Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 36
UTANRÍKISMÁL „Skýrsla Thorvalds Stol- tenberg markaði veruleg tímamót í nor- rænu samstarfi á sínum tíma og í tilefni af tíu ára afmæli skýrslunnar taldi ég tímabært að meta hverjum af tillögun- um var hrint í framkvæmd, í heild eða að hluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýja úttekt á Stol- tenberg-skýrslunni svokölluðu. Skýrslan fjallar um norræna sam- vinnu á sviði utanríkis- og varnar- mála  og þar voru settar fram þrettán tillögur um nánara samstarf Norður- landanna. „Það er ánægjulegt að sjá hve margar af framsæknum tillögum Stoltenbergs hafa verið framkvæmdar, þar með taldar til- lögur um norrænt loftrýmiseftirlit við Ísland og aukna samvinnu utanríkis- þjónusta Norðurlandanna,“ segir Guð- laugur Þór. Nú fari í hönd frekari umfjöllun um úttektina og segist Guðlaugur Þór binda vonir við að hún geti orðið leiðar- vísir um frekari skref í aukinni norrænni samvinnu á sviði utanríkis- og varnar- mála. Samkvæmt úttektinni hefur lítill eða enginn árangur náðst varðandi þrjár tillögur. Einhver árangur, mismikill þó, hefur náðst þegar kemur að tíu tillögum.   Það voru alþjóðamálastofnanir á Norðurlöndunum fimm sem unnu úttektina. Pia Hansson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem unnu úttektina. „Það kemur á óvart hvað skýrslan hafði mikla þýðingu fyrir Ísland. Þegar Stol- tenberg kynnir skýrsluna fyrir 10 árum þá erum við á Íslandi að skoða okkar varnarmál upp á nýtt. Þetta er fljótlega eftir að Bandaríkjaher er farinn og það mætti segja að skýrslan hafi sett Ísland á kortið í samhengi við norræna samvinnu í varnar- og öryggismálum,“ segir Pia. Kristin Haugevik, sérfræðingur hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni og annar ritstjóra úttektarinnar, segir Stoltenberg-skýrsluna hafa lagt sitt af mörkum við að skapa nýja umræðu um norrænt samstarf. „Ég held að skýrslan hafi verið mjög mikilvæg vegna þess að hún kom út á tímapunkti þegar það var kannski þörf fyrir aukinn kraft í norrænt samstarf. Þar birtist líka framtíðarsýn og tillög- urnar voru áþreifanlegar.“ Kristin segir aðstæður í alþjóða- stjórnmálum hafa breyst mikið frá því að Stoltenberg-skýrslan kom út 2009. Samskiptin við Rússland hafi verið betri, Bretar ekki á leið úr ESB og Obama nýtekinn við embætti Bandaríkjafor- seta. „Heimurinn lítur svolítið öðru vísi út nú. Það er meiri spenna og fleiri áskoran- ir, líka í nærumhverfi Norðurlandanna. Þannig að ef Stoltenberg-skýrslan væri skrifuð í dag myndi hún fjalla um fleiri áskoranir,“ segir Kristin. Það eigi ekki að taka því sem gefnu að norræn samvinna eigi sér stað á ein- hvern einn ákveðinn hátt. „Samvinnan er alltaf í þróun og svona úttektir geta hjálpað til við að meta hvað virki og hvað ekki.“ sighvatur@frettabladid.is Ánægður með framgang tillagna frá Stoltenberg Gerð hefur verið úttekt á afdrifum tillagna Stoltenberg-skýrslunnar um norrænt sam- starf í utanríkis- og varnarmálum. Skýrslan, sem kom út fyrir tíu árum, markaði tíma- mót. Utanríkisráðherra segist vona að úttektin verði leiðarljós að aukinni samvinnu. Pia Hansson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, afhendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra úttektina. FRÉTTABLAÐIÐ/ 1682 Loðvík XIV, konungur Frakklands, flytur hirð sína til Versala. 1757 Enska ljóðskáldið Christopher Smart er skráður inn á St. Luke’s-sjúkrahúsið fyrir geðveika í London. 1877 Indíánahöfðinginn Óði Hestur gefst upp í Nebraska fyrir her- mönnum Bandaríkjastjórnar. 1889 Eiffelturninn er formlega opnaður fyrir almenning á Heims- sýningunni í París. 1910 George V. tekur við sem konungur Englands eftir andlát föður síns, Játvarðs VII. 1937 Þýska loftskipið Hinden- burg verður alelda á svipstundu í Lakehurst í New Jersey og 36 láta lífið. 1940 John Steinbeck fær Pul- itzer-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Þrúgur reiðinnar. 1942 Síðustu herdeildir Banda- ríkjamanna á Filippseyjum gefast upp fyrir Japönum í heimsstyrjöldinni síðari. 1960 Yfir 20 milljónir manna horfa á fyrstu beinu sjónvarps- útsendinguna af konunglegu brúðkaupi er Margrét prinsessa og Anthony Armstrong-Jones ganga í hjónaband í Westminster Abbey á Englandi. 1976 Á bilinu 900 til 978 farast og 1.700 til 2.400 slasast í geysi- hörðum jarðskjálfta á Norður-Ítalíu. 1983 Meintar dagbækur Hitlers eru afhjúpaðar sem svindl eftir rannsóknir sérfræðinga. 1988 Allir 36 farþegar og áhöfn farast er flugvél hrapar í fjallinu Torghatten á Brønnøy í Noregi. 1994 Elísabet II Englandsdrottning og François Mitterrand, forseti Frakklands, eru viðstödd opnun ganganna undir Ermarsund. 1996 Lík Williams Colby, fyrrverandi forstjóra CIA, finnst á árbakka í Maryland átta dögum eftir að hann hvarf. 2001 Jóhannes Páll II verður fyrsti páfinn til að stíga inn í mosku múslima í heimsókn í Sýrlandi. 2002 Hollenski stjórnmála- maðurinn Pim Fortuyn er ráðinn af dögum eftir útvarps- viðtal. 2013 Þrjár konur sem saknað hafði verið í meira en áratug koma í leitirnar á lífi í borginni Cleveland í Ohio í Bandaríkj- unum. Hindenburg. Jóhannes Páll II páfi. Merkisatburðir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Einarsdóttir áður til heimilis að Flókagötu 1, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarför verður auglýst síðar. Fríða Bjarnadóttir Tómas Zoëga Anton Bjarnason Fanney Hauksdóttir Bjarni Bjarnason Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergþóra Skarphéðinsdóttir frá Þingeyri, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi þriðjudaginn 16. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sjöfn Sóley Sveinsdóttir Rögnvaldur Reinharð Andrésson Magnea Gerður Sveinsdóttir Ólafur Sigurðsson Smári Sveinsson Guðmunda Óskarsdóttir Kristín Linda Sveinsdóttir Skjöldur Vatnar Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Eftir tíu ára sigurgöngu kvaddi sjón- varpsserían Friends með lokaþætt- inum á þessum degi árið 2004. „Eftir tíu seríur á stöðinni var loka- þátturinn vel auglýstur á NBC og mikið umstang gert í kringum hann. Hann fór í loftið 6. maí 2004 og voru banda- rísku áhorfendurnir 52,5 milljónir, sem varð til þess að þátturinn varð fjórði vinsælasti lokaþátturinn í sögu sjónvarps,“ segir um þessi tímamót á íslenskri Wikipedia-síðu Friends. Þar kemur einnig fram að Friends hafi fengið misjafna gagnrýni í fyrstu. „Á meðan hann var í gangi vann hann mikið af verðlaunum og var tilnefndur til 63 Emmy-verðlauna. Þáttunum gekk einnig vel í áhorfi og voru alltaf á topp tíu listanum. Friends hafði mikil áhrif allt í kringum sig og Central Perk kaffihúsið hefur veitt mörgum innblástur. Þættirnir eru endursýndir um allan heim en hver sería hefur einnig verið gefin út á mynddiski. Eftir að þættirnir kláruðust fór þátturinn Joey í loftið og orðrómur um kvik- mynd kom upp,“ segir áfram á Wikipedia. Aðalleikarnir sex í Friends, Jennifer Aniston, Courteney Cox Arquette, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimm- er, uppskáru heimsfrægð fyrir hlutverk sín í þáttunum. Upphaflega fengu þau 1.600 dali hver fyrir hvern þátt en eftir tvö ár hót- uðu þau verkfalli og er óhætt að segja að það hafi borið árangur því launin voru hækkuð í 100 þúsund dali á þátt árið 1996. Árið 2002 kröfðust þau síðan þess að fá eina milljón dollara fyrir hvern þátt. Þ E T TA G E R Ð I S T: 6 M A Í 2 0 0 4 Lokaþáttur Friends 6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E E -7 6 A 4 2 2 E E -7 5 6 8 2 2 E E -7 4 2 C 2 2 E E -7 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.