifærin sem felast í vannýttu hráefni.“ Þriðjungur í ruslið Sigurður Daði Friðriksson, fag- sviðstjóri Hótel- og matvæla- skólans, segir að með viðburðinum séu þau að leggja hönd á plóg í sókninni gegn matarsóun sem er að verða kraftmikil vakning víða um heim. „Það er svakalegt til þess að hugsa að um þriðjungi fram- leiddra matvæla sem eru hæf til manneldis sé sóað. Á venjulegum heimilum þýðir það um 60 kíló á íbúa árlega. Markmiðið er líka að auka fjölbreytileika í matargerð og matarmenningu okkar og efla þekkingu og notkun á hráefnum sem oft eru ódýrari en þau sem vinsælli eru.“ Þau eru sammála um að hvert og eitt okkar geti á sinn máta unnið gegn matarsóun en með átakinu sé fyrst og fremst verið að leggja áherslu á að nýta betur það hráefni sem er til í kringum okkur hér á landi til matargerðar, í stað þess að því sé jafnvel fargað. Frjálsar hendur Nemendur skólans hafa fengið lista yfir þær hugmyndir sem bárust og fá frjálsar hendur við að útfæra nýja rétti úr þeim. „Þeir Kræsingar úr vannýttu hráefni Í hádeginu í dag munu nemendur Hótel- og matvælaskólans bjóða gest- um í Mathöll Granda upp á rétti úr vannýttu íslensku hráefni. Markmiðið er m.a. að sporna við matarsóun. Vinsældir rauð- rófunnar fara vaxandi. Brauðsúpan er klassískur réttur sem gaman er að leika sér með. Sigurður Daði Friðriksson, fagsviðsstjóri Hótel- og matvælaskólans, og Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Ís- lands, skipuleggja viðburðinn Vannýtt hráefni – nýtt hnossgæti, sem haldinn er í hádeginu í dag. MYND/BÆNDABLAÐIÐ Þetta kemur okkur öllum við hvort sem það er akk-úrat í dag eða eftir einhvern tíma, við eldumst sjálf og eigum kannski foreldra sem eldast hratt. Við getum ekki bara setið með hendur í skauti og beðið eftir nýjum hjúkrunarrýmum. Eitt af því sem við getum gert er að efla heilsu og lífsgæði með reglulegri hreyfingu.“ Sóltún Heima er heimaþjón- ustufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að efla, styrkja og styðja aldraða í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða heimahjúkrun, heima- þjónustu, heilsuhópa og heima- hreyfingu. „Þjónustan frá okkur getur því verið almenn hjálp við athafnir daglegs lífs sem og heilsuefling í leiðinni sem er virki- lega gagnleg nálgun, skjólstæð- ingurinn fær aðstoð en styrkist í leiðinni,“ segir Steinunn. „Kerfið sem við vinnum með í heimahreyfingunni er nettengd velferðartæknilausn sem við höfum umboð fyrir, og er hannað af dönskum sjúkraþjálfurum og kallast DigiRehab,“ segir Steinunn. „Hugsunin á bak við kerfið er að ná til þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki eða vilja ekki sækja sér skipulagða þjálfun utan heimilis en eru ef til vill veikburða af veikindum eða kyrrsetu. Starfs- maður kemur þá inn á heimilið tvisvar sinnum í viku í 20 mínútur í senn og leiðbeinir við þjálfun. Æfingarnar eru í spjaldtölvu sem Hraustari með aldrinum Steinunn Leifsdóttir, íþróttafræðingur og forstöðumaður Heilsu og vellíðunar hjá Sóltúni Heima, segir mikil og stór verkefni fram undan í heilsueflingu og bættum lífsgæðum eldri borgara. Steinunn segir að kerfið hafi reynst vel hér á landi en starfs- maður kemur inn á heimilið og leiðbeinir við þjálfun tvisvar sinnum í viku. þurfa að skoða hráefnin, læra um þau og meta nýtingarmöguleika eftir árstíðum. Að lokum eru tólf hugmyndir valdar til að keppa um bestu útfærsluna meðal dóm- nefndar og almennings. Þó að ekki sé unnið úr öllum hugmyndum hafa þær allar áhrif á hugmynda- auðgi og áherslur í störfum nem- endanna í framtíðinni.“ Gestir fá að smakka Tólf réttir verða því í boði í Mathöll Granda í hádeginu í dag. „Þar munu nemendur m.a. reiða fram rétti fyrir dómara, en þar á meðal verða t.d. Elíza Reid forsetafrú og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslu- meistari ásamt öðru góðu fólki. Einnig munu þau útbúa smakk- útgáfu af réttunum fyrir gesti og gangandi sem fá líka tækifæri til að kjósa uppáhaldsréttina sína.“ Myndefni af réttunum og upp- skriftir birtast svo á vef Matarauðs þar sem landsmenn geta valið girnilegasta réttinn og auðvitað prófað sjálfir að matreiða heima. Nánari upplýsingar má finna á mataraudur.is. starfsmaðurinn hefur meðferðis og eru þar allar upplýsingar um hvaða æfingar viðkomandi á að gera og framvindan skráð.“ Í fyrstu heimsókn fer skjól- stæðingur í gegnum færnimat sem kemur inn á athafnir daglegs lífs og líkamlega getu. Eftir að spurningum hefur verið svarað og nokkrir líkamlegir þættir hafa verið prófaðir útbýr kerfið sér- sniðið æfingaprógramm fyrir við- komandi skjólstæðing. „Eftir þessu prógrammi er farið í sex vikur og þá er aftur gert færnimat. Kerfið gerir kröfu á að starfsmaður fram- kvæmi slíkt mat á sex vikna fresti. Þannig er hægt að sjá með auð- veldum hætti virkni og framvindu þjálfunar með tilliti til líkamlegrar getu og færni í athöfnum daglegs lífs,“ segir Steinunn. „Það sem einkennir þetta kerfi er einfaldleikinn í æfingunum, markviss eftirfylgni og mannlegi þátturinn sem skiptir svo miklu máli,“ segir Steinunn. „Þegar þetta tvennt fer saman eru miklar líkur á að árangur náist í auknum styrk og betri líðan. Með þessu er hægt að lengja þann tíma sem eldri einstaklingar geta búið sjálfstætt heima. Aukinn styrkur minnkar einnig líkur á ótímabærum byltum sem geta haft mjög alvar- legar afleiðingar.“ Nánari upplýsingar má finna á soltunheima.is. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :4 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 5 -1 F 1 C 2 2 C 5 -1 D E 0 2 2 C 5 -1 C A 4 2 2 C 5 -1 B 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.