Fréttablaðið - 06.05.2019, Side 2
Það verður mikið
tilhlökkunarefni
þegar húsið verður fullrisið.
Það verður málað í fallegum
litum í anda bárujárnshús-
anna hér í Hafnar-
firði.
Rósa Guðbjarts-
dóttir, bæjar-
stjóri Hafnar-
fjarðar
Veður Á leið í sund
Sumarveðrið sem hélt innreið sína á sumardaginn fyrsta hefur haldið velli á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir lækkandi hitatölur í spákortunum.
Þessar tvær fylgdust að á reiðhjólum sínum á Seltjarnarnesi í gær. Miðað við útbúnaðinn virtist förinni heitið í sund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
ÖLL BRAUÐ Á
25%
AFSLÆTTI
ALLA MÁNUDAGA
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
• Fálkagötu 18
PREN
TU
N
.IS
www.bjornsbakari.is
SKIPULAGSMÁL Nýtt fimm hæða
timburhús sem kemur til með að
hýsa Hafrannsóknastofnum hefur
risið hratt síðustu vikur á hafnar-
bakkanum á móti miðbæ Hafnar-
fjarðar. Húsið var mjög umdeilt og
mótmælti hópur íbúa því kröftug-
lega. Sögðu það of hátt og byrgja
fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul.
Byggingin er á vegum einkaaðila
sem kemur til með að leigja það út
til Hafrannsóknastofnunar.
Byggingin var kærð til úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlinda-
mála sem felldi leyfið úr gildi síð-
asta sumar þar sem deiliskipulagið
var ekki í samræmi við aðalskipu-
lag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan
aðalskipulaginu og fór því bygg-
ingin aftur af stað. Guðmundur Ingi
Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnar-
fjarðar sem hefur mótmælt bygg-
ingunni, segir bæinn hafa stundað
sýndarsamráð við íbúa.
Furðar hann sig á stjórnsýslunni í
málinu. „Það var ekkert byggingar-
leyfi í gildi síðasta haust, en í milli-
tíðinni var gefið út leyfi til að steypa
gámastæði á lóðinni sem gerði þeim
kleift að klára allan frágang á sökkl-
inum þrátt fyrir að það væri ekkert
byggingarleyfi. Núna er þetta orðið
löglegt og þá eru þeir bara að byggja
þetta hús.“
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð
með bygginguna. „Þetta hefur
gengið mjög hratt og vel. Þetta eru
innf luttar einingar, mér skilst að
þetta verði stærsta timburhúsið í
landinu þegar það er komið upp,“
segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn
í þetta svæði og verður mikil prýði.
Það verður auðvitað frábært að fá
starfsemi Hafrannsóknastofnunar
þarna inn í haust, þeir stefna að því
að flytja þarna inn í september.“
Hún segir að húsið komi ekki til
með að stækka á næstunni. „Það
er byggingarréttur við hliðina, en
þetta hús sem er að rísa verður eins
og það er. Það er ekki komið neitt
framkvæmdaleyfi og það er ekkert
farið af stað með að nýta byggingar-
réttinn.“
Unnið er að því að endurskipu-
leggja hafnarsvæðið og lýkur hönn-
unarvinnu arkitekta í sumar. „Það
á að stækka bryggjuna og lengja
hana fyrir smábáta, þeir færast þá
nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg
þróun, hafnarsvæðin eru heitustu
svæðin alls staðar í kringum okkur,“
segir Rósa. „Það verður mikið til-
hlökkunarefni þegar húsið verður
fullrisið. Það verður málað í falleg-
um litum í anda bárujárnshúsanna
hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög
lifandi hafnarsvæði með áherslu á
þjónustu.“ arib@frettabladid.is
Stærsta timburhúsið á
Íslandi rís við höfnina
Íbúar sem mótmæltu harðlega fimm hæða byggingu við höfnina í Hafnarfirði
lutu í lægra haldi fyrir bæjaryfirvöldum. Nú rís þar stærsta timburhús lands-
ins. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlakkar til að sjá það málað í fallegum litum.
Byggingin verður máluð í skrautlegum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Norðlæg átt, 3-8 m/s, bjart með
köflum og yfirleitt þurrt, en
austan 5-10 og dálitlar skúrir á
Suðausturlandi. Hiti 4 til 13 stig,
hlýjast á Suðurlandi og allvíða
næturfrost inn til landsins. Hæg
breytileg átt og skúrir sunnan-
lands á morgun, en léttskýjað
fyrir norðan og heldur svalara.
SJÁ SÍÐU 18
ÍSRAEL Sam tök her skárra íslam ista
úr röðum Palestínu mann hefur í til-
kynningu hótað Euro vision-söngva-
keppninni að sögn Jeru salem Post.
Að stand endur keppninnar segja að
hún haldi á fram sam kvæmt á ætlun.
„Öryggi er alltaf sett á oddinn
hjá EBU,“ segir í til kynningu frá
sam tökum evrópskra sjón varps-
stöðva vegna málsins. Sam starfinu
við ísraelska ríki s út varpið og ísra-
elska herinn verði haldið á fram
og öryggi allra kepp enda, gesta og
starfs manna í Expo Tel Aviv-höll-
inni tryggt.
Þá kemur fram að fyrsti stóri
Euro vision-við burðurinn í landinu
hafi verið sleginn af í fyrradag. Þar
átti að koma fram Dana Internat-
ional, keppandi Ísraels og sigur-
vegari árið 1998. Ekkert varð af
sam komunni vegna fyrir skipana
hersins sem hefur bannað allar
fjölda sam komur.
Hljómsveitin Hatari hélt í gær
sína fyrstu æfingu á keppnissvið-
inu í Tel Aviv og gekk hún mjög vel
að sögn liðsmanna íslensku sendi-
nefndarinnar. Meðlimir Hatara sátu
einnig fyrir svörum á blaðamanna-
fundi. Vakti sérstaka athygli að
þeir sögðust vonast til þess að her-
námi Ísraels í Palestínu lyki. Tók þá
stjórnandi blaðamannafundarins
fyrir frekari fyrirspurnir frá blaða-
mönnum í sal. – oæg
Hótanir gegn
Eurovision
Hatari sat fyrir svörum í gær.
MOSKVA Þrettán fórust þegar brenn-
andi farþegaf lugvél frá Aerof lot
nauðlenti á flugvelli í Moskvu í gær.
Myndbönd af farþegum að flýja
brennandi vélina birtust á sam-
félagsmiðlum.
Á meðal hinna látnu eru börn,
samkvæmt fréttastofunni Tass. Vitni
segja að það gangi kraftaverki næst
að einhverjir hafi yfirhöfuð komist
lífs af. 78 farþegar voru um borð. Enn
er óljóst hvað olli því að kviknaði í
vélinni en henni var snúið við um 30
mínútum eftir flugtak. Hún var á leið
til Múrmansk. – bg
Þrettán fórust
Þotan í eldhafi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-7
1
B
4
2
2
E
E
-7
0
7
8
2
2
E
E
-6
F
3
C
2
2
E
E
-6
E
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K