Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2019, Blaðsíða 32
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 14. MAÍ 2019 Fundir Hvað? Svansráðstefna Hvenær? 08.30 Hvar? Grand Hótel Fjallað verður um varasamt efnaumhverfi með áherslu á fyrstu 1.000 dagana í lífi barnanna okkar. Fundarstjóri verður Salvör Nordal, umboðsmaður barna. EUROVISION UNDAN ÚRSLIT #1 Einstök upplifun á stóra tjaldinu!!! Bein útsending hefst kl.19:00 í sal 1 Glæsilegur Hatara varningur til sölu FRÍTT INN á meðan húsrúm leyfir!!! The Wild Pear Tree (eng sub) ... 17:30 Girl (eng sub) ........................................... 17:45 Að sjá hið ósýnilega (icelandic) .. 20:00 The House That Jack Built (ice sub) 21:00 BlacKkKlansman (english nO sub) . 22:00 Yuli-Carlos Acosta Story(eng sub) 22:00 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Pólitík eða ekki pólitík? Það er spurning sem rædd verður í Lögbergi. Hvað? Eurovision og stjórnmál Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? Lögberg, stofa 101 í HÍ Hádegisfundur Félags stjórnmála- fræðinga og Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála veltir upp spurningum um hversu mikil pólitík er í Eurovision, hvaða tilgangi keppnin þjóni í sam- skiptum þjóða, hvort kosningin sé pólitísk og hvort hægt sé að gera kröfu til keppenda um að boðskapur tónlistaratriða þeirra sé innan ákveðins skilgreinds ramma. Hvað? Öflug forysta á viðsjár- verðum tímum Hvenær? 12.15 – 13.15 Hvar? Oddi, HÍ, stofa 201 Opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs og Háskóla Íslands. Hvað? Fundur um Sjómannaskóla- reit Hvenær? 17.00 Hvar? Vindheimar, Borgartúni 14, R. 7. hæð Opinn kynningarfundur um drög að deiliskipulagi fyrir Sjómanna- skólareit. Einnig verða kynnt drög að breytingu á aðalskipulagi vegna þess sama reitar, ásamt Veðurstofuhæð. Allir velkomnir. Jóna Hlíf Halldórsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Gerðarsafns. Hún hefur formlega störf 1. ágúst og er að leggja línur og hitta starfs-fólk. Hún segir að nýja starfið leggist mjög vel í sig. „Ég er afar þakklát fyrir þetta tæki- færi. Gerðarsafn er að mínu mati eitt fallegasta listasafn landsins og reisn yfir því. Gerður Helgadóttir hefur sem listamaður verið mér fyrir- mynd. Hún var frábær listamaður sem var á undan sinni samtíð og afrekaði ákaflega mikið á stuttum tíma í þeim harða heimi sem lista- heimurinn er. Skúlptúrarnir hennar standast tímans tönn og eru mikil- fenglegir. Það er alltaf hægt að vinna með þá og auðvelt að verða fyrir hughrifum af þeim.“ Safn fyrir alla Um áherslur í nýju starfi segir Jóna Hlíf: „Seinustu árin hefur verið unnið mjög gott starf í Gerðarsafni. Ég mun leggja áherslu á að byggja ofan á það. Safnið á að vera lifandi vettvangur fyrir listir. Safnið þarf að fylgjast með straumum og stefnum í samfélaginu og vinna úr þeim. Listin hreyfir við hlutlausum huga. Kópavogur er að vinna mjög áhugavert starf með heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna, eins og menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygg- ingu og aukinn jöfnuð. Ég er mjög spennt að leiða safnið í vinnu með þessi markmið. Mér finnst líka skipta miklu máli að vera með gott og öflugt fræðslu- starf. Safnið á að vera fyrir alla og ég mun leggja áherslu á að allir aldurs- hópar séu velkomnir og gestum líði vel í safninu. Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsisins og birtingar- mynd þess hvernig Íslendingar hafa lagt rækt við skapandi hugsun, frumkvæði og menningararf leifð sína. Listin sækir orku í sköpunar- kraftinn sem tengir allt fólk. Þegar söfn ná því markmiði að verða lif- andi vettvangur með hugrekki og hugsjónum þá getur listin ræktað lífið. Gerðarsafn er listasafn sem er hannað utan um skúlptúra og á að mínu mati að vera leiðandi í sýningu á samtímalist í skúlptúr. Í framtíð- inni gæti verið áhugavert að vera með metnaðarfullt sýningarhald, þar sem straumar í samtímalist erlendis verða í forgrunni og í bland við íslenska strauma. Að lokum má nefna að ég legg áherslu á góð samskipti, stöðug- leika og mikilvægi samstarfs á öllum stigum.“ Betra starfsumhverfi Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlista- deild Myndlistaskólans á Akur- eyri, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi og MA í listkennslu frá Listaháskólanum. Hún hefur haldið fjölda einkasýn- inga og samsýninga og verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi. Hún var formaður Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík frá 2011 til 2013 og formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna á árunum 2014 til 2018. Hún segist nú ætla að leggja eigin listsköpun til hliðar og segir að það sé ekki endanleg fórn. „Ég vil setja allan minn sköpunarkraft í nýja starfið. Ég get alltaf snúið aftur til listarinnar, hún fer hvergi og er hluti af mér. Ég held að ég sé komin á mjög góðan stað þar sem ég get nýtt þekkingu mína og sköpunarkraft.“ Jóna Hlíf segir það vera einstak- lega gaman að vinna í myndlistar- umhverfinu. „Starfsumhverfið er að verða svo miklu betra. Kópavogur er búinn að samþykkja verklagsreglur um greiðslur til listamanna og það er gríðarlega mikið fagnaðarefni. Sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna var ég einmitt að berjast fyrir því í fjögur ár. Nú eru flest öll listasöfnin byrjuð að borga myndlistarmönnum og fyrir vikið verður til gróskumeira starfsum- hverfi og betri myndlist. Það eru mjög spennandi og bjartir tímar fram undan.“ Listin hreyfir við hlutlausum huga Gerðarsafn er að mínu mati eitt fallegasta listasafn landsins og reisn yfir því, segir Jóna Hlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir er nýr forstöðumaður Gerðarsafns. Hún segir safnið þurfa að fylgjast með straumum og stefnum í samfélag- inu og vinna úr þeim. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Fylgstu með á frettabladid.is 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F C -4 8 5 C 2 2 F C -4 7 2 0 2 2 F C -4 5 E 4 2 2 F C -4 4 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.