Fréttablaðið - 06.05.2019, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
NÝR RAM 3500 2019 - FRUMSÝNDUR 11. MAÍ
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK.
VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
ALÞINGI Inga Sæland og Guðmund-
ur Ingi Kristinsson, þingmenn
Flokks fólksins, vilja að öll raforku-
framleiðsla með 2 MW uppsett afl
eða meira verði skyldug til að undir-
gangast umhverfismat.
Í núgildandi lögum er ekki skylt
að framkvæma umhverf ismat
þegar reisa á vindtúrbínur sem
geta af kastað 2 MW eða meira.
„Vindtúrbínur með slíkri af lgetu
geta náð töluverðri stærð og því
verið áberandi í umhverfinu sem
eitt og sér getur valdið ýmiss konar
röskunum,“ segir í frumvarpi þing-
mannanna.
Þv í er lag t t il
að slíkar fram-
kvæmdir verði
alltaf háðar mati
á umhver f is-
áhrifum. – sa
Vilja alla
vindorku í
umhverfismat
Inga
Sæland,
formaður
Flokks
fólksins.
HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn
hefur gripið til þess ráðs nú í nokk-
ur skipti að f lytja inn til landsins
sænska röntgenlækna til að greina
myndir úr skimunum eftir brjósta-
krabbameinum hér á landi og hafa
þeir unnið um helgar við þessa
iðju.
Ástæður þessa voru að biðlisti
eftir greiningu um brjóstakrabba-
mein hafði lengst úr hófi. Það má
rekja til þess hversu erfitt er að
manna stöður röntgenlækna. Einn-
ig herma heimildir Fréttablaðsins
að röntgenlæknar frá Akureyri
hafi verið sendir suður til að greina
myndir.
„Það er rétt að eftir að þessi
hluti starfsins f luttist frá okkur
til Landspítala þá lengdist biðlisti
eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla
Þorvaldsdóttir, formaður Krabba-
meinsfélags íslands. „Hluti af þeirri
skýringu má kannski segja að sé
skortur á röntgenlæknum til að
sinna þessari vinnu. Landspítali
hefur því gripið til þess ráðs að fá
erlenda lækna til að koma hingað
og vinna um helgar.“
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafði á tímabili verið eitt-
hvað á milli þriggja og fjögurra
mánaða bið eftir því að fá úr því
skorið hvort um brjóstakrabba-
mein væri að ræða hjá konum sem
verður að teljast nokkuð langur
tími. Halla sagði að staðan nú væri
mun betri enda hefði Landspítali
gripið til viðeigandi ráðstafana.
„Biðlistinn hefur minnkað aftur
og unnið hefur verið vel úr stöð-
Röntgenlæknar fluttir inn frá
Svíþjóð til að stytta biðlistana
Landspítali hefur fengið hjálp frá sænskum röntgenlæknum við myndgreiningar á brjóstakrabbamein-
um til að stytta biðlista spítalans. Nokkur skortur er á röntgenlæknum hér á landi. Röntgenlæknar líka
sendir suður frá Akureyri. Rúmlega tvö hundruð konur greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi.
Um skeið tók fjóra mánuði að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða. NORDICPHOTOS/GETTY
unni. Ég myndi segja að staðan
væri mun betri nú en hún var á
tímabili vegna þessara aðgerða,“
bætir Halla við.
Brjóstakrabbamein er sú tegund
krabbameins sem er algengust
meðal kvenna. Um 210 konur
greindust í fyrra með slíkan sjúk-
dóm en aðeins fjórir karlmenn.
Þessar tölur hafa ekki breyst mikið
undanfarin 15 ár og því kemur
nýgengi sjúkdómsins Landspítala
ekki í opna skjöldu.
Árið 2017 f luttist þessi hluti
greiningar brjóstakrabbameina
frá Krabbameinsfélagi Íslands til
Landspítala. Áður höfðu röntgen-
læknar á Domus Medica unnið að
þessari myndgreiningu með ágætis
árangri. sveinn@frettabladid.is
Halla Þorvalds-
dóttir, formaður
Krabbameinsfé-
lags íslands.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Jarðarvinir hafa
óskað eftir því að lögreglustjórinn
á Vesturlandi taki til tafarlausrar
rannsóknar og eftir atvikum sæki
forsvarsmenn Hvals hf. til saka þar
sem þeir telja veiðileyfi þeirra hafa
runnið út árið 2018.
Fréttablaðið greindi frá því þann
20. apríl síðastliðinn að Jarðarvinir
teldu hvalveiðar Hvals hf. árið 2018
hafa verið ólöglegar. Veiðileyfið
hafi í raun runnið út vegna þess að
þeir héldu ekkert til veiða árin 2016
og 2017.
Lagarök Jarðarvina eru þau að
samkvæmt fyrstu grein laga um
hvalveiðar sé það skilyrði að fyrir-
tæki uppfylli lög um fiskveiðar.
Í lögum um stjórn fiskveiða er
síðan gerð grein fyrir því að veiði-
leyfi í atvinnuskyni falli niður hafi
fiskiskipi ekki verið haldið til veiða
í 12 mánuði.
Í lögum um hvalveiðar segir að
brot varði allt að sex mánaða fang-
elsi, upptöku á veiðitækjum skips,
byssum, skotlínum, skotfærum svo
og öllum af la skipsins.
Einnig er talað um að kyrrsetja
skuli skip sem staðið er að meint-
um ólöglegum veiðum þegar það
kemur til hafnar og er ekki heimilt
að láta það laust fyrr en dómur
hefur verið kveðinn upp í máli
ákæruvalds gegn skipstjóra skips-
ins eða máli hans lokið á annan
hátt.
„Ákvæði þessi eru skýr og refsi-
heimildir ótvíræðar,“ segir í bréfi
Jarðarvina til lögreglustjórans á
Vesturlandi sem dagsett er þann
29. apríl síðastliðinn.
Auk þessarar kæru hefur lög-
reglustjórinn á Vesturlandi tvær
aðrar kærur til rannsóknar.
Hvalur hf. skar aldrei hval innan-
dyra eins og átti að gera en talað
var um í reglugerð frá árinu 2010
að skera ætti hval á yfirbyggðum
skurðf leti.
Einnig hefur lögreglustjórinn til
rannsóknar meint brot skipstjóra
Hvals hf. hvað varðar vanrækslu á
skilum dagbóka skipstjóra til Fiski-
stofu árin 2014-2018.
– sa
Óska eftir rannsókn á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf.
Í Hvalfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-8
5
7
4
2
2
E
E
-8
4
3
8
2
2
E
E
-8
2
F
C
2
2
E
E
-8
1
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K