Kraftur - 01.01.2018, Page 39
B
ls. 39
Kraftur
Raunkostnaður er hærri en verðskrá SÍ kveður á um.
Þingsályktunartillaga um að endurskoða ætti greiðslu-
þátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferðar var
samþykkt árið 2016 og átti endurskoðun að ljúka
fyrir árslok síðasta árs. Henni er ekki enn lokið.
Í þessari tillögu var meðal annars lagt til að greiðslu-
þátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunar-
meðferðar hjá fólki óháð því hvort það eigi barn
fyrir, en í dag nær þessi þátttaka aðeins frá annarri
til fjórðu meðferðar hjá pörum og einstaklingum sem
eiga ekki barn fyrir. Hins vegar er tekið þátt
í fyrstu meðferð para og einhleypra kvenna ef um
er að ræða yfirvofandi ófrjósemisvandamál konunnar
vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar
eða beinmergsflutnings. Þá endurgreiða Sjúkratrygg-
ingar Íslands 65% útlagðs kostnaðar vegna ástungu
á eista og frystingu sáðfruma þegar um er að ræða
karlmenn með yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna
fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða
beinmergsflutnings. Í þeim tilfellum er Sjúkratrygging-
um Íslands heimilt að greiða 90% útlagðs kostnaðar
vegna geymslugjalds á frystum fósturvísum/sáðfrum-
um, þó að hámarki í tíu ár.
Þá fer greiðsluþátttaka eftir verðskrá Sjúkratrygginga
Íslands, en sú verðskrá hefur ekki verið uppfærð
síðan árið 2011 og er ekki í samræmi við verðskrá
þeirra stofnana sem framkvæma frjósemismeðferðir.
Eins og kemur fram í þingsályktunartillögunni er því
raunkostnaður við frjósemismeðferðir umtalsvert
hærri en verðskrá Sjúkratryggina Íslands kveður á
um. Að mati flutningsmanna tillögunnar er Ísland
nokkur eftirbátur nágrannalanda okkar og þeirra
landa sem við viljum almennt bera okkur saman við
á þessu sviði. Tekin eru dæmi um að í Danmörku og
Svíþjóð nái greiðsluþátttaka ríkisins yfirleitt til fyrstu
og þriðju meðferðar.
Ekki unnt að uppfæra gjaldskrá vegna
fjárskorts
Mannlíf sendi fyrirspurn til heilbrigðis-
ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um
þetta greiðsluþátttökukerfi og hvar endur-
skoðun þess stæði. Eftirfarandi svör bárust
frá ráðuneytinu:
Í reglugerð um greiðsluþátttöku vegna
tæknifrjóvgana stendur að endurgreiðsla
miðist við gjaldskrá SÍ. Sú verðskrá hefur
ekki verið uppfærð síðan 2011 og tekur því
ekki mið af verðlagsbreytingum. Af hverju
hefur sú verðskrá ekki verið uppfærð?
Svar: Verðskráin hefur tekið mið af
þeim fjármunum sem hafa verið til
ráðstöfunar og framlög hafa ekki verið
aukin þannig að unnt væri að uppfæra
gjaldskrána.
Verðskrá SÍ og verðskrá stofnana sem sjá
um frjósemismeðferðir eru tvær ólíkar
verðskrár. Stendur til að samræma þessar
verðskrá að einhverju eða öllu leyti?
Svar: Ekki eru áform um að samræma
gjaldskrá SÍ og einkarekinna fyrirtæk-
ja sem sinna þessari þjónustu, þar sem
ekki hafa tekist samningar milli SÍ og
viðkomandi aðila. Sem fyrr segir hefur
þetta einnig með fjárframlög að gera.
Enginn samningur er á milli íslenska ríkis-
ins og stofnana sem sjá um frjósemis-
meðferðir. Stendur til að koma á slíkum
samningi? Ef já, hvar er það statt í ferlinu?
Ef nei, af hverju ekki?
Svar. Já, það er stefnt að því að semja
um þessa þjónustu.
B
ls. 39
Grein