Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 4 . M A Í 2 0 1 9 n Hlynnt/ur 50,6% n Hvorki né 15,1% n Andvíg/ur 34,3% Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ert þú því að þungunarrof (fóstur­ eyðing) verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu? ✿ Könnun L200 heillar veiðimenn, hestafólk, verktaka, golfara og alla hina með heillri grind, háu og lágu drifi, 3,1 tonn í dráttargetu  og 450 Nm í togkraft. Fagnaðu veiðisumrinu á nýjum L200. MMC L200 Intense MT 5.490.000 kr.Verð frá: HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.mitsubishi.is HEILBRIGÐISMÁL Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir konum fullan ákvörðunarrétt um hvort þær fari í þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. Málið var umdeilt á þingi og sneri það helst að tíma- rammanum. Breytingatillaga Páls Magnússonar, þingmanns Sjálf- stæðisf lokksins, um að færa við- miðunartímann niður í 20 vikur var felld. Rétt rúmur helmingur þeirra sem taka afstöðu er hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is. Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunar- rof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Þar af eru rúmlega 32 prósent mjög hlynnt og rúm 18 prósent frekar hlynnt. Tæp 24 prósent eru mjög andvíg en tæp ellefu prósent frekar andvíg. Þingmenn Miðf lokksins, að undanskilinni Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem sat hjá, og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn lög- unum. Sjálfstæðisf lokkurinn klofnaði í sinni afstöðu. Átta þingmenn flokksins, þar á meðal Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra, greiddu atkvæði gegn lögunum á móti fjórum sem greiddu atkvæði með. Þingmenn annarra f lokka greiddu atkvæði með lögunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að um væri að ræða löngu tímabærar breytingar á lög- gjöfinni sem snúi að öryggi og frelsi kvenna. „Þetta er löng veg- ferð en í dag erum við að eignast eina framsæknustu löggjöf að því er varðar sjálfsákvörðunarrétt kvenna í heiminum. Þess vegna er þetta gleðidagur,“ sagði Svandís. „Með breiðum stuðningi í þinginu sýnum við þann skýra vilja að við viljum áfram vera í fremstu röð í heiminum varðandi stöðu kvenna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra studdi frumvarpið eindregið. Sagði hún á Alþingi í gær að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yfir eigin líkama, treystir hún konum til að fara vel með þetta frelsi. „Þetta frumvarp er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það heils hugar og hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk. En ég tel að þetta frumvarp sé ákveðin málamiðlun milli sjónar- miða og mun styðja það því ég tel það gríðarlegt framfaraskref fyrir frelsi einstaklingsins.“ Greinilegur kynslóðamunur er á afstöðu til málsins þegar niður- stöður könnunarinnar eru skoð- aðar. Yf irgnæfandi meirihluti yngstu aldurshópanna er hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Dæmið snýst svo við þegar litið er til elsta aldurshópsins. Konur eru hlynntari 22 vikna viðmiðinu en karlar. 58 prósent kvenna eru hlynnt, 32 prósent and- víg og 11 prósent hvorki né. Meðal karla eru 44 prósent hlynnt, 37 pró- sent andvíg og 20 prósent hvorki né. – sar, – ab / sjá síðu 4 Framsæknasta löggjöf í heimi Alþingi samþykkti lög um þungunarrof í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunar- vald um hvort þær fari í þungunarrof. Ný könnun leiðir í ljós að rúmur meirihluti þjóðarinnar styður þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum í gær þegar lögin voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta er löng vegferð en í dag erum við að eignast eina framsæknustu löggjöf að því er varðar sjálfsákvörðunar- rétt kvenna í heiminum. Þess vegna er þetta gleði- dagur. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis­ ráðherra Fleiri myndir frá Alþingi í gær er að finna á +Plús­ síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F C -2 F A C 2 2 F C -2 E 7 0 2 2 F C -2 D 3 4 2 2 F C -2 B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.