Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 40
MAÐUR VELTIR ÞVÍ FYRIR SÉR HVORT ÞETTA UNGA FÓLK SEM BÝR Í ÞESSUM BLOKKUM EIGI EIN- HVERJA MÖGULEIKA. The House That Jack Built (ice sub) 17:30 Girl (eng sub) .............................................. 17:45 Yuli-Carlos Acosta Story (ice sub) 20:00 Að sjá hið ósýnilega (icelandic) .. 20:00 The Wild Pear Tree (eng sub) ......20:30 Mug // Twarz (eng sub) ..................... 22:00 Everybody Knows (ice sub) .........22:15 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Ljósmyndir Spessa frá R iga og Daug vapils í Lettlandi eru nú á sýningu í Ramskram Gallery á Njálsgötu 49. Myndirnar tók Spessi árin 2014 og 2015. Sýningin nefnist Módernísk arf leifð og er opin um helgar frá 14-17. Hún stendur til 19. maí. Fátækrahverfi „Ég kom til Riga vegna sýningar sem ég tók þátt í þegar Riga varð menningarborg Evrópu. Sýningin hét Reconstruction of Friendship og fjallaði um kalda stríðið og ég hafði unnið verk sem tengdist Kef lavíkurf lugvelli. Í kjölfarið ákvað ég að skoða fátækrahverfin í Riga sem eru í úthverfi borgar- innar, eins og slík hverfi eru yfir- leitt. Ég fékk ljósmyndara sem leiðsögumann og þvældist þarna um og hitti aðallega unga krakka sem ég myndaði. Þetta var um Unglingar í úthverfum Spessi sýnir ljósmyndir frá Riga og Daugvapils í Lettlandi Spessi sýnir ljósmyndir sínar í Ramskram Gallery á Njálsgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ein af myndum Spessa sýnir þennan unga dreng sem býr við óvissa framtíð. Séð út um glugga á auðu húsi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is vetur og árið eftir, um sumar, fór ég til Daugvapils og myndaði ungl- inga í úthverfunum þar. Þannig af helmingur myndanna á sýningunni er tekinn um vetur í Riga og hinn helmingurinn um sumar í Daug- vapils. Myndirnar sýna krakka sem búa í blokkum sem eru í úthverfum þessara tveggja borga,“ segir Spessi. Hverfi sem virka ekki Spessi sneri síðan heim til Íslands en hugsanir um blokkirnar létu hann ekki í friði og þá hvarf laði hugur hans til Breiðholtsins. „Ég fór að vinna Breiðholtsverkefni sem varð að ljósmyndasýningunni 111 sem sýnd var á Listahátíð í fyrra og samnefndri ljósmyndabók. Mynd- irnar frá Riga og Daugvapils eru undanfari Breiðholtsverkefnisins og sennilega kveikjan að því,“ segir Spessi. „Ég hafði nokkuð lengi velt því fyrir mér hver væri hugsunin á bak við blokkabyggingar fyrir fátækt fólk fyrir utan borgir. Þetta hefur verið gert um allan heim en þessi hverfi verða eins konar skrímsli sem virka ekki. Í grunninn er hugs- unin falleg en maður veltir því fyrir sér hvort þetta unga fólk sem býr í þessum blokkum eigi einhverja möguleika. Langf lest sekkur það út á jaðarinn og býr við bág efni. Það virðist vera sósíalísk hugsun á bak við það að byggja ódýrt fyrir fátækt fólk en svo er eins og kapít- alistar hafi gripið hugmyndina og losað sig við þetta fólk með því að hrúga því saman fyrir utan borgar- mörkin. Eftir að hafa hugsað málið lengi hef ég komist að þeirri niður- stöðu að þessar blokkabyggingar séu sprotnar upp úr módernism- anum. Þess vegna heitir sýningin Módernísk arf leifð. Hér á Íslandi eru blokkirnar í Efra-Breiðholti líklega það sem kemst næst þessu og það sem við getum kallað okkar módernísku afleifð.“ 6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E E -8 5 7 4 2 2 E E -8 4 3 8 2 2 E E -8 2 F C 2 2 E E -8 1 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.