Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Darren Mark Donguiz Trinidad lauk námi í fatahönnun frá Lista-háskóla Íslands árið 2017. Hann hefur vakið athygli undanfarið fyrir hönnun sína og persónulegan stíl. Darren hannar mest fyrir karla en hefur einnig hann- að uni-sex fatnað, flíkur sem ganga upp fyrir bæði kyn. Hann lýsir eigin smekk og stíl sem blöndu af götustíl, nýklassík, fútúrisma og stílhreinum fatnaði þar sem áhersla er lögð á form og lögun f líkurinnar. Við fengum að spyrja hann nokkra spurninga um hönnun hans, eigið klæðaval og hvaðan hann fær innblástur. Hvaðan færð þú innblástur? Það er ekkert eitthvað eitt sér- stakt, það er alltaf mismunandi og kemur til manns á óvæntan hátt. En kannski er rauði þráðurinn f læði fatnaðarins. Það veitir mér inn- blástur að taka eftir hvað fólk getur borið fatnaðinn á mismunandi hátt eða sett saman alklæðnað á mismunandi hátt. Mér finnst svo áhugavert þegar karaktereinkenni einstaklingsins birtast í fatavalinu. Uppáhalds íslenski fatahönnuð- urinn og af hverju? Ég er búinn að vera að fylgjast mikið með Andra Hrafni og Kar- enu Briem, en þau eru búin að vera að hanna útlit og fatnað Hatara núna í kringum Eurovision. Ég er líka hrifinn af því sem vöruhönn- uðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur verið að gera og það sem textíl- og fatahönnuðurinn Tanja Huld Levý hefur verið að gera finnst mér margt mjög flott. Svo veit ég að Gréta Þor- kelsdóttir, grafískur hönnuður, er með verkefni í bígerð sem mér finnst mjög áhugavert. Hún er mjög hæfileikarík. Áttu einhvern uppáhalds fata- hönnuð? Í augnablikinu held ég mikið upp á Thom Brown. Hann vinnur mikið með súrrealisma og húmor. Mér finnst heimurinn sem hann skapar og bara allt sem hann er að gera alveg ótrúlega áhugavert. Finnst þér rauði þráðurinn í þinni eigin hönnun hafa breyst mikið, til að mynda eftir að náminu lauk? Hann hefur ekki endilega breyst, en hann hefur fínpússast. Hver eru þín uppáhalds tískuhús eða fatamerki? Það er skómerkið Syro sem gerir einstaklega f lott hæla, líka í karl- mannsstærðum. Mér finnst áhuga- vert að leika sér með hvar línan er dregin með hvað sé karlmanns- og hvað sé kvenmannsfatnaður. Hvar verslar þú mest? Ég kaupi mest notuð föt, sem sagt vintage. Þá finnst mér Rauðakross- búðin oft f lott og líka ný búð í Ing- ólfsstræti sem heitir Wasteland. Hannar þú mesta hlutann af þínum eigin fötum eða því sem þú gengur í hversdags? Já, ég klæðist bæði eigin hönnun eða breyti því sem ég hef keypt. Þá kannski breyti ég lítillega vintage flík eftir mínu eigin höfði. Langaði þig alltaf til að verða fata- hönnuður? Ég hef alltaf teiknað mikið en ég var samt ekki alltaf á því að ég myndi enda í fatahönnun. Þetta þróaðist svolítið með því að ég var að teikna upp teiknimyndapersón- ur. Boltinn byrjaði svolítið að rúlla þegar ég fór að velta meira fyrir mér smáatriðum fígúranna sem ég var að teikna. Hvað finnst þér óspennandi við tískuna í dag? Mér finnst bara mikilvægt að það skíni eitthvað persónulegt í gegn í klæðavali fólk. Mér finnst óspenn- andi að allir séu eins. Ég vil sjá eitt- hvert sjálfstæði í stíl fólks, þannig að það skíni einhver þarna í gegn. Safnar þú einhverju þegar það kemur að fötum? Ég gerði það einu sinni en er núna meira einbeittur í að vinna í minni eigin hönnun og skapa. Hvaða stjarna finnst þér hafa f lottan eða áhugaverðan stíl? Solange. Stíllinn hennar, söng- urinn, framkoma og allt við hana finnst mér áhugavert. steingerdur@frettabladid.is Sjálfstæður  og persónulegur stíll Darren Mark er fatahönnuður. Hann hannar mest karlmanns- fatnað, en er líka hrifinn af flíkum sem ganga upp fyrir bæði kyn. Honum finnst sjálfstæði skipta mestu í fatavali. Darren blandar fútúrisma og götustíl inn í eigin klæðaburð. Hann segist kaupa mest vintage fatnað hérna á Íslandi. Darren útskrifaðist árið 2017 úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og sinnir hönnuninni í stúdíói sínu úti á Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð okkar allra fyrri undanúrslit í kvöld kl. 19 Bein útsending frá Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Einnig á RÚV 2 með ensku tali og íslenskri táknmálstúlkun. Enskur þulur er Alex Elliott. 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F C -4 3 6 C 2 2 F C -4 2 3 0 2 2 F C -4 0 F 4 2 2 F C -3 F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.