Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 6
Ég ætla að vona að
þetta fái góðar
viðtökur hjá félagsmönnum.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
talsmaður samflots iðnaðarmanna
Búnaður skynjar er
gangandi vegfarendur
nálgast gangbraut og kveikir
þá á LED-götulýsingu.Víkurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • S: 546 9500 • lofttaekni.is
Umboðs og þjónustuaðilar um allt land
25
ára
Afmælis
tilboð
Á VARMADÆ
LUM
Loft í
VATN
12%
a f s l á t t u r
Loft í LOFT 20% a f s l á t t u r
U p p l ý s i n g a
r
o g v e r ð á
l o f t t a e k n i .
i s
Annast strætóferðir en
hafa ekki rekstrarleyfi
Hópferðabílar Akureyrar ehf. ekur þrjár leiðir í almenningssamgöngukerfinu
á Norðausturlandi. Hefur verið neitað um áframhaldandi greiðslustöðvun.
Eyþing fylgist náið með þróun mála til að tryggja almenningssamgöngurnar.
Árið 2013 sömdu Hópferðabílar Akureyrar við Eyþing um akstur þriggja leiða í landshlutanum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BORGARMÁL „Við viljum prófa næsta
vetur að taka í notkun nýjustu tækni
í gangbrautum, svokallaðar tölvu
væddar gangbrautir,“ segir Ólafur
Kr. Guðmundsson, varaborgarfull
trúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórnarf lokkur Sjálf
stæðis f lokksins hefur lagt fram
tillögu fyrir borgarstjórnarfund á
morgun um að fara í tilraunaverk
efni til að auka öryggi á gangbraut
um. Ef tillagan verður samþykkt
verða fimm gangbrautir valdar þar
sem komið verður fyrir búnaði sem
skynjar þegar gangandi vegfarendur
nálgast gangbraut og kveikir þá á
LEDgötulýsingu.
Verkefnið hefur verið Ólafi hug
leikið í nokkurn tíma, setur hann
þetta í samhengi við snjallvæðingu
Reykjavíkurborgar. Verkefnið
kemur til með að kosta 10 milljónir
króna, eða tvær milljónir á hverja
gangbraut. Meginmarkmiðið er að
auka öryggi. „Þegar þú ert að nálgast
gangbrautarkantinn, þá kviknar
lýsing, upplýst gangbrautarmerki
og blikkandi ljós. Þá verða gangandi
vegfarendur upplýstir eins og á leik
sviði. Þetta er hugsað fyrir myrkur,
sérstaklega í skammdeginu, þá er
öruggt að bílstjórar sjái vegfarend
urna.“ – ab
Gangbrautir upplýstar eins og leiksvið
Ólafur Kr. Guðmundsson varaborgarfulltrúi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
DÓMSMÁL Dómur verður kveðinn
upp í Héraðsdómi Norðurlands
eystra í dag í máli Sindra Brjáns
sonar sem ákærður er fyrir tilraun
til manndráps í miðbæ Akureyrar
þann 3. nóvember síðastliðinn.
Sindra er gefið að sök að hafa
ítrekað stungið Elmar Sveinars
son, bæði í höfuð og búk, sparkað
og slegið í hann. Auk áverka eftir
stunguvopn hlaut Elmar tvö aðskil
in höfuðkúpubrot.
Elmar krefst rúmra fimm millj
óna í skaðabætur frá Sindra. Hann
hlaut samtals tíu stungusár bæði í
andlit og líkama, þar á meðal 7 til
8 sentimetra langan djúpan skurð
sem skar í sundur munnvatnskirtil,
kjálkavöðva að hluta og olli slag
æða blæðingu. Elmar mun ávallt
bera ör eftir árásina.
Í dómaframkvæmd er algeng
refsing fyrir tilraun til manndráps
fimm ára fangelsi. – aá
Dæmt í hnífstungumáli
SA MGÖNGUM ÁL Hópferðabílar
Akureyrar, sem sjá um almennings
samgöngur á Norðausturlandi, hafa
misst rekstrarleyfi sitt til fólksflutn
inga. Því var ekið á öðru rekstrar
leyfi síðastliðinn föstudag.
Árið 2013 gerði Hópferðabílar
Akureyrar ehf. samning við Eyþing,
sem er samband sveitarfélaga í Eyja
firði og Þingeyjarsýslum, um akstur
þriggja leiða í landshlutanum. Um
er að ræða samgöngur milli Siglu
fjarðar og Akureyrar, Húsavíkur og
Akureyrar og Egilsstaða og Akur
eyrar.
Fram hefur komið í fréttum í
vetur að fyrirtækið óskaði eftir
greiðslustöðvun. Fyrirtækið fékk
heimildina síðan þann 26. febrúar.
Gilti greiðslustöðvunin til 16. mars
og því þurfti að taka hana fyrir
aftur þá. Það var svo í síðustu viku
að fyrirtækið fékk ekki áfram
haldandi greiðslustöðvun og er
nú unnið að því að bjarga því sem
bjargað verður.
Rekstrarleyfi fyrirtækisins til
fólksflutninga í atvinnuskyni, með
bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu
eða f leiri farþega, rann út 2. maí
síðastliðinn og því hefur fyrir tækið
ekki leyfi til að aka leiðirnar á sínu
rekstrarleyfi.
Fjalar Úlfarsson, framkvæmda
stjóri Hópferðabíla Akureyrar,
segir fyrirtækið nú vinna úr þeirri
stöðu sem upp er komin. Hann segir
að síðastliðinn föstudag hafi aðrir
bílar keyrt þessar leiðir undir öðru
rekstrarleyfi. Hann vildi ekki gefa
upp á hvaða rekstrarleyfi það var
gert.
Samkvæmt lögum um farþega
flutninga á landi þarf hver sá sem
stundar farþegaflutninga í atvinnu
sk y ni almennt rek st rarley f i .
Óheimilt er að stunda leyfisskylda
farþegaflutninga án tilskilins leyfis
og getur slíkt varðað sektum.
Hilda Jana Gísladóttir, formaður
Eyþings, segir samtökin vera að
skoða þá stöðu sem upp er komin.
„Ég er mjög bjartsýn á að almenn
ingssamgöngur riðlist ekki í lands
fjórðungnum og við hjá Eyþingi
munum kappkosta að tryggja
áframhaldandi akstur þessara
leiða,“ segir Hilda Jana. „Við fylgj
umst náið með gangi mála þar sem
okkar verkefni er fyrst og fremst að
tryggja áframhaldandi þjónustu við
almenning.“ sveinn@frettabladid.is
Ég er mjög bjartsýn
á að almennings-
samgöngur riðlist ekki í
landsfjórðungnum.
Hilda Jana
Gísladóttir,
formaður
Eyþings
K JAR AMÁL „Við töldum okkur
ekki komast lengra og við teljum
þennan samning vera góðan og í
rauninni stór tímamót hjá okkur
að ná þessu sem við náðum,“ segir
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
talsmaður samflots iðnaðarmanna.
Samningar við Samtök atvinnulífs
ins (SA) tókust fyrir helgi og ná til
um 13 þúsund manns.
„Það er alveg klárlega þannig
að menn munu tala fyrir þessum
samningum. Ég ætla að vona að
þetta fái góðar viðtökur hjá félags
mönnum,“ segir Kristján.
Byggt er á ramma sem mótaður
var í lífskjarasamningnum. Kristján
segir þó að stórt skref hafi verið stig
ið í átt að styttingu vinnuvikunnar.
„Í lok samningstímans geta iðn
aðarmenn einhliða náð að stytta
vinnutímann hjá sér án þess að
vilji fyrirtækjanna sé til staðar sem
slíkur.“
Kristján segir að kynningar á
samningnum muni væntanlega
hefjast í þessari viku. Atkvæða
greiðslur standa til 21. maí.
Í tilkynningu frá SA segir að nú
hafi samningar verið gerðir fyrir um
90 prósent starfsmanna á almenna
vinnumarkaðnum.
Enn eru þrjú mál á borði ríkis
sáttasemjara en þar eiga í hlut
mjólkurfræðingar, f lugfreyjur hjá
Icelandair og flugumferðarstjórar.
Einar Ágúst Ingvarsson, formað
ur Mjólkurfræðingafélags Íslands,
segir að viðræður félagsins hafi
verið settar í bið meðan beðið var
eftir samningi iðnaðarmanna. Það
liggi nokkurn veginn fyrir að samið
verði á svipuðum nótum. – sar
Tala fyrir samningunum
6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-9
9
3
4
2
2
E
E
-9
7
F
8
2
2
E
E
-9
6
B
C
2
2
E
E
-9
5
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K