Kraftur - 01.01.2018, Page 32
Bl
s.
32
Kraftur
„Ég man sérstaklega eftir ungum manni
sem var nýkominn úr heilaskurðaðgerð
vegna krabbameins. Hann kom með alla
fjölskylduna“
Viðtal
Við borgum aldrei meira en 2200 sænskar eða um 27 000 kr. á ári í lyf
og aldrei meira en 1100 sænskar eða um 13 000 kr. á ári í lækna-
kostnað. Það var mjög þægilegt fjárhagslega fyrir okkur að búa
úti. Við gátum lifað góðu lífi af einum launum og sjúkradag-
peningum en hér er þetta óneitanlega mun þyngra og erfiðara að
láta enda ná saman. Sjúkradagpeningarnir greiddu u.þ.b. helming
af öllum útlögðum kostnaði úti, þ.e. húsnæði, mat og afþreyingu á
meðan að þeir ná að greiða u.þ.b. einn sjötta hluta útgjaldanna hér.
Olga er menntaður kennari og vann sem slíkur áður en hún veiktist
en hún hafði einangrast mikið eftir veikindin og hafði auðvitað ekki
þetta stuðningsnet sem hún hefur hér í vinum og vandamönnum.
Hún fór fljótlega að taka þátt í starfsemi Krafts og fann sig mjög
vel í Ljósinu eftir að hún flutti heim. Þar fann hún fólk sem var í
sömu stöðu og hún og henni leið betur að geta talað um sín mál við
fólk í svipaðri stöðu og hún var í. Auk þess skiptir miklu máli öll sú
starfsemi sem í boði er hvort sem það eru fyrirlestrar, námskeið eða
bara að vera með öllu þessu góða fólki sem er í svipaðri stöðu og
hún. Svona félagsskapur eins og Kraftur og Ljósið er ekki til í Svíþjóð
en það er vonandi að slík starfsemi nái að byggjast upp þar því þessi
starfsemi er algerlega ómetanleg og ég á í raun engin orð til að lýsa
hrifningu minni á henni. Kraftur og Ljósið auk vina og vandamanna
gerir það að verkum að okkur líður öllum betur hér og það verður
aldrei metið til fjár þó að ég ætli ekki að gera lítið úr því hvað það er
auðveldara að takast á við svona erfiðleika þegar fjárhagsáhyggjur
eru ekki til staðar.“
Hvernig hafa veikindi Olgu breytt þér?
,,Ég fullorðnaðist árið 2014 og hef fullorðnast hratt eftir það! Við erum
búin að vera saman í tuttugu ár og ég held því fram að ég hafi í raun
bara verið fjórða barnið hennar Olgu fram að því en það var ekki í
boði lengur eftir að svona mikil og erfið lífsreynsla kom inn í líf okkar.
Ég hafði alla tíð unnið allt of mikið og var aldrei í núinu. Núna vinn
ég miklu minna, lifi algerlega í núinu og er alltaf hamingjusamur. Ég
nýti tímann betur og ég nýt hans betur. Ég finn líka að þó að veikindin
hafi stuðlað að því að við erum kannski fjarlægari á ákveðinn hátt en
áður hafa þau stuðlað að því að við erum miklu betri vinir en nokkru
sinni fyrr. Við höfum það markmið að njóta alls eins og hægt er og við
gerum það svo sannarlega.“